Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010
Einar Örn Gíslason
Björn Jóhann Björnsson
Forstjóri Landhelgisgæslunnar
(LHG), Georg Kr. Lárusson, segir
að flutningur á starfsemi Gæslunnar
til Suðurnesja geti mögulega orðið
skynsamleg ráðstöfun til lengri tíma
litið en samt sem áður kostnaðar-
söm. Einnig geti verið skynsamlegt
að kanna flutning með hliðsjón af
þeim verkefnum sem ekki verða lögð
af með niðurlagningu Varnarmála-
stofnunar.
Hugmyndir um flutning LHG til
Suðurnesja komu fram á blaða-
mannafundi sem ríkisstjórnin hélt í
Reykjanesbæ á þriðjudag, sem hluti
af aðgerðum í atvinnumálum á Suð-
urnesjum. Georg segir dómsmála-
ráðherra hafa verið búinn að láta sig
vita að búast mætti við tillögu um
könnun á hagkvæmni þess að flytja
Gæsluna til Suðurnesja. „Við teljum
það bara hið besta mál að það sé
kannað. Ef það er starfseminni til
framdráttar að fara til Suðurnesja
erum við því að sjálfsögðu fylgjandi,“
segir Georg en telur jafnframt að
flutningur muni ekki skila miklu
nema að Gæslan fái ný og aukin
verkefni. Þau geti vissulega fylgt
Varnarmálastofnun sem til stendur
að leggja niður.
En hvað með útkallstíma ef þyrlur
og flugvél LGH flytjast líka til Kefla-
víkur? Samkvæmt upplýsingum frá
Gæslunni er þá möguleiki á föstum
vöktum í Keflavík sem gæti þá um
leið stytt útkallstíma frá því sem nú
er.
Gömul hugmynd
Tillögur um flutning á höfuðstöðv-
um Landhelgisgæslunnar til Kefla-
víkurflugvallar hafa áður komið
fram, m.a. í skýrslu nefndar árið
1993 sem skoðaði flutning opinberra
stofnana út á land. Þá komu hug-
myndir upp árið 2006, í tengslum við
brotthvarf Varnarliðsins, að flytja
þyrlubjörgunarsveit Gæslunnar til
Keflavíkurflugvallar en þær voru
síðan slegnar af í tillögum þáverandi
dómsmálaráðherra að framtíðar-
skipulagi sveitarinnar.
Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður
sprengjudeildar og trúnaðarmaður
starfsmanna SFR hjá Gæslunni,
segist hafa heyrt þessar hugmyndir
oft áður. Fyrir sitt leyti leggist þetta
ekki illa í sig og geti verið jákvætt
fyrir Gæsluna. Þetta fari einnig eftir
því við hvaða aðstæður stofnunin og
starfsmenn hennar muni búa.
Sigurður bendir á að hluti af
starfsaðstöðu sprengjudeildar sé nú
þegar á Keflavíkurflugvelli, eftir
brotthvarf Varnarliðsins. Tvöföldun
Reykjanesbrautar hafi gert það auð-
veldara að sinna verkefnum þar.
Starfsemi LHG í Reykjavík sé einn-
ig dreifð, eða á Reykjavíkurflugvelli
og á þremur hæðum í Skógarhlíð-
inni, á sitt hvorum stað í húsinu.
„Helst vildum við sjá okkur á einum
stað og á sama gólfinu,“ segir Sig-
urður en bætir við að vissulega séu
skoðanir skiptar meðal starfsmanna
um þetta.
Skynsamlegt en
kostnaðarsamt
Forstjóri Gæslunnar vill fá verkefni
frá niðurlagðri Varnarmálastofnun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gæslan Georg Kr. Lárusson er
hlynntur könnun á flutningi.
Vickram Bedi, sem grunaður er
ásamt Helgu Ingvarsdóttur, ís-
lenskri unnustu sinni, um að hafa
haft milljónir dala út úr bandarísk-
um auðkýfingi, segir í viðtali við
héraðsfréttablað í New York-ríki,
að auðmaðurinn hafi gefið þeim
féð. Þau Bedi og Helga hittu
Bandaríkjaforseta á samkomu í vor
eftir að hafa gefið í kosningasjóð
demókrata.
Á vefnum lohud.com var í gær
haft eftir Bedi að Roger Davidson
hefði gefið þeim stórfé fyrir vernd
gegn afleiðingum þess að hann
flutti 400 milljónir dala af fé fjöl-
skyldu sinnar úr evrópsku skatta-
skjóli.
„Roger Davidson var ekki
neyddur til þess undir neinum
kringumstæðum að gera það sem
hann gerði,“ er haft eftir Bedi.
Tónsmíðar og klám
Viðtalið var tekið í fangelsi þar
sem Bedi og Helga eru í haldi.
