Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 27
Sjúkrahúsið á Húsavík – á ekki bara að loka öllu draslinu? Teygi menn álkuna nógu hátt í loft upp frá Alþingishúsinu og horfi til norðausturs sjá menn Esjuna, stolt Reykvíkinga og ystu sjónarrönd í þá áttina. Langt, langt hinum megin við Esjuna, á Húsavík, búa duglegir og stoltir ein- staklingar, sem vilja gjarnan hafa vinnu og geta nýtt náttúruauðlindirnar sér til hjálpar í lífsbaráttunni. Ein- staklingar sem oftast eru frískir en veikjast stundum. Á Húsavík hefur verið sjúkrahús frá 1935, en þá stóðu íbúar fyrir byggingu húss sem myndi duga fyr- ir slíka starfsemi. Það er því löng hefð fyrir farsælli sjúkrahúsþjón- ustu á staðnum. Gegnum árin hafa kröfur til sjúkrahúsa aukist og þjónustan orðið sérhæfðari. Hinn venjulegi landsbyggðarlæknir gerir ekki lengur botnlangaaðgerðir eða fjarlægir gallblöðru meðan hand- lagni húsvörðurinn og altmulig- manden svæfir. Enda hafa breyt- ingar orðið á sjúkrahúsinu á Húsavík eins og annars staðar. Nú er boðað til niðurskurðar á heilbrigðisstofnunum í þeim mæli sem engin fordæmi eru fyrir í Ís- landssögunni. Þar er landsbyggð- inni gert að spara lungann, eða 84% af heildinni. Niðurskurðurinn hér á Húsavík þýðir lokun sjúkradeild- arinnar á staðnum. En hvaða þjónusta er veitt á sjúkradeildinni á Húsavík? Skv. lög- um eiga heilbrigðisstofnanir að veita almenna heil- brigðisþjónustu, og þar undir fellur svokölluð almenn sjúkrahúsþjón- usta. Í dag sinnir sjúkradeildin á Húsa- vík almennum lyflækn- ingum, svo sem hjarta- sjúkdómum, lungnasjúkdómum, sýkingum af ýmsu tagi, meðferð krabbameins- sjúkra, blóðgjöfum, líknandi meðferð, taugasjúkdómum, meltingarfæra- sjúkdómum og nýrnasjúkdómum. Auk þess er hér veitt endurhæfing og framhaldsmeðferð eftir skurð- og bæklunaraðgerðir og slys, hvíld- ar- og endurhæfingarmeðferð fyrir aldraða og langveika og hingað leggjast inn sængurkonur með ný- fædd börn sín. Þessi starfsemi kall- ast, samkvæmt lögum um heilbrigð- isþjónustu, almenn sjúkrahúsþjónusta. Að sjálfsögðu erum við ekki með sérfræðinga á öllum sviðum og búum vel að eiga Sjúkrahúsið á Akureyri í 90 km fjarlægð, og þar fer fram sérhæfð- ari og flóknari uppvinnsla og með- ferð. Leggist sjúkradeildin á Húsavík niður þarf að veita þessa almennu sjúkrahúsþjónustu annars staðar. Á sjúkrahúsinu á Akureyri er gott og duglegt starfsfólk, en ég trúi því ekki að hægt sé að bæta við meg- inhlutanum af okkar skjólstæð- ingum án þess að rúmum og starfs- fólki yrði fjölgað þar, sem munu væntanlega kosta sitt. Hvað er þá sparað? En hvað með skurðdeildina og fæðingarnar og allt það, er þetta ekki kostnaðarsamt? Þarf þetta að vera til staðar á svona smásjúkra- húsi? Það er löngu búið að taka af skurðlæknavakt og svæfingarlækn- isvakt, vaktir ljósmæðra lögðust af 2004 og allar fæðingar færðust til Akureyrar. Hér er rekin skurðstofa fáeina daga í mánuði, og sjálfstætt starfandi skurðlæknirinn leigir að- stöðu af sjúkrahúsinu. Hér er því ekki verið að bruðla með þann óþarfa. Ég veit að þörfin fyrir þá þjón- ustu sem sjúkradeildin á Húsavík veitir í dag mun ekki hverfa. Heil- brigðisstofnun Þingeyinga er vel rekin og hvergi bruðlað með fé. Ég hef enn ekki fengið nein rök sem segja mér að það sé ódýrara eða hagkvæmara að veita þessa þjón- ustu annars staðar. Ég hef trú á því að ráðamenn fari að lögum og velji að búa öllum landsmönnum mannsæmandi skil- yrði til að búa í sínum heimahögum. Ég trúi því að heilbrigðisþjónusta á landinu fái áfram að vera sá horn- steinn sem byggðir landsins þurfa til að halda velli. Lifið heil. Eftir Unnstein Inga Júlíusson Unnsteinn Ingi Júlíusson »Ég veit að þörfin fyr- ir þá þjónustu sem sjúkradeildin á Húsavík veitir í dag mun ekki hverfa. Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga er vel rekin og hvergi bruðlað með fé. Höfundur er heimilislæknir á Húsavík. UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Af einhverjum ástæð- um er Sjálfstæðisflokk- urinn gerður að blóra- böggli fyrir allt sem miður fer í samfélaginu, þrátt fyrir að hafa stað- ið fyrir öllum helstu framförum í efnahags- lífinu og staðið að upp- byggingu fyrirmyndar- heilbrigðis- og velferð- arkerfis, sem þykir eitt það besta í hinum vestræna heimi. Einn af þingmönnum Samfylking- arinnar benti á þá staðreynd að sjálf- stæðismenn hefðu stjórnað í fimmtíu og þrjú ár af lýðveldistímanum. Af orðum hins ágæta manns má ráða hverjum ber að þakka þær traustu stoðir sem þjóðin hvílir á þrátt fyrir kreppu þá sem ríkir nú um stundir. Allt frá stofnun Sjálfstæðisflokks- ins hafa leiðtogar hans talað fyrir frelsi í viðskiptum og afnámi allra hafta. Hægt er að finna ræður og greinar eftir Jón Þorláksson, Ólaf Thors, Birgi Kjaran og Bjarna Benediktsson sem túlka nákvæm- lega sömu stefnuna og sjálfstæð- ismenn nútímans gera enn þann dag í dag. Á sama tíma hafa vinstri flokk- arnir sveiflast til og frá með sína stefnu eins og sagan hefur sýnt. Ekki myndi nokkur heiðarlegur vinstri maður taka upp bar- áttuaðferðir þær sem upphafsmenn sósíalismans boðuðu. En sjálfstæð- ismenn geta áfram haldið á lofti stefnu sinni algerlega óbreyttri frá 1929. Vafalaust má finna dæmi þess að menn hafi farið út af sporinu, en eng- inn hefur enn rannsakað hver er hin raunverulega orsök að því. Vitað er að sjálfstæðismenn hafa aldrei verið einir í stjórn, þannig að stefnan hefur aldrei notið sín til fulls. Ekki skal farið öllu dýpra í að greina orsakir þess að menn hafi stundum farið út af sporinu, enda er það verk fræðimanna en ekki háseta á togara. En hvernig væri ástandið ef Sjálfstæð- isflokkurinn hefði ekki haft þetta mikla fylgi frá stofnun og verið í sporum hinna flokk- anna, oftast í stjórn- arandstöðu? Fleiri fyrirtæki í ríkiseigu með tilheyr- andi óhagræði, hærri skattar og flóknara skattkerfi, margfalt hærri upphæðir í er- lendum lánum og sennilega ekki eitt einasta álver, en hvaða skoðun sem menn hafa á álframleiðslu, þá hafa álverin skilað miklum tekjum til samfélagsins. Vinstri menn hafa nefnilega aldrei áttað sig á því að það þarf tekjur til að halda uppi samfélagi og tekjur koma með frjálsum viðskiptum. Þeir hafa í gegn um tíðina agnúast út í atvinnurekendur og heimtað að þeir greiddu fólki fleiri krónur en þeir oft á tíðum hafa staðið undir. Við búum nefnilega á lítilli eyju og það hefur ýmis takmarkandi áhrif í för með sér og sökum aldurs lýðveld- isins hafa peningar oft verið af skornum skammti. Vinstri menn hafa alltaf lagt meiri áheyrslu á að eyða en afla og ef sú stefna hefði ráðið för væri ríkari ástæða til en nokkru sinni fyrr að taka undir orð Geirs H. Haarde og biðja Guð um að margblessa Ísland og varðveita, því stjórnvöld hefðu verið óhæf til að reka