Morgunblaðið - 11.11.2010, Síða 39

Morgunblaðið - 11.11.2010, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 SÍMI 564 0000 FULLKOMIN GÆÐI 16 16 L 16 16 7 12 L L L SÍMI 462 3500 16 L 16 MACHETE kl.8-10* Síðasta sýning ÚTIERÆVINTÝRI kl.6 INHALE kl.8-10* Síðasta sýning SÍMI 530 1919 L 12 16 7 12 L YOU WILLMEET ATALLDARKSTRANGER kl.5.45-8-10.15 KIDS ARE ALLRIGHT kl.10 INHALE kl.6- 8-10 SOCIALNETWORK kl.9 BRIM kl.6-8 MEÐHANGANDIHENDI kl.6 MACHETE kl.5.40-8-10.20 MACHETE LÚXUS kl.5.40-8-10.20 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 kl.3.40 INHALE kl.6-8-10.40 TAKERS kl.10 SOCIALNETWORK kl.5.20-8-10.35 BRIM kl.4-6 EATPRAYLOVE kl.8 AULINN ÉG2D kl. 3.40 AULINN ÉG 3D kl. 3.40 .com/smarabio NÝTT Í BÍÓ! ÍSLENSKT TAL STEVE CARELL Sýnd kl. 7:30 og 10 Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 8 og 10:15 Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 Kl. 6 -3D ísl. tal SPENNUMYND AF BESTU GERÐ MEÐ STÓRLEIKURUNUM ROBERT DE NIRO OG EDWARD NORTON MAGNÞRUNGIN SPENNA MEÐ LYGUM OG SVIKUM! -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum AF BÓKMENNTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Uppákoman þegar rithöfund-inum Sofi Oksanen ogLindu Blöndal lenti saman í Norræna húsinu á dögunum veitti okkur öllum velkomna hugarfró og hvíld frá hundleiðinlegu rausi og kvabbi um endurreisn þessa guðs- volaða lands. Það er búið að vera bæði skemmtilegt og fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum sam- félagsins, sem maður getur numið á örskotsstund fyrir tilstuðlan skyndimiðla á netinu.    Fyrir þá sem ekki þekkja til,þá bað Oksanen, sem þá hafði veitt norrænu bókmenntaverðlaun- unum viðtöku í Norræna húsinu, Lindu, sem var þangað komin á vegum Ríkisútvarpsins, að spyrja sig gáfulegri spurninga. Linda svaraði fyrir sig og spurði á móti hvort maður þyrfti að vera með gráðu í bókmenntafræði til að tala við hana. Ástæðan fyrir því að þetta vakti umtal í samfélaginu er að báð- ar konurnar sveigðu frá því sem hefðbundið er, en 97% svona viðtala eru öll eins. Blaðamaðurinn kemur með almenna, opna spurningu og viðfangið svarar kurteislega með stöðluðu svari. Venjulega er skiln- ingur á milli fólks, það dansar í takt og veit nokkurn veginn út á hvað leikurinn gengur. Hvorki Oksanen né Linda nenntu hins vegar að taka þátt í þessu, og brutu þar með upp slétt og fellt rennsli svona við- hafnar. Oksanen storkaði blaða- manni og í stað þess að koðna nið- ur, svaraði Linda fullum hálsi. Stóra Oksanen-málið Bein í nefinu Sofi Oksanen er sannur listamaður; spilar ekki með. Tveir þumlar upp til þeirra beggja. Fúllyndir listamenn eru engin ný- lunda en að sjá blóðið renna í fréttamönnunum í þessum að- stæðum er hins vegar sjaldgæfara.    Sitt sýnist svo hverjum. List-unnendur hafa sumir býsnast yfir grunnri þekkingu blaðamanna á meðan aðrir hrópa eftir almennri kurteisi. Það er hægt að sjá margar hliðar á þessu. Kannski var Oks- anen bara þreytt, búin að svara sömu spurningunum trekk í trekk en það afsakar auðvitað ekkert. Hún á að vita hvað hún er að fara út í. Sjálfur þekkir maður svo það, verandi með „deadline“ upp á hvern dag að það er einfaldlega ekki í boði að fara djúpt í hlutina. Síðan spila 97% með þegar maður mætir á svæðið, eins vel undirbúinn og kostur er og sumir listamenn fagna því meira að segja að fá að tala við „leikmann“ fremur en djúp- fræðing. Alltént var hreinsandi að sjá tvær manneskjur fella niður varnir og opna sig. Og svona viljum við líka hafa listamennina okkar. Sér- lundaða, dularfulla, ólundarlega og ólíkindatól. Í því liggur aðdráttar- aflið. Spyrjið bara Bob Dylan. »Fúllyndir lista-menn eru engin ný- lunda en að sjá blóðið renna í fréttamönnunum í þessum aðstæðum er hins vegar sjaldgæfara. Morgunblaðið/Ernir Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fimbulfamb er skemmtilegt orð sem mætti eflaust nota oftar. Skv. Tölvu- orðabók þýðir það þvættingur, þrugl, ráðleysisfálm eða flan. En Fimbulfamb er líka vinsælt spil sem gefið var út fyrir 17 árum, árið 1993, og er því orðið býsna snjáð á mörg- um heimilum. Nú er biðin á enda eft- ir nýrri útgáfu á spilinu, það er væntanlegt í verslanir í þessari viku og forlagið Veröld gefur það út. „Spilið byggist sem fyrr á útsjón- arsemi og ímyndunarafli þátttak- enda sem eiga að búa til sannfær- andi skýringar á sjaldgæfum íslenskum orðum sem þeir hafa ekki hugmynd um hvað þýða. Sá sigrar sem tekst best að blekkja mótspilara sinn,“ segir um spilið á vef Veraldar. Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld, segir nýja spilið eins upp- byggt og það gamla. „Nýtt útlit, ný orð en alveg jafnskemmtilegt,“ segir Pétur. Aðdáendahópar á Facebook – Þetta spil hefur verið ansi vin- sælt undanfarin 17 ár, ekki satt? „Jú, málið er það að spilið hefur verið að ganga kaupum og sölum, á Barnalandi veit ég, fyrir svona 15-20 þúsund krónur,“ segir Pétur kíminn. „Maður sér auglýsingar á borð við: „Vel með farið Fimbulfamb í Sand- gerði á 15 þúsund“,“ segir Pétur. Spilið sé því greinilega eftirsótt. Þá séu þrír hópar á Facebook, um þrjú þúsund manns í það heila, sem hvatt hafi til þess að spilið verði gefið út aftur. Sömu menn og gerðu hið upp- haflega Fimbulfamb unnu nýja spil- ið, grafíski hönnuðurinn Ragnar Helgi Ólafsson og athafnamaðurinn Kjartan Örn Ólafsson. Mikil vinna liggur að baki spilinu, um tvö ár, enda hátt í 2.000 ný orð að finna í því. Ragnar og Kjartan leituðu að- stoðar stórs hóps manna við leitina að sjaldgæfum orðum, að sögn Pét- urs. „Þetta er býsna mikil vinna við að finna þessi orð öll, fínkemba ýmis íðorðasöfn, orðabækur og svona. Þetta er heilmikið stúss,“ segir Pét- ur. 17 ára bið eftir Fimbulfambi lokið Nýtt Nýja Fimbulfambið lítur svona út en er eins uppbyggt og það gamla.  Nýtt Fimbulfamb í verslanir, 17 ár- um eftir að það fyrsta kom út

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.