Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010
www.baendaferdir.is s: 570 2790
Sp
ör
eh
f.
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
10. - 26. mars 2011
Fararstjórar: Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
& Kjartan Ragnarsson
Mexíkó
dularfull og litskrúðug
Mexíkó er sannkölluð paradís þeirra sem hafa áhuga á menningu, sögu, landi og
þjóð. Við kynnumst mótsagnakenndri náttúru landsins, fjöllunum, regnskógunum og opnu sléttunum.
Fáum einnig innsýn í lífið í landinu og skoðum þær fjölmörgu áhugaverðu minjar sem forfeðurnir létu
eftir sig, m.a. hina fornu menningu Azteka og Maya. Skoðuð verða stórkostleg hof og píramídar, sem
færa sönnur á háþróaða menningu innan stjörnufræði, stærðfræði og byggingarlistar. Sólarpíramídinn
og Tunglpíramídinn verða skoðaðir, áhugaverð söfn, hið 200 ára gamla tré, Tule, farið í bátsferð eftir
Sumidero gljúfrinu og þorp indíána heimsótt. Dvalið fyrstu næturnar í Mexíkóborg og þaðan haldið til
Tequesquitengo, áfram til Oaxaca, Tuxtla og San Cristóbal de la Casas, þar sem einmitt fararstjórar
ferðarinnar bjuggu. Þar settust nýlenduherrar að og þar búa Maya indíánar enn í dag í fjallshlíðunum
allt um kring. Ferðin heldur áfram til Palenque, Chichen Itzá og Merida þar sem minjar hinnar fornu
borgar Maya verða skoðaðar. Síðasti áfangastaður okkar er borgin Cancun og gefst þar tækifæri til að
slappa aðeins af á glæsilegum stað áður en haldið er heim á leið.
Kynningarfundur verður haldinn 9. desember kl. 20:00 í Síðumúla 2, 2. hæð.
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Nokkur munur er á milli landshluta
hvað lesskilning, stærðfræðilæsi og
læsi á náttúrufræði varðar, sam-
kvæmt niðurstöðum PISA-rann-
sóknarinnar, sem kynntar voru í vik-
unni. Að sama skapi hefur þróunin
verið nokkuð ólík frá því Ísland tók
fyrst þátt í könnuninni árið 2000.
Námsmatsstofnun sér um fram-
kvæmd rannsóknarinnar hér á landi,
en alls tóku 65 þjóðir þátt í henni nú.
PISA er ætlað að meta lesskilning
og læsi 15 ára nemenda í stærðfræði
og náttúrufræði, með það fyrir aug-
um að meta hvað bestu nemendur
eru færir um og hvar úrbóta er
mögulega þörf hjá þeim verr standa
sig.
Aukinn breytileiki milli skóla
Í rannsókninni er Íslandi skipt upp
í 9 landshluta, sem samsvara kjör-
dæmaskiptingu landsins eins og hún
var fram að síðustu breytingu. Þá
urðu kjördæmin færri og stærri, sem
torveldar samanburð milli ára.
Samkvæmt niðurstöðum nýjustu
könnunarinnar er hægt að skýra 18%
af breytileika í lesskilningi íslenskra
nemenda með því í hvaða skóla þeir
eru. Þetta hlutfall hefur aukist tölu-
vert frá árinu 2000, þegar það var
7%. Skýrsluhöfundar leggja áherslu
á að með þessari þróun sé fylgst, þar
sem ekki sé æskilegt að breytileikinn
verði of mikill. Til þess ber jafnframt
að líta að tölur af fjölmennustu svæð-
unum eru áreiðanlegastar, þar sem
þau eru ekki jafn næm fyrir breyt-
ingum á milli árganga, eða „náttúru-
legum breytileika,“ eins og skýrslu-
höfundar komast að orði.
Hvað lesskilning varðar hefur þró-
unin á landsvísu verið jákvæð frá
árinu 2006, eftir að honum hafði farið
aftur frá árinu 2000. Breytingarnar
eru óvíða miklar, en jákvæð umskipti
á höfuðborgarsvæðinu vega þungt,
þar sem 2⁄3 allra nemenda búa þar.
Aðeins á Vestfjörðum og Norður-
landi eystra dregur úr lesskilningi,
en breytingin er afar lítil, og raunar
ómarktæk.
Breytingar tæpast marktækar
Breytingar á milli kannana eru
mest áberandi þegar horft er til
stærðfræðilæsis. Á Suðurnesjum og
Vestfjörðum hefur það minnkað
samfellt frá árinu 2003. Í þessum
landshlutum, auk Norðurlands
eystra og á Austurlandi hefur stærð-
fræðilæsi minnkað mest frá árinu
2006. Á landinu öllu var marktæk
breyting til hins verra á árabilinu
2003 til 2006, en frá 2006 til 2009 er
hún ekki marktæk. Þar vegur smá-
vægileg framför í fjölmennustu
landshlutunum, t.d. á höfuðborgar-
svæðinu, upp á móti afturförinni sem
orðið hefur sums staðar á landinu.
