Morgunblaðið - 11.11.2010, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010
✝ Kjartan Björns-son fæddist í
Reykjavík 4. júní
1987. Hann lést af
slysförum í Noregi
þann 30. október
2010. Foreldrar
hans eru Elín Björg
Birgisdóttir, f. 5.2.
1967, og Björn
Kjartansson, f. 4.12.
1962. Systkini Kjart-
ans eru 1) Svanbjörg
Helga, f. 23.5. 1985,
unnusti hennar er
Hjörvar Ingi Har-
aldsson, f. 6.9. 1980. Börn þeirra
eru Elín Rut og Haraldur Már, f.
31.7. 2010. 2) Júlía Guðrún, f.
10.5. 1989, 3) Sverrir Karl, f.
12.2. 1992, og 4) Alexander Birg-
ir, f. 1.3. 2001.
Unnusta Kjartans er Katrín
Erla Erlingsdóttir, f. 23.1. 1988.
Foreldrar hennar eru Erlingur
Garðarsson, f. 10.2. 1959, og
Ragnheiður Jónsdóttir, f. 25.9.
1962, systkini
Katrínar eru Þór-
unn, Svanhildur,
Erlingur Þórir,
Ellen og Dýrley.
Kjartan ólst upp
í Reykjavík en
flutti með fjöl-
skyldu sinni til
Mosfellsbæjar árið
1997 og til Grinda-
víkur 1999. Hann
starfaði á ýmsum
stöðum, lengst af í
Vélsmiðju Grinda-
víkur. Í janúar
2010 flutti hann ásamt unnustu
sinni og systur til Noregs. Þar
vann hann nokkur tímabundin
störf, en hafði fengið fastráðn-
ingu hjá Arctic Trucks í sept-
ember.
Útför Kjartans fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 11. nóv-
ember 2010, og hefst athöfnin kl.
11. Jarðsett verður í Gufu-
neskirkjugarði.
Elsku hjartans ástin mín.
Ég man þegar ég sá þig fyrst, það
var þegar ég hjálpaði Tóta að smygla
þér inn á heimavistina á Akureyri
vorið 2005. Ég varð strax dolfallin yfir
þér og gat ekki hætt að horfa á þig.
Ég hafði aldrei fundið svona sterka
tilfinningu við fyrstu sýn og vissi ekk-
ert hvernig ég átti að haga mér í
kringum þig.
Það var svo um sumarið sem ég
flutti til Grindavíkur til Tótu systur,
ætlaði að prufa eitthvað nýtt og vinna
þar um sumarið. Ég lét Tóta draga
mig á rúntinn svo ég gæti kynnst fólk-
inu þarna í Grindavík og þar sá ég þig
aftur. Þú varst á gamla BMW þínum
og fann ég aftur þessa sterku tilfinn-
ingu. Áður en ég vissi af vorum við
orðnir mjög góðir vinir, mér leið svo
vel í kringum þig og trúði því ekki
hversu vel við náðum saman. Loks
náðum við að komast yfir feimnina og
viðurkenna að við hefðum tilfinningar
fyrir hvort öðru.
Þú varst allt sem ég hafði leitað að
og mun meira. Á svo stuttum tíma
vissi ég að ég var búin að finna þann
eina rétta, minn týnda helming. Þú
varst ástin mín eina og í senn minn
besti vinur. Þó við værum mjög ólíkar
persónur pössuðum við svo vel sam-
an.
Því meira sem ég kynntist þér, því
meira varð ég ástfangin af þér. Ég
hélt að ég gæti ekki elskað þig meira,
en á hverjum degi fann ég ástina
verða sterkari og sterkari. Þú varst
svo hjálpsamur, fallegur, hlýr, góð-
hjartaður, barngóður, fyndinn, já-
kvæður og í einu orði sagt einstakur.
Það þyrfti heila orðabók af lýsingar-
orðum til að lýsa því hversu mikið gull
af manni þú varst. Ég var svo þakklát
að þú komst í líf mitt, ég vissi ekki
hvað hamingja var fyrr en ég kynntist
þér. Þú breyttir lífi mínu til hins
betra, gerðir lífið þess vert að lifa því
og vissi ég fljótt að ég vildi eyða æv-
inni með þér, þú varst orðinn líf mitt.
Það var eins og allar minningar mínar
frá því áður en ég hitti þig væru svart-
hvítar myndir. En þegar þú komst,
komstu með hlátur, skærrauðar
blöðrur, óvæntar uppákomur og gleði
inn í líf mitt.
