Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Í gær héldu Bandaríkjamenn árlega þakk- argjörðarhátíð sína og þótt kalkúnn væri víða á borðum með tilheyrandi meðlæti gerðu menn ýmislegt annað en að borða. Eins og venjulega notuðu margir tímann til þess að heimsækja fjar- stadda ættingja, skíðasvæði fylltust af fólki sem og margir skemmtigarðar en í New York var það Ronald McDonald sem stal senunni á 84. þakkargjörðarhátíð Macys-verslunarinnar. Reuters Þakkargjörðarhátíð í Bandaríkjunum Meira en helmingur allra víetnam- skra eiginkvenna hefur þurft að búa við líkamlegt, kynferðislegt eða sálrænt ofbeldi af hálfu maka síns. Þetta kemur fram í rannsókn, sem ríkisstjórnin í Víetnam og Sameinuðu þjóðirnar stóðu að, en greint var frá niðurstöðunum í gær. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerð er í Víetnam um ofbeldi gagn- vart konum, en slíkt ofbeldi er al- varlegt vandamál í landinu og hefur farið illa með margar konur, sam- kvæmt niðurstöðunum. Ein af hverjum þremur konum, sem eru giftar eða hafa verið það, segir að eiginmaður sinn hafi beitt hana lík- amlegu eða kynferðislegu ofbeldi síðustu 12 mánuði. Að viðbættu sál- rænu ofbeldi – móðgunum, niður- lægingu og hótunum – fer talan upp í 58%. Í mestri hættu „Það er staðreynd að konur í Ví- etnam eru í meiri hættu á að upp- lifa ofbeldi heima fyrir en konur annars staðar,“ segir Jean Marc Olive, talsmaður Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO) í Ví- etnam. „Það þarf að aflétta þögg- uninni.“ Nær 25% kvenna með börn undir 15 ára segja að eiginmenn þeirra hafi beitt börnin líkamlegu ofbeldi. Um 5% kvenna segja að þær hafi verið beittar ofbeldi þegar þær hafi verið ófrískar og um 10% kvenna segja að karlmenn skyldir þeim hafi beitt þær ofbeldi. Um 3% kvenna segja að þær hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi áð- ur en þær urðu 15 ára og í flestum tilfellum hafi verið um ókunnuga menn að ræða. Um 58% búa við ofbeldi  Meira en helmingur allra víetnamskra eiginkvenna hefur þurft að búa við lík- amlegt, kynferðislegt eða sálrænt ofbeldi af hálfu maka síns undanfarna 12 mánuði „Konur í Víetnam eru í meiri hættu en aðrar á að upplifa of- beldi heima fyrir“ Jean Marc Olive Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Valerie Amos, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, segir að þörf sé á að minnsta kosti 1.000 hjúkrunarkon- um og 100 læknum til viðbótar við það hjúkrunarfólk sem fyrir er á Haítí til þess að takast á við vandann sem kólerufaraldurinn veldur í land- inu. En það vantar ekki aðeins starfs- fólk á spítala og sjúkrastöðvar held- ur eru nánast öll hjálpargögn, sjúkravörur, hreinlætisvörur, lyf og fleira af skornum skammti. Eins þarf að auka fræðslu um kólerufar- aldurinn og hvernig fólk eigi að bregðast við. Valerie Amos segir mikilvægt að halda kólerunni í skefj- um til að reyna að lækka dánartíðn- ina og bregðast þurfi skjótt við. Um þriðjungur íbúanna býr í höf- uðborginni og áætlað er að íbúatalan þar tvöfaldist á næstu 15 árum. Í lok september og byrjun október var borgin hreinlega á floti vegna mikils úrhellis og í kjölfarið gaus kóleran upp, en um 1,5 milljónir manna eru á vergangi. Fárviðri í byrjun