Morgunblaðið - 04.11.2010, Síða 35

Morgunblaðið - 04.11.2010, Síða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Í tengslum við norrænu listahátíð- ina Ting, sem nú stendur yfir, verð- ur staðið fyrir norrænni tónlist- arhelgi undir heitinu Direkt, sem verður hleypt af stokkum í kvöld. Fram koma hin sænska Wildbirds & Peacedrums, hin norska Dat- arock, íslenskar mektarsveitir eins og Hjaltalín og Retro Stefson og hin danska Slaraffenland, sem leik- ur í kvöld í Tjarnarbíói Skýringar Dönum hefur lengi verið núið því um nasir að þeir kunni ekki að búa til tónlist, allir hæfileikarnir fari í kvikmyndagerð. Á undanförnum árum hafa þó orðið miklar breyt- ingar í þessa veru, sveitir eins og Under Byen, Oh No Ono, Mew, Choir Of Young Believers og Ef- terklang hafa borið með sér ferska og nýstárlega strauma, að ekki sé talað um hina stórgóðu útgáfu Crunchy Records. Slaraffenland smellpassar í þennan hóp; búa til tilraunakennt popp ekki ósvipað því sem Oh No Ono og Efterklang hafa verið að matreiða en á milli Slaraffenland og Efterklang er mikil og góð samvinna og slá sveit- irnar stundum saman í tónleika. „Það er ansi frísk neðanjarðar- og tilraunasena í gangi hérna núna,“ segir Christian Taagehøj, einn af fimm meðlimum sveit- arinnar. „Það hefur verið mikið af áhugaverðum sveitum að koma fram undanfarin fimm ár eða svo og þær verða betri og betri.“ Taagehøj er sosum ekki með skýringar á takteinum, en segir að það sé eins og danskar sveitir hafi verið að fá aukið sjálfstraust, hafi þorað að vera frumlegar í stað þess að apa erlenda strauma upp. Internetið „En ekki það að við sækjum okk- ur ekki innblástur,“ heldur Taage- høj áfram. „Björk og Sigur Rós t.d., það er eitthvað sem maður lít- ur til. En annars hrærum við öllu saman, djassi, balkan, og saxafónn- inn kemur sterkur inn hjá okkur. Núna t.d. erum við mikið að pæla í afrískum gítar.“ Slaraffenklang heitir sveitin þegar búið er að hræra saman Efterklang og Slaraffenland. Taagehøj segir að mikill vinskapur sé á meðal meðlima og einn úr sínu gengi spili gjarnan á tónleikum með Efterklang. „Við tökum lög eftir þessar tvær sveitir í nýjum útsetningum. Við reynum að hjálpast að og það er reyndar mikil og góð stemning inn- an þessarar neðanjarðarsenu, fólk reynir að styðja hvað annað.“ Taagehøj viðurkennir að þeir hafi mjög gaman af því að ná fleiri eyrum, og gerði sveitin samning við Portland útgáfuna Hometapes árið 2006. „Við höfum líka spilað í Chicago, en síðrokkið þaðan hafði mikil áhrif á okkur. Svo er maður stein- hissa hvað margir virðast þekkja þessa hljómsveit. Við fengum m.a. bón frá Spáni á dögunum um að spila þar. Já, þetta internet mað- ur …“ Allt er ekkert, ekkert er allt Forvitni Formið er galopnað í tónlist Slaraffenland og reglubók poppfræð- anna kastað út um gluggann. Óhræddir hræra þeir öllu saman.  Hin danska Slaraffenland opnar Norræna tónlistarhelgi Tónleikarnir fara fram í Tjarnarbíói og hefjast kl. 21. Einnig koma fram Budam frá Færeyjum og Orphic Oxtra. Miðaverð er 1.500 kr í for- sölu SÍMI 564 0000 FULLKOMIN GÆÐI 16 16 L 16 16 7 12 L L L SÍMI 462 3500 16 L 16 7 12 MACHETE kl.8-10 ÚTIERÆVINTÝRI2 kl.6 TAKERS kl.10.15 SOCIALNETWORK kl.8 BRIM kl. 6 SÍMI 530 1919 12 L 16 7 12 L KIDS ARE ALLRIGHT kl.8-10.15 MEÐHANGANDIHENDI kl.6 INHALE kl.6- 8-10 SOCIALNETWORK kl.6-9 BRIM kl.6-8 EATPRAYLOVE KL. 10 MACHETE kl.5.40-8-10.20 MACHETE LÚXUS kl.10.20 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 kl.3.40 INHALE kl.6-8-10.40 TAKERS kl.10 SOCIALNETWORK kl.5.20-8-10.35 BRIM kl.4-6 EATPRAYLOVE kl.8 AULINN ÉG2D kl. 3.40 AULINN ÉG 3D kl. 3.40 .com/smarabio NÝTT Í BÍÓ! ÍSLENSKT TAL STEVE CARELL Sýnd kl. 7:30 og 10:10 Sýnd kl. 5:50 Sýnd kl. 8 og 10:10 FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! MATT DILLON PAULWALKER IDRIS ELBA JAYHERNANDEZ MICHAEL EALY TIP “T.I! HARRIS CHRIS BROWN HAYDEN CHRISTENSEN Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 POWERSÝNING POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 10 :10 Sýnd kl. 6 - 2D ísl. tal -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is − bara lúxus MIÐASALA OPNAR KL. 17:00 Í DAG Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.