Saksóknarar í Westchester í New
York segja, að þau Bedi og Helga
hafi talið Davidson trú um að líf
hans væri í hættu en þau gætu
veitt honum vernd gegn greiðslu.
Vefurinn hefur eftir Bedi, að
Davidson, sem er tónskáld og
píanóleikari og tengist bandaríska
stórfyrirtækinu Schlumberger Ltd.,
hafi í ágúst 2004 komið inn í versl-
unina Datalink Computer Products,
sem Bedi og Helga reka í Mt.
Kisco í New York. „Hann var með
tölvuna með sér og var mjög
áhyggjufullur,“ hefur vefurinn eftir
Bedi.
Veira hafði komist í tölvuna og
Davidson óttaðist að gögn lægju
undir skemmdum. Bedi segir að í
tölvunni hafi verið tónsmíðar, mikið
magn af klámi og tölvupóstar sem
gengið höfðu milli fjölskyldu David-
sons og lögmanna hennar um
færslur á fé frá Liechtenstein til
Bandaríkjanna. „Þau voru að flytja
yfir 400 milljónir til landsins og
höfðu af því áhyggjur vegna þess
að engir skattar höfðu verið
greiddir af þessu fé í 60 ár,“ segir
Bedi.
Á flótta undan leynireglu
Hann segir að ýmsar veirur hafi
verið í tölvunni og að Davidson hafi
talið að bandarísk og frönsk yfir-
völd hefðu komið þeim þar fyrir til
að komast yfir gögn um fjármagns-
flutningana. Þá segir Bedi, að Dav-
idson hafi einnig grunað að kaþ-
ólska leynireglan Opus Dei væri á
eftir honum vegna þess að frændi
hans einn hefði gengið í regluna og
væri að reyna að refsa fjölskyld-
unni fyrir að svíkja undan skatti.
Hafi Davidson reynt að fá Datalink
til að vernda sig fyrir þessu.
Lögreglan segir að Bedi og
Helga hafi byrjað árið 2004 að taka
160.000 dali mánaðarlega út af
kreditkorti Davidsons og að auki
fengið aðrar greiðslur. Davidson
skipaði Bedi einnig í stjórn fjár-
festingarsjóðs sem rekinn var í
nafni hans og barna hans. Bedi
segist aldrei hafa beðið um að vera
í stjórn sjóðsins heldur gert það
fyrir beiðni Davidsons. „Við vildum
halda honum rólegum.“
Þá segir Bedi, að Davidson hafi
gefið þeim Helgu samtals nærri 13
milljónir dala, jafnvirði um 1,4
milljarða króna, vegna þess að þau
hefðu bjargað 30 ára tónsmíðasafni
Davidsons í tölvunni. „Hann var ör-
látur við okkur,“ hefur blaðið eftir
Bedi.
Gerðist ástleitinn við Helgu
Bedi segir, að árið 2006 hafi
Davidson orðið æ tortryggnari.
Saksóknarar segja, að Bedi hafi
tjáð Davidson að hann hefði rakið
slóð tölvuveirunnar til afskekkts
þorps í Hondúras og sent indversk-
an frænda sinn þangað til að sækja
tölvuna þar sem veiruna væri að
finna. Bedi segir að þetta hafi aldr-
ei gerst heldur hafi Davidson hald-
ið að frændi hans væri í Hondúras
og stundum kallað eina af tölvum
sínum „harða diskinn í Hondúras“.
Þá segir Bedi, að Davidson hafi á
tímabili gerst ástleitinn við Helgu
og jafnvel lýst því yfir að hann vildi
kvænast henni. „Við sögðum hon-
um að hann gæti ekki hagað sér
svona,“ hefur blaðið eftir Bedi, „en
hann sagðist vera yfirstéttarmaður
og gæti gert það sem hann vildi.“
Segist hafa fengið peningana gefins
Í góðum félagsskap Þau Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi hittu Bar-
ack Obama fyrr á þessu ári. Vefurinn lohud.com birtir af þeim myndina.
Auðmaður gaf sjálfviljugur íslenskri konu og manni hennar allt að 20 milljónir dala ef marka má
frásögn mannsins Keypti sér vernd þeirra gegn ríkisstjórnum og kaþólsku leynireglunni Opus Dei
Til góðgerðarmála
» Bedi og Helga gáfu að sögn
lohud.com 20.000 dali í kosn-
ingasjóð Demókrataflokksins
og fengu boð á samkomu þar
sem þau hittu Barack Obama.
» Haft er eftir talsmanni Hvíta
hússins að féð verði nú gefið til
góðgerðarmála í ljósi þess að
Bedi og Helga hafi verið kærð
fyrir stórfelld fjársvik.
» Saksóknarar segja að Bedi
hafi grunað síðsumars að
spilaborgin væri að hrynja.