Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is H ugmyndin kom þeg- ar ég gekk pirr- aður um gólfin og var að reyna að finna aðra lausn en nefna vaxtarlag kvenna eftir ávaxtategundum. Mér fannst þessar perur og bananar pirrandi því ég vildi vera uppbyggilegur,“ segir Karl Berndsen spurður hvernig hugmyndin að VAXI-n hefði komið. „Í sameiningu með ritstjóra mínum, Steinunni Þorvaldsdóttur, kom hugmyndin að VAXI-n sem kemur náttúrlega bara út frá orð- inu vöxtur. Hlutföllin eru í bók- stöfunum,“ segir Karl. VAXI vísar til vaxtarlags kvenna sem er skipt í fjóra meg- inflokka. Í bókinni er konum kennt að þekkja vaxtarlag sitt út frá bókstöfunum og hvernig skal klæða sig samkvæmt því. V-laga kona er með breiðari axlir og/eða brjóstmál en mjaðmirnar, A-laga kona er mjaðmabreið, X-laga kona er með nánast sama mjaðma- og brjóstmál og mittið mjótt og I- laga konur eru kassalaga og ekki með áberandi mitti. Vildi ekki þvæla málið „Þetta er algjörlega grunnurinn að líkamsgerðunum. Auðvitað er þetta einföldun en það er það sem við erum að leita eftir í lífinu, ég vildi ekki þvæla málið, þá væri ég ekki að aðstoða neinn. Þú finnur allar konur undir þessum líkamsgerðum. Vaxt- arlagið hefur ekkert með fitupró- sentu að gera, þó að þú bætir mörg- um kílóum á þig ertu alltaf sami bókstafurinn,“ segir Karl. „Það er mjög auðvelt að vinna eftir þessu kerfi. Í Bretlandi eru tvær dömur sem heita Trinny og Susannah og þær eru með um fimm- tán útlistanir á kvenfólki og það rugl- ar: „Er ég sleikipinni og múrsteinn?“ spyrja konur sig. Þetta er allt svo ljótt og ruglandi. Eina sem vakti fyr- ir mér var að búa til eitthvað sem auðveldar konum að skilja vöxt sinn. Eftir að ég fór að vinna með VAXI-n á ég auðveldara með að útskýra af hverju ég vel tiltekna flík frekar en aðra á manneskjuna sem ég er að klæða. Þetta er eins og besta örygg- isnet fyrir mig,“ segir Karl sem hefur verið að kynna VAXI-n í sjónvarps- þáttum sínum Nýju útliti á Skjá ein- um. Allar konur eiga séns Karl segir að það sé mikil jafn- vægislist að klæða sig rétt. Fatnaður sé oftast hannaður á konur með I- vöxt og því verði að vanda valið vel. „X þykir vera fallegasti líkams- vöxturinn og fallega sköpuð kona má ekki vera að fela eitthvað. A-laga konur eru með miklar mjaðmir og þær eiga það til að láta eitthvað hanga yfir rassinn á sér til að fela hann en þá þrefaldast dæmið. Þétt kona í boði grípur oft eitthvað til að halda á og þá vekur hún athygli á því sem hún er að reyna að fela. Rétt Hlutföllin eru í bókstöfunum Karl Berndsen, útlitsráðgjafi og sjónvarpsmaður, hefur sent frá sér bókina VAXI-n: Finndu hvað fer þér best. Í bókinni ráðleggur hann konum hvernig þær eigi að klæða sig eftir líkamsvexti og leggur áherslu á að sérhver kona finni sinn stíl. Morgunblaðið/Golli Berndsen Hefur gefið út bók til að hjálpa konum að klæða sig eftir vexti. Á vefsíðunni ffffound.com getur fólk sett inn uppáhaldsljósmyndir eða síður frá ljósmyndurum sem það finnur á vefnum, til að deila með öðrum. En þarna er líka hægt að setja inn slóðir á alls konar hönnun tengda ljósmyndum, hvort sem það eru bókakápur, geisla- diskaumslög, plaköt, auglýsingar, listaverk eða annað áhugavert. Þar af leiðandi er mjög gaman að þvælast um þessa síðu og njóta þess sem þar er að finna, upp- götva frábæra ljósmyndara og hönnuði eða bara njóta til að horfa, jafnvel til að fá hugmyndir. Vefsíðan www.ffffound.com Fegurð Ljósmyndum frá Anetu Kowalczyk hefur m.a verið deilt á ffffound.com. Alls konar skemmtilegt Jú jú árið 2010 er á lokasprettinum og margir farnir að bóka upphaf næsta árs. Þá er ekki verra að hafa dagbók fyrir 2011 við höndina til að árs- byrjunin fari nú ekki í klúður og verði ofbókuð. Salka hefur gefið út fjórða árið í röð dagatals- bókina Konur eiga orðið: Allan ársins hring. Eins og fyrr hefur bókin að geyma hugleiðingar ís- lenskra kvenna og eru þær margar ansi skemmti- legar. Listakonan Myrra Leifsdóttir myndskreytti hugleiðingarnar og hannaði bókina. Að baki bók- inni standa í heild áttatíu konur og hananú! Endilega … … farið að skipu- leggja 2011 Kápan Konur eiga orðið. Það er myrkur í heimi GíslaBaldurs þessa dagana.Nei, ég er ekki að talaum einhvers konar myrk- ur sálarinnar og ætla alls ekki að fjölyrða um eigið sálarlíf í þessum pistli. (Þar er sól og blíða, fyrst þú vilt endilega vita). Ég er að tala um raunverulegt myrkur. Myrkr- ið sem ég vakna í á hverjum morgni og svæfir mig á hverju kvöldi. Myrkrið sem umlykur mig raunar allan daginn. Í þau fáu skipti sem ég sé glitta í sól- ina þá blindar hún mig. Hún þvælist bara fyrir. Myrkur er konungur þessa dag- ana. Ég held að Íslend- ingar séu að upp- lagi ósköp eðli- legt og skynsamt fólk. Þeir búa bara á furðulegum stað á hnettinum og hafa auðvitað mótast af því. Það er mín einlæga trú, að hnattræn staðsetning Íslands útskýri alla þá vitleysu sem má teljast íslensk. Og þar er því miður af nógu að taka. Efst á listanum yfir íslenska vitleysu er klukkan. Og þar helst myrkrið og vitleysan í hendur. Hver maður sem veit hvar Ísland er á hnettinum ætti að geta skilið hvers Heimur Gísla Baldurs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.