Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 31
verið að mála hana þennan dag. Nú að leiðarlokum sendi ég Gunn- ari, tengdaföður mínum, og ættingj- um þeirra hjóna innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um frábæra tengdamóður mun lifa með mér. Óli Már Aronsson. Elsku amma. Þetta er síðasta bréfið sem ég skrifa þér, en hvað sem ég tók mér fyrir hendur reyndi ég að leyfa ykk- ur afa að fylgjast með í gegnum póstkort og bréf, og þótti gott að heyra ykkar viðhorf og skilning. Það er erfitt að kveðja þig en ég veit að þú hefur skilað þínu og að stundin er komin. Það var gaman að tala við þig, þú hafðir svo sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni, varst alltaf svo sönn. Þú sást hlutina frá svo heimspeki- legu sjónarhorni og þér þótti spenn- andi að heyra ólíkar skoðanir ann- arra. Þær stundir sem við áttum yfir kaffibolla við eldhúsborðið heima hjá ykkur afa, sitja efst í huga mér núna. Það var notalegt að koma til ykkar afa á fallega heimilið ykkar og ræða heimsmálin í góðu tómi og heyra góða músík, sem þú hafðir mikinn áhuga á. Þú sagðir mér m.a. frá því þegar þú varst send í sveit sem barn, gafst mér uppskriftina af jólarjúp- unni ómissandi og við skiptumst á skoðunum um heimsmálin. Kórsöng- ur þótti þér fallegur og mér er það afar kært að hafa fengið tækifæri til að fara með þér á jólatónleika og sjá þig ljóma þegar hljómurinn hófst. Ég man að sem barni fannst mér svo gott að koma til ykkar afa á Háa- leitisbraut, þú gafst okkur rúsínur í skál, hnetur og litlar piparkökur á jólunum. Stemningin á heimilinu var róleg og falleg, enda hafðir þú gott auga fyrir formi, rými og fallegum litum. Ferðir ykkar afa um landið og þá sérstaklega á Snæfellsnes eru mér minnisstæðar. Nándin við nátt- úruna gaf þér mikla orku og hug- myndir í listinni. Mér þótti einnig vænt um þann skilning sem þú sýndir mér vegna eyrnavandamála. Þegar þú komst og sast hjá mér á sjúkrahúsinu eftir enn eina eyrnaaðgerðina, sá stuðn- ingur var mér ómetanlegur og þakka ég þér fyrir það. Minning þín á eftir að lifa með mér og mínum um ókomin ár. Ég þakka þér þær góðu stundir sem við áttum saman. Það var margt sem þú kenndir mér og sagðir mér frá sem ég ætla að geyma í hjarta mínu. Elsku afi, þið amma áttuð margar góðar stundir og gátuð verið lengi saman. Hugur minn er hjá þér. Elsku afi, pabbi, Kirstín og Auðun ég sendi ykkur mína dýpstu sam- úðarkveðjur. Ykkar, Hallfríður. Elsku amma, þær eru ólýsanlegar minningarnar sem hafa hellst yfir okkur síðustu daga. Til dæmis þegar við komum til þín tók á móti okkur ilmurinn af olíulitunum þínum, málningarpenslarnir við vaskinn og piparkökudroparnir í skálum í stof- unni. Við höfum áttað okkur á hversu mikil áhrif þú hefur haft á okkur – og kennt okkur að meta ólíka hluti í lífinu. Einhvern veginn sendirðu alltaf frá þér strauma styrks og hlýju – þannig að við viss- um að þú værir klettur í tilveru okk- ar. Við erum þakklát fyrir tímann sem við fengum með þér. Við erum þakklát fyrir það sem þú kenndir okkur. Við erum þakklát fyrir þig. Elsku amma, takk fyrir okkur. Við söknum þín. Kær kveðja, Inga Hrönn, Gunnar Örn, Elísa Ósk og Kristinn Þór. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 blóta og balla í Hlíðarbæ og fleiri góðra stunda hjá Þroskahjálp. Ég vil að lokum þakka Jóni og hans góðu konu Möggu, sem lést fyrir rúmu ári, allan vinskap og góðvild og votta Sjöddý, Skúla og börnum þeirra og Halldóri samúð mína. Fyrir hönd Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra, Kolbrún Ingólfsdóttir formaður. Fyrsti togari Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf., Kaldbakur, leggst að Torfunefsbryggju á Akureyri 17. maí 1947. Mikill fögnuður ríkir í bænum og á forsíðu Verkamannsins birtist falleg kveðja, „Kaldbakur“ kvæði Kristjáns frá Djúpalæk. Í öðru erindi segir: „Þú tengdur ert vorhugans vonum, þú vængjaðir draumsýnir hans. Það er byggt á þér lýðfrelsi landsins og lífsvon hins fátæka manns. Þú ert stolt okkar allra og styrkur. Þú ert steinn undir framtíðar höll, er skal rísa á fortíðar rústum með reisn, sem hin íslensku fjöll.“ Um borð er Jón E. Aspar en hann hafði ásamt nokkrum öðrum verið sendur til Englands að sækja hið nýsmíðaða skip. Óhætt er að fullyrða að Jón hafi átt eftir að verða einn hornsteina ÚA, fyrsti loftskeytamaðurinn sem ráðinn var á togara félagsins og síðar farsæll skrifstofustjóri um árabil. Jón var einstakt ljúfmenni og mikill heiðursmaður, stóð allt eins og stafur á bók er hann kom nærri. Starfsmönnum reyndist hann einn- ig ákaflega vel. Er hafinn var und- irbúningur stofnunar starfsmanna- félags í ársbyrjun 1982 var Jón boðinn og búinn að leggja því máli liðsinni og æ síðan meðan hans naut við. Hann var síðar kjörinn annar heiðursfélaga STÚA. Um leið og við þökkum Jóni sam- fylgd og ómetanlegan stuðning og styrk sendum við börnum hans, ættingjum og vinum innilegustu samúðarkveðjur. F.h. STÚA, starfsmannafélags BRIMS á Akureyri, Óskar Ægir Benediktsson formaður. ✝ Jón Pétur Pét-ursson fæddist á Akranesi 4. október 1935. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 14. nóvember sl. For- eldrar hans voru hjónin Pétur Sig- urbjörnsson og Helga Jónsdóttir. Jón var þriðji yngstur af 7 systkinum. Auk hans eru tveir bræður, þeir Sigurður Rafn og Guðjón látnir. Hin systkinin heita: Lilja, Sigríður, Minney og Kristinn. Þau eru öll búsett á Akranesi. Jón kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Steinunni Döllu Ólafs- dóttur frá Hurðarbaki í Hvalfjarð- arsveit, 25. nóvember 1972, en þau opinberuðu trúlofun sína annan í jólum 1956. Þau eignuðust einn son, Ólaf Þór, f. 1958. Kona hans er Est- er Delatore Talledo og búa þau á Hríshól í Hvalfjarðarsveit. Jón og Steinunn Dalla áttu frá upphafi sambúðar alltaf heima á sama stað, á Höfðabraut 8 á Akra- nesi. Jón varð gagnfræðingur á sín- um tíma og lauk prófi í vélvirkjun 1962. Verknám sitt stundaði hann hjá Þorgeiri og Ellert, þar sem hann starfaði starfs- ævidaginn á enda, til 67 ára aldurs, að undanskildum 10 sumrum er hann vann í Hvalnum frá 1955- 1965. Jóni var meira gefið en mörgum öðr- um handverks- mönnum, því hann var listamaður af Guðs náð, eins og fjöldi verka, sem hann gerði, vitnar best um. Hann málaði landslagsmyndir, þar á meðal margar myndir af Akra- fjalli, og hann gerði bæði stór og smá listaverk úr járni. Stærsta verk hans, Grásleppukarlar í Kalmans- vík, sem hann gaf Akranesbæ alda- mótaárið 2000, stendur í sam- nefndri