Morgunblaðið - 11.11.2010, Síða 22

Morgunblaðið - 11.11.2010, Síða 22
Umsókn að aðild ESB er falsskjal – Forseti Íslands átti að skrifa undir hana Ég hef haldið því fram lengi að á Alþingi Íslands hafi verið framin mestu landráð sögunnar þegar hinn 16. júlí 2009 var þröngvað í gegn máli sem stuðlar að því að afsala okkur sjálfstæði Íslands. Eins og allir vita var naumur meiri- hluti fyrir þessari svo- kölluðu þingsályktun sem varð til þess að umsókn um aðild að ESB var send inn. Sjá: http://www.mbl.is/ media/79/1579.pdf en málið var að það var engin undirskrift frá for- seta Íslands á umsókninni. Ég sendi yfirlögfræðingi Alþingis fyrirspurn um það hvort þessi um- rædda umsókn um aðild að ESB væri löggjafarmál eða stjórnarer- indi en hann baðst undan að svara. Ég spurði annan ónefndan í tölvu- pósti líka en hann sagði að þetta væri einhvers konar erindi. En fyrst var ég búinn að spyrja skjala- vörð en svar hennar vakti forvitni mína en hún sagði að þetta væri þingsályktun. Ekkert af svörum á alþingi var samhljóða og það stingur dálítið í stúf við að yfirlögfræðingurinn hjá Alþingi skyldi biðjast undan því að svara. Eins konar erindi. Spurningin sem um er að ræða er hvort um- sókn um aðild að ESB sé löggjaf- armál eða stjórnarerindi svo ég hafði samband við ýmis ráðuneyti en svörin sem ég hef fengið benda til að umsókn um aðild að ESB sé stjórnarerindi. Við vitum öll að þetta er stjórnarerindi og það þarf í raun ekkert að spyrja neina enda fór utanríkisráðherrann sjálfur Öss- ur Skarphéðinsson í erindisferð í vitorði allra á Íslandi og annarra landa með stærsta stjórnarerindi Íslandssögunar þegar hann fór með svokallað erindisbréfið sem var „skilyrðislaus“ umsókn um aðild að ESB. Utanríkismálanefndin mælti með ýmsum málum sem veganesti en eitt var tekið skýrt fram, að umboð ríkisstjórnar væri án skilyrða vegna umsóknarinnar. Sjá: http://www.althingi.is/ altext/137/s/0249.html Veganestið átti bara að nota ef nauðsyn væri á til að tefja og kannski að sefa sjálf- stæða þjóðina Ísland. Ég hef kært tvisvar bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra til rík- issaksóknara og fékk loksins svar eftir margra mánaða bið nú fyrir stuttu um að ég hefði ekki næga sönnun fyrir því að þetta væri brot á almennu hegningarlögunum, kafla X, greinum 86, 87 og 88, þrátt fyrir að öll þjóðin fylgdist með í beinni útsendingu í sjónvarpinu og menn hrópuðu á alþingi: Þetta eru land- ráð! Þetta eru landráð! Það skyldi þó ekki vera að þeir tækju málið upp aftur ef ég kæmi með betri sönnun svo sem sjónvarpsupptöku. Þetta svar frá ríkissaksóknara virkilega sýndi mér hverjir ráða og hvernig er spilað með lög og stjórn- arskrá þessa lands sem þó er okkar stoð og stytta. Ég skrifaði bæði forseta ESB, hr. Barrosso, og stækkunarstjóra, Stef- an Füle, nokkur bréf og skýrði fyrir þeim að þessi umsókn væri brot á íslenskri stjórnarskrá og væri ‘High Treason’ sem er stærsta brot sem nokkur þegn getur framið á þjóð sinni og varðar allt að lífstíðarfang- elsi hér á landi og dauðarefsingu í sumum löndum enn þann dag í dag. Þeir svöruðu öllum mínum bréfum sem er meira en flestir embætt- ismenn gera hér á Íslandi en sögðu að glæpir okkar breyttu engu fyrir umsóknina og þessi mál væru okkar innanríkismál svo þeir gætu ekki gert neitt í okkar málum svo ég spurði hvort það væri siður þeirra að semja við mögulega glæpamenn í svona málum. Áfram hélt ég og fór að kanna sjálfa umsóknina. Ég byrjaði á því að fá öll skjöl varðandi umsóknina um inngöngu í ESB frá skjalasafni Alþingis og þar fann ég ýmsa þræði sem komu mér á sporið svo spurn- ingar mynduðust og þar á meðal hvort umsókn um aðild væri þings- ályktun aðeins eða löggjafarmál og eða stjórnarerindi en það skipti máli varðandi undirskrift forseta Ís- lands. Sjá 18. og 19. greinar sjálfrar stjórnarskrárinnar: 18. gr. Sá ráðherra, sem mál hef- ur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta. 19. gr. Undirskrift forseta lýð- veldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með hon- um. Sjá umsókn: http://www.mbl.is/ media/79/1579.pdf Sjáið öll sem vilja sjá. Ráðherra á að rita undir svona skjöl „með“ for- seta Íslands. Þetta var ekki gert, en að beita samt þessari þingsályktun til að sækja um inngöngu í ESB er svo skýlaust brot ofan á allt að það verður að ógilda þessa umsókn taf- arlaust með öllu. Báðir umræddir ráðherrar taka völdin af okkur fólk- inu sem við höfðum samkvæmt stjórnarskránni. Hér vil ég sem þegn að forseti Ís- lands standi sig í stykkinu ásamt dómstólum, að þessi falsumsókn verði gerð ógild og málefnið látið falla niður á stundinni. Fyrst eru framin landráð sam- kvæmt X. kafla hegningarlaganna, greinum 86/87/88, síðan betrumbætt með því að stjórnarskráin er brotin líka þ.e. greinar hennar nr. 18 og 19. Ég segi við fólkið við verðum að láta leiðrétta þetta mál og láta ráð- herra sem skrifuðu undir án leyfis okkar og forsetans sæta ábyrgð samkvæmt stjórnarskránni. Og aftur samkvæmt stjórn- arskránni þá er þetta mál ekkert grín, er hér er um að ræða mesta brot sögunar sem er framið viljandi af bæði forsætis- og utanrík- isráðherra og þeirra liði. Umsóknin um aðild að ESB er því ógild og ólöglegt plagg. Eftir Valdimar Samúelsson » Yfirlögfræðingur Al- þingis baðst undan því að svara spurningu varðandi umsókn um aðild að ESB hvort hún væri stjórnarerindi sem kæmi forseta mjög við. Valdimar Samúelsson Höfundur er eftirlaunaþegi. Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Ekron félagasamtök bjóða end- urhæfingarúrræði fyrir þá sem hafa átt erfitt með að fóta sig í þjóðfélag- inu. Slík úrræði eru aldrei eins þjóð- félagslega mikilvæg og þegar illa ár- ar. Þegar kreppir að er það oft þannig að þeir sem eru verst staddir í þjóðfélaginu sökkva enn dýpra með tilheyrandi örvæntingu og tjóni sem grefur djúpt um sig í sálarlífi þeirra og aðstandenda. Markmiðið með starfi Ekron er að hjálpa fólki að brjóta upp hegð- unarmynstur þeirra sem fyrir ein- hverjar sakir eiga erfitt með að sam- lagast þjóðfélaginu á ný eftir erfiðleika. Fólk getur átt í vandræð- um vegna áfengis- eða fíkniefna- neyslu eða vegna langvarandi fjar- veru frá vinnumarkaði af öðrum sökum. Með því að breyta lífs- mynstri fólks er hægt að aðstoða það við að byggja sig upp fyrir framtíð- ina og stuðla með því að virkri þjóð- félagsþátttöku. Ekron hefur sannað sig sem end- urhæfingar- og starfsþjálf- unarmiðstöð fyrir fólk sem er að koma úr áfengis- eða fíkniefna- meðferð, frá því að starfið hófst í júní 2007. Ekron hefur reynst þeim góður kostur sem þurfa á end- urhæfingu að halda til að kom- ast út á vinnu- markaðinn á ný eftir langt hlé. Fangar sem lokið hafa afplánun eru þar á meðal og geta þeir hugsað til bjartari framtíðar að lokinni end- urhæfingu hjá Ekron. Bætum umhverfi okkar Það samfélag sem við búum í má segja að sé grundvallað á eins konar þjóðfélagssátt. Við höfum komið okkur saman um lög, reglur og sið- ferði sem á margan hátt eru límið sem heldur samfélaginu saman. Þeir sem misstíga sig geta lent utan við þessa sátt en lykill þess að taka full- an þátt í samfélaginu að nýju er ein- mitt sá að ná sáttum. Þá getur löng fjarvera frá vinnumarkaði einnig reynst fólki þungbær. Ekron tekur á móti einstaklingum 18 ára og eldri sem ekki hafa gott aðgengi að vinnu. Með því að fylgj- ast náið með hverjum og einum er smátt og smátt hægt að auka kröfur sem gerðar eru til þeirra og það lær- ist um leið hvernig hægt er að bera ábyrgð á sjálfum sér. Tengsl við nám og atvinnulíf Hver einstaklingur þarf að velja sér þroskabraut við hæfi. Ekron býður einstaklingsmiðaða starfsþjálfun þar sem einstaklingar fara út á hinn al- menna vinnumarkað eða í nám undir styrkri handleiðslu ráðgjafa frá Ekron. Mikilvægt er að stíga hæfi- lega stór skref í einu og þannig ná skjólstæðingar Ekron að hefja störf eða nám. Þessi leið endurhæfingar er afar jákvæð þjóðfélagslega og miðar að því eins og áður segir að virkja fólk aftur til þátttöku í þjóðfélaginu. Með þessum hætti má komast hjá fé- lagslegum og fjárhagslegum skaða sem annars er fylgifiskur ógæf- unnar. Starfsemi Ekron byggist á þjón- ustusamningum frá ríki og sveit- arfélögum en án þeirra er vegur feil- sporanna markaður. Það er von okkar að við þær aðstæður sem nú ríkja sé vilji til þess að styðja við Ekron svo hægt sé að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. HJALTI KJARTANSSON, framkvæmdastjóri Ekron. Virkjum fólk til þjóðfélagsþátttöku með endurhæfingarúrræðum Frá Hjalta Kjartanssyni Hjalti Kjartansson BRÉF TIL BLAÐSINS – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift JÓLABLAÐIÐ Morgunblaðið gefur út stór- glæsilegt jólablað laugardaginn 27. nóvember 2010 Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 22. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Meðal efnis verður : Uppáhalds jólauppskriftirnar. Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. Villibráð. Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. Smákökur. Eftirréttir. Jólakonfekt. Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Jólasiðir og jólamatur í útlöndum Jólabjór og vínin. Gjafapakkningar. Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu og í kringum jólahátíðina. Kerti og aðventukransar. Jólagjafir. Heimagerð jólakort. Jólaföndur. Jólabækur og jólatónlist. Jólaundirbúningur með börnunum. Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Ásamt fullt af öðru spennandi efni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.