Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 330. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218
1. Kærasta Ronaldos nakin
2. Skeggið sameinar þau
3. Pilta rak um hafið í 7 vikur
4. Fékk tölvu til baka í pappakassa
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Einn helsti djasstónlistarmaður
okkar, Jóel Pálsson, hefur gefið út
nýja plötu, HORN. Platan kemur í
kjölfar plötunnar VARP sem var mikið
mærð á sínum tíma, bæði hérlendis
og erlendis. »38
Morgunblaðið/RAX
Jóel Pálsson gefur
út nýja plötu
Hinn 5. maí
2011 verða haldnir
Evróvisjón-
tónleikar í Kaup-
mannahöfn en á
þeim mun Páll
Óskar Hjálmtýs-
son skemmta
ásamt fjölda
söngvara sem
eiga það sameiginlegt að hafa tekið
þátt í Evróvisjón. Tónleikarnir verða
haldnir í Cirkus og verður boðið upp á
þriggja rétta kvöldverð.
Evróvisjón-söngvarar
syngja í Cirkus
Tískuljósmynd eftir Richard Ave-
don var slegin á jafnvirði 1,2 milljóna
dollara í uppboðshúsinu Christie’s í
París um síðustu helgi
og mun það vera
hæsta verð sem greitt
hefur verið fyrir ljós-
mynd eftir Avedon.
Á ljósmyndinni
sést fyrirsætan
Dovima með
tveimur fílum í
fjölleikahúsi í
París.
Metverð fyrir ljós-
mynd eftir Avedon
Á laugardag Norðaustlæg átt 5-10 m/s. Léttskýjað að mestu sunnan- og vestanlands,
skýjað og úrkomulítið norðvestan til, en annars él. Frost 2 til 7 stig við sjóinn.
Á sunnudag Hægviðri og víða léttskýjað, en skýjað með köflum og stöku él norðaustan
til. Kalt í veðri og talsvert frost til landsins.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast austast á landinu. Dálít-
il él norðan- og austanlands, annars léttskýjað að mestu. Frost 0 til 9 stig.
VEÐUR
Allir þrír landsliðs-
markverðir Íslands í knatt-
spyrnu kvenna eru komnir í
sænsku úrvalsdeildina því í
gærkvöldi tók Sandra Sig-
urðardóttir, markvörður og
fyrirliði Stjörnunnar, tilboði
frá Jitex í Gautaborg. „Jitex
er lítið og krúttlegt félag en
það er bara með kvennalið
og þar er vel hugsað um
leikmennina,“ sagði Sandra
við Morgunblaðið þegar
ákvörðunin lá fyrir. »1
Sandra samdi við
Jitex í Gautaborg
Handknattleiksmaðurinn Guðjón Val-
ur Sigurðsson hefur ekki spilað leik
síðan hann tók þátt í að tryggja Ís-
landi bronsverðlaunin á EM í janúar
með því að sigra Pólverja. Hann hefur
loksins náð sér af meiðslum og gæti
spilað í fyrsta sinn í 10 mánuði í
kvöld þegar lið hans, Rhein-Neckar
Löwen, fær Kiel í heimsókn. »1
Fyrsti leikur Guðjóns frá
bronsslagnum á EM?
Akureyri lagði HK að velli, 32:31, í
sannkölluðum háspennuleik norðan
heiða í gærkvöldi en þá mættust tvö
efstu liðin í karlahandboltanum. Um
1.250 manns troðfylltu íþróttahöllina
á Akureyri. „Fólkið svaraði svo sann-
arlega kallinu og sýndi frábæran
stuðning,“ sagði Atli Hilmarsson,
þjálfari Akureyringa, við Morgun-
blaðið. »2-3
Rífandi stemning þegar
Akureyri lagði HK
ÍÞRÓTTIR
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is
Íslenska kokkalandsliðið náði þeim
glæsilega árangri að hafna í 7. sæti á
heimsmeistaramótinu í matreiðslu
sem fram fór í Lúxemborg dagana
20. til 24. nóvember. Landsliðið hlaut
gullverðlaun fyrir heita rétti á mið-
vikudag, eftir að hafa fengið silfur-
verðlaun fyrir köldu réttina um síð-
astliðna helgi.
Alls kepptu 27 þjóðir í hinum
ýmsu flokkum en íslenski hópurinn
tók einungis þátt í tveimur fyrr-
nefndu flokkunum. Í gær voru heild-
arstig keppenda ljós sem sögðu til
um í hvaða sæti landsliðin lentu sam-
anlagt á mótinu. Singapúr hampaði
heimsmeistaratitlinum í ár, Svíar
höfnuðu í öðru sæti og Bandaríkja-
menn í því þriðja.
Það besta í mat og drykk
„Við náðum að hækka okkur um
þrjú sæti á heimslistanum og erum
virkilega ánægð,“ segir Hafliði Hall-
dórsson, forseti Klúbbs matreiðslu-
meistara, og bætir við að menn séu
þegar farnir að skipuleggja framtíð-
ina og að stefnan sé að sjálfsögðu
tekin upp á við. „Til að átta sig á
stærð keppninnar þá eru 80 þjóðir
með keppnisrétt úr alheims-
samtökum matreiðslumeistara, en í
þeim eru 10 milljónir meðlima.
Að sögn Hafliða þarf allt að vera
óaðfinnanlegt, dómarar leggja
mesta áherslu á bragð og fram-
reiðslu en þeir fylgjast einnig með
hvort réttum vinnubrögðum sé beitt.
Aðspurður segir Hafliði að liðið hafi
einungis notast við íslenskt hráefni.
„Við lítum á það sem okkar hlut-
verk að kynna land og þjóð og teljum
að það sem við erum að gera gagnist
matarframleiðendum, útflytjendum
og ferðaþjónustunni. Við erum að
sýna fólki, sem er meðvitað í þessum
matarheimi, að það er vel hægt að
fara til Íslands og njóta þess sem er
best í mat og drykk.“ Landkynning
er orð að sönnu þar sem 50 þúsund
gestir sóttu sýninguna í Lúxemborg
og segir Hafliði að um fimm til sex
þúsund manns hafi fengið að snæða
þann mat sem framreiddur var í
keppninni. Mikil eftirspurn var eftir
mat íslenska liðsins sem seldist upp
tveimur vikum fyrir keppnina.
Að sögn Hafliða fagnaði hópurinn
glæstum árangri með því að fara út
að borða og skála.
„Við erum rosalega þakklát þegar
einhver nennir að elda fyrir okkur,“
bætir hann kíminn við. Hópurinn
staldrar ekki lengi við í Lúxemborg
þar sem liðsmenn þurfa að komast
heim til vinnu. „Það er annasamur
tími í bransanum og maður þarf að
standa vaktina í jólaösinni,“ segir
Hafliði að lokum.
„Erum virkilega ánægð“
Kokkalandslið
Íslands í sjöunda
sæti á heimslista
Ljósmynd/Guðjón Steinsson
Föngulegur hópur Íslenska kokkalandsliðið var brosmilt þegar hinir verðskulduðu verðlaunapeningar voru komn-
ir í hús. Að sögn Hafliða eru menn þegar farnir að skipuleggja framtíðina og stefna enn hærra.
Berjast, berjast, berjast Íslensku kokkarnir mættu vel undirbúnir til leiks.