Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 1. N Ó V E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  264. tölublað  98. árgangur  HÖNNUN, HÚS, VÍSDÓMUR, VERKFRÆÐI VIÐSKIPTI OG GJAFA- MÖGULEIKAR KENNIR LANDS- MÖNNUM IND- VERSKA MATSELD VIÐSKIPTABLAÐ OG JÓLAGJAFAHANDBÓK FINNUR.ISHÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Sérfræðinganefndin » Samráð um skuldavanda heimilanna var tekið upp eftir mótmæli við þingsetningu. » Nefnd sérfræðinga var skip- uð 15. október. » Lagt var mat á skuldir heim- ila. Reiknað var út hvaða ár- angri átta leiðir gætu skilað og hvað þær myndu kosta. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fulltrúar Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar telja að niðurstaða sérfræðinganefndar um skulda- vanda heimilanna gefi ekki rétta mynd af stöðunni og mismunandi leiðum. Þeir nefna ýmis atriði sem þurft hefði að taka tillit til. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þór Saari halda niðurfærslu lána á lofti og benda á að lánasöfnin hafi verið færð niður í bönkunum og Þór segir að við mat á kostnaði við þessa leið þurfi að taka tillit til þess að lán- in innheimtist aldrei að fullu. Vinna Marinós G. Njálssonar, stjórnar- manns í Hagsmunasamtökum heim- ilanna, í sérfræðinganefndinni breytti ekki þeirri skoðun hans að fara eigi í flata niðurfærslu, með öðr- um úrræðum. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, segir aftur á móti mikilvægt að gripið verði til raun- hæfra aðgerða sem nýtist og kostn- aðurinn leggist ekki á fjölskyldurnar seinna í formi hærri skatta. Ríkisstjórnin hefur ekki mótað til- lögur um lausn á skuldavanda heim- ilanna. Málið verður rætt við hags- munaaðila í dag. Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra seg- ir að í framhaldinu þurfi að velja leið- ir. Fram kemur í skýrslunni að ekki er hægt að bjarga öllum. Áætlað er að 5% þeirra sem skulda íbúðarlán, um 3.500 manns, eigi ekki fyrir fram- færslu. Guðbjartur segir að leysa þurfi húsnæðisvanda þess fólks sér- staklega með leiguhúsnæði. MEftir að velja leiðir »6 Gefur ekki rétta mynd  Framsóknarflokkur og Hreyfingin ósátt við útreikninga á kostnaði við flata nið- urfærslu skulda  Leysa þarf húsnæðisvanda þeirra sem ekki fá úrlausn mála Morgunblaðið/Golli Stoðir Nauðasamningar sam- þykktir þrátt fyrir stöðuna. Endurskoðendur á vegum Ernst&- Young fengu aðeins sjö vikur til að glöggva sig á rekstri FL Group, síð- ar Stoða, í aðdraganda að nauða- samningi Stoða. Á grundvelli þess- arar sömu rannsóknar var ákveðið að höfða fjögur riftunarmál. Þegar fyrirtæki fá nauðasamninga og sleppa þannig við gjaldþrot eru frestir vegna riftunarmála hins veg- ar knappari og styttri tími til að sinna rannsóknum á rekstri til að kanna grundvöll riftana á einstökum viðskiptagerningum. Í skýrslu end- urskoðendanna er sleginn sérstakur varnagli vegna þess stutta tíma sem veittur var til að rannsaka félagið, en endurskoðendurnir framkvæmdu könnun sína á gögnum sem starfs- menn Stoða afhentu þeim. Í skýrslunni er að finna upplýs- ingar um hlutafjáraukningu FL Gro- up í desember 2007, þegar Baugur renndi eign sinni í Landic Property inn í félagið, alls að verðmæti 54 milljarðar. FL Group greiddi fyrir með 48 milljörðum í formi nýs hluta- fjár, en fimm milljarðar runnu síðan til Baugs Group í beinhörðum pen- ingum. »Viðskipti Fimm milljarðar runnu út  Endurskoðendur fengu nokkrar vikur til rannsóknar Fimm manna fjölskylda frá Haítí er nú sameinuð hér á landi. Þrjú þeirra hafa síðustu mánuði upplifað hörmungar eins og aðrir íbúar á Haítí. Fyrst harðan jarðskjálfta, síðan miklar rigningar, fellibylinn Tómas og skæðan kólerufaraldur. Þau líta hins vegar framtíðina björtum augum á Íslandi. »4 Bjartsýn á framtíðina á Íslandi Morgunblaðið/Kristinn –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g 3 - 110 R. 10 R. R. hálsi 3 - 110 R. . . 10.700 heimili eru talin eiga í greiðslu- vanda vegna fasteignaveðlána. 80% fólks í greiðsluvanda keyptu fast- eign á árunum 2004 til 2008. 80% búa í Reykjavík og á Suðurnesjum. 17,8 milljónir eru meðalskuld fjölskyldna sem skulda í íbúðarhúsnæði. 2.605 heimili geta nýtt sér sértæka skuldaaðlögun sem þegar er í boði í gegnum viðskiptabankana. 185 milljarða króna kostar að grípa til 15,5% flatrar niðurfærslu skulda. ‹ SKULDAVANDI HEIMILA › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.