Mér finnst lífið svo tómlegt án þín,
ástin mín, ég veit ekki hvernig ég á að
lifa í veröld þar sem þú ert ekki leng-
ur hjá mér. En ég finn styrkinn frá
þér og veit að þú ert að hjálpa mér að
takast á við þessa óréttlátu breytingu.
Mér líður betur að vita af því að þú
fórst hamingjusamur, varst í drauma-
starfinu þínu, við búin að fá æðislega
íbúð til leigu og vorum að reyna að
eignast fjölskyldu. Ég skil bara ekki
af hverju þú þurftir að fara svona
snemma, elsku ástin mín. Þú varst
einstakur engill sem Guð hefur viljað
fá aftur til sín.
Elsku Elín, Bjössi, Svanbjörg, Júl-
ía, Sverrir og Alexander. Ég get ekki
lýst því hvað ég samhryggist ykkur
mikið, en við verðum öll að vera sterk
og ég trúi því að við komumst í gegn-
um þetta. Við eigum svo margar góð-
ar minningar um þennan yndislega
dreng sem munu alltaf lifa í hjörtum
okkar. Þú munt alltaf eiga stað í
hjarta mínu, elsku hjartans Kjartan
minn.
Ég elska þig ólýsanlega mikið, hef
alltaf gert og mun alltaf gera.
Þín,
Katrín Erla.
Með þér var lífið svo ljúft og hreint
og ljómi yfir hverjum degi.
Í sál þinni gátum við sigur greint,
sonurinn elskulegi.
Þú varst okkur bæði ljóst og leynt
ljósberi á alla vegi.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku hjartans yndislegi strákurinn
okkar. Við sitjum hér sem lömuð og
skiljum ekki af hverju þú þurftir að yf-
irgefa okkur. Við skiljum ekki þetta
óréttlæti. Hvers vegna? Við vitum að
við fáum aldrei svör við því og að við
verðum að læra að lifa með þessum
staðreyndum. Það virðist samt óyfir-
stíganlegt á þessari stundu. Með tím-
anum mildast sárin sem eru í hjörtum
okkar, segja þeir sem reynt hafa, en
við verðum aldrei sátt við að hafa þurft
að kveðja þig svona snemma.
Þú varst alveg hreint yndislegur
drengur. Alltaf boðinn og búinn að
hjálpa öðrum og skeyttir oft ekki um
sjálfan þig. Þú varst svo einstaklega
jákvæður, duglegur, hjartahlýr og
hafðir svo fallega sál. Faðmlag þitt svo
þétt og einlægt. Börn löðuðust að þér
enda hafðir þú ómælda þolinmæði
gagnvart þeim. Þú lékst þér við þau og
varðst eitt af börnunum í leik og gleði.
Það geislaði af þér hvar sem þú komst.
Við söknum þín óendanlega mikið. Við
vitum að þú vissir að við elskuðum þig
og vorum stolt af þér. Þú varst dugleg-
ur að bjarga þér og sést það best
hvernig þú komst þér í þá vinnu sem
þú varst svo ánægður með að fá í Nor-
egi, hjá Arctic Trucks. Lífið var bjart
hjá ykkur Kötu, unnustu þinni, og góð-
ir tímar framundan.
Undanfarna daga höfum við fundið
sterkt fyrir því hversu vænt fólki þótti
um þig. Allir bera þér eins söguna.
Yndislega fallegur og góður strákur.
Við vitum að Guð tekur vel á móti þér,
elsku hjartans Kjartan okkar. Minn-
ingin um frábæran dreng lifir að eilífu.
Þín,
Mamma og pabbi.
Gardermoen föstudagskvöldið 30.
júlí, þétt faðmlög, „Takk fyrir skutlið,
Kjartan minn“. Ekkert mál, sagði
hann og brosti sínu fallega hlýja
brosi, „Sjáumst fyrir jól“. Svo horfð-
um við á eftir honum í síðasta skipti í
þessu jarðlífi. Við skiljum ekki al-
mættið á þessari stundu að taka
drenginn frá okkur. Það var mikil
gleði í ömmu- og afahúsi þegar þessi
ljósgeisli bættist í hópinn í litlu fjöl-
skylduna sína fyrir tuttugu og þrem-
ur árum. Þar var kominn í hópinn
fjörugur, kraftmikill, ærslabelgur,
stöðugt á ferðinni með sitt góða skap
og frá fyrstu stundu mikla hjarta-
hlýju sem fylgdi honum alla tíð.
