Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SPARBÍÓ 3D 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND MEÐ
ÍSLEN KU TALI
STÆRSTA
ÍSLENSKA 3D
MYNDIN
FYRR OG
SÍÐAR
SÝND Í ÁLFABAKKA
OG KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL
OG KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNI
7
SÝND MEÐ Í
SÝND Í ÁLFABAKKA
14.000
gestir
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND UM ELGINA
Í ÁL AKKA
BESTA SKEMMTUNIN
HARRYPOTTERandthedeadlyhallows kl.5 -6:30-7-8-10-11 10 KONUNGSRÍKIUGLANNA-3D ísl. tal kl.3:403D 7
HARRYPOTTERandthedeadlyhallows kl.5 -8-11 VIP ÓRÓI kl.10 10
DUEDATE kl.3:40-5:50-8-10:20 10 FURRYVENGEANCE kl.3:40 L
RED kl.5:40-8-10:20 12 ALGJÖRSVEPPI...Síðasta sýningarhelgi kl.4 L
/ ÁLFABAKKA
HARRYPOTTER kl.2-3-5-6-8-9-11 10 GNARR kl.3:40-5:50-8 L
DUEDATE kl. 5:50 - 8 - 10:10 10 ÆVINTÝRISAMMA-3D ísl. tal kl.23D-43D L
KONUNGSRÍKI UGLANNA - 3D kl.1:303D ísl. tal 7 RED kl. 10:10 12
/ EGILSHÖLL
Harry Potter,
Hermione
Granger, Ron
Weasley og
Voldemort eru
komin aftur
í magnaðasta
ævintýri
allra tíma
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
- BOXOFFICE MAGAZINE
- Time Out New York
„IT’S THE BEST FILM IN
THE SERIES.“
- ORLANDO SENTINEL
„ÞETTA ER KLASSÍK
VORRA TÍMA.“
- Ó.H.T. – RÁS 2
Aðsóknarmesta
myndin á
Íslandi í dag
Geturðu lýst þér í fimm orðum?
Lítil, litrík, klár, skemmtileg, sniðug.
Hvað er uppáhaldsnammið þitt? (Spurning frá
síðustu aðalskonu, Sigrúnu Dís, Evrópumeistara í
hópfimleikum)
Prins póló.
Er maturinn sem þú eldar fyrir sjálfa þig frá-
brugðinn þeim kræsingum sem þú gerir fyrir
aðra?
Já, mjög. Þegar maður er innan um svona gour-
met mat alla daga þá langar mann bara í eitt-
hvað einfalt og gott í lok dagsins :).
Hvaða matur er hættulegasti matur sem þú hefur
eldað?
Ígulker getur verið stórhættulegt og er örugg-
lega notað sem pyntingartæki í einhverjum lönd-
um þótt það sé meinlaust þegar maður er kom-
inn inn fyrir broddana.
Hver er mesti kokkur allra tíma?
Það er að mínu mati hann Matsaharu Morimoto.
Hann er æði.
Hvaða mat langar þig í en hefur aldrei smakkað?
Mig langar í japanskan skyndibitamat sem er
seldur aftan á reiðhjólum. Ætla að bæta úr því
sem fyrst.
Hvert ferð þú út að borða?
Ég fer rosalega mikið út að borða og þá úti um
allan heim. Það er mjög lærdómsríkt fyrir kokka
að fara út að borða til að viðhalda bragðlauk-
unum og tolla í tískunni.
Hefurðu einhvern tímann skemmt góða uppskrift?
Því miður verð ég að svara þessu játandi af því
ég kann ekki að ljúga.
Hefurðu einhvern tímann kvartað við þjón um að
það sé fluga í súpunni þinni?
Ekki fluga nei, en ég hef fengið skrúfu í súpuna
mína og þá tók ég þessa línu á hann.
Hvað óttast kokkar mest?
Brjósklos, salmonellu og krossmengun.
Hver er tilgangur lífsins?
Hafa gaman, vera góð hvert við annað og reyna
að upplifa sem flest.
Hvað fær þig til að hlæja?
Ég fer óvart alltaf að hlæja ef einhver dettur.
Alveg óvart.
Hvernig slapparðu af?
Mér finnst ægilega gott að fara í nudd, jóga
og að hugleiða.
Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann?
Ef þú mættir velja eina manneskju til að
syngja þig í svefn á hverju kvöldi, hver
væri það og af hverju?
„Þjónn! Það er skrúfa í súpunni minni!“
Aðalskona vikunnar, Hrefna Sætran, er í íslenska kokkalandsliðinu sem náði
um daginn gulli í keppnisliðnum heitum mat á HM í matreiðslu og varð fjórða
efsta þjóðin í þeim lið. Frábær árangur hjá íslensku kokkunum.
Kokkalandsliðsmaður
Hrefna Sætran vann gull með
félögum sínum á HM kokka.
Tónlistarmaðurinn Kanye West
hélt níu mínútna langa ræðu um
eigið ágæti í New York þriðjudags-
kvöldið sl., á tónleikastaðnum Bow-
ery Ballroom þar sem hann var að
kynna nýjustu plötu sína, My
Beautiful Dark Twisted Fantasy.
West sagði erfitt ár að baki,
margir hefðu spáð því að ferli hans
væri lokið en sala á nýju plötunni
sýndi annað, 100 þúsund eintök
hefðu selst á fyrsta söludegi. Fólk
vildi augljóslega að hann héldi
áfram að búa til tónlist.
Reuters
Ánægður West er sáttur við söluna
á nýju plötunni og lætur vita af því.
West lætur
móðan mása