Morgunblaðið - 04.11.2010, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.11.2010, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 kvísl. Sú breyting varð í júní í fyrra. En má vænta fleiri breytinga á þess- um slóðum? Allt í einn farveg Gígjukvíslar „Já, ég á von á því að Súla, sem fellur undan Skeiðarárjökli vestan- verðum og rennur í Núpsvötn muni einnig safnast til Gígjukvíslar áður en langt um líður,“ sagði Oddur. Hann vildi ekki segja fyrir hvenær sú breyting yrði en taldi að þangað til væru þó fremur ár en áratugir miðað við bráðnun jökla. Súla er mun minna vatnsfall en Skeiðará. Við þessa breytingu mun því allt vatn frá Skeiðarárjökli renna í einn farveg og styrkja Gígjukvísl sem eitt af meginvatnsföllum landsins. Oddur sagði að ef þetta gerðist yrði það sennilega í fyrsta skipti frá því á mið- öldum sem allt vatn undan Skeiðar- árjökli fer sömu leið til sjávar. Talið er að um landnám hafi allt vatn und- an Skeiðarárjökli runnið um miðbik Skeiðarársands. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Árni Sæberg Kolmórauð Gígjukvísl rann undir allt haf brúarinnar í gær. Unnið var að því að verja staurasamstæðu raflínunnar sem liggur yfir ána. Grímsvötn Sk ei ða rá rj ök ul l Hábunga Þórðarhyrna Grænalón Öræfa- jökull Skaftafell Hlaup í Gígjukvísl G íg ju kv ís l S ke ið ar á Sú la Morgunblaðið/RAX Vatnamælingar Gunnar Sigurðsson vatnamælingamaður tók gruggug sýni úr ánni. Hann og Hilmar Hróðmarsson hafa mælt hlaupið undanfarna daga. Áin sem Grímsvatnahlaupið fór í hefur ýmist verið nefnd Gígja eða Gígjukvísl. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að Gígja væri eiginlega gælunafn. Samkvæmt öllum heimildum heimamanna, til dæmis bæði þeirra Hannesar heitins Jónssonar, land- pósts á Núpsstað, og Ragnars heit- ins Stefánssonar, bónda í Skafta- felli, héti áin Gígjukvísl og því héldi hann sig við það heiti á þessu mikla vatnsfalli. Gígja eða Gígjukvísl?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.