vík, tileinkað minningu foreldra hans, en faðir hans stund- aði lengi grásleppuveiðar á vorin. Þeir sem hafa farið upp á Akrafjall, bæði Háahnjúk og Geirmundartind, hafa rekist þar á gestabækur í járn- hylki sem ver þær fyrir veðri og vindum. Þetta var framtak Jóns sjálfs. Útför Jóns Péturs Péturssonar fór fram í kyrrþey frá Akranes- kirkju 19. nóvember 2010. Þegar ég kvaddi frænda minn, Jón Pétursson, síðla hausts gat ég ekki vitað að það yrði hinsta kveðja. Hann hafði kallað til mín úr rauða bílnum sínum þar sem ég stóð bogr- andi í kartöflugarðinum í Innsta- Vogi, bauð mér brjóstsykur og spurði hvernig gengi. Við spjölluð- um saman dágóða stund um kart- öflur og tíðarfar og hann gaf mér ýmis holl ráð eins og hann var van- ur. Allt í einu dregur hann blað fram úr pússi sínu, býr sig undir að rétta mér, hikar aðeins og spyr svo eilítið hvasst: – Hefurðu lesið eftir mig kvæðið um Konna Jör? Mér vafðist tunga um tönn en sagði svo hikandi að ég væri ekki viss. – Þá er best ég gefi þér það, sagði hann og rétti mér kvæðið. Ég þakkaði fyrir og kvaddi hann með handabandi. Heim kominn las ég kvæðið og fannst það gott. Það er klassískt sjómannskvæði sem ber báðum, hetjunni Konna og skáldinu Jóni, fagurt vitni. Og sagan á bak við kvæðið er ekki síður eftirminnileg. Konni hafði löngu eftir andlátið vitrast Jóni í draumi og hafði áhyggjur af því að hann væri alger- lega gleymdur. Þegar ég frétti and- lát Jóns kom sagan upp í hugann og ég hugsaði: Konni er ekki gleymdur og ekki Jón heldur. Jón var rótgróinn Skagamaður og bar með sér arfleifð gamla tím- ans í brjósti. Hann var ekki einasta slunginn hagyrðingur, hann var skáldmæltur. Áðurnefnt kvæði, sem heitir reyndar Síðasti siglarinn á Skaga – Konni Jör – á í mínum huga heima meðal úrvalskvæða um íslenska sjómenn. En samvistir við listagyðjuna voru þó mestmegnis í stopulum frístundum því Jón var vélvirki að mennt og starfaði sem slíkur megnið af sinni starfsævi hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ell- erts. Þótti þar bæði mikilvirkur og úrræðagóður verkmaður. Hann var auk þess járnsmiður góður og smíð- aði hugvitssamlega tæki og tól til hagnýtra hluta og einnig listaverk til fegurðarauka. Verk hans um grásleppukarlana við Kalmansvík er bæjarprýði og frábær minnis- varði um horfna atvinnuhætti. Það sem heldur þó nafni hans hæst á lofti meðal bæjarbúa hin síð- ari árin eru gestabækurnar sem hann bjó um í haganlega gerðum bókakössum á tindunum tveimur á Akrafjalli, Háahnúki og Geirmund- artindi á síðari hluta aldarinnar sem leið. Í þær skrifaði hann sjálfur vísur og hugleiðingar ferðalúnum göngugörpum til ómældrar ánægju. Og nú löngu síðar, þegar bækurnar sem hann flutti þangað upp telja sjálfsagt vel á þriðja tug, er ekki úr vegi að minna á þá þakkarskuld sem göngufólk af öllum gerðum, alls staðar að, þúsundum saman, vitandi og óvitandi, standa í við hann. Það var ekki bara tindurinn sem togaði, það var bókin. Jónsbók. Ég færi Jóni Péturssyni kærar þakkir fyrir samfylgdina og votta eiginkonu hans, syni og fjölskyld- unni allri innilega samúð mína vegna fráfalls hans. Leó Jóhannesson. Þegar stálskipasmíðar hófust á Akranesi á seinni hluta sjöunda áratugarins þurftu iðnaðarmenn Þorgeirs & Ellerts