Morgunblaðið - 04.11.2010, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.11.2010, Qupperneq 36
AF LISTUM Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Spennustigið í stóra sal Borg-arleikhússins er sjaldnasteins hátt og á keppnis- kvöldum Skrekks en undirrituð átti því láni að fagna að vera viðstödd undanúrslitakeppnina síðastliðinn þriðjudag. Þar kepptu sjö skólar um að komast í úrslitakeppnina sem fram fer í næstu viku. Stemningin var ólýsanleg – upptendruð stuðningsmannalið skólanna skipuð skólafélögum lista- mannanna hvöttu sitt fólk áfram með ráðum og dáð og var ekki laust við nokkurn taugatitring meðal áhorfenda. Kom þar vel í ljós sá gríðarlegi munur sem er á stærð skólanna; á meðan Hagaskóli t.d. hafði hundraða manna áhorf- endalið sér til fulltingis var vel- flesta nemendur annarra skóla að finna í atriðinu sjálfu en ekki í áhorfendasalnum og því ekki laust við að hvatningarkór þeirra væri dálítið þunnskipaður. Þessi ójöfnuður endurspegl- aðist þó engan veginn í frammistöð- unni á sviðinu því maður varð eig- inlega orðlaus yfir framúrskarandi hæfileikum krakkanna sem þar tróðu upp, án nokkurs hiks, fáts eða fums. Þarna voru frábærir leik- arar, dansarar, söngvarar og tón- listarmenn, að ekki sé talað um þá sem áttu heiðurinn af búningum, förðun, leikmynd, handritasmíð og hugmyndunum að baki atriðunum. Íslenskt listalíf þarf litlu að kvíða í framtíðinni gefi krakkarnir sem komu fram í Borgarleikhúsinu á þriðjudag þversnið af þeim hæfi- leikum sem æska landsins býr yfir.    Það þarf þó ekki bara hæfi-leika heldur líka dug og þor til að standa fyrir sínu á stóra sviði Borgarleikhússins fyrir fullu húsi kappsfullra áhorfenda án þess að kikna í hnjánum. Þá þrekraun stóð- ust krakkarnir undantekningar- laust, og höfðu að auki töluverðan húmor fyrir sjálfum sér sem skilaði sér beint til gestanna. Það var líka fallegt að upplifa boðskapinn í verkum krakkanna og það sem liggur þeim á hjarta. Þar voru ekki lítil mál á ferð, heldur tekist á við klassískar spurningar um lífið, dauðann, mannleg samskipti, listina og ástina. Þannig voru fjög- ur brúðkaup sett á svið þetta kvöld, jarðarför og tónlistarsaga síðustu áratuga auk þess sem tekist var á við eilífðarsannleik eins og þann að maðurinn uppskeri eins og hann sá- ir og að ekki þurfi allir að falla í sama mót.    Að baki atriðunum liggurmargra vikna þrotlaus vinna krakkanna enda var ekki laust við spennufall þegar úrslitin voru kunngjörð með tilheyrandi gleði eða vonbrigðum. Í því felst líka dýr- mætur lærdómur fyrir óharðnaða unglinga. Aðstandendur Skrekks eiga margfalt hrós skilið fyrir að veita þessum krökkum farveg fyrir tján- ingarþörf sína og hæfileika því með þátttöku sinni fá þeir reynslu sem á eftir að nýtast þeim um alla fram- tíð. Fjögur brúðkaup og jarðarför » Þar voru ekki lítilmál á ferð, heldur tekist á við klassískar spurningar um lífið, dauðann, mannleg sam- skipti, listina og ástina. Ljósmynd/Helga Björnsdóttir. Eilífðin Krökkunum í Vogaskóla var lífið eftir dauðann hugleikið og hvernig ein kynslóð tekur við af annarri. 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 Píanóleikarinn og söngvasmiðurinn Jón Ólafsson mun í kvöld bjóða til sín gítarleikaranum og tónskáldinu Gunnari Þórðarsyni, fara yfir feril hans og þekktustu lagasmíðar. Yf- irskrift tónleikanna er Af fingrum fram en Jón gerði þætti með því nafni fyrir Sjónvarpið í þrjá vetur og eru þættirnir fyrirmynd tónleikanna. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í tón- leikaröð og mun Jón fá marga góða gesti til sín á næstu mánuðum: Ragn- ar Bjarnason, Pál Óskar Hjálmtýs- son, Egil Ólafsson, Björgvin Hall- dórsson og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Um tónleikana segir í tilkynningu að þessi framsetning skili sér ein- staklega vel í Salnum þar sem yfir- gripsmikil þekking Jóns á viðfangs- efninu, látlaus framkoma og skemmtileg kímnigáfa skili sér í heimilislegri stemningu sem sé ein- stök í Salnum. Gunnar þarf vart að kynna enda einn vinsælasti og þekktasti lagahöf- undur Íslands. Af þekktum lögum eftir Gunnar má nefna „Fyrsta koss- inn“, „Bláu augun þín“, „Þú og ég“ og „Þitt fyrsta bros“. Gunnar mun að sjálfsögðu mæta með gítarinn og flytja lög sín með Jóni og á milli laga munu þeir ræða saman um feril Gunnars, hljómsveitirnar sem hann hefur verið í og plöturnar sem hann hefur gefið út. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og fer miðasala fram á midi.is. Jón og Gunnar leika af fingrum fram Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gesturinn Gunnar Þórðarson er fyrsti gestur Jóns í tónleikaröðinni Af fingrum fram. Hér sést hann á Vísnaplatnatónleikum í Hofi á Akureyri.  Jón Ólafsson fer yfir feril Gunnars Þórðarsonar í Salnum  Fyrstu tón- leikar raðarinnar Af fingrum fram Breski tónlistarmaðurinn Damon Albarn hefur stofnað hljómsveit með trommaranum Tony Allen og bassaleikara Red Hot Chili Pep- pers, Flea. Hljómsveitin er ónefnd enn en hefur þó lokið þremur fjórðu hlutum fyrstu plötu sinnar, að sögn Albarn. Albarn segir tónlist hljómsveitarinnar byggjast á því sem Allen hefur áður gert, og á þar við afróbít. Allen og Albarn hafa áður unnið saman, að plötunni The Good, The Bad & The Queen. Albarn vinn- ur með Flea Fjölhæfur Albarn hefur m.a. unnið með sveitunum Blur og Gorillaz. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH - SJÁÐU/STÖÐ 2 HHHH - H.S. MBL HHHH „FRAMVINDAN SVO ÁREYNSLULAUS OG SKEMMTILEG AÐ ÁHORFANDINN GLEYMIR SÉR.“ - R.E. FBL HHHH „BESTA MYND SINNAR TEGUNDAR Á KLAKANUM OG HIKLAUST EIN AF BETRI ÍSLENSKUM MYNDUM SEM ÉG HEF SÉÐ.“ - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH - Ó.H.T. – RÁS2 7 BYGGÐ Á METSÖLUBÓKUNUM UM UGLURNAR AF GA‘HOOLE LANGFLOTTASTA ÞRÍVÍDDAR MYNDIN SÍÐAN AVATAR FRÁ ZACK SNYDER, LEIKSTJÓRANUM SEM FÆRÐI OKKUR 300 OG WATCHMEN HHHH „SKEMMTIR FULLORÐNUM JAFNT SEM BÖRNUM“ - USA - TODAY HHHH „SJÓNRÆN VEISLA Í ÞRÍVÍDD“ - ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HHHH - JOBLO.COM HHHH „A HAUNTING, TOUCHING AND UNFORGETTABLE THRILLER.“ - BOXOFFICEMAGAZINE 100/100 „ONE OF THE YEAR’S MOST POWERFUL THRILLERS.“ - HOLLYWOOD REPORTER 100/100 - VARIETY Stephen King segir: „Það gildir einu hvort að þú sért unglingur eða kvikmyndaáhuga- maður á fimmtugs- aldri, þú verður dolfallinn.”. KODI SMIT-MCPHEE CHLOE GRACE MORETZ RICHARD JENKINS Frá leikstjóra Cloverfield SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK 12.000gestir BESTA SKEMMTUNIN LET ME IN kl.8 -10:30 16 ÓRÓI kl.5:50-8-10:20 10 THE SWITCH kl.6 -8:10-10:20 10 FURRY VENGEANCE kl.6 L KONUNGSRÍKI UGLANNA - 3D m. ísl. tali kl.5:503D 7 DINNER FOR SCHMUCKS kl.8 -10:30 7 THE TOWN kl.8 -10:30 16 ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA... kl.63D L THE TOWN kl.6 -9:15 VIP-LÚXUS / ÁLFABAKKA LET ME IN kl. 8 - 10:30 16 THE SWITCH kl. 8 10 KONUNGSRÍKI UGLANNA 3D m. ísl. tali kl. 5:503D 7 LEGEND OF THE GUARDIANS 3D m. ensku tali ótextuð kl. 5:503D 7 ÓRÓI kl. 10:10 10 THE TOWN kl. 8 - 10:30 16 FURRY VENGEANCE kl. 5:50 L / KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.