Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Hundagallerí auglýsir
Bjóðum taxfría smáhunda fram að
jólum. Lögleg hundaræktun. Visa og
Euro. Sími 5668417.
Maine coon kettlingur til sölu
Gullfalleg, mannelsk Maine coon
læða til sölu. Uppl. í síma 5673304,
einnig er hægt að sjá myndir á heim-
asíðu, www.internet.is/mainecoon.
Fatnaður
Jakkar - Úlpur - Kápur. Þú verður
að skoða úrvalið hjá Freemans á
www.freemans.is eða hringja í 565-
3900. Frábær verð fyrir jólin.. Þessi
vinsæla kápa kostar nú kr.16.140.-
Gisting
Þú átt það skilið að slappa af fyrir
jólin! Allar helgar langar í vetur í
Minniborgum. Þú færð 3 nætur á
verði tveggja. Fyrirtækjahópar,
óvissu-hópar, ættarmót. Heitir pottar
og grill. Opið allt árið.
www.minniborgir.is
Gisting á góðum stað.
Sumarhús
Laus sumarhús fyrir jólabakst-
urinn!!! Næstu helgar fram að jólum
eigum við laust fyrir föndur og jóla-
bakstur. Helgarverð kr. 18.900.
Velkomin í Tungurnar. S. 698 9874,
898 6033, eyjasol@internet.is
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratugareynsla.
Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig
á hinum ýmsu byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Menning
Væntanleg í Eldstó Café á
Hvolsvelli. Sunnudaginn 28. nóv. kl.
15, sýning Ragnars Th. Sig. Gosið í
Eyjafjallajökli, ljósmyndir sem rötuðu
á forsíður New York Times og
tímaritsins National Geographic.
Væntanleg í Eldstó á Hvolsvelli
Sunndaginn 28/11 kl. 15 sýning
Ragnars TH Sig. Gosið í Eyjafjalla-
jökli, ljósmyndir sem að rötuðu á for-
síðu New York Times og tímaritsins
National Geographic
Til sölu
Jólavörur
Grindur til að standa í glugga og
margt fleira.
Uppl. á internet.is/jons eða í síma
822-7124
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is
BÚÐU TIL ÞÍN
JÓLAKORT
Gleðileg jól!
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
BÚÐU TIL ÞITT
DAGATAL
JÚLÍ 20
08
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!!...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
BÚÐU TIL ÞITT
MYNDA-
ALBÚM
Augnablik
Geisladiskur með lögum við
ljóð Hákonar Aðalsteinssonar
flutt af Nefndinni og gestum.
Fæst í Hagkaupum, Tónspili,
Samkaupum Egilsstöðum og
hjá útgefanda í síma 863 3636.
Netfang; darara@gmail.com.
100 krónu markaður ... Ármúla 21
MÖRG HUNDRUÐ VÖRUTEGUNDIR á
100 kr. Jólavara, DVD, fatnaður, mat-
vara, föndurdót, saumadót og margt
fleira. Markaðurinn er á 2 hæðum.
Sjáumst hress.
LEIGA 2000 KR. DAGURINN.
Mokkajakkar
Mokkakápur
Verslun
Trúlofunar- og giftingarhringar í
úrvali. Auk gullhringa eigum við m.a.
titanium og tungstenpör á fínu verði.
Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðar-
þjónusta.
ERNA, Skipholti 3,
s. 5520775, www.erna.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi allt
gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið góð
ráð. Uppl. á demantar.is, í síma
699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Bílaþjónusta
Hjólbarðar
14“ vetrardekk – tilboð
185/65 R 14 kr. 9800
175/70 R 14 kr. 8900
175/80 R 14 kr. 7900
195/80 R 14 kr. 8500
Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði,
Dalvegur 16 b, Kópavogur,
sími 544 4333.
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Byssur
Haglaskot. Ný sending.
Rjúpna-, sjófugla- og gæsaskot. Gott
verð, frábær gæði. Sportvörugerðin,
s. 660-8383. www.sportveidi.is.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
✝ Þuríður Val-gerður Björns-
dóttir fæddist í Arn-
ey á Breiðafirði 18.
júní 1917. Hún and-
aðist þann 1. nóv-
ember síðastliðinn.
Faðir hennar var
Björn Jóhannsson f.
í Öxney á Breið-
arfirði, f. 17. ágúst
1883, d. 14. júní
1963. Móðir Þuríðar
var Guðrún Eggerts-
dóttir, f. í Hvamms-
hreppi 6. október
1881, d. 9. mars 1983. Systkini
Þuríðar voru: Eggert Thorberg
Björnsson, f. 1915, d. 2004, Sig-
urlaug Fanney Björnsdóttir, f.
1920, d. 1961, Guð-
rún Soffía Björns-
dóttir, f. 1923, d.
2010, og Anna María
Björnsdóttir, f. 1926,
d. 1945.
Þuríður kvæntist
23. desember 1935
Grímólfi Andréssyni
skipstjóra frá
Hrappsey á Breið-
arfirði, f. 23. febr-
úar 1909, d. 4. febr-
úar 2005. Foreldar
hans voru Andrés
Hjörleifur Grímólfs-
son bóndi og hreppstjóri frá Dag-
verðarnesi í Dalasýslu og Jó-
hanna Kristín Bjarnadóttir frá
Bjarneyjum á Breiðarfirði. Þur-
íður og Grímólfur eignuðust fjög-
ur börn. Þau eru 1) Alda Hanna,
maki Valdimar Guðlaugsson. Þau
eiga fimm börn og er eitt látið. 2)
Andrés Hjörleifur, hann á 3 börn
og er eitt látið. 3) Guðrún, maki
Jón Steinar Snorrason, þau eiga
2 dætur. 4) Anna Birna, d. 21.
febrúar 2005, maki Eiríkur Stein-
þórsson, þau eiga 3 dætur. Þur-
íður og Grímólfur ólu einnig upp
sonardóttur sína Hjördísi Björg
Andrésdóttur, maki Sverrir Her-
mannsson, Hjördís á 3 börn.
Þuríður og Grímólfur bjuggu í
Stykkishólmi til 1963, þá fluttu
þau til Reykjavíkur.
Útför Þuríðar fór fram frá
Fossvogskirkju 9. nóvember
2010.
Elsku mamma (amma). Margar
minningar streyma fram á þessum
tíma. Þegar ég var nokkurra mánaða
tókstu mig að þér og þú ólst mig upp
sem eitt af þínum börnum. Þegar ég
kom inn á heimilið þá var ég heppin að
eignast stóra systur, Önnu Birnu, en
hún var 12 árum eldri. Anna Birna var
mjög góða barnapía, systir og vinur.
Þér var alltaf umhugað um að ég væri í
fínum fötum, lést sérsauma á mig
fermingarfötin og stúdentsfötin. Ég
var alltaf í fínum og flottum kjólum
sem barn, sokkar og skór í stíl. Og allt-
af vel greidd. Þú varst alltaf flott til
fara, áttir marga fína kjóla og passaðir
þegar þú klæddir þig að allt væri í stíl,
hálsfestar, skór, hanskar og slæður.
Sláturgerð var eitt haustverkum
sem ég lærði af þér og geri enn. Minn-
ingarnar um balann á gólfinu með öllu
slátrinu í. Frænkur í heimsókn að taka
saman slátur. Þetta voru góðir og
skemmtilegir tímar. Jólahreingerning
sem var alltaf í desember en þá var allt
þrifið, skápar, veggir, ljós og fleira.
Jólabaksturinn í desember, jólaboðin.
Allt eru þetta góðar minningar. Ferð-
irnar okkar í Stykkishólm á sumrin,
fórum i Arney með Eggerti bróður
þínum á bátnum hans. Ferðalögin sem
við fórum um landið, gistum í tjaldi.
Utanlandsferðin með afa og minni fjöl-
skyldu til Spánar árið 1991, og þegar
þú varst 80 ára þá bauð ég þér til
Spánar í vikuferð, og allar bústaða-
ferðirnar.
Eldri börnin mín fengu að gista hjá
þér og eiga þau góðar minningar um
það. Þau tala oft um þegar þau gistu
ásamt Þóru Björk hjá þér og brölluðu
margt. Eitt skiptið fengu þau pening
hjá þér og fóru út í búð og keyptu jóla-
gjöf fyrir þig.
Sjómannalögin á fóninum, en þau
voru mjög oft spiluð, og þú dansandi
skottís og ég með þér. Og lög eins og
Dagný og Undir dalanna sól heyrðust
oft. Ekki má gleyma spádómunum
þínum. En ekki kom sá gestur í hús
sem ekki fékk spádómskaffi. Þú varst
mjög mikil spákona og allt rættist sem
þú spáðir um. Ekki þurfti nú spáskap-
inn til að þú fyndir ýmislegt á þér.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Mig langar að þakka þér, mamma
(amma), fyrir að hafa alið mig upp og
komið mér til manns. Það eru margar
minningarnar og elsku mamma
(amma), þakka þér fyrir allt. Guð
geymi þig.
Hjördís Björg Andrésdóttir.
Elsku amma okkar. Við eigum góð-
ar minningar um þig sem við geymum
í brjósti okkar.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Björgvin Már, Jóhanna
Soffíaog Ágúst Þór.
Elsku Þuríður, mér þykir svo erfitt
að kveðja þig eftir öll þessi yndislegu
ár. Ég man þegar ég kynntist þér,
þessari yndislegu kærleikshlýju konu
með fallega brosið sitt og æðislegan
húmor, það var eins og ég hefði þekkt
þig allt mitt líf. Í gegnum árin hefur þú
stutt okkur Rúrý í öllu sem við höfum
tekið okkur fyrir hendur og verið okk-
ur stoð og stytta þegar á þurfti að
halda.
Elsku hjartans Þuríður mín, við
Rúrý og prinsessurnar þínar, Sigríður
og Jódís, eigum eftir að sakna þín al-
veg ofboðslega mikið en minningin um
einstaka konu mun alltaf lifa í hjörtum
okkar. Við vitum að þú ert komin á
góðan stað þar sem Grímólfur og Anna
Birna hafa tekið á móti þér.
Hvíldu í friði, elsku hjartans vin-
kona, amma og langamma.
Guðrún, Þuríður,
Sigríður og Jódís H.
Leggur ósinn fenna fjöll
Fölnar rós og stráin
Vonarljósin eru öll
Eins og rósin dáin.
(BJ)
Þannig var föður hennar innan-
brjósts þegar Þuríður lá mikið veik
sem barn og vart hugað líf, en hún átti
lengra líf fyrir höndum eða rúm níutíu
ár. Langlífi er í hennar ætt, móðir
hennar Guðrún Eggertsdóttir varð
rúmlega hundrað ára. Gott og fallegt
sumar hafði kvatt og veturinn minnt á
sig með kaldara veðri og fjúkandi trjá-
laufum. Tími kærrar mágkonu minnar
var kominn. Hún kvaddi í vetrarbyrj-
un sátt við guð og menn.
Fædd var Þuríður í Arney á Breiða-
firði, en þá voru flestar eyjar í byggð,
þar sem fólk lifði góðu lífi í sátt við nátt-
úruna. Nytjaði hlunnindi, svo sem
fugla, egg og reri til fiskjar. Alltaf var
því nóg að bíta og brenna, en það kost-
aði mikla vinnu og börnin hjálpuðu til
eins og kraftar leyfðu. Oft komu samt
erfiðir tímar, ísár og ógæftir og var því
víða þröngt í búi. Samhjálpin var rík
hefð, þeir sem áttu tök á réttu hjálp-
arhönd, það þótti bara sjálfsagt. Fólk
stóð þétt saman þegar bjátaði á. Í
þessu andrúmslofti ólust systkinin í
Arney upp og hélst alla þeirra tíð. Glað-
lyndi ríkti á heimilinu og öllum gestum
var fagnað og veittur beini í mat og
drykk. Í Hrappsey sem ekki er langt
frá Arney var fjallmyndarlegur maður
sem leit ungu heimasætuna í Arney
hýru auga. Svo fór að þau Þuríður og
Grímólfur Andrésson giftust og hófu
búskap, fyrst í Arney. Þar fæddist
þeirra fyrsta barn, Alda Hanna. Stuttu
síðar fluttu þau í Stykkishólm og Grí-
mólfur hóf sjómennsku sem skipstjóri.
Þeim fæddust þrjú börn til viðbótar,
Guðrún, Andrés og Anna Birna, sem
lést fyrir aldur fram. 1963 flutti fjöl-
skyldan til Reykjavíkur og áttu þar
heima ætíð síðan. Mér verður alltaf
minnisstætt hversu þau hjón voru sam-
hent í öllu og hvað þau voru alltaf jafn-
hrifin hvort af öðru þar sem traust og
trúnaður ríkti. Það er ekki sjálfgefið að
svo sé í langri sambúð.
En sorgin gleymir engum. Þuríður
missti mann sinn og yngstu dóttur sína
í sama mánuði. Þennan mikla missir
bar hún með reisn lífsreyndrar konu.
Ég minnist Þuríðar sem glæsilegrar
konu sem hafði yndi af að búa sig upp á
og fara á mannamót.
Að lokum kærar þakkir fyrir allt það
góða sem ég og fjölskylda mín nutum
alla tíð.
Blessuð sé minning Þuríðar Björns-
dóttur, sé hún guði falin.
Unnur Lára Jónasdóttir.
Þuríður Valgerður Björnsdóttir