Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is 5% Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6 ARTÚR 3 KL. 6 JACKASS 3D KL. 8 PARANORMAL ACTIVITY FORS KL. 10 THE NEXT THREE DAYS KL. 8 - 10.15 L L 12 16 12 Nánar á Miði.is THE NEXT THREE DAYS kl. 5.20 - 8 - 10.40 THE NEXT THREE DAYS LÚXUS kl. 5.20 - 8 - 10.40 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 3.40 - 6 SKYLINE KL. 8 - 10.10 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 UNSTOPPABLE KL. 10.10 EASY A KL. 8 ARTHÚR 3 KL. 5.50 - 3.40 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 KL. 3.40 12 12 L 12 12 L L L L L AGORA kl. 5.20 - 9 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6 SKYLINE KL. 8 - 10.10 UNSTOPPABLE KL. 8 - 10.10 BRIM KL. 6 YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 - 10.15 14 L 12 L L L HÁSKÓLABÍÓ ÍSL. TAL ÍSL. TAL "MYND SEM HITTIR Í MARK!" -H.H, MBL EPÍSK STÓRMYND EFTIR LEIKSTJÓRA THE OTHERS FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÍSLENSKU TALI MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA VÍSINDASKÁLDSÖGUTRYLLI Í BÍÓ! Sýnd kl. 4 Sýnd kl. 6, 8 og 10:15 Sýnd kl. 6 og 10:30 - Ótextuð Sýnd kl. 3:50 SJÁÐU JACKASS EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ ÁÐUR! HHHH „...Fyrsta flokks afþreying“ -S.V., MBL Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:30 Sýnd kl. 4 HHH -T.V. - kvikmyndir.is Forsýnd kl. 8 FORSÝNING EINN BESTI SPENNUTRYLLIR ÁRSINS... SEM GEFUR FYRRI MYNDINNI EKKERT EFTIR! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! HVERSU LANGTMYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞÁ SEM ÞÚ ELSKAR? ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum AF BÍÓJÓLUM Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Jólafríið í ár er skammarlegastutt og eflaust margir semmunu tína til vetrar- og sum- arfrísdaga til að bólstra beggja meg- in við hátíðarhelgarnar tvær. En það er líka alveg ástæðulaust að örvænta og gera lítið út þessum stuttu jólum, heldur er um að gera að nýta að- ventuna sem allra best; ef það er ein- hvern tímann ástæða til að byrja snemma að halda jólin þá er það á dagatalsári sem þessu.    Það eru ekki nema um það bilþrjátíu ár síðan það fór að tíðk- ast að halda aðventutónleika á Ís- landi. Nú er úrval þeirra svo mikið að áhugafólk um jólatónleika fyllist hreinlega valkvíða í byrjun nóv- ember þegar miðasölur fara af stað á fullum krafti. Úrvalið er endalaust: hinir ýmsu kórar, stórir og smáir, efna til tónleika, svo og sinfóníur, kammerhópar, strengjatríó og kvartettar, popp- og rokk grúppur, einsöngvarar og organistar. Að ónefndum Bo og Frostrósum. Og svo eru náttúrlega leiksýningar, jólasýn- ingar, uppákomur í hinum ýmsu söfnum og svo framvegis. Úr feiki- nógu er að velja.    Hjá mér einkennist aðventanhins vegar af miklu bíómynda- glápi. Í gegnum árin hefur listinn yf- ir þær myndir sem mér finnst ómiss- andi að horfa á fyrir eða um jól farið sístækkandi. Það skemmtilega er að glápið hefur orðið samofið öðrum jólaundirbúningi. Hostile Hostages (Kevin Spacey, Denis Leary og Judy Davis fara á kostum) er yfirleitt Kvikmyndajól á aðventunni Jingle All the Way Engin úrvalsmynd en samt svo jóló og skemmtileg. horft á með gömlum vinkonum við jólakortaföndur. Elf er síðan sett í tækið ár hvert í tilraunajólasmá- kökubakstri með annarri vinkonu. Love Actually, Miracle on 34th Street eða When Harry Met Sally eru ofarlega á lista eftir langan og strangan innkaupatúr og þá er gjarnan um að ræða kósýkvöld með frænkunum. Og nartað í Quality Street með. Home Alone 1 og 2 horfi ég á ein heima á meðan ég pakka inn gjöfunum en af einhverjum ástæðum hafa myndirnar um hinn bráðsnjalla Kevin McCallister ekki fallið jafn vel í kramið hjá ættingjum og vinum og hjá mér. Og nei, maður vex ekki upp úr Home Alone. Síðan tíðkast að sjá Bad Santa og Jingle All the Way með bræðrum mínum og á þeirri há- tíðlegu stund þegar við setjumst nið- ur á Þorláksmessukvöld og horfum á Die Hard slæst pabbi í hópinn.    Jólamyndirnar eru auðvitaðmun fleiri og aldrei hægt að komast yfir þær allar á einum jólum. En málið er þetta: jólin eru ekki bara þessir örfáu hátíðisdagar sem við fáum frí. Jólin eru undirbún- ingur, piparkökur, jólaöl og sam- verustundir með ættingjum og vin- um, sem í desember helgast af einhverjum hátíðleik sem gerir þær ennþá sérstakari en á öðrum tímum ársins. Og í dag eru tveir dagar í að- ventu og því tími til kominn að byrja jólin! » Og nei, maður vexekki upp úr Home Alone. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í kvöld klukkan 20 verða haldnir tón- leikar í Tjarnarbíói þar sem fram koma pólski dúettinn SzaZa og Ben Frost. Á þessum tónleikum flytur SzaZa verkið „Roman Polanski: Shorts“, en eins og nafnið gefur til kynna er hér á ferð tónverk sem leik- ið er undir seríu stuttmynda hins mikla meistara kvikmyndagerðarlist- arinnar Romans Polanskis. Polanski bjó myndirnar til við upphaf ferils síns, á árunum 1958-1962, flestar á meðan hann var enn við nám í Lodz- kvikmyndaskólanum í Póllandi. SzaZa er samstarfsverkefni Pawełs Szamburskis og Patryks Zakrockis. Að sögn Leifs Björnssonar, sem stendur að tónleikunum, er tónlist dúettsins sérstaklega áhugaverð. „Tónlist þeirra þykir blanda saman andstæðum öfgum, hávaða og þögn, poppi og nútímaklassík, fegurð og ljótleika, fágaðri þekkingu og barna- legu hugsunarleysi. Þeir nota ýmis tæki og hljóðfæri ásamt þátttöku áhorfandans til að sameina þessar öfgar í tónlistinni. Þannig reyna þeir að frelsa áhorfandann og aðstæð- urnar frá afmörkunum reglna og menningarlegra væntinga.“ Aðspurður hvort þessi lýsing og þar af leiðandi tónlistin sé ekki einum of djúp fyrir venjulega áhorfendur segir Leifur að myndir Polanskis hafi verið djúpar og tónlistarverkið sem fylgi myndunum sé við hæfi. „Þetta eru hans fyrstu kvikmyndaverk og fengur að komast í þessar stutt- myndir. Polanski var alltaf með dökk- an undirtón í verkum sínum og hann kemur strax fram þarna. Hann gerir kröfur til áhorfandans og er með sterka ádeilu á mannlegt eðli. Tónlist SzaZa dansar við þessi hughrif,“ seg- ir Leifur. Dúett Tveir vinir og aðdáendur Polanskis hafa skapað tónverk sem þeir spila undir sjö stuttmyndum leikstjórans. Stuttmyndir Polanskis sýndar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.