Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is „Þetta fór mjög vel af stað,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, um samráðsfund fulltrúa launafólks og atvinnurekenda á almennum og op- inberum markaði um kjaramál. Enn er þó of snemmt að segja til um til hvers þetta samstarf leiðir, en á fundinum lýstu forystumenn samningsaðila viðhorfum sínum. Ákveðið var að fundarmenn myndu hittast aftur eftir tvær vik- ur til ræða frekara samstarf en í millitíðinni verði reynt að afla gagna um þróun kaupmáttar, launa og ráðstöfunartekna, áhrif endur- skoðaðrar þjóðhagsáætlunar, fjár- laga og fjárhagsáætlunar sveitarfé- laga. Stöðugleikasáttmáli ekki grundvöllur samstarfs Samtök atvinnulífsins hafa haft forystu um að kanna hvort grund- völlur væri fyrir því að allur vinnu- markaðurinn hefði samstarf við kjarasamninga. Vilhjálmur Egils- son hefur á síðustu vikum átt fund með fulltrúum allra launþegasam- taka og í gær hittust aðilar á sam- eiginlegum fundi. Mjög góð mæt- ing var á fundinum, sem var undir stjórn Magnúsar Péturssonar rík- issáttasemjara. Enginn lýsti beinlínis yfir and- stöðu við þetta samstarf eða sagðist ekki ætla að mæta til næsta fundar. Það er hins vegar ljóst að áhugi manna er mismikill á víðtæku sam- starfi í kjaramálum. Kennarasam- bandið hefur t.d. haft efasemdir um samstarf af þessu tagi, m.a. vegna reynslu af stöðugleikasáttmálan- um. Í yfirlýsingu frá KÍ lýsir sam- bandið sig engu að síður tilbúið til samvinnu við aðra aðila á vinnu- markaði sem miða að því að finna þær forsendur sem kjarasamning- ar gætu byggst á. Kennarasam- bandið telur eðlilegt að ef slík vinna verður sett af stað verði hún á ábyrgð og undir verkstjórn ríkis- sáttasemjara en ekki samningsað- ila. Fleiri hafa efasemdir um tilgang þess að endurnýja samstarf á for- sendum stöðugleikasáttmálans. Það er mat Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að mönnum hafi borið saman um að reynslan af fram- vindu stöðugleikasáttmálans sé með þeim hætti að ekki sé grund- völlur fyrir slíku samstarfi að óbreyttu. Ljóst er að framhald málsins ræðst m.a. af því hvort tekst að skapa samstöðu innan verkalýðs- hreyfingarinnar um sameiginlega launastefnu. Kaupmáttur hefur rýrnað hratt frá hruni og telja menn kominn tíma til að snúa þeirri þróun við. BHM hefur lagt áherslu á að horfið verði frá láglaunastefnu, sem þýðir að þeir sem eru með meðallaun verði að fá hækkanir. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, hefur svipuð viðhorf og leggur áherslu á að tekjur millitekjufólks verði að hækka. Atvinnurekendur telja hins vegar að úr litlu sé að spila. Miklir erfiðleikar séu hjá atvinnulífinu og svigrúm til launahækkana sé lítið. Ríki og sveitarfélög telja sig sömu- leiðis ekki hafa neitt að bjóða. Morgunblaðið/Eggert Fjölmennt Margir voru kallaðir til á fyrsta samráðsfund samtaka aðila á vinnumarkaði um kjaramál. Ákveðið var að hittast aftur eftir tvær vikur Lagðir af stað í óvissuferð  Forystumenn launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum markaði funduðu um kjaramál í gær og hittast aftur eftir hálfan mánuð Sala á jólabjór var tæpum 130% meiri fyrstu þrjá daga sölunnar nú en á sama tíma í fyrra. Sala jólabjórs hefst hjá Vínbúðunum þriðja fimmtudag í nóvember og verð- ur hann til sölu fram undir þrettánda. Tuborg Julebryg er langvinsælasti jólabjórinn og seldust samtals 32.100 lítrar af honum í dósum og flösk- um fyrstu þrjá dagana sem er nærri 2,5 sinnum meira en í fyrra þegar seldust 13.098 lítrar af bjórnum í flösk- um og dósum. Tuborg Julebryg var 43% af heildarsölu jólabjórs fyrstu þrjá dagana. Víking jólabjór er vinsælasti íslenski jólabjórinn og salan á honum var 2,3 sinnum meiri nú en í fyrra. Þar næst kemur Kaldi jólabjór og seldist næstum 2,8 sinn- um meira af honum nú. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, taldi að mikil umfjöllun um jólabjórinn í fjölmiðlum ætti sinn þátt í því hve salan var mikil í upphafi. „Ekki nema fólk sé farið að hlakka til jólanna,“ sagði Sigrún. Hún nefndi einnig að salan á jólabjór byrjaði fyrr á bör- um en í Vínbúðunum og það kynni að hafa áhrif. Vínbúðirnar verða með tólf tegundir af jólabjór til sölu fyrir jólin, þar af eru sjö frá íslenskum brugg- húsum. Sumar tegundirnar seldust upp í fyrra þegar birgjar urðu uppiskroppa með jólabjór, enda er hann framleiddur í takmörkuðu magni. gudni@mbl.is Jólabjórinn var rifinn út fyrstu daga sölunnar  Sjö tegundir jólabjórs af tólf í Vínbúðunum eru íslenskar Sala á jólabjór í lítrum 2010 2009 Br.