Þó oft gengi mikið á hjá okkar
manni kom snemma fram mikil sköp-
unartjáning í öllu, sérstaklega í hönd-
unum. Myndir, smíðar, viðgerðir, allt
lék í höndunum á honum og nutu allir
í fjölskyldunni góðs af. Það þurfti
aldrei að biðja hann tvisvar um neitt
viðvik og allt leyst af hendi af þvílíkri
natni að eftir var tekið. Og launin,
bara ánægjan að hjálpa, „Ekkert
mál“. Síðan flutti litla fjölskyldan í
eigið húsnæði, fyrst í Reykjavík og
því næst til Grindavíkur. Þar tók
Kjartan okkar út sinn þroska eftir
fermingu. Nú fóru í hönd hressilegir
tímar þar sem fóru saman mótorhjól,
vélsleðar, fjórhjól og ekki síst bílar.
Alltaf var okkar maður að skapa, vildi
helst fá hlutina í þannig ástandi að þá
þyrfti að endursmíða frá grunni. Ef
ekki voru til varahlutir eða aurar fyrir
þessu smíðaði hann þá bara sjálfur og
kláraði verkefnið þannig, „Ekkert
mál“.
Eins og títt er um unga orkuríka
menn á þroskaskeiði átti Kjartan
okkar nokkur erfið ár, því eins og
gengur skiljum við eldra fólkið ekki
alltaf þá sem eru að skapa sitt eigið líf.
Ef að okkur ömmu og afa sýndist
stefna í óefni á þessum tíma hringdi
amma í drenginn og hann kom alltaf
til okkar og fór yfir stöðuna jákvætt
með góðum árangri. Þó að órói væri í
okkar manni var alltaf það góða til
staðar og sigraði annað. Svo kom
Kata til sögunnar og allt fór að róast,
þau fengu sér íbúð í Grindavík. Þá var
Kjartan farinn að vinna hjá Vélsmiðju
Grindavíkur og þar undi hann sér vel
þar til kreppa kerling fór að láta á sér
kræla. Þá tóku Kjartan og Kata,
ásamt Júlíu systur, sig upp í byrjun
árs 2010 og fluttu til Asker í Noregi.
Þar tóku við nokkrir aðlögunarmán-
uðir í vinnu hér og þar meðan Kjartan
var að leita að draumastarfinu. Og í
september kom það þegar hann var
ráðinn hjá Arctic Trucks í Drammen.
Var Kjartan okkar mjög bjartsýnn á
nýja starfið sem féll vel að fjölhæfni
hans og sköpun. Ætluðu hann og
Kata að flytja í íbúð sem þau höfðu
fengið í Drammen. Einnig var hugað
að fjarnámi með vinnunni. En þá er
allt í einu klippt á strenginn þegar allt
var farið að ganga í haginn.
Við erum ekki sátt við almættið á
þessari stundu, skiljum ekki tilgang-
inn. En við eigum vonandi eftir að
sættast þegar við hittum elsku dreng-
inn okkar á himnum, þá verða gleði-
legir endurfundir. Við bíðum full til-
hlökkunar eftir þeirri stundu.
Við biðjum Guð að hjálpa Kötu og
styrkja hana á þessum erfiðu tímum.
Svanbjörg amma og Sverrir afi.
Ég trúi því ekki að hann Kjartan,
elskulegi bróðir minn, sé farinn frá
mér. Þetta er allt svo óraunverulegt.
Mér finnst ég vera föst í einhverju
leikriti sem ég er orðin þreytt á og vil
komast útúr strax. Við Kjartan höfum
alltaf verið svo náin og sérstaklega
seinustu ár. Við töluðum oft um það
hvað við værum svo miklu meira en
bara systkini. Við vorum svo góðir
vinir og það voru alltaf sérstök tengsl
á milli okkar. Oft vorum við líka spurð
hvort við værum hjón því við vorum
alltaf saman, við hlógum alltaf að því
og sögðum skælbrosandi að við vær-
um nú bara svona góð systkini.
Við bjuggum saman í Noregi í hálft
ár og ef einhver vandræði komu uppá
sagði hann alltaf með bros á vör „við
reddum þessu, ekki hafa áhyggjur“.
Hann var einstakur, mér leið alltaf
svo vel í kringum hann og maður var
alltaf svo öruggur með honum. Ég
bara get engan veginn trúað því að
svona góður og yndislegur strákur
hafi þurft að fara svona fljótt. En ég
er svo þakklát fyrir að hafa átt hann
sem bróður en um leið alveg ofboðs-
lega sár yfir að hafa ekki fengið að
hafa hann hjá mér lengur hér á jörð-
inni. Ég mun alltaf elska hann Kjart-
an minn af öllu hjarta og hann mun
lifa með mér alla ævi.
