Morgunblaðið - 26.11.2010, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 26.11.2010, Qupperneq 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HEFURÐU SÉÐ BRÓÐUR MINN? HVAR SÁSTU HANN SÍÐAST? NÁKVÆM- LEGA ÞAR SEM ÞÚ LIGGUR NÚNA GEFUR VEINHVER VOSAÐ VIG VUNDAN VONUM! FANN HANN! ÞÚ ERT ÖMURLEGUR STÓRI BRÓÐIR! HREKKJUSVÍNIÐ HRINTI MÉR OG ÞÚ GERÐIR EKKERT Í ÞVÍ! ÞÚ HEFÐIR ÁTT AÐ REYNA AÐ HJÁLPA MÉR, ÞRÁTT FYRIR AÐ HANN HEFÐI BARA LAMIÐ ÞIG! ÆTLI ÉG HEFÐI EKKI ORÐIÐ BETRI LITLI BRÓÐIR ÞETTA ER STAÐUR FYRIR HÖRKUTÓL, EKKI VERÐA MÉR TIL SKAMMAR! GOTT OG VEL! HVAÐ MÁ BJÓÐA YKKUR STRÁKAR? ÉG ÆTLA AÐ FÁ ÓBLANDAÐ ROMM MEÐ SVELLKÖLDUM ÍSMOLUM! ÉG ÆTLA AÐ FÁ ÓBLANDAÐA MJÓLK MEÐ SVELLKÖLDUM ÍSMOLUM! HVERT ERUM VIÐ AÐ FARA RUNÓLFUR? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI GUÐRÚN ÉG VAR AÐ VELTA ÞVÍ FYRIR MÉR HVORT VIÐ ÆTTUM EKKI BARA AÐ RÚNTA UM OG SPJALLA SAMAN SJÁLF- SAGT ELSKAN MÍN! VILTU VINSAM- LEGAST SLÁ INN ÁFANGASTAÐ! FENGU FORELDRAR ÞÍNIR FUNDARLAUN FYRIR AÐ FINNA ÞRJÓTINN? JÁ, ÞAU FENGU MEIRA EN HANN STAL FRÁ ÞEIM HVAÐ ÆTLA ÞAU AÐ GERA VIÐ PENINGANA? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI, EN ÞAU KOMA ÞEIM EFLAUST FYRIR Á ÖRUGGUM STAÐ VIÐ ÆTLUM AÐ FÁ STÆRSTU DÝNU SEM ÞÚ ÁTT LEYFÐU MÉR AÐ STYÐJA ÞIG ÉG EFAST UM AÐ ÉG GETI GENGIÐ ALLA LEIÐINA HEIM ÞÚ ÞARFT ÞESS EKKI MAY FRÆNKA, ÉG BÝ NEFNILEGA YFIR OFURKRAFTI JÁ, ÞÚ HEFUR ALLTAF KUNNAÐ AÐ FLAUTA HÁTT! Leiðarljós Það kemur ekkert svar frá RÚV enda er þeim alveg sama, við borgum hvort sem er. Eina vonin er að Skjár1 taki við Leið- arljósi. Ég veit um fólk sem er ekki áskrifendur í dag, en myndi strax verða það ef það fengi Leið- arljós. Látið nú heyra í ykkur og talið við Skjá1. Það eru fleiri en ellilílfeyrisþegar sem horfa á Leið- arljós. Fólk á spítöl- um, veikt í heimahúsum og fang- elsum. Áskrifandi Morgunblaðsins. Myndavél tapaðist Stafræn myndavél tapaðist á Lækj- artorgi eða á leiðinni þaðan að Berg- staðastræti, sunnudaginn 21. nóv- ember sl. á milli kl. 17 og 18. Hún er af gerðinni Canon PowerShot SD1100 IS Digital ELPH 7,1 MP og var í aðeins of stóru Olympus- myndavélarhulstri. Finnandi hafi sam- band við Önnu Þórs- dóttur í síma 695-1303. Góðkunningjar Ég get ekki orða bund- ist og hefur maður svo sem heyrt þetta orða- tiltæki lögreglunnar áður, eða maður verð- ur að ætla að þetta séu orð hennar þegar haft er eftir henni í frétt- um: Þetta voru góð- kunningjar okkar. Ég vil mótmæla því að lögreglan, sem er í þjónustu íbúa þessa lands, skuli leyfa sér að láta sér slíkt um munn fara, eftir að þessir óyndismenn eru búnir að ryðjast inn á heimili saklauss fólks með bareflum og núorðið einnig með hnífum. Ég vona að lögreglan, sem oft stendur sig prýðilega og yfirleitt á allt gott skilið, átti sig á þessum röngu skilaboðum út til afbrota- manna. HHK Ást er… … það sem hjálpar þér að taka lífinu af minni alvöru. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Smíðar kl. 9, bingó kl. 13.30. Dalbraut 18-20 | Söngstund með Lýð kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, botsía kl. 10.45. Félag eldri borgara í Kópavogi | Bingó í Gjábakka kl. 13.30. Gleðigjafarnir í Gull- smára koma saman og syngja kl. 14. Eft- ir söng mun Hákon Sigurgrímsson lesa úr bók sinni. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bók- menntahópur kl. 13. Námskeið – Kjal- nesingasaga kl. 14. Kvöldvaka kl. 20. söngur, gamanmál og dans. Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Klassík leikur. Félagsheimilið Boðinn | Leikfimi kl. 12. Pálmar stjórnar söng og spilar á harm- onikku kl. 13.30. Aðventukaffi kl. 14, söngur, sögur, glens, gaman. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía, málm- og silfursmíði kl. 9.30 og kl. 13, jóga kl. 10.50, félagsvist 20.30. Á morg- un, laugardag, frá kl. 13 er okkar árlegi laufabrauðsdagur en auk laufa- brauðsgerðar verður handverksmark- aður og ýmsir kórar í Kópavogi munu syngja inn aðventuna. Heitt súkkulaði með rjóma og aðventubakkelsi í boði. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leik- fimi kl. 10.30, bingó kl. 13.45. Gleðigjaf- arnir kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8.15/9.15, málun kl. 10, leðursaumur/jólabingó kl. 13, sala á jólahátíð 4. des. í Jónshúsi í dag kl. 12.30-15, verð kr. 6.000, ekki tekið við greiðslukortum. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Sala á fallegum munum 27. nóv. kl. 12-15 í Listasal Bókasafns Mos. í Kjarna, Þverholti 2. Kór eldri borgara, Vorboðar, syngur frá kl. 13.30. Ágóði af sölu rennur til bágstaddra. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, m.a. bókband. Prjónakaffi kl. 10, stafganga kl. 10.30. Frá hád. er spilasal- ur op. Kóræf. kl. 15.30. Mánud. 29. nóv. kl. 14.30 les Guðrún Ögmundsd. úr bók sinni. Miðvikud. 1. des bíóferð Með hang- andi hendi og kaffiveitingar, skrán. á staðnum og s. 5757720. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Bridsaðstoð kl. 13. Hraunsel | Rabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12.30, billjard/pílukast. Hvassaleiti 56-58 | Lífsorkuleikfimi kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Vinnustofa kl. 9. Námskeið í myndlist kl. 13. Hæðargarður 31 | Hringborðið/ dagblöð/morgunsopi kl. 8.50, gönu- hlaup/thaichi kl. 9. Tíurnar kl. 10. Lista- smiðjan kl. 9, myndlist. Gáfumannakaffi kl. 15. Hæðargarðsbíó kl. 16. Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjábakka kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10.10, leikfimi kl. 11, opið hús vist/brids kl. 13. Norðurbrún 1 | Myndlist og útskurður kl. 9, stórbingó kl. 13.30. Vesturgata 7 | Skartgripa/kortagerð kl. 9, enska kl. 11 30, tölvukennsla kl. 13.30, sungið v/flygil kl. 14.30, dans í aðalsal kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Jóla- og að- ventufagnaður 10. des kl. 18. Jólahlað- borð og mikið til skemmtunar. Uppl. og skrán. í síma 411-9450. Smiðja, leirmótun kl. 9, handav., morg- unstund kl. 9.30, bingó kl. 13.30. Blönduhlíðarfjöllin og reyndarfoldin öll skörtuðu fögrum lit- um í síðdegissólinni í miðri viku. Lítill snjór var á jörð, en þó grátt yfir að líta og fjöllin hvít. „Skamm- degið getur verið fallegt ekkert síð- ur en aðrir tímar ársins,“ sagði Jón Gissurarson og bætti við: Snævi skrýðist foldin fríð fögur víða höllin. Sólin þíðir björt og blíð Blönduhlíðarfjöllin. Sama dag var lítið um sól og blíðu á Akureyri. Davíð Hjálmar Haraldsson sagði að það væri „skít- kalt og fönn og svell á jörð“: Sést hér varla sólarlog, sofa blómin rósa. Tapa holdum tófur og tittlingarnir frjósa. Sigrún Haraldsdóttir ráðlagði Davíð að stökka strax upp í bílinn sinn og … Nú keyrðu burt af kuldaslóð úr kreppunni svo að losnir. Hér trygg er birta og tíðin góð og tittlingar ekki frosnir. Konráð Erlendsson tók sér skáldaleyfi er hann lýsti fjöllunum í Reykjadal: Af Reykjadalnum rísa fjöll roðin geislum sólar. Þó glitri svell og glói mjöll gráta fúnir njólar. Að síðustu orti Friðrik Stein- grímsson í léttum dúr: Davíðs frosið djásnið var drenginn fátt því prýddi, en sólarylur Sigrúnar sinina hans þíddi. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af fjöllum og blómum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.