Morgunblaðið - 04.11.2010, Side 29

Morgunblaðið - 04.11.2010, Side 29
Við höfðum bæði dálæti á Dave Brubeck og þá varð Take Five oft fyr- ir valinu. Það var gott að hlusta með þér. Ég sakna að fá þig ekki í fleiri heimsóknir en ég geymi allar góðu stundirnar okkar saman og þegar ég hlusta á Brubeck eða aðra snillinga hugsa ég til þín. Seinast þegar þú komst varstu mikið veikur og Guðrún þín annaðist þig af mikilli nærfærni og yfirvegun. Ég segi bara eins og þú sagðir oft þegar við vorum yngri og eitthvað var að angra okkur: „Þurrk- um bara tárin og ekkert væl!“ Bið Guð að geyma Guðrúnu þína og alla ykkar nánustu. Hvíldu í friði elsku bróðir minn. Þín systir, Björk. Það fyrsta sem kom upp í hugann þegar ég frétti af andláti Hreins Hall- dórssonar voru ótal ferðir sem við fór- um, stuttar og langar. Árum saman notuðum við flest tækifæri sem gáfust til ferðalaga, lengi vel á Willys-jepp- anum hans Hreins. Að okkar dómi var fátt sem gat stöðvað för, hvorki slæmt veður né mikill snjór. Þetta eru frábærar minningar. Ávallt viðbúinn, ekkert vesen, heiðarleiki og traust einkenndu viðmót þessa góða drengs. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Hjálparsveit skáta Reykjavík. Hreinn tók að sér ákveðið leiðtoga- hlutverk og leysti það frábærlega af hendi. Hann var heldur eldri en margir okkar félaganna, en hafði gott lag á að nýta það í þágu sveitarinnar. Hann átti stóran þátt í að byggja sveitina upp fjárhagslega og gera hana að öflugustu björgunarsveit landsins. Á þessum árum eignaðist sveitin Skátabúðina og í framhaldi af því hófst flugeldasalan sem verið hef- ur fjárhagslegur grundvöllur sveitar- innar síðan. Smám saman byggðist starfið upp og tækjabúnaðurinn varð betri. Góðir hæfileikar Hreins og þekking á viðskiptalífinu komu sér vel og leiddu til skilnings á því að gott starf kostaði peninga. Hann lagði líka mikið upp úr aðhaldssemi í öllum rekstri. Hreinn hafði góðan húmor og átti auðvelt með að sjá skoplegu hliðarnar á málunum. Hann átti gott með að umgangast fólk og laða það besta fram í hverjum manni. Hann gat auð- vitað reiðst en var fljótur að jafna sig. Hann átti líka til að vera þrjóskur, stundum úr hófi að okkur fannst. Í stuttri minningargrein er erfitt að segja sögur, þó að af nógu sé að taka. Hvaða viðbrögð sýnir maður sem kemur að jeppanum sínum sléttfull- um af snjó eftir næturlanga norð- lenska stórhríð? Eða uppgötvar fyrir tilviljum að ferðafélagi hans til langs tíma var með dýnamít í bakpokanum sínum? Eða þegar félagar hans rugl- uðu kveikjuþráðunum í jeppanum svo hann fór ekki í gang? Eða þegar hann, ásamt félögum sínum, var hálf- villtur á ísilögðu Sandvatninu um miðja vetrarnótt að berjast við að ná jeppa upp úr vök á vatninu? Eða þeg- ar hann komst áfallalaust erfiðar leið- ir sem aldrei áður höfðu verið farnar á neinu farartæki? Eða eftir að hafa ásamt félögum sínum bjargað manns- lífum, eða ekki náð að bjarga þeim sem í nauðum voru staddir? Þetta er aðeins lítill hluti af minningunum um Hrein sem ávallt var skynsemin upp- máluð, rólegur og yfirvegaður. Við, gömlu félagarnir, eigum Hreini Halldórssyni mikið að þakka. Á mótunarárum í lífi okkar var hann frábær félagi og foringi. Hann setti hagsmuni heildarinnar ávallt ofar sín- um eigin hagsmunum. Fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Megi minning um góðan dreng lifa. Tryggvi P. Friðriksson. Við fráfall Hreins Halldórssonar rifjast upp ótal myndbrot í huga mín- um. Ég kynntist Hreini um 1965, þeg- ar ég hóf störf við Verslun