Morgunblaðið - 11.11.2010, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.11.2010, Qupperneq 34
34 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Í dag er fimmtudagur 11. nóvember, 315. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jh. 14, 20.) Víkverji datt um helgina ofan íbókina Doris deyr eftir Kristínu Eiríksdóttur, rankaði ekki við sér fyrr en bókin var búin og langaði í meira. Doris deyr er smásagnasafn þar sem víða er komið við. Smásagan er erfitt form. Mun erfiðara er að hemja pennann, en að láta einfaldlega dæluna ganga. Kristín getur í nokkr- um setningum búið til heim, sem les- andinn dregst inn í, og skrifar af miklu öryggi og frumleika. Hún er höfundur, sem vert er að fylgjast með. x x x Átímum æsilegra hasarmynda íalltumlykjandi þrívídd, þar sem bannað er að kasta mæðinni svo mik- ið sem sekúndubrot og söguþráð- urinn er svo hæpinn að áhorfandinn má ekki fá minnsta tíma til að hugsa vegna þess að þá hrynur allt, heldur Woody Allen sínu striki. Nýjasta mynd Allens, Á vegi þínum verður hávaxinn ókunnugur maður, dökkur yfirlitum (þýðingin er Víkverja þar sem ekki hefur verið lagt í að snara heiti myndarinnar, sem á ensku er You Will Meet A Tall Dark Stran- ger), er kærkomin tilbreyting frá sí- byljunni. Auðvitað er margt kunn- uglegt í myndum Allens. Í nýju myndinni er ein persónan með það á heilanum að hún hafi lifað áður og muni lifa aftur. Svo mikið er víst að margar af persónum Allens hafa end- urfæðst margsinnis. Kosturinn við persónur Allens er hins vegar sá að þær hafa breidd og dýpt. Meira að segja þær persónur, sem áhorfandinn ætti að hafa óbeit á, eru mannlegar og það getur verið kostulegt að fylgj- ast með angist þeirra og sálarstríði. x x x Veturinn er kominn og undanfarnadaga hefur verið frost. Sólin er farin að lækka verulega á lofti og færa má rök að því að háhýsi með sín- um löngu skammdegisskuggum eigi ekki heima norðlægum borgum. Vík- verji var að keyra í Reykjavík um há- degisbil í gær þegar hann áttaði sig á því að sólin var svo lágt á lofti að meira að segja hvít strikin milli ak- reina vörpuðu skugga. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. f4 c5 2. Rf3 Rf6 3. e3 e6 4. Be2 Be7 5. 0-0 d6 6. c3 Rbd7 7. De1 b6 8. d3 Bb7 9. Rbd2 Dc7 10. a4 a6 11. h3 h6 12. Rc4 0- 0-0 13. b4 g5 14. Rh2 Hdg8 15. f5 d5 16. Rd2 Bd6 17. Rg4 exf5 18. Hxf5 Rxg4 19. hxg4 cxb4 20. cxb4 Bxb4 21. Bb2 f6 22. Hc1 Bc6 23. Dd1 Kb7 24. Bf3 Dd6 Staðan kom upp í C-flokki Haust- móts Taflfélags Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Sigurvegari mótsins, Páll Sigurðsson (1.884), hafði hvítt gegn Patrick Svanssyni (1.809). 25. Hxc6! Kxc6 26. Hxd5 Dg3 27. Rf1 Db8 28. Hb5+ Kd6 29. Hxb4 Ke7 30. Db3 Hd8 31. He4+ Kf8 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Mikill pælari. Norður ♠98 ♥G953 ♦ÁK5 ♣ÁG86 Vestur Austur ♠ÁG73 ♠5 ♥K10742 ♥D6 ♦D72 ♦109843 ♣5 ♣109432 Suður ♠KD10642 ♥Á8 ♦G6 ♣KD7 Suður spilar 4♠. Michael Rosenberg er mikill pælari. Hann var í vestur og teiknaði upp vörnina áður en blindur kom upp. Suð- ur vakti á 1♠, norður sagði 2♣, suður 3♠ (Acol) og norður hækkaði í fjóra. Rosenberg sá fyrir sér tvo slagi á ♠Á-G, þann þriðja með lauftrompun, en fjórða slaginn yrði makker að leggja til, sem jafnframt væri innkoman til að gefa laufstunguna. Miðað við eigin styrk og sagnir, taldi Rosenberg í mesta lagi hægt að gera ráð fyrir einni drottningu hjá makker. Hann veðjaði á ♥D og lagði niður ♥K! Tilgangurinn var að fá sagnhafa til að drepa strax og opna þannig varnarsamgang í hjarta- litnum. Suður beit á agnið, tók á ♥Á og spilaði ♠K. Rosenberg drap, spilaði laufi og naut stundarinnar. Hvað gerist með laufi út og ♥K síð- ar? Sagnhafi dúkkar einfaldlega. „Við ákváðum það hjónin að stinga af þennan dag til New York og dvelja þar í viku. Eigum svo marga góða vini að erfitt var að gera upp á milli þeirra til að bjóða í einhverja veislu,“ segir Aðal- steinn Árni Baldursson, verkalýðsleiðtogi frá Húsavík, sem mun arka um götur Manhattan í New York í dag á 50 ára afmæli sínu. Með honum í för er eiginkonan, Elfa Ósk Jónsdóttir, starfs- maður Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, en þetta er þeirra sameiginlega afmælisgjöf þar sem Elfa Ósk varð fimmtug í síðasta mánuði. „Þetta er því 100 ára ferð til New York,“ sagði Aðalsteinn kampakátur, á leið út í flugvél er náðist tal af honum. Hann sagðist upplifa þessi tímamót mjög vel, væri svo heppinn að vera við góða heilsu og eiga góða fjölskyldu að, ekkert væri dýrmætara en það. Aðalsteinn og Elfa Ósk eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Elstur er Baldur Ingimar, knattspyrnumaður hjá Víkingi, áður Val, en hann var fyrstur til að gera foreldra sína að afa og ömmu með tveimur barnabörnum. Næst er Helga Dögg, viðskiptafræðingur að mennt, sem nýverið eignaðist barn, og yngstur er Elfar Árni, nemi í íþrótta- fræðum á Laugarvatni. bjb@mbl.is Aðalsteinn Árni Baldursson fimmtugur Arkar um götur Manhattan 11. nóvember 1907 Grímseyingar héldu í fyrsta sinn upp á „þjóðhátíðardag“ sinn, en það er fæðingardagur prófessors Willards Fiske, sem gaf tafl á hvert heimili í eyj- unni og fé til skólabyggingar. Minnismerki um hann var af- hjúpað þennan dag árið 1998. 11. nóvember 1918 Lokum heimsstyrjaldarinnar fyrri var fagnað víða um lönd. Í Reykjavík blöktu fánar þó í hálfa stöng vegna spænsku veikinnar sem þá geisaði. 11. nóvember 1962 Leikritið „Hart í bak“ eftir Jökul Jakobsson var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það naut meiri vinsælda en dæmi voru um og var sýnt 205 sinnum, alltaf fyrir fullu húsi. 11. nóvember 1968 Seðlabankinn tilkynnti 35% gengislækkun íslensku krón- unnar. Hver bandaríkjadalur kostaði þá 88 krónur. For- sætisráðherra sagði á Alþingi að verðmæti útflutnings- framleiðslunnar hefði minnk- að um 45% á tveimur árum og þjóðartekjur á mann um 15%. 11. nóvember 1991 Áformum um að reisa álver á Keilisnesi var frestað ótíma- bundið, vegna óhagstæðrar þróunar á álmörkuðum. „Töluverð vonbrigði,“ sagði forsætisráðherra. „Mikið áfall,“ sagði leiðarahöfundur Morgunblaðsins. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Hlutavelta  Þórhildur Al- exandersdóttir og Karen Arn- arsdóttir úr Gerðahverfi komu með 2.851 kr. til Rauða kross Íslands til hjálpar börnum á Haití. Flóðogfjara 11. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.14 0,9 9.40 3,7 16.00 1,1 22.05 3,2 9.44 16.41 Ísafjörður 5.15 0,6 11.36 2,1 18.10 0,6 23.58 1,7 10.06 16.28 Siglufjörður 2.02 1,1 7.33 0,5 13.55 1,3 20.17 0,3 9.50 16.11 Djúpivogur 0.15 0,6 6.41 2,1 13.03 0,8 18.44 1,8 9.18 16.06 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Margur verður af aurum api. Vertu örlát/ur og þú munt uppskera ríkulega. Þú brýtur mál til mergjar sem hefur hvílt á þér lengi. (20. apríl - 20. maí)  Naut Nýir vinir leggja sig fram við að kynn- ast þér. Hlutirnir eru ekki eins erfiðir og sýn- ist í fljótu bragði. Þú stendur þig vel í lífinu, heppnin er að ná í skottið á þér. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ef þú átt þér draum og trúir nógu mikið á hann rætist hann einn góðan veð- urdag. Slæmar aðstæður annarra láta líta út fyrir að allt sé í besta lagi hjá þér. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Nú er tíminn til að hlusta á þína innri rödd og hvert hún vill leiða þig. Notaðu tæki- færið og komdu þínum hjartans málum á framfæri. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Stundum er hvorki staður né stund fyrir gamansemi og ekkert er eins óheppilegt og að segja brandara á röngu augnabliki. Ein- hver er í sárum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það reynir á þig í sambandi við lausn á viðkvæmu vandamáli. Hittu vin sem alltaf fær klikkuðustu hugmyndirnar, þú getur ým- islegt lært af honum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það gerist ekkert, ef þú tekur öllu með neikvæðum huga. Vertu djarfur/djörf . (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Reyndu að skipuleggja líf þitt betur. Eitt af því sem þig langar til þess að sanna fyrir umheiminum er geta þín til þess að græða peninga. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nú er rétti tíminn til þess að strengja þess heit að fara betur með pen- inga. Mundu að sýna öðrum sanngirni og skilning. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þótt þú sért ekki hlynnt/ur því sem ættingi þinn er að gera skaltu láta það afskiptalaust. Reyndu að bæta sambandið við systkini og ættingja. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú er líkleg/ur til að draga þig í hlé. Nú reynir á að menn taki tillit hver til annars. Nýttu tilboð annarra um hjálp sem hefur bilað. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú skalt láta undan öllum þínum löng- unum í dag, það er hollt einstöku sinnum. Stjörnuspá Krossgáta Lárétt | 1 kút, 4 hattkollur, 7 loðskinns, 8 skrifum, 9 frí- stund, 11 sterk, 13 fugl, 14 ólyfjan, 15 grobb, 17 litla grein, 20 handlegg, 22 áhöldin, 23 tré, 24 starir, 25 gegnsæir. Lóðrétt | 1 leyfir, 2 blíðuhót- um, 3 halarófa, 4 umgerð, 5 sjaldgæf, 6 lofar, 10 manns- nafn, 12 virði, 13 sómi, 15 formum, 16 ber, 18 fjallsnef, 19 ræktuð lönd, 20 flanir, 21 máttur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 stórlátur, 8 lokum, 9 æfing, 10 urð, 11 gramm, 13 innir, 15 fjörs, 18 eflir, 21 pól, 22 undra, 23 leggs, 24 inngangur. Lóðrétt: 2 takka, 3 rómum, 4 áræði, 5 urinn, 6 slag, 7 Ægir, 12 mör, 14 nef, 15 fauk, 16 öldin, 17 spaug, 18 ellin, 19 lygnu, 20 risi. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Frumstig 9 4 8 5 2 3 6 2 4 8 7 3 2 6 5 3 7 9 4 5 8 6 4 8 6 2 8 1 2 9 6 5 3 4 5 4 1 6 9 5 1 2 6 8 9 3 8 1 4 3 9 6 9 5 8 3 7 4 3 2 9 1 6 8 2 5 8 9 5 1 2 1 3 5 4 9 5 6 1 7 9 2 4 3 8 7 8 9 3 6 4 5 1 2 2 3 4 8 1 5 6 7 9 6 4 2 1 3 8 7 9 5 9 1 3 2 5 7 8 6 4 8 5 7 9 4 6 1 2 3 4 2 8 6 7 3 9 5 1 3 9 6 5 8 1 2 4 7 1 7 5 4 2 9 3 8 6 9 4 3 8 7 5 2 6 1 8 2 6 1 9 3 7 5 4 5 1 7 2 4 6 8 3 9 2 3 4 5 8 9 6 1 7 7 5 8 6 1 4 3 9 2 6 9 1 7 3 2 5 4 8 3 7 2 9 5 1 4 8 6 4 8 9 3 6 7 1 2 5 1 6 5 4 2 8 9 7 3 5 9 1 4 2 8 7 6 3 6 2 7 3 9 1 8 4 5 3 8 4 7 5 6 1 9 2 7 4 8 5 3 2 6 1 9 9 3 5 1 6 4 2 7 8 1 6 2 8 7 9 3 5 4 2 5 3 9 1 7 4 8 6 4 1 6 2 8 5 9 3 7 8 7 9 6 4 3 5 2 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.