Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27Stjórnlagaþing
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010
Ný stjórnarskrá
lýðveldisins Íslands
er löngu tímabær,
bæði vegna breyttra
viðhorfa á nýrri öld
og vegna þess að nú-
verandi stjórnarskrá
hefur verið þver-
brotin af ráðamönn-
um þjóðarinnar. Þeg-
ar grundvöllur
lýðveldisins, sáttmáli
þjóðarinnar, er farinn að flækja
fleiri mál en hann leysir, þá er að-
gerða þörf.
Þrískipting valdsins er í uppnámi
og hefur það á stundum jafnvel
virst vera á einni og sömu hendi.
Tiltrú Íslendinga á Alþingi er horf-
in og er brýnt að endurheimta virð-
ingu þess og stöðu sem löggjaf-
arvald óháð framkvæmdavaldinu.
Misvægi atkvæða vegna búsetu er
lögvarið og býður upp
á spillingu. Embætti
forseta Íslands er skil-
greint í 27 greinum
stjórnarskrárinnar en
þó eru túlkanir og
skoðanir á því legíó.
Þjóðkirkja er enn í
landinu, eiginlega í
trássi við eðli stjórn-
arskrárinnar um frelsi
og réttindi þegnanna.
Ekkert er fjallað um
auðlindir þjóðarinnar
og rétt óborinna Ís-
lendinga eða annarra til að njóta
ósnortinnar náttúru landsins.
Það er brýnt að sáttmáli þjóð-
arinnar verði endurskoðaður og
endursaminn á mannamáli. Til þess
verks hafa 523 ágætir menn boðið
sig fram. Ég er einn þeirra.
goj@centrum.is
Sáttmáli þjóðar
Eftir Gunnlaug
Johnson
Gunnlaugur Johnson
Höfundur er sjálfstætt starfandi
arkitekt/5306.
Ágæti lesandi. Ég
sækist eftir stuðn-
ingi þínum í kom-
andi kosningum.
Þeir sem hafa les-
ið skrif mín í mbl.,
vefsetrinu lands-
menn.is og hlustað
á pistla mína á Út-
varpi Sögu vita að
ég er hvorki tengd-
ur stjórnmálaflokk-
um né hagsmunasamtökum af
neinu tagi. Ég set hagsmuni þjóð-
arinnar ofar öllu.
Ég hef víðtæka reynslu af
mörgum störfum bæði í einka-
geiranum og hinum opinbera.
T.d. stofnaði ég og rak einkafyr-
irtæki í nokkra áratugi og í tæp
tuttugu ár var ég flugumferð-
arstjóri.
Stjórnarskráin á að vera horn-
steinn fullveldis, trausts lýðræð-
is, jafnréttis, heiðarleika og
mannúðar.
Ég býð reynslu mína og þekk-
ingu til endurskoðunar
stjórnarskrár lýðveld-
isins.
Þér til upplýsingar,
lesandi góður, skrái ég
hér afstöðu mína til
mála sem beint eða
óbeint hafa áhrif á
gerð og endurskoðun
stjórnarskrár Íslands:
Ekki ganga í ESB
eða skerða fullveldi
okkar með nokkrum
öðrum hætti.
Allar auðlindir séu
eign þjóðarinnar og ekki fram-
seljanlegar.
Ísland sé herlaust og vopn
skulu ekki borin erlendis undir
íslenskum fána.
Kappkosta að eiga gott sam-
starf við aðrar þjóðir á jafnrétt-
isgrundvelli
Vald forseta Íslands verði ekki
skert. Alþingi og ríkisstjórn verði
settar siðareglur. Ráðherrar og
þingmenn beri ábyrgð á gerðum
sínum. Taka upp persónukjör í
stað flokkakjörs. Vægi atkvæða
sé jafnt um allt land.
Þjóðaratkvæðagreiðslur um
einstök mál skal halda ef þess er
óskað af forseta Íslands eða
a.m.k. 1⁄3 alþingismanna eða
ákveðins hluta kosningabærra
landsmanna – t.d. 10%.
Öll stjórnsýsla og ákvarð-
anataka á að vera gegnsæ, heið-
arleg og grundvallast á hags-
munum þjóðarinnar.
Náttúru landsins skal vernda
og raska ekki meira en brýna
nauðsyn ber til.
Ekki slíta sambandi ríkis og
kirkju. Kirkjan hafi verkefni á
sviði félags- og mannúðarmála.
Ganga úr Schengen en eiga
gott samstarf við löggæsluaðila í
öðrum löndum. Taka upp fulla
vegabréfaskoðun og landamæra-
gæslu Íslands.
Íslenska ein sé tunga lands-
manna. Rækt skal leggja við hana
og menningu okkar. www.lands-
menn.is.
Virðingarfyllst.
Fyrir hvað stendur 5031?
Eftir Baldur
Ágústsson
Baldur Ágústsson
Höfundur er fv. framkvæmdastj.
og frambjóðandi í forsetakosningum
2004. Frambj. 5031.
Elzta kynslóðin,
sem naut þess að
alast upp í frjálsu
landi og fagnaði stofn-
un lýðveldis 17. júní
1944, gerir sér naum-
ast grein fyrir hyldýpi
hinna ráðnu svika við
sínar helgustu fram-
tíðarsýnir – þær sem
allar rættust. Mitt á
meðal okkar eru þeir
sem hyggjast svíkja draum lands-
ins: frelsið og fullveldið til að
stjórna okkur sjálf, til að stýra
framtíðinni á heillaveg til hagsbóta
þjóðinni.
Samfylkingin hyggst leggja Ís-
land eins og lamb í sláturtíð inn í
allsherjarsamvinnufélag Evrópu:
ESB, sem krefst fullveldisréttinda
landanna (og D. Strauss-Kahn
brýnir ESB til að taka enn meiri
fullveldisréttindi af þeim) til að
nota í viðlögum eða að
vild og með yfirburð-
um stóru ríkjanna
þar: Gömlu nýlendu-
veldin Bretland,
Frakkland, Þýzkaland
og Spánn, sem öll
stunduðu hér veiðar,
fá 53,64% at-
kvæðavægi í hinu
volduga ráðherraráði
ESB í Brussel frá
2014. Ef Össurar-
flokknum tekst að
svíkja Ísland í hendur
þeirra, gætu þau afnumið þar í
einu vetfangi „regluna“ um hlut-
fallslegan stöðugleika, sem sami
flokkur hefur ásamt útsendurum
ESB skrökvað að dugi okkur sem
lífakkeri til að vera áfram einok-
unarafl á fiskimiðum hér við land!
Í krafti fullveldis gátum við
stýrt okkar málum sjálf, fært út
landhelgina úr 3 í 4, í 12, 50 og 200
mílur og haslað okkur þann völl
sem fyrra fullveldisleysi hafði
meinað okkur. Enn gagnast þetta
fullveldi til að hafa allan rétt til
130.000 t makrílveiða, þvert gegn
kröfu ESB um 26.000 t hámark!
Hver er afstaða frambjóðenda?
Á að halda löggjafarvaldi óskertu
innan lands, í höndum þings, for-
seta og þjóðar og skv. stjórn-
arskrárbundnu ákvörðunarferli?
Eða vilja menn greiða götu erlends
valds hér á landi, með tillögum
fullveldis-framsalsmanna? Gerum
frekar kröfu um að samþykki
AUKINS meirihluta, t.d. 3⁄4
greiddra atkvæða, þurfi til að
framselja vald í hendur erlendu
stórríki!
Gerum ekki lýðveldið ber-
skjaldað gagnvart skyndiáhlaupi
ESB-vina á stjórnlagaþingi. Kjós-
um einungis fullveldissinna!
Miklu nánar á dv.is/stjornlagat-
hing/jon-valur-jensson/
Hvers virði er
fullveldi þjóðar?
Eftir Jón Val
Jensson
Jón Valur Jensson
Höfundur er guðfræðingur og
prófarkalesari og býður sig fram
til stjórnlagaþings.
Það er óhætt að
segja að nýliðinn
áratugur sé einn sá
viðburðaríkasti í Ís-
landssögunni. Eftir
hátt flug og efna-
hagshrun erum við
mitt í því að reyna að
átta okkur á leiðum
út úr ógöngunum.
Lengi hefur lýðræð-
iskerfið gert lítið úr
áhrifum almennings.
Atkvæðavægi er ekki jafnt.
Framkvæmdavaldið hefur helj-
artök á löggjafarvaldinu og það
skipar dómara. Óeðlilega mikið
um kunningjaráðningar í op-
inberar stöður og mál virðast af-
greidd með eiginhagsmuni að
leiðarljósi fremur en heildar-
innar. Enginn virðist sáttur við
kvótakerfið nema þeir sem sölsað
hafa kvótann undir sig. Nú síðast
hefur einkaaðilum tekist að finna
leið til að eigna sér
orkuauðlindir Ís-
lands. Undir niðri
kraumar reiðin. Fólk-
ið heimtar breytingar
– raunverulegar
breytingar.
Friðsamleg
bylting
Ég vil benda fólki
á að breyting á
stjórnarskrá ís-
lenskra lýðveldisins
er rökrétt framhald
hinna kröftugu mót-
mæla sem áttu sér stað í árs-
byrjun 2009. Þeir stjórn-
unarhættir, það
lýðræðisfyrirkomulag, sem Ís-
lendingar hafa búið við und-
anfarna áratugi hefur runnið sitt
skeið á enda. Eina leiðin til sátta
í íslensku samfélagi felst í því að
auka lýðræði í landinu. Flokka-
kerfið og kjördæmaskipan, með
tilheyrandi mismunun atkvæða-
magns er meingallað. Taka verð-
ur til í stjórnsýslunni, gera verð-
ur skýran greinarmun á
framkvæmda-, löggjafar- og
dómsvaldi. Auðlindir þær sem Ís-
land hefur upp á að bjóða mega
ekki vera í einkaeigu; það skal
einungis nota þær í þágu heildar-
innar og það á sjálfbærann hátt.
Breyting á stjórnarskránni er í
raun viðleitni til friðsamlegrar
byltingar.
Er stjórnlagþing nú óþarft?
Að breyta stjórnarskrá lýðveld-
isins nú þannig að almenningur
fái beinni þátt í stjórnun landsins
er lykilatriði ef sátt á að nást.
Aðhald þarf í stjórnsýslunni og
það skal vera hjá þjóðinni sjálfri.
Framkvæmd kosninganna er
stórkostleg tilraun til að koma
hér á breytingum á friðsamlegan
hátt í sæmilegri sátt. Því hvet ég
alla Íslendinga til að taka þátt og
kjósa næstkomandi laugardag.
Að breyta stjórnkerfi
á friðsamlegan hátt
Eftir Þór Ludwig
Stiefel
Þór Ludwig
Stiefel
Höfundur er listamaður og er fram-
bjóðandi til stjórnlagaþings #9827.
V i n n i n g a s k r á
30. útdráttur 25. nóvember 2010
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
7 1 6 5 1
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
1 1 7 5 9 1 3 1 2 2 7 3 6 6 1 7 5 5 6 0
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
649 10653 40890 56030 62003 71752
9235 18281 49640 60411 71509 74933
V i n n i n g u r
Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur)
4 1 7 3 8 2 5 8 1 4 4 8 0 3 0 2 2 1 4 5 8 0 6 5 0 9 6 9 6 1 5 8 9 7 1 9 3 7
4 3 6 6 9 8 0 9 1 5 6 5 5 3 1 7 9 9 4 6 0 9 5 5 2 0 9 1 6 3 0 3 7 7 3 1 1 8
4 5 8 3 9 8 5 6 1 6 1 4 1 3 5 4 7 3 4 6 2 9 5 5 3 6 9 3 6 3 6 2 2 7 3 1 4 9
4 8 8 4 1 0 5 2 5 1 8 6 7 7 3 7 0 5 1 4 6 5 9 6 5 5 0 8 2 6 4 8 8 3 7 3 4 4 6
5 6 0 7 1 0 9 7 9 1 9 5 9 4 3 9 7 6 2 4 7 7 1 0 5 5 8 2 4 6 4 9 5 6 7 5 0 7 0
5 7 1 4 1 1 3 0 9 2 1 8 8 7 4 0 6 4 2 4 8 5 0 1 5 6 1 0 8 6 5 1 2 2 7 5 9 1 8
6 3 8 2 1 2 1 8 3 2 2 0 8 1 4 1 3 3 2 4 8 6 2 2 5 6 5 3 4 6 6 2 8 1 7 5 9 2 7
7 3 0 2 1 2 5 6 1 2 5 2 5 9 4 1 8 2 7 4 9 7 2 0 5 7 4 0 3 6 8 2 9 5 7 8 3 3 4
7 7 8 5 1 3 7 7 3 2 7 9 6 1 4 4 2 8 8 5 0 0 7 1 5 8 9 1 1 7 1 0 6 6 7 8 6 6 0
7 8 3 2 1 4 1 5 1 2 8 8 4 7 4 5 7 8 4 5 0 1 2 3 6 1 3 1 2 7 1 5 6 1 7 8 7 4 4
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
2 3 5 8 6 5 8 2 1 5 7 0 2 9 9 3 8 3 9 9 9 7 5 1 8 5 0 6 0 9 6 7 7 1 8 0 6
7 7 3 8 7 0 9 2 1 7 5 0 3 0 0 2 0 4 0 5 9 8 5 2 6 0 3 6 1 5 1 5 7 2 6 1 1
1 6 2 4 9 3 2 9 2 2 7 2 6 3 0 3 9 9 4 0 6 9 0 5 2 6 7 9 6 1 5 7 6 7 2 8 3 6
1 9 5 1 9 3 4 0 2 2 9 2 2 3 0 4 6 2 4 1 5 3 2 5 3 0 5 2 6 1 8 6 6 7 2 9 6 9
2 1 3 7 9 4 9 5 2 3 1 8 8 3 0 5 7 0 4 2 5 2 1 5 3 1 5 7 6 2 0 5 6 7 3 5 2 0
2 6 5 4 1 0 1 9 5 2 3 1 9 6 3 0 8 0 5 4 3 6 8 6 5 3 4 0 7 6 2 5 4 0 7 4 1 3 7
2 7 5 0 1 0 2 3 5 2 3 5 7 5 3 0 8 4 7 4 4 3 6 5 5 3 4 5 7 6 2 8 2 4 7 4 5 3 3
2 7 5 1 1 1 0 5 7 2 3 8 6 1 3 0 9 3 4 4 4 6 6 7 5 3 5 7 1 6 2 8 3 1 7 4 9 6 1
2 8 7 2 1 1 2 3 2 2 3 9 8 3 3 0 9 8 2 4 4 6 8 6 5 4 0 6 7 6 3 0 0 0 7 5 4 5 2
3 0 6 7 1 1 4 5 3 2 4 3 1 1 3 1 1 2 2 4 4 7 4 1 5 4 3 5 4 6 3 0 4 7 7 5 6 5 4
3 4 0 5 1 1 5 2 1 2 4 3 4 9 3 1 8 9 9 4 4 8 9 6 5 4 9 4 8 6 4 0 2 8 7 5 7 9 2
3 4 7 2 1 1 5 3 6 2 4 4 2 5 3 2 5 1 0 4 5 3 0 5 5 5 4 7 0 6 4 3 0 4 7 5 9 8 4
3 8 8 0 1 1 9 6 4 2 4 4 9 8 3 2 5 1 1 4 5 3 8 7 5 6 5 3 6 6 4 8 5 0 7 6 4 0 2
3 9 0 9 1 2 0 5 0 2 5 3 2 3 3 2 9 7 3 4 5 7 3 1 5 6 5 4 5 6 5 9 0 0 7 7 0 5 4
4 0 3 7 1 2 1 0 6 2 5 4 1 5 3 3 2 4 2 4 6 7 0 8 5 6 6 2 4 6 5 9 8 8 7 7 2 5 2
4 5 2 2 1 3 1 9 9 2 5 5 2 5 3 3 4 4 6 4 7 0 4 9 5 6 8 2 7 6 6 2 1 3 7 7 4 0 9
5 0 1 4 1 3 3 6 5 2 5 5 4 3 3 3 6 0 3 4 7 2 1 6 5 6 8 7 3 6 6 3 4 5 7 7 5 7 3
5 1 9 2 1 3 5 4 2 2 5 6 1 5 3 3 8 3 3 4 7 7 6 0 5 7 3 3 7 6 6 8 0 2 7 7 7 0 7
6 0 1 6 1 4 4 6 8 2 5 9 7 9 3 3 8 7 7 4 8 0 3 8 5 7 5 0 0 6 6 8 3 8 7 8 1 7 4
6 6 1 6 1 5 5 6 7 2 6 3 3 8 3 3 9 1 3 4 8 1 1 1 5 7 6 2 5 6 7 0 8 3 7 8 2 0 5
6 8 4 2 1 6 1 8 4 2 6 3 6 0 3 4 7 5 7 4 8 1 3 1 5 7 9 3 0 6 7 2 9 9 7 8 5 5 0
6 9 0 2 1 7 8 5 3 2 6 5 8 6 3 4 8 8 4 4 8 5 1 9 5 8 3 9 8 6 7 4 1 6 7 8 6 3 0
7 5 7 1 1 8 0 1 3 2 6 8 3 9 3 5 4 7 0 4 9 8 9 8 5 8 7 6 7 6 7 7 6 5 7 8 7 4 9
7 6 7 3 1 8 0 9 1 2 7 1 3 7 3 5 5 9 8 5 0 4 2 3 5 8 8 8 9 6 7 8 1 8 7 8 7 6 4
7 6 8 2 1 8 1 3 6 2 7 6 1 3 3 6 0 6 0 5 0 4 2 9 5 9 0 0 3 6 8 0 2 2 7 9 3 9 6
7 8 2 9 1 8 2 8 3 2 7 6 2 7 3 6 2 9 8 5 0 5 0 4 5 9 4 4 3 6 8 2 4 4 7 9 5 6 7
7 9 0 9 1 8 3 3 6 2 7 8 7 8 3 7 6 2 6 5 0 5 0 8 5 9 6 6 8 6 8 4 2 7
8 1 5 5 1 8 5 7 9 2 7 9 0 3 3 8 2 8 8 5 0 6 1 1 5 9 9 4 5 6 8 8 5 4
8 2 3 0 1 9 0 1 6 2 8 0 9 8 3 8 4 0 0 5 0 7 1 7 6 0 0 6 1 7 0 1 4 7
8 3 3 4 1 9 2 3 9 2 8 5 0 8 3 9 3 1 2 5 0 8 7 4 6 0 4 5 8 7 0 3 0 7
8 5 6 4 1 9 8 3 0 2 9 0 8 7 3 9 5 3 7 5 1 2 3 3 6 0 8 1 2 7 0 9 2 5
8 6 4 5 2 0 3 5 3 2 9 6 8 5 3 9 7 9 3 5 1 2 8 7 6 0 8 6 0 7 1 4 2 4
Næsti útdráttur fer fram 2. des 2010
Heimasíða á Interneti: www.das.is