að fást við nýtt og spennandi verkefni. Þeir höfðu byggt fjölda tréskipa og veitt al- hliða þjónustu við flotann og voru því þaulvanir fjölbreyttum verkefn- um og fljótir að aðlagast nýjum vinnubrögðum. Eitt af því sem Þor- geir heitinn Jósefsson lagði fyrir þá var að smíða þær vélar sem þyrfti til skipasmíðanna, en hann hafði jafnan þá skoðun að það sem hægt væri að smíða í öðrum löndum gæt- um við eins smíðað á Íslandi. Það kom í hlut Jóns Péturssonar að standa fyrir smíði pressuvéla til að beygja bönd og byrðing í skipin. Þegar skipasmíðin hófst kom í ljós að þetta voru afbragðs vélar og stjórnaði Jón allri vinnu við þessar vélar næsta aldarfjórðunginn en á þeim tíma voru byggð um 20 stál- skip á Akranesi. Það er ákveðin list að meðhöndla stórar járnplötur þannig að þær verði að skipsbyrð- ingi og eins að laga böndin að byrð- ingnum. Jón var snillingur í þessu fagi, enda afbragðs iðnaðarmaður. Á þessum árum voru jafnan 20-30 iðnnemar í skipasmíðastöðinni. Hluti af námi þeirra flestra var að vinna við pressurnar með Jóni sem hafði gaman af að gantast við strák- ana, stríða þeim og tukta þá til ef á þurfti að halda, en allt í góðu. Eins og fjöldi annarra góðra iðnaðar- manna starfaði Jón nær allan sinn starfsferil, á fimmta áratug, hjá Þ&E. Jón var listrænn og hafði gaman af að fást við listsköpun. Má sjá listaverk hans víða hér á Akranesi, bæði úti og inni. Þekktast þeirra er trúlega verkið Grásleppukarlar í Kalmansvík sem stendur uppljóm- að við innkeyrsluna í bæinn. Hann var einnig hagmæltur og hafði gam- an af að yrkja. Þá var Jón mikill veiðimaður og stundaði lengst af sjóinn í frítímum á trillunni Pétri sem hann átti með Guðjóni bróður sínum sem lést í síðasta mánuði. Jóni þótti vænt um Akrafjall og fór tugi ferða á hverju ári upp á Háa- hnúk þar sem hann hafði komið fyr- ir gestabók sem hundruð göngu- garpa skrifuðu nafn sitt í á hverju ári. Við Jón urðum góðir vinir á Þ&E- árunum og höfum haldið þeim vin- skap síðan. Það var gaman að hitta hann á Hríshóli þar sem Ólafur son- ur hans býr, en þar kom Jón sér upp hákarlshjalli og verkaði þar bæði hákarl og ýmislegt fiskmeti. Hákarlinn hans var sá besti sem ég hef smakkað. Að leiðarlokum þakka ég Jóni samfylgdina. Við Guðný sendum fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Guðjón Guðmundsson. Jón Pétur Pétursson ✝ Þorleifur BragiGuðjónsson fædd- ist á Fáskrúðsfirði 23. júlí 1922. Hann lést 9. nóvember 2010. Foreldrar Þor- leifs voru hjónin Guð- jón Bjarnason, f. á Ánastöðum í Breiðdal 15. mars 1892, d. 25. apríl 1970, og Ólafía Björg Jónsdóttir, f. í Egilsstaðakoti í Flóa 2. desember 1892, d. 25 júní 1964. Þorleif- ur var sjötti í röðinni af 14 systkinum. Þorleifur giftist Eriku Putchen 1952 og bjuggu þau í Vest- mannaeyjum. Saman eignuðust þau einkason sinn, Reyni Carl, f. 1952, giftur Jenný Eyland. Börn þeirra eru Þorleifur Karl, Anna María og Henrý. Þorleifur á að auki soninn Magnús Þór. Þorleifur og Erika skildu fjórum árum síðar og flutti Þorleifur til Reykja- víkur. Þorleifur gift- ist síðan Úrsúlu Von Bolsom 1978 og voru þau gift fram á síð- asta dag. Þorleifur hóf störf við teppa- og dúkafyrirtækið Axminster og vann hjá því í tuttugu ár. Skólaganga hans var stutt, einn