Sig. Pálmasonar (VSP), þá var ég ungur og óreyndur í viðskiptum, en Hreinn var þá kaupmaður í Melabúðinni. Hann var mjög áhugasamur um rekstur VSP og keypti þar kjöt og aðrar afurðir. Stuttu fyrir 1970 hófum við handvinnslu á rækju í sláturhúsi VSP, og var sú starfsemi í tvo vetur. Fljótt kom í ljós að mikil tækifæri fól- ust í rækjuiðnaði og var þá afráðið að stofna félag um slíkan rekstur á Hvammstanga, hlaut það heitið Me- leyri og varð mikil lyftistöng í at- vinnumálum héraðsins. Fyrstu árin var aðeins unnin rækja á vetrum, veidd á smáum bátum á innfjörðum Húnaflóa, en fljótlega urðu umsvif meiri og skipakaup og úthafsveiðar að veruleika. Árið 1978 flutti Hreinn með konu sinni Þorbjörgu og fjölskyldu til Hvammstanga og varð framkvæmda- stjóri Meleyrar. Félagið óx og dafnaði og byggð voru hús fyrir reksturinn og fyrirtækið vélvætt. Hann lét síðar af þessu starfi og sneri sér að öðrum áhugamálum. Þegar VSP hætti rekstri árið 1988 voru miklir erfiðleikar hjá mér og fjölskyldunni og ljóst að næstu jól og áramót yrðu svipur hjá sjón. Þá höfðu Hreinn og Guðrún seinni kona hans frumkvæði að ferð okkar hjóna í skíðaferð til Austurríkis. Lagt var upp á Þorláksmessu og dvalið ytra yf- ir hátíðarnar, jólin fluttum við með okkur í formi hangikjöts og tilheyr- andi. Þá, og í mörgum öðrum tilfell- um, sýndi hann næman skilning á högum samborgara sinna. Leiðir okk- ar lágu oft saman í félagsstarfi og fjöl- skyldusamböndum, en Hreinn og Anne Mary voru systkinabörn, afa- börn Sigurðar Pálmasonar kaup- manns. Hann sýndi mér m.a. hálendi landsins, sunnan jökla, og var mikill náttúruunnandi. Hreini var annt um samfélag sitt og kom mörgu í verk, ekki skorti hug- myndirnar. Nefna má skíðaferðir með krökkum á staðnum til Akureyr- ar, eins mörgum og hægt var að troða í jeppann, skíðatogbraut í Hvammin- um, vélsleðaferðir, sjóferðir og margt fleira. Hann átti til að vera nokkuð harður í gagnrýni á samfélagið og lét stjórnendur sveitarfélagsins stundum fá erindi inn á borð sitt um það sem betur mætti fara. Hann fékk því hlut- verk hjá skemmtinefnd þorrablótsins um árabil, síðast kallaður „rödd skyn- seminnar“. Óvænt veikindi hafa orðið til þess að þessi gamli og góði félagi er horf- inn á braut úr lífi okkar. Minning hans sem framkvæmdamanns, orku- bolta og grallara, en umfram allt góðs drengs, lifir með okkur vinum hans. Hann verður kvaddur frá Hvamms- tangakirkju og jarðsettur í Kirkju- hvammi. Hér voru hans rætur og hér mun hann hvíla. Innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu Hreins frá okk- ur hjónum, einnig frá Geir og Val, sonum okkar, sem dveljast nú erlend- is. Guð blessi minningu Hreins Hall- dórssonar. Karl og Anne Mary. Kæri vinur, ég vil minnast þín með nokkrum orðum bæði við leik og störf. Þú varst alltaf mjög hugmynda- ríkur og með áhugaverðar hugmynd- ir um samfélag okkar, hvað betur mætti fara. Samstarf okkar við ýmis fyrirtæki hér á Hvammstanga var ánægjulegt. Margar ferðir fórum við á snjósleð- um að skoða fallega landið okkar. Það var Víðidalstunguheiði, Holta- vörðuheiði, Langjökull til Hveravalla, Steingrímsfjarðarheiði á Drangajök- ul og á Snæfjallaströnd ef fært var. Arnarvatnsheiðin var ekki út und- an en þú varst aldrei hrifin af henni. Fyrir utan þetta var Vatnsnesfjall- ið þrætt þvert og endilangt. Við Brynja áttum þess kost að ferðast erlendis með þér og eru þær ferðir okkur ógleymanlegar. Við hjónin kveðjum núna þennan heiðursmann og vottum Guðrúnu og ættingjum Hreins okkar dýpstu sam- úð. Dökkur skuggi