þjóðfélagið. Eftir Jón Ríkharðsson » Vinstri menn hafa nefnilega aldrei átt- að sig á því að það þarf tekjur til að halda uppi samfélagi og tekjur koma með frjálsum við- skiptum. Jón Ríkharðsson Höfundur er sjómaður. Sjálfstæðis- flokkurinn er sterkasta aflið Bólusetning gegn árlegri inflúensu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill vekja athygli á því að skipulögð bólusetning gegn inflúensu hefst á heilsugæslustöðvum mánudaginn 11. október 2010. Bóluefnið myndar mótefni gegn þremur inflúensuveirustofnum þ.á m. svonefndri svínainflúensu. Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig? • Öllum sem orðnir eru 60 ára • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. • Starfsfólki heilbrigðisþjónustu sem daglega annast fólk með aukna áhættu. Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald samkvæmt reglugerð nr. 014 / 2010. Fyrirkomulag bólusetningar getur verið mismunandi milli heilsugæslustöðva. Vinsamlegast leitið frekari upplýsinga á vef Heilsugæslunnar www.heilsugaeslan.is, eða hafið samband við hlutaðeigandi heilsugæslustöð. Heilsugæslan Árbæ, Reykjavík s: 585 7800 Heilsugæslan Efra-Breiðholti, Reykjavík s: 513 1550 Heilsugæslan Efstaleiti, Reykjavík s: 585 1800 Heilsugæslan Fjörður, Hafnarfirði s: 540 9400 Heilsugæslan Garðabæ s: 520 1800 Heilsugæslan Glæsibæ, Reykjavík s: 599 1300 Heilsugæslan Grafarvogi, Reykjavík s: 585 7600 Heilsugæslan Hamraborg, Kópavogi s: 594 0500 Heilsugæslan Hlíðum, Reykjavík s: 585 2300 Heilsugæslan Hvammi, Kópavogi s: 594 0400 Heilsugæslan Miðbæ, Reykjavík s: 585 2600 Heilsugæslan Mjódd, Reykjavík s: 513 1500 Heilsugæsla Mosfellsumdæmis s: 510 0700 Heilsugæslan Seltjarnarnesi s: 561 2070 Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði s: 550 2600 Heilsugæslan Lágmúla 4, Reykjavík s: 595 1300 Heilsugæslan Salahverfi, Kópavogi s: 590 3900 Fræðsluefni um inflúensu má finna á vef landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is Reykjavík, 9. október 2010 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Sanngirnisbætur Innköllun Í samræmi við ákvæði laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 og tóku gildi hinn 28. maí 2010, hefur sýslumanninum á Siglufirði verið falið að gefa út innköllun, fara yfir kröfur og gera þeim sem eiga rétt á bótum skrifleg sáttaboð. Skal sýslumaður eftir því sem kostur er fjalla samtímis um allar kröfur er lúta að sama heimilinu. Á grundvelli þessa er nú kallað eftir kröfum frá þeim sem dvöldu á: Vistheimilinu Breiðavík Hér með er skorað á alla þá sem dvöldu á vistheimilinu Breiðavík einhvern tíma á árabilinu 1952-1979 og urðu þar fyrir illri meðferð eða ofbeldi sem olli varanlegum skaða, að lýsa kröfu um skaðabætur fyrir undirritaðri fyrir 27. janúar 2011. Kröfu má lýsa á eyðublaði sem er að finna á vefnum www.sanngirnisbætur.is og hjá tengiliði vegna vistheimila. Allar kröfur skulu sendar sýslumanninum á Siglufirði, Gránugötu 4-6, 580 Siglufirði. Verði kröfu ekki lýst fyrir 27. janúar 2011, fellur hún niður. Bent er á að unnt er að leita aðstoðar tengiliðar vegna vistheimila við framsetningu og skil á bótakröfu. Aðstoð tengiliðar er að kostnaðarlausu. Skrifstofa tengiliðar er að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík. Sími tengiliðar er 545 9045. Siglufirði 11. október 2010 Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.