Ég kveð með trega minn fallega
bróður og besta vin. Ég mundi gera
allt fyrir bara eitt knús í viðbót.
Þín systir,
Júlía Guðrún.
Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að
segja. Það eru engin orð sem fá því
lýst hversu mikið ég sakna þín og
hversu óraunverulegt þetta er. Þú
varst mér meira en bara bróðir, þú
varst kær og góður vinur. Ég man
þegar þú sóttir mig á flugvellinum í
Noregi í sumar. Þú tókst á móti mér í
jakkafötum með hatt og með spjald
sem á stóð Mr. Bjørnsson. Alltaf að
leika þér og grínast. Jákvæður og
alltaf til taks. Það eru heilmargar sög-
ur sem ég get sagt af þér, elsku bróðir
minn, en nú læt ég eitt ljóð duga og
kveð þig með miklum trega.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þinn bróðir,
Sverrir Karl.
Elsku hjartans Kjartan minn er
farinn frá mér og get ég varla lýst því
hversu mikill sársaukinn og sorgin er.
Betri bróður var ekki hægt að hugsa
sér, hann var svo lífsglaður, brosmild-
ur og einstaklega gjafmildur. Já-
kvæðni einkenndi þennan fallega
dreng og mun ég heiðra minningu
hans með því að brosa út í heiminn og
vera jákvæð. Ég er Guði mjög þakk-
lát fyrir þann tíma sem ég fékk með
honum, og mun ég ávallt geyma minn
elskulega bróður í hjarta mínu.
Kjartan sagði mér að hann hlakk-
aði rosalega til að koma heim í desem-
ber og hitta litlu tvíburana mína. Þau
fengu því miður aldrei að hitta stóra
frænda sinn í eigin persónu en ég
mun segja þeim allar skemmtilegu
sögurnar af honum. Ég veit að hann
mun vaka yfir þeim og vernda um alla
tíð. Betri verndarengil er ekki hægt
að hugsa sér.
Elsku Kjartan minn, ég mun aldrei
gleyma okkar góðu stundum saman,
þú varst svo skemmtilegur, góður,
duglegur og yndislegur drengur. Þín
er sárt saknað. Ég elska þig.
Þín systir,
Svanbjörg Helga.
Elsku hjartans Kjarri minn.
Ég sit hér með tómarúm í hjarta og
hugsa um hvað lífið getur stundum
verið grimmt og vægðarlaust. Þegar
Katrín mín hringdi í okkur og sagði
okkur að þú værir dáinn vildi ég ekki
trúa því. Hver er tilgangurinn að taka
svona yndislegan dreng eins og þig
frá okkur svona snemma. Lífið var
farið að blasa við ykkur, þið voruð
nýbúin að fá nýja íbúð og þú kominn í
draumastarfið, sem þú vaknaðir til á
hverjum morgni með bros á vör. Þú
hafðir tekið þér margt fyrir hendur á
stuttri ævi, einstaklega laghentur og
öll þau verk sem fóru frá þér voru
unnin af alúð og nákvæmni. Ég trúi
því að þér sé ætlað stærra og meira
verk annarstaðar. Ég man þegar við
kynntumst þér fyrst, þú komst með
Katrínu heim til okkar. Þú varst feim-
inn og sagðir ekki margt, en það litla
sem við töluðum saman sannfærði
mig um að þú værir góður og sætur
strákur.
Þið Katrín voruð eins og sköpuð
fyrir hvort annað, þið voruð svo fal-
legt og samheldið par. Ég man þegar
þið fóruð að leigja á Túngötunni, og
þú varst að setja upp myndir og fleira,
með málbandið á lofti því að þetta
varð að vera 100%, en svona varst þú
bara. Yndislegri tengdason er vart
hægt að hugsa sér, alltaf tilbúinn að
hjálpa ef á þurfti að halda. Ég var ný-
komin frá Noregi frá ykkur þegar
kallið kom, ég mun minnast þessara
daga sem ég átti með ykkur með mik-
illi hlýju. Sunnudaginn áður en ég fór
heim fórum við að skoða merkar
minjar í Osló, og þú röltir hækjugang
með okkur Kötu, og fannst það bara
eðlilegasti hlutur í heimi að vera á
röltinu með tveim konum á hækjum.
Af einhverri ástæðu vaknaði ég á und-
an þér daginn sem ég fór heim og þú
gafst mér mikið og hlýtt knús áður en
þú fórst í vinnuna. Ég get hlýjað mér
við þetta knús þitt núna.
