Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Rauða nefið Gína með rautt nef í verslun á Laugaveginum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, stendur fyrir degi rauða nefsins á föstudaginn kemur, 3. desember. Beitt verður þá gríni og spé til að safna fé í þágu bágstaddra barna um allan heim. Söfnunin nær hámarki í sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 um kvöldið þegar landslið leikara og skemmtikrafta kemur saman. Eggert Stóraukið al- þjóðlegt samstarf Há- skóla Íslands við leið- andi háskóla í Evrópu, Bandaríkj- unum og Asíu hefur stækkað skólann, aukið og bætt þjón- ustu við stúdenta og styrkt kennslu og vís- indastarf verulega. Þessi samvinna hefur gefið nemendum sem stunda nám við Háskóla Íslands einstök tæki- færi til að taka hluta af námi sínu við þessar stofnanir, oft án þess að greiða skólagjöld. Með þessu gerist tvennt; nemendur fá tæki- færi til að njóta þess besta sem í boði er og íslenska menntakerfið verður öflugra og sterkara án við- bótar útgjalda. Nemendum sem standa sig vel í slíku skiptinámi hefur oft verið boðið að koma í framhaldsnám við þessa háskóla á fullum styrkjum. Það er ekki sjálfgefið að háskóli úr fámennu samfélagi geti gert samstarfssamninga sem tryggja nemendum slík tækifæri. Árangur viðræðna við kröfuharða erlenda háskóla er háður því að Háskóli Íslands geti sýnt fram á að hann sé verðugur samstarfsaðili, að hann geti sýnt fram á góðan ár- angur í kennslu og rannsóknum. Góður árangur í kennslu end- urspeglast meðal annars í því að nemendur sem útskrifast frá Há- skóla Íslands og sækja um framhalds- nám við erlenda há- skóla hafa almennt átt þangað greiða leið og staðið sig mjög vel. Þetta skapar Háskóla Íslands orðspor og virðingu og er ákveð- inn mælikvarði á gæði náms við skólann. Við samningagerð af þessu tagi er jafn- framt lykilþáttur að geta sýnt fram á ár- angur og alþjóðlegt orðspor í rannsóknum. Þetta er meðal ann- ars gert með tilvísun í alþjóðlega gagnagrunna sem sýna fjölda vís- inda- og fræðigreina sem birtast í kröfuhörðustu vísindatímaritum. Nýjasta dæmið er forsíðugrein sem birtist í vísindatímaritinu Nature eftir jarðvísindamenn við Jarðvísindastofnun Háskóla Ís- lands um eldgosin á Fimmvörðu- hálsi og í Eyjafjallajökli. Fyrir fjórum árum mótuðu starfsfólk og stúdentar við Há- skóla Íslands stefnu um afburða- árangur í menntun og vísindum. Sumum þótti við djörf í setningu markmiða, að vilja miða við það besta. Þessi stefnumörkun varð til þegar spurt var hvernig Háskóli Íslands gæti best rækt hlutverk sitt og lagt af mörkum við að byggja upp þekkingarknúið at- vinnulíf og eftirsóknarvert sam- félag á Íslandi. Á Norðurlöndum hafa 8 háskólar komist á lista yfir 100 bestu háskóla og okkur þótti raunhæft að setja þetta markmið til 10-15 ára. Við settum því stefnu til fimm ára til að skilgreina hvað þyrfti að gera til að komast áleið- is. Með því að setja mælanleg og tímasett markmið hefur verið hægt að fylgjast vel með fram- gangi og árangri. Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðst hefur með metnaði starfsfólks, staðfestu og óþrjótandi vinnu- framlagi, við erfiðar aðstæður. En hvaða máli skiptir árang- urinn í raun? Hvað þýðir það fyrir íslenskt samfélag að birtingum á niðurstöðum rannsókna í kröfu- hörðustu vísindatímarit hefur fjölgað um 84% á fjórum árum? Hver er ávinningur af því að til- vitnunum í ritverk starfsfólks Há- skóla Íslands, sem er mælikvarði á áhrifamátt viðkomandi rannsókna, hafi aukist um 100% á fjórum ár- um? Hverju skiptir að styrkir sem starfsfólk hefur aflað úr inn- lendum og erlendum samkeppn- issjóðum til að fjármagna rann- sóknir hafi aukist á fjórum árum um 300%? Í fyrsta lagi skiptir árangurinn máli því hann gerir Háskóla Ís- lands kleift að leggja til íslensks samfélags afrakstur vinnu sem metin hefur verið með alþjóð- legum mælikvörðum og borin sam- an við það besta. Þetta skapar for- sendur nýsköpunar og uppbyggingar á grundvelli raun- verulegs styrks á öllum fræðasvið- um. Í öðru lagi eykur árangurinn hæfi starfsfólks á sviðum vísinda og kennslu og eflir þannig nám við skólann. Síðast en ekki síst skapar árangurinn Háskóla Íslands virð- ingu á alþjóðavettvangi, gerir hann eftirsóttan til samstarfs og gerir samninga mögulega við virt- ustu og öflugustu háskóla í heimi. Þar kem ég aftur að því sem ég nefndi í upphafi. Ég nefni nokkur nýleg dæmi. Undanfarnar vikur hafa Há- skóla Íslands borist beiðnir frá þremur leiðandi bandarískum há- skólum um aukið samstarf. Þetta eru Stanford-háskóli, Harvard- háskóli og University of Pennsylv- ania. Vísindamenn úr ýmsum greinum við Háskóla Íslands hafa um árabil verið í samstarfi við kennara í þessum skólum. Kenn- arar frá Harvard hafa jafnframt komið hingað til að kenna stúd- entum í lýðheilsuvísindum og leið- beina í meistara- og doktorsverk- efnum. Námskeið við Harvard Business School um samkeppn- ishæfni hefur verið kennt við við- skiptafræðideild HÍ. Stjarneðl- isfræðingur ráðinn af Stanford-háskóla hefur aðsetur við Raunvísindastofnun HÍ. Árangur af ofangreindu samstarfi hefur verið mjög góður og því leita þess- ir skólar nú til Háskóla Íslands eftir víðtækara samstarfi. Nú síð- ast hefur læknadeild University of Pennsylvania, sem er í öðru sæti á matslista yfir bandarískar lækna- deildir, óskað eftir auknu sam- starfi við Háskóla Íslands og Landspítalann vegna grunn- og framhaldsnáms í læknisfræði. Eftir hrun fjármálakerfisins hefur aðsókn í Háskóla Íslands stóraukist á sama tíma og fjárveit- ingar hafa minnkað verulega. Nú blasir við, ef ekkert verður að gert, að 1.400 nemendur stundi nám við skólann árið 2011 án þess að fjárframlag fylgi frá ríkisvald- inu. Þetta jafngildir nánast öllum nemendafjölda Háskólans á Ak- ureyri. Hvað er í húfi? Í húfi er uppbygging sem staðið hefur í heila öld og árangur sem hefur skilað íslensku samfélagi ómæld- um verðmætum. Í húfi er orðspor sem gert hefur Háskóla Íslands kleift að gera samninga á al- þjóðavettvangi sem bæta íslenska menntakerfið og stækka án við- bótar tilkostnaðar. Það er sérstök ástæða til að þeir sem fara með fjárveitingavaldið hugi að þeim skaða sem getur hlotist af því að stefna slíkum árangri í hættu. Eftir Kristínu Ingólfsdóttur » Árangur viðræðna við kröfuharða er- lenda háskóla er háður því að Háskóli Íslands geti sýnt fram á að hann sé verðugur samstarfs- aðili, að hann geti sýnt fram á góðan árangur í kennslu og rannsókn- um. Kristín Ingólfsdóttir Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Hvers virði er öflugur háskóli?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.