eða tveir vet- ur. Útför Þorleifs Braga fór fram frá Digraneskirkju 16. nóvember 2010. Með nokkrum orðum langar mig til að minnast Þorleifs Braga Guð- jónssonar. Þorleifur tók mér vel frá fyrstu kynnum. Lífsgleði hans og viðhorf til lífsins voru kostir sem margir mættu taka sér til fyrir- myndar. Þorleifur hafði unun af að vinna og sinnti sinni vinnu af mikilli alúð og natni. Hann hefur teppa- eða dúkalagt ófáar íbúðirnar hér á landi. Hann tók að sér að slá bletti fyrir fólk og það var bara upp á gamla mátann, orf og ljár. Enda var hann eftirsóttur á Fáskrúðsfirði til slíkra verka. Garðurinn hans bar þess einmitt merki hve vel hann sinnti sínu umhverfi. Alltaf var grasið vel snöggt og blómabeðin vel snyrt. Þorleifur átti glæsilegan bíl sem hann var ákaflega stoltur af. Það var með bílinn eins og garðinn, alltaf var bíllinn hreinn og vel til hafður. Það voru þung spor að þurfa að selja bílinn og vera upp á aðra kominn í fyrsta sinn á ævinni. Eitt sinn sagði Þorleifur mér að ef ég vildi eignast krónu, þá þyrfti ég að hugsa um aurinn. Enda var hann á móti öllu sem hét kort og skuldaði aldrei neinum neitt. Það sem Þorleifur keypti var staðgreitt. Hann hafði gaman af að sýna mér hve liðugur hann var og tók þá fettur og beygjur. Það þarf því ekki að koma á óvart að Þorleifur var alltaf ákaflega heilsuhraustur og líkamlega vel á sig kominn. Svo gott var hans atferli að Hjarta- vernd boðaði hann sérstaklega í skoðun til að læra betur hvernig maður á hans aldri gat verið svona heilsuhraustur. Eitt sinn er hann bjó á Fáskrúðs- firði, um tvítugt, smíðaði hann kaj- ak og reri síðan út fjörðinn og veiddi sel sem hann þurfti að koma upp á kajakinn. Sem er kannski ekki í frásögur færandi, en stað- reyndin er sú að Þorleifur var ósyndur með öllu á þessum tíma. Hann var mikið náttúrubarn á sín- um yngri árum, búandi á Austfjörð- um, fjöllin og firðirnir áttu hug hans og hjarta. Þorleifur flutti seinna til Vestmannaeyja og byggði sér þar hús. Það var mál manna að þetta væri fallegasta húsið í Vest- mannaeyjum og þótt víðar væri leitað. Í Vestmannaeyjum giftist hann fyrri konunni sinni, henni Eriku. Saman eignuðust þau soninn Reyni. Þeirra leiðir lágu síðan hvors í sína áttina og flutti Þorleifur til Reykja- víkur og hóf vinnu hjá teppaverk- smiðjunni Axminster. Var þar í tuttugu ár á fjórum fótum að sníða og líma saman teppi. Þorleifur hafði það á orði að líklegast væri hann búinn að skríða til Rússlands og til baka. Seinna giftist hann svo Úr- súlu og voru þau gift í 32 ár. Fráfall Þorleifs bar brátt að. Það var kannski við hæfi, fyrst að kallið kom, að hann skyldi þá fara fljótt. Ég veit að það að liggja á sjúkra- húsi var nokkuð sem ekki hugnaðist Þorleifi. Ég mun alltaf minnast Þorleifs Braga með miklum hlýhug og virð- ingu. Ég veit að sonur minn mun alltaf taka sér orð hans í munn þeg- ar hann er í sumarbústað fjölskyld- unnar um að vatnið þar sé algjört sælgæti. Ég vil votta Reyni og fjölskyldu hans, Úrsúlu og öðrum aðstandend- um, mína dýpstu og innilegustu samúð og vona að ykkar andlegi styrkur muni leiða ykkur út úr óhjákvæmilegri sorg ykkar. Kristinn Ingvason. Meira: mbl.is/minningar Þorleifur Bragi Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.