Elsku Katrín mín, Elín, Bjössi,
systkini og aðrir fjölskyldumeðlimir,
megi Guð umvefja ykkur í þessum
mikla missi ykkar.
Ég finn það líka, Kjarri minn, að þú
ætlar að hjálpa öllum (eins og venju-
lega) að komast í gegnum þetta.
Farð þú í friði, Kjarri okkar, við
munum sakna þín sárt. Minning þín
er ljós í lífi okkar.
Ragnheiður (Heiða),
Karl og Dýrley.
Ég man það ennþá svo skýrt þegar
Kata systir flutti til okkar Orra í
Grindavík sumarið 2005. Þá fljótlega
kom í líf okkar ungur, fjölhæfur og
skemmtilegur strákur. Ég varð svo
ánægð þegar þú komst inní líf Kötu,
þið áttuð svo rosalega vel saman og
hamingjan skein af ykkur. Þarna sá
ég að Kata væri búin að ná sér í fram-
tíðarstrák sem vildi gera allt fyrir
hana. Hún átti það svo sannarlega
skilið. Eftir að ég kynntist síðan fjöl-
skyldunni þinni þá sá ég af hverju þú
værir svona velheppnaður strákur,
því fjölskyldan þín er svo heilsteypt
og góð. Við mamma þín vorum oft að
grínast í vinnunni að við værum
tengdar, sérstaklega eftir að þið sett-
uð upp hringana. Ég er svo þakklát
fyrir að kynnast þeim í gegnum þig.
Þið bjugguð hjá okkur í nokkurn
tíma og er ég því mjög þakklát, þú
launaðir okkur oft með því að gera við
ýmislegt hérna í nýja húsinu enda var
ekkert sem þú gast ekki gert. Það var
rosalega notalegt að vita af ykkur hjá
okkur og að við gætum hjálpað eitt-
hvað til. Það er svo gott að hafa líf í
húsinu.
Síðasta eina og hálfa vikan hefur
verið í algerri móðu. Erfitt er að
reyna skilja tilgang Guðs þegar hann
tekur til sín svona einstaklega góð-
hjartað fólk. En ég trúi því að Guð
taki til sín þá sem hann metur mest til
að hjálpa sér þarna uppi. Hún litla
Tinna mín sá mynd af þér fyrir nokkr-
um dögum og hún sagði að þetta væri
Kjarri sinn og hann væri vinur okkar
allra. Ég held að það sé orð að sönnu.
En ég vil þakka fyrir að hafa
kynnst þér, þakka þér fyrir að hafa
komið inní líf Kötu og ég mun gera
allt sem ég get til að styðja við hana í
framtíðinni.
Guð geymi þig, elsku Kjartan
minn.
Elsku Kata systir, Elín, Bjössi og
börn. Megi Guð halda áfram að
styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín mágkona,
Þórunn Erlingsdóttir (Tóta).
Örlög manna eru misjöfn, sumum
auðnast að komast að mestu leyti
áfallalaust í gegnum lífið á meðan aðr-
ir verða fyrir þungum áföllum. Kjart-
an Björnsson frændi minn, sem við
kveðjum í dag með trega, var í blóma
lífsins, kominn í draumavinnuna og
trúlofaður æðislegri stelpu, henni
Kötu. Nýfluttur til Noregs og allt var
farið að ganga eins og í sögu. Sú saga
endaði mjög illa. Ég á aldrei eftir að
gleyma símtalinu, þegar mamma
hringir og segir mér að þú hafir lent í
hræðilegu slysi og sért dáinn. Ég al-
gjörlega fraus og gat engan veginn
trúað því að þessi æðislegi strákur
væri dáinn. Eftir símtalið rauk ég
beint í tölvuna í leit að fréttum um
þetta hræðilega slys og allan tímann
vonaði ég svo innilega að þetta væri
bara misskilningur, en þetta var blá-
kaldur raunveruleikinn.
Það er ekki hægt að lýsa seinustu 2
vikum. En mikið rosalega er ég þakk-
lát fyrir þessi ár sem ég fékk með þér
og rosalega sár og reið yfir því að fá
ekki fleiri ár og fleiri minningar af
þér. Ég mun halda eins fast og geyma
vel í hjarta mínu allar minningar um
okkur. Ég og Kjartan vorum systk-
inabörn og jafn gömul. Ég man þegar
Kjartan kom til ömmu og afa á Hóla-
Kjartan Björnsson
HINSTA KVEÐJA
Kæri bróðir, ég elska þig.
Þinn,
Alexander.