% Tuborg Julebryg (330ml. dós) 17.327 6.234 177,9% Tuborg Julebryg (330ml. flaska) 14.773 6.864 115,2% Viking Jólabjór (500ml. dós) 10.670 4.611 131,4% Kaldi Jólabjór (330ml. flaska) 8.129 2.934 177,1% Sala á jólabjór samtals 74.853 32.776 128,4% „Vinnuveitendur og ríkið vilja auðvitað gera langtímasamning um ekki neitt,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður Starfs- greinasambandsins. Hann segir of snemmt að segja til um hvaða stefnu kjaraviðræðurnar taki. Fundurinn í gær hafi verið ágætur og menn stefni að því að hittast aftur eftir hálfan mánuð. Starfsgreinasambandið geng- ur til viðræðna í tvennu lagi eins og jafnan hefur gerst hin síðari ár. Félögin á höfuðborg- arsvæðinu semja í svokölluðu Flóabandalagi, en félögin úti á landi halda hópinn. Þau hafa öll veitt samninga- nefnd umboð til að semja. Nefndin kemur saman til fundar á mánudag. Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar, seg- ir að þá skýrist betur áherslur nefndarinnar í komandi við- ræðum. Vilja samning um ekki neitt FORMAÐUR STARFSGREINASAMBANDSINS Kristján Gunnarsson Hæstiréttur hefur dæmt að breski kaupsýslumaðurinn Kevin Stan- ford og fjárfestingarsjóðurinn Kcaj LLP þurfi að greiða VBS fjárfestingarbanka 5 milljóna punda skuld, jafnvirði 906 milljóna króna. Um er að ræða lán, sem enska félagið Ghost Ltd tók árið 2007 en Stanford og Kcaj gengust í ábyrgð fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað Stanford og Kcaj af kröfu bank- ans. VBS taldi að Stanford og Kcaj hefðu undirgengist sjálfskuldar- ábyrgð á láninu til Ghost, sem síð- an varð gjaldþrota. En þegar VBS krafði Stanford og Kcaj um greiðslu lánsins neituðu þeir. Hér- aðsdómur komst að þeirri niður- stöðu að Stanford og fulltrúar Kcaj hefðu með undirritun sinni á lánsskjölin samþykkt skilmála lánsins en ekki tekist á hendur sjálfskuldarábyrgð. Þessu er Hæstiréttur ekki sam- mála og segir, að þegar litið sé til aðdragandans að gerð lánssamn- ingsins og ótvíræðs orðalags hans verði að telja að Kevin Stanford og Kcaj hefðu undirgengist sjálfskuldarábyrgð á skilvísum greiðslum lánsins. Fyrirvari ekki fyrir hendi Þá segir meðal annars í dómi Hæstaréttar að þótt lántaki hefði einnig sett greiðslur nytjaleyfis- gjalda sem tryggingu fyrir skil- vísum greiðslum lánssamningsins hefði það ekki áhrif á greiðslu- skyldu Stanfords og Kcaj, sem sjálfskuldarábyrgðaraðila, gagn- vart VBS, sem kröfuhafa, nema um það hefði sérstaklega verið samið, en slíkan fyrirvara væri ekki að finna í lánssamningnum. Var krafa VBS á hendur Kevins Stanford og Kcaj því tekin til greina. Þurfa að greiða nærri milljarðs skuld Hæstiréttur hefur vísað frá skaða- bótamálum, sem hópur ein- staklinga og fyrirtækja höfðaði gegn Landsbankanum og Lands- vaka, dótturfélagi bankans, vegna rýrnunar á peningamarkaðssjóðum bankans. Héraðsdómur Reykjavík- ur hafði áður dæmt að Landsvaki og Landsbankinn væru skaðabóta- skyldir. Um er að ræða mál annars vegar 16 einstaklinga og fyrirtækja og hins vegar átján einstaklinga, sem áttu hlutdeildarskírteini í fjárfest- ingarsjóðnum Peningabréfum Landsbankans, sem rekinn var af Landsvaka. Stjórn Landsvaka ákvað þegar bankinn hrundi, að fresta innlausn hlutdeildarskírteina í sjóðnum og í kjölfarið var sjóðnum slitið. Fengu sjóðfélagar 68,8% af inneign sinni greidd. Hópurinn höfðaði mál og krafð- ist hver og einn skaðabóta í sam- ræmi við inneign sína en til vara var þess krafist, að skaðabóta- skylda Landsvaka og Landsbank- ans yrði viðurkennd vegna verð- rýrnunar á eignarhlutunum í umræddum sjóði, sem mætti rekja til „saknæmrar og ólögmætrar háttsemi“ þeirra við rekstur hans. Tjónið ekki afmarkað Hæstiréttur vísaði hins vegar málunum öllum frá dómi og taldi stefnendur ekki hafa reynt að af- marka hvert tjón þeirra gæti talist vera. Segir Hæstiréttur m.a., að engar viðhlítandi skýringar hafi komið fram á því, hvernig inn- lausnarverð hefði átt að geta hald- ist óbreytt eftir 6. október 2008. Ekki hafi heldur verið reifað hvernig markaðssetning eða upp- lýsingar um sjóðinn gætu hafa vak- ið væntingar eigenda hlutdeild- arskírteinanna um að afleiðingar efnahagshruns gætu ekki haft áhrif á verðmæti skírteinanna. Hæstirétt- ur vísar skaðabóta- málum frá Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.