nóvem- ber bætti ekki úr skák. Alþjóðasamfélagið hefur ekki upp- fyllt óskir um nauðsynlegan fjár- hagsstuðning, að sögn SÞ, og þótt mikil aðstoð hafi verið veitt er þörfin mikil og meðal annars hefur tölu- verður fjárstuðningur farið til ým- issa hjálparstofnana. Eins og fram kom í gær hafa um 25.000 manns fengið aðhlynningu á spítölum vegna kóleru á Haítí und- anfarnar vikur og meira en 1.500 manns hafa látist, en útbreiðsla far- aldursins er tvöfalt meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Fréttavefur BBC hafði eftir talsmanni samtak- anna Lækna án landamæra að út- breiðslan væri svo mikil að í hvert sinn sem ný sjúkrastöð væri opnuð fylltist allt af sjúklingum á svipstundu. Vegna umferð- arhindrana í höfuðborg- inni Port-au-Prince ættu sjúklingar í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar og ná á sjúkra- stöð eða spítala í tæka tíð. Hafa bæri í huga að kólera gæti dregið menn til dauða á fjórum tímum eftir smit og sumir létust ein- faldlega í umferðarteppu. Alvarlegt ástand og neyðarkall frá Haítí  Þurfa 1.000 hjúkrunarkonur og 100 lækna til viðbótar Haítí er um 27.750 km² að stærð eða ámóta og Belgía. Dóminíska lýðveldið er á aust- urhluta eyjunnar, sem er í Kar- íbahafinu. Á Haítí búa um 9,9 milljónir manna og eiga um 95% þeirra ættir að rekja til þræla frá Afr- íku. Fátækt er mikil, atvinnu- leysi er 70 til 80% og að með- altali verða íbúarnir ekki eldri en um 30 ára. Um helmingur íbú- anna hefur ekki að- gang að ómenguðu vatni. Þjóðin þrífst á landbúnaði en hann er ekki upp á marga fiska, þar sem jarðvegurinn er slæmur og uppskeran eftir því. Mikil fátækt og svart útlit HAÍTÍ Þremur táningum var í gær bjarg- að nálægt Fiji-eyjum eftir að þeir höfðu verið á reki í lítilli kænu úr áli í 50 daga á Kyrrahafinu. Strákarnir eru 14 og 15 ára gamlir og voru taldir af eftir að leit að þeim hafði ekki borið árangur. Piltarnir eru frá eyjunni Toke- lau, sem er um 1.420 km frá Fiji. Túnfiskiskip fann strákana og var haft eftir einum skipverjanna að þeir hefðu verið langt leiddir lík- amlega en mjög sterkir andlega. Þegar strákarnir týndust áttu þeir nokkrar kókoshnetur sem ent- ust þeim í tvo daga. Á tímabili var eina næringin rigningarvatn sem þeir náðu að safna saman á segl- dúki á nóttunni. Tveimur vikum fyrir björgunina tókst þeim að veiða fugl en síðustu tvo dagana voru þeir farnir að drekka saltan sjóinn. KYRRAHAFIÐ Þremur táningum bjargað eftir 50 daga á reki Í gær var staðfest að 62 ára maður hefði misnotað dóttur sína í meira en 30 ár og átt með henni 10 börn. Þetta er alvarlegasta mál sinnar tegundar í Argentínu og þótt víðar væri leitað. Maðurinn var handtekinn í júní sl. vegna ásakana dótturinnar. Hún segir að misnotkunin hafi byrjað þegar hún var 13 ára og börnin séu á aldrinum sjö til 27 ára, en sjálf er hún 43 ára. Systir konunnar hefur líka sagt að faðir sinn hafi misnotað sig kyn- ferðislega og hún hafi farið í fóstur- eyðingu áður en hún flúði að heim- an. ARGENTÍNA Eignaðist 10 börn með dóttur sinni Reuters Börn Mörg börn hafa veikst úr kóleru á Haítí á undanförnum vikum, en um 25.000 manns hafa fengið aðstoð á spítala og meira en 1.500 látist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.