Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 40
40 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í sam- anburði við þá dýrð, sem oss mun op- inberast. (Rm. 8, 18.) Ekkert lát virðist vera á þörfinnifyrir ferðamannabúðir í mið- borg Reykjavíkur. Á öðru hverju götuhorni er hægt að kaupa lopa- peysur, víkingahjálma og þjóðbún- ingadúkkur og er það vel ef fram- boðið þýðir að eftirspurn ferðamanna er líka til staðar með til- heyrandi fitun gjaldeyrisforðans. x x x Ef Víkverji stæði sjálfur í rekstritúristaverslunar myndi hann þó ekki fara þá leið sem verslun ein í Bankastræti hefur valið sér, en hún er kirfilega merkt „Tourist Shop“ svo það fari nú ekki fram hjá neinum að þangað eigi fyrst og fremst túr- istar en ekki heimamenn erindi. x x x Til eru margar gerðir ferðamannaog ein þeirra er sú sem ekki vill láta flokka sig sem túrista og smala sér á milli staða í hópum eða mata sig á upplýsingum og minjagripum. Margir þeirra sem koma til Íslands fylla einmitt þennan hóp, þeir eru sjóaðir ferðalangar og langar í æv- intýri á framandi slóðum fremur en þægilega pakkaferð. Upp á enskuna biðjast margir þessara ferðamanna undan því að vera kallaðir „tourist“ en skilgreina sig heldur sem „traveller“ og vilja trúa því að þeir séu að kynnast land- inu eins og heimamenn þekkja það, en ekki glansmyndinni sem er vand- lega útfærð fyrir ferðamenn. Þetta er hégómlegt en engu að síður stað- reynd og þeir hégómlegustu í þess- um hópi myndu aldrei láta sjá sig inni í rækilegra merktri „túr- istaverslun“, jafnvel þótt þá langi í íslenska fánann á bakpokann sinn. x x x Víkverji hitti í sumar ferðamannsem hafði látið eftir sér að kaupa lopapeysu og klæddist henni í miðbænum. Hann spurði Víkverja áhyggjufullur hvort það sæist þá á honum langar leiðir að hann væri túristi. Hann gladdist mjög þegar Víkverji sagði honum að allir Íslend- ingar ættu lopapeysur og að hann smellpassaði því í hóp heimamanna. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 jarðvinnslutækis, 4 fallegur, 7 lítil tunna, 8 styrk, 9 skaut, 11 vitlaus, 13 bygging, 14 sefaði, 15 sögn, 17 dægur, 20 frostskemmd, 22 spjald, 23 viðurkennt, 24 dreg í efa, 25 kroppa. Lóðrétt | 1 laumuspil, 2 æs- ingurinn, 3 far, 4 þunn spýta, 5 borguðu, 6 Æsir, 10 viljuga, 12 tímgunarfruma, 13 málmur, 15 brúkar, 16 meðulin, 18 mannsnafn, 19 ástunda, 20 óvild, 21 rándýr. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 utangátta, 8 fætur, 9 akkur, 10 pot, 11 reipi, 13 innan, 15 stáls, 18 áttan, 21 kýr, 22 rofna, 23 arfar, 24 griðastað. Lóðrétt: 2 titri, 3 norpi, 4 ábati, 5 tekin, 6 ófær, 7 grín, 12 púl, 14 net, 15 særa, 16 álfur, 17 skarð, 18 árans, 19 tyfta, 20 norn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 9. október 1986 Stöð 2, fyrsta sjónvarpsstöðin í einkaeign, hóf útsendingar. Að loknu ávarpi Jóns Óttars Ragn- arssonar sjónvarpsstjóra voru m.a. fréttir, umræðuþáttur um leiðtogafundinn og kvikmynd- in 48 stundir. Í auglýsingu stóð: „Samkeppnin er orðin að veru- leika!“ 9. október 2000 Tíu „gervilögregluþjónum“ úr pappa var stillt upp meðfram Reykjanesbraut, frá Keflavík til Reykjavíkur, í þeim tilgangi að minna vegfarendur á að virða umferðarlögin. Þrír þeirra hurfu sporlaust á fyrsta degi en hinir voru settir í geymslu skömmu síðar. 