Suðurnesin reka lestina
Læsi í náttúrufræði var fyrst
mæld árið 2006. Samanburður við
þróun stærðfræðilæsis sýnir að þess-
ar greinar virðast haldast nokkuð í
hendur. Breytingar á landsvísu eru
ekki stórvægilegar, en sýnilegust er
afturförin á Vestfjörðum og Norður-
landi eystra. Náttúrufræðilæsi er
hins vegar áberandi minnst á Suð-
urnesjum, en sá landshluti rekur
einnig lestina í almennum lesskiln-
ingi og stærðfræðilæsi. Skýrsluhöf-
undar benda á það að þótt breytingar
geti verið litlar sé vert að skoða nán-
ar þau svæði þar sem þróunin er sú
sama frá einu tímabili til annars.
Slíkt geti varla verið tilviljun, og
hvert tilvik fyrir sig þurfi að skoða.
Þróun læsis ólík eftir landshlutum
Ákveðin umskipti hafa orðið milli kannana á læsi 15 ára grunnskólanema Þróunin þó ólík eftir
landshlutum Viðvarandi neikvæð þróun í ákveðnum landshlutum gefur tilefni til frekari skoðunar
Skilningur á stærðfræði eftir landshlutum
600
580
560
540
520
500
480
460
440
420
400
Reykjavík Nágrenni
Reykjavíkur
Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurland
vestra
Norðurland
eystra
Austurland Suðurland
2000 2003 2006 2009
52
0
52
2
50
4 5
15 51
5 52
0
50
5 51
1
49
6 50
5
48
6
4
81
50
4
50
1
50
2
50
0
50
0
52
3
51
1
4
86
52
8
51
8 52
4
51
5
51
4
51
2 51
9
49
5
52
4
52
3
49
5 50
3
50
7
49
1 50
0 50
7
PISA er umfangsmesta rann-
sókn heims á lestrarfærni sem
gerð hefur verið. Verkefni og
spurningar í könnuninni eru
þróaðar af sérfræðingum í þátt-
tökuríkjunum, og þau lögð fyrir
15 ára nemendur. Rannsóknin er
ekki einungis gagnleg til þess
að bera lönd saman, heldur
einnig hvernig staða mála innan
lands breytist með tímanum, og
eins innbyrðis þróun milli lands-
hluta. Á Íslandi hefur neikvæð
þróun framan af sl. áratug nú
snúist við um mestallt land.
Gagnlegur
samanburður
PISA-RANNSÓKNIN
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Séra Gísli Jónasson, prófastur og
sóknarprestur í Breiðholtskirkju,
óttast afleiðingarnar fyrir barna-
starf kirkjunnar verði tillögur mann-
réttindaráðs Reykjavíkur að reglum
um samskipti leik- og grunnskóla og
frístundaheimila borgarinnar við
trúfélög samþykktar. Gísli segir að
fyrir nokkrum árum hafi verið
ákveðið að mynda samfelldan skóla-
dag og beina tómstundastarfi inn á
þann tíma. Hann telur að með tillög-
unum eigi að útiloka tengingu
kirkjustarfsins og starfsins í frí-
stundaheimilum og skólum.
Börn sótt í frístundaheimili
„Hér í Breiðholtskirkju erum við
með starf fyrir 6-9 ára börn. Starfs-
maður fer í frístundaheimilið Bakka-
sel og sækir börn sem vilja taka þátt
í þessu starfi. Börnin gera það öll
með skriflegu leyfi foreldra. For-
eldrarnir sækja svo börnin í kirkj-
una,“ sagði séra Gísli. Hann sagði að
mannréttindaráð vilji afnema þessi
beinu tengsl við kirkjuna.
Frístundaheimilið Bakkasel heyr-
ir undir frístundamiðstöðina Mið-
berg í Gerðubergi, Helgi Eiríksson,
forstöðumaður Miðbergs, sagði um-
ræðuna um „skutlið“ alþekkta. Hann
sagði það sama gilda um kirkjuna,
íþróttafélög, skátafélög eða dans.
„Við reynum að koma til móts við
alla. Börnum sem eru skráð í kirkju-
starf eða annað tómstundastarf á
okkar starfstíma er fylgt í starfið,“
sagði Helgi. Hann kvaðst ekki líta
svo á að í tillögum mannréttindaráðs
væri frekar settur þröskuldur við
kirkjustarf en annað starf. „Við
styðjum við allt starf sem við getum.
Ef foreldrar óