Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 21
SVIPMYND Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Liu Xiaobo er 54 ára gamall andófsmaður, rit- höfundur, prófessor og mikill þyrnir í augum kínverskra ráðamanna. Hann var því í af- skekktu fangelsi í Norðaustur-Kína þegar til- kynnt var í Ósló í gær að hann hlyti friðarverð- laun Nóbels í ár. Liu Xiaobo nýtur mikillar virðingar meðal menntamanna í Kína og líklegt er að það sé meginástæða þess að hann var hnepptur í fangelsi. Þar sem hann er eitur í beinum kín- verskra fjölmiðla er hann þó lítt þekktur í heimalandinu. Utan Kína er hann hins vegar þekktur sem einn af helstu andófsmönnum landsins og hefur hlotið viðurkenningar fyrir baráttu sína gegn alræði og mannréttindabrot- um kínverska kommúnistaflokksins. Liu tók þátt í mótmælunum á Torgi hins himneska friðar í Peking árið 1989 og var handtekinn skömmu eftir að kínverski herinn braut mótmælin á bak aftur með grimmilegum hætti. Hann var síðan leystur úr haldi árið 1991. Adam var þó ekki lengi í paradís því Liu var handtekinn aftur og var í þrælkunarbúðum á árunum 1996-1999 fyrir að krefjast þess að þeir sem voru handteknir vegna mótmælanna í Peking yrðu leystir úr haldi. Liu var handtekinn í þriðja skipti í desember 2008, tveimur dögum áður en kínverskir lýð- ræðissinnar birtu stefnuyfirlýsingu sem hann hafði samið með fleiri andófsmönnum. Hann var dæmdur í ellefu ára fangelsi ári síðar fyrir „niðurrifsstarfsemi“ og undirróður. Dómurinn var kveðinn upp á jóladag og líklegt er að kín- versk yfirvöld hafi vonað að með því að velja þann dag myndi fangelsisdómurinn ekki vekja mikla athygli á Vesturlöndum. Sakaður um landráð Í stefnuyfirlýsingunni, sem nefnist „Charter 08“ á ensku, er krafist pólitísks frelsis og mannréttinda í Kína. Yfir 10.000 Kínverjar hafa undirritað hana á netinu, þ. á m. margir landsþekktir menntamenn. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að gera eigi „málfrelsi, prentfrelsi og akademískt frelsi algilt og tryggja þannig að borgarar geti verið upplýstir og neytt réttar síns til pólitísks að- halds“. Í yfirlýsingunni er einnig hvatt til þess að undirróðurslög, sem notuð voru til að dæma Liu, verði afnumin. „Við ættum að láta af þeim ljóta ósið að líta á orð sem glæpi.“ Liu hefur viðurkennt að sér hafi orðið á í messunni í viðtali við tímarit í Hong Kong árið 1988 þegar hann lét þau orð falla að ef til vill þyrfti Kína að vera nýlenda vestræns ríkis í 300 ár áður en hægt yrði að koma á lýðræðis- legum umbótum í landinu. Yfirvöldin notuðu þessi ummæli gegn honum í réttarhöldunum og þau urðu til þess að kínverskir þjóðernis- sinnar líta á hann sem landráðamann. Liu Xiaobo fæddist í Jilin-héraði í Norð- austur Kína 28. desember 1955. Hann er með doktorsgráðu í kínverskum bókmenntum og var gestakennari við nokkra háskóla á Vest- urlöndum á árunum 1988-1989, m.a. Óslóarhá- skóla, en ákvað að snúa aftur til Kína þegar mótmælin hófust. Um tíma var hann einnig prófessor við háskóla í Peking en honum var bannað að kenna í kínverskum ríkisskólum eft- ir mótmælin 1989. Liu hefur verið á meðal forystumanna sam- taka kínverskra rithöfunda. Þótt bannað hafi verið að gefa ritverk hans út í Kína hafa mörg þeirra verið gefin út á kínversku í Hong Kong og víðar í heiminum. Eiginkona hans, Liu Xia, heimsækir hann mánaðarlega og þau fá að tala saman í klukkustund í senn undir eftirliti tveggja varða. Hann er í klefa með fimm öðrum föngum og fær að fara út á morgnana og á kvöldin til að hlaupa í fangelsisgarð- inum sér til heilsubótar. „Hann getur verið mjög meinyrtur, kaldhæðinn,“ segir franskur vinur hans, Jean-Philippe Béja. „Hann er ekki maður sem hefur hlýleg samskipti við fólk um leið og hann kynnist því, en er sannur vinur þeirra sem hann bindur vináttu við.“ „Ættum að láta af þeim ljóta ósið að líta á orð sem glæpi“  Kínverski andófsmaðurinn og pólitíski fanginn Liu Xiaobo hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár Reuters Leysið Liu úr haldi Fangelsun andófsmannsins Liu Xiaobo mótmælt fyrir utan skrifstofu kínverska utanríkisráðeytisins í Hong Kong í gær. Reuters Andóf Liu Xiaobo er í fangelsi fyrir að krefj- ast pólitísks frelsis og mannréttinda í Kína. FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Kínversk stjórnvöld beittu Norðmenn miklum þrýstingi á bak við tjöldin í marga mánuði til að reyna að koma í veg fyrir að Liu Xiaobo fengi friðarverðlaun Nóbels. Eins og vænta mátti brugðust kínversku ráðamennirnir bálreiðir við vali nóbels- verðlaunanefndarinnar í Ósló og sögðu hana hafa vanvirt hugsjónirnar á bak við friðarverðlaunin. Ráðamennirnir í Peking segja að val nefndarinnar hafi alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti Kína og Noregs nú þegar löndin eru að ganga frá viðskipta- samningi sem Norðmenn vona að verði undirritaður fyrir lok árs- ins. Þrátt fyrir hörð viðbrögð Kínverja var Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, á meðal þeirra fyrstu sem ósk- uðu Liu Xiaobo til hamingju. Beittu Norðmenn miklum þrýstingi KÍNVERSKIR RÁÐAMENN BÁLREIÐIR Liu Xia, eiginkona friðar- verðlaunahafans. Viðskiptablað Morgunblaðsins skoðar hvað er nýjast, flottast og mest ómissandi í sérstakri úttekt næsta fimmtudag. Tæknin á skrifstofunni Fyrirtæki komast ekki langt án þess að hafa réttu tæknina til að gera góða hluti. - Hvað á að hafa í huga þegar valin er tæknibúnaður í fyrirtæki, hvort sem það er sími, tölva prentari eða kaffivél? - Hvernig lausnir eru í boði sem gera vinnudaginn þægilegri, skemmtilegri og notalegri? - Hvaða framfarir hafa orðið í húsbúnaði og hönnun til að bæta líðan og heilsu? - Hvaða lausnir eru að létta vinnuna og skapa spennandi ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki? Þetta og meira til í Viðskiptablaðinu 14. október. Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569-1134 eða sigridurh@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.