9. október 2006 Landsbankinn kynnti Icesave innlánsreikninga í Bretlandi. Þetta var sögð sérsniðin sparn- aðarleið fyrir almenning. Þess- ir reikningar komu mikið við sögu í bankahruninu 2008 og í kjölfar þess. 9. október 2007 Kveikt var á Friðarsúlunni í Viðey, daginn sem John Len- non hefði orið 67 ára. Meðal viðstaddra voru Yoko Ono, Sean Lennon, Ringo Starr og Olivia Harrisson. Ljóskast- ararnir tólf eru samtals 85 þús- und vött. 9. október 2008 Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Kaupþings. „Kaupþing játar ósigur,“ sagði á forsíðu Morgunblaðsins. „Fyrirtækið var tekið af okkur með valdi í Bretlandi,“ hafði blaðið eftir einum viðmælanda sínum. Verðmæti bankans á hluta- bréfamarkaði sex dögum áður var um 484 milljarðar króna. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Afmælisdagur Ingva Rafns Ingvasonar trommu- leikara verður vægt sagt fjörugur. Um miðjan dag spilar hann með stórsveit félags harm- onikku-unnenda við Eyjafjörð og að kveldi verð- ur stórfögnuður á heimili hans með fjölskyldu og vinum, á milli fjörutíu og fimmtíu manns. „Ef ég þekki mína fjölskyldu rétt þá verður mikið sungið,“ segir Ingvi Rafn og tekur fram að einn- ig verði hljóðfæri á staðnum. „Þarna verða svo tónlistarmenn sem ég hef unnið með í gegnum tíðina þannig að auðvelt verður að manna græj- urnar.“ Tilefnið er ærið. Ingvi Rafn fagnar því að vera orðinn fertugur. Sjálfur segist hann vera mikið afmælisbarn og reynir hann ávallt að gera eitthvað á afmælisdaginn, þó ekki nema sé að fara út að borða. Ingvi sem nýverið hóf að spila að nýju með danshljómsveit, Hrífu, var raunar bókaður á dansiball í kvöld. Því þurfti eðli málsins sam- kvæmt að fresta, en hljómsveitarmeðlimir ætla sér að gefa í og spila nokkuð þétt á næstunni. Auk þess spilar Ingvi með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt því að kenna á trommur. andri@mbl.is Trommuleikarinn Ingvi Rafn Ingvason fertugur Mikið sungið og spilað Linda Elín Kjartans- dóttir, Steinunn Anna Másdóttir, Kristborg Sæ- unn Helgadóttir og Harpa Helgadóttir gengu í hús í Smáíbúðahverfinu og söfnuðu til styrktar bágstöddum börnum í Afríku. Þær söfnuðu 6.307 krónum sem þær færðu Rauða krossi Ís- lands. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Heimilið og fjölskyldan verða í brennidepli hjá þér á næstu fjórum til sex vik- um. Ástamálin komast á hreint. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er engin ástæða til þess að útvarpa því þótt þú hafir haft heppnina með þér. Lífið er núna. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er gott að þiggja aðstoð ann- arra þegar mikið liggur við en gleymdu ekki að þakka hana þegar allt er afstaðið. Gerðu eitthvað til að bæta ímynd þína. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það getur verið erfitt að komast að niðurstöðu þegar málin eru fjölbreytt og flók- in. Reyndu að halda friðinn. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Haltu þinni stefnu í starfi því þú munt ná betri árangri eftir því sem á líður. Tækifæri sem þú færð í dag er sjaldgæft, þú færð það sennilega ekki aftur í bráð. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Leitaðu að öruggum farvegi fyrir orku þína en mundu að enginn er annars bróðir í leik. Börn eru einkar einlæg og samband við þau er sérstaklega gefandi. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert ekki nógu harður/hörð í sam- skiptum við aðra og þyrftir að taka þig á og vera fastari fyrir. Ef þú færð útrás njóta aðrir góðs af því. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú færð hugmynd í dag, en það gæti verið erfitt að hrinda henni í fram- kvæmd. Vertu góð/ur við sjálfa/n þig og hjúkraðu sálarsárum þínum, ef einhver eru. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þín bíður gáskafullur og róm- antískur tími. Ekki flýta þér um of að ákveða framhaldið. Þú færð óvænta gjöf. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú þarft að sýna sveigjanleika til þess að geta leyst það mál sem þyngst hvílir á þér. Þér finnst þú vera í himnaríki með vissri manneskju. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Allt sem tengist athafnasemi og félagsstörfum með vinum gengur vel á næstu vikum. Þú færð atvinnutilboð. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er verið að reyna að segja þér ákveðna hluti. Ef þú getur ekki reddað þér með gáfulegum athugasemdum, notaðu þá það sem kemur fyrst upp í hugann. Stjörnuspá Sudoku Frumstig 6 5 1 9 8 8 4 5 9 6 7 4 2 8 7 1 1 9 4 6 5 2 5 9 8 6 8 1 2 1 2 9 8 7 2 8 3 1 4 9 2 3 5 9 3 1 4 4 8 2 1 5 3 5 7 2 4 9 8 1 4 2 7 1 3 8 5 6 8 7 4 1 5 3 9 7 7 5 3 2 9 6 8 1 4 9 2 4 5 1 8 3 7 6 8 6 1 3 7 4 9 2 5 4 9 5 6 8 2 1 3 7 3 8 6 7 5 1 4 9 2 1 7 2 4 3 9 6 5 8 5 3 8 9 4 7 2 6 1 2 4 7 1 6 3 5 8 9 6 1 9 8 2 5 7 4 3 1 6 8 9 7 5 4 3 2 7 3 9 6 2 4 1 8 5 4 5 2 8 3 1 7 9 6 5 2 6 4 9 3 8 1 7 3 7 4 1 5 8 6 2 9 8 9 1 2 6 7 3 5 4 9 8 7 3 4 2 5 6 1 2 4 3 5 1 6 9 7 8 6 1 5 7 8 9 2 4 3 7 3 2 4 1 9 5 6 8 4 5 1 7 8 6 3 2 9 6 8 9 2 3 5 1 4 7 2 7 3 1 6 8 9 5 4 1 6 4 5 9 2 7 8 3 5 9 8 3 4 7 2 1 6 8 2 7 6 5 3 4 9 1 3 4 6 9 2 1 8 7 5 9 1 5 8 7 4 6 3 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 9. október, 282. dagur ársins 2010 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 e6 2. Rf3 c5 3. e3 Rf6 4. c4 cxd4 5. exd4 d5 6. Rc3 Bb4 7. Bd3 0-0 8. 0-0 dxc4 9. Bxc4 b6 10. Bg5 Bb7 11. De2 Bxc3 12. bxc3 Rbd7 13. Rd2 Dc7 14. Hac1 Hfe8 15. f4 Re4 16. Rxe4 Bxe4 17. Bb3 f5 18. Bh4 Hac8 19. c4 h6 20. De3 Kh7 21. a4 Dc6 22. Hf2 a6 23. Ha1 Rf8 24. Hb2 Rg6 25. Be1 Dd6 26. Ba2 Hed8 27. Hd1 Rxf4 28. a5 b5 29. Bg3 e5 30. Hbd2 Dg6 31. c5 Staðan kom upp í opna flokki Ólymp- íuskákmótsins sem er nýlokið í Khanty- Mansiysk í Síberíu í Rússlandi. Íslenski stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson (2.550) hafði svart gegn perúska kollega sínum Emilio Cordova (2539). 31. … Rxg2! 32. Hxg2 Bxg2 33. Kxg2 exd4 svartur hefur nú unnið tafl. 34. De5 Dc6+ 35. Kh3 Dxc5 36. De6 Hc6 37. Df7 Hf6 38. Db7 Dc2 39. Hg1 Dxa2 40. Bh4 Hf7 41. Dxa6 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Tækni og túlkun. Norður ♠Á5 ♥KDG76 ♦G87 ♣653 Vestur Austur ♠76 ♠K95 ♥10842 ♥9 ♦9542 ♦D1063 ♣K82 ♣ÁDG94 Suður ♠DG10432 ♥Á53 ♦ÁK ♣107 Suður spilar 4♠. Vandað úrspil byggist á tvennu: tæknilegri kunnáttu og næmri túlkun. Misjafnlega mikið reynir á þessi ólíku svið, en stundum fléttast þau saman í tígulegu jafnvægi. Eins og hér. Suður verður sagnhafi í 4♠ eftir opnun aust- urs á eðlilegu laufi. Útspilið er ♣2, þriðja hæsta. Austur tekur á ásinn, hugsar sig aðeins um, en skiptir síðan búralegur yfir í ♥9. Næmur sagnhafi á auðvelt með að túlka þessa vörn. Austur virðist vera með einspil í hjarta og mjög líklega trompkónginn þriðja. Ætlun hans er greinilega sú að nýta innkomu félaga síns á ♣K til að þiggja stungu í hjarta. Kemur þá að tæknihlutanum. Hann felst í því að einangra vestur. Sagnhafi tekur ♦Á-K, spilar spaða á ásinn, svo ♦G úr borði og hendir ♣10 heima. Klippt og skorið. Söfnun Flóðogfjara 9. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.47 -0,0 6.57 4,5 13.12 -0,0 19.15 4,3 8.01 18.30 Ísafjörður 2.54 -0,0 8.57 2,4 15.20 0,0 21.09 2,3 8.10 18.31 Siglufjörður 5.09 0,1 11.23 1,4 17.28 -0,0 23.52 1,4 7.53 18.14 Djúpivogur 4.05 2,6 10.25 0,2 16.27 2,3 22.30 0,3 7.31 17.59 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.