á daginn fellur, dimmir yfir landsbyggðina. Köldum hljómi klukkan gellur, kveðjustund er milli vina. Fallinn dómur æðri anda, aðstandendur setur hljóða. Kunningjarnir klökkir standa, komið skarð í hópinn góða. Gangan með þér æviárin okkur líður seint úr minni. Við sem fellum tregatárin trúum varla brottför þinni. Þína leið til ljóssins bjarta lýsi drottins verndarkraftur. Með kærleiksorð í klökku hjarta kveðjumst núna, sjáumst aftur. (Hákon Aðalsteinsson.) Blessuð sé minning Hreins Hall- dórssonar. Brynja og Brynjólfur Sveinbergsson. HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Takk fyrir allar yndislegu samverustundirnar með okkur í gegnum tíðina. Minning þín mun lifa með okkur. Jóhann, Agla og börn. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Tangarhöfði 5, 204-3133, Reykjavík, þingl. eig. JE fasteignir ehf., gerð- arbeiðendur Reykjavíkurborg ogTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 3. nóvember 2010. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Aðalgata 8, fastanr. 213-1111, Skagafirði, þingl. eig. Hilmar Sverrisson og Jenný Karólína Ragnarsdóttir, gerðarbeiðandi AFL-sparisjóður og sveitarfélagið Skagafjörður, þriðjudaginn 9. nóvember 2009 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 3. nóvember 2010. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal, miðvikudaginn 10. nóvember 2010 kl. 13.30, á eftirtöldum eignum: Teygingalækur/Hruni I, Skaftárhrepp, fnr. 225-5519, þingl. eig. Glæðir ehf. Gerðarbeiðendur eru Skaftárhreppur og Arion banki hf. Nýi-Bær, lóð, Skaftárhrepp, fnr. 225-5520, þingl. eig. Glæðir ehf. Gerðarbeiðandi er Skaftárhreppur. Klausturvegur 3-5, Skaftárhrepp, fnr. 219-0846, þingl. eig. Glæðir ehf. Gerðarbeiðandi er Skaftárhreppur og Arion banki hf. Sýslumaðurinn í Vík. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hörðuvöllum 1, Selfossi, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Austurey, lóð 167683, Bláskógabyggð, fnr. 220-6123, þingl. eig. Sig- urður IngiTómasson, gerðarbeiðandiTollstjóri, fimmtudaginn 11. nóv- ember 2010 kl. 10:00. Breiðanes 166542, Skeiða- og Gnúpverjahr., fnr. 166542, ehl. gþ., þingl. eig. Sesselja Loftsdóttir, gerðarbeiðandi Lýsing hf, fimmtudag- inn 11. nóvember 2010 kl. 10:00. Lindarskógur 6-8, Bláskógarbyggð, fnr. 221-9163, þingl. eig. Ásvélar ehf, gerðarbeiðendur Bláskógabyggð og Söfnunarsjóður lífeyrisrétt- inda, fimmtudaginn 11. nóvember 2010 kl. 10:00. Miðheiðarvegur 2, Grímsnes- og Grafningshr., fnr. 220-8110, ehl. gþ., þingl. eig.Tekk vöruhús ehf, gerðarbeiðandiTollstjóri, fimmtudaginn 11. nóvember 2010 kl. 10:00. Smiðjustígur 17C, Hrunamannahr. fnr. 224-8410, þingl. eig. Sólveig Hallgrímsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 11. nóvember 2010 kl. 10:00. Þórisstaðir, lóð nr. 10, fnr. 220-8455, Grímsnes- og Grafningshr., ehl.gþ., þingl. eig. Skúli Óskarsson, gerðarbeiðandi Grímsnes- og Grafningshreppur, fimmtudaginn 11. nóvember 2010 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 3. nóvember 2010. Ólafur Helgi Kjartansson. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Aðalstræti 9, 200-2647, Reykjavík, þingl. eig. Fermeter ehf., gerðar- beiðandiTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Aðalstræti 9, 229-6383, Reykjavík, þingl. eig. Gunnarsfell ehf., gerðar- beiðandiTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Aðalstræti 9, 229-6384, Reykjavík, þingl. eig. Fermeter ehf., gerðar- beiðandiTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Aðalstræti 9, 229-6388, Reykjavík, þingl. eig. Fermeter ehf., gerðar- beiðandiTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Asparfell 12, 205-1971, Reykjavík, þingl. eig. Harpa Hrönn Gestsdóttir og Runólfur Hjalti Eggertsson, gerðarbeiðendur Asparfell 2-12, hús- félag og Íslandsbanki hf., mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Álfaborgir 15, 223-3220, Reykjavík, þingl. eig. Vignir Már Sigurðsson, gerðarbeiðendur Álfaborgir 15,húsfélag, NBI hf., Reykjavíkurborg og Vörður tryggingar hf., mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Ármúli 38, 221-3259, Reykjavík, þingl. eig. Markaðsmenn ehf., gerðar- beiðendur Eftirlaunasj atvinnuflugmanna ogTollstjóri, mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Ástu-Sólliljugata 1, 231-5108, Mosfellsbæ, þingl. eig. Byggingafélagið Bjarghús ehf., gerðarbeiðandi Steypustöðin ehf., mánudaginn 8. nóv- ember 2010 kl. 10:00. Ástu-Sólliljugata 1, 231-5109, Mosfellsbæ, þingl. eig. Byggingafélagið Bjarghús ehf., gerðarbeiðandi Steypustöðin ehf., mánudaginn 8. nóv- ember 2010 kl. 10:00. Ástu-Sólliljugata 3, 231-5131, Mosfellsbæ, þingl. eig. Byggingafélagið Bjarghús ehf., gerðarbeiðandi Steypustöðin ehf., mánudaginn 8. nóv- ember 2010 kl. 10:00. Ástu-Sólliljugata 5, 231-5133, Mosfellsbæ, þingl. eig. Byggingafélagið Bjarghús ehf., gerðarbeiðandi Steypustöðin ehf., mánudaginn 8. nóv- ember 2010 kl. 10:00. Ástu-Sólliljugata 7, 231-5135, Mosfellsbæ, þingl. eig. Byggingafélagið Bjarghús ehf., gerðarbeiðandi Steypustöðin ehf., mánudaginn 8. nóv- ember 2010 kl. 10:00. Ástu-Sólliljugata 7, 231-5136, Mosfellsbæ, þingl. eig. Byggingafélagið Bjarghús ehf., gerðarbeiðandi Steypustöðin ehf., mánudaginn 8. nóv- ember 2010 kl. 10:00. Barðastaðir 1-5, 224-6057, Reykjavík, þingl. eig. Hafræna ehf., gerðar- beiðendur Lífeyrissjóður verslunarmanna og Sparisjóðurinn í Kefla- vík, mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Barmahlíð 23, 224-1121, Reykjavík, þingl. eig. Valdimar Páll Halldórs- son og Laurie Anne Berg, gerðarbeiðendurTollstjóri og Vátrygginga- félag Íslands hf., mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Bárugata 34, 200-1438, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Björk Kristjáns- dóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. ogTollstjóri, mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Bergstaðastræti 25, 200-7066, Reykjavík, þingl. eig. ÞK verk ehf., gerð- arbeiðandi Sameinaði lífeyrissjóðurinn, mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Bíldshöfði 14, 221-9294, Reykjavík, þingl. eig. Viking Fish ehf., gerðar- beiðandi Vörður tryggingar hf., mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Brekkuhús 1, 223-7892, Reykjavík, þingl. eig. Fermeter ehf., gerðar- beiðendur Húsfélagið Brekkuhúsum 1 ogTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Byggðarholt 9, 208-2924, Mosfellsbæ, þingl. eig. Elva Ösp Ólafsdóttir og Örn Sölvi Halldórsson, gerðarbeiðendur Gluggar & Klæðning ehf. og Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild, mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Esjugrund 92A, 208-5660, Reykjavík, þingl. eig. Þórður Daníel Þórðar- son og Erla Bogadóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., SP Fjármögnun hf. ogTollstjóri, mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 3. nóvember 2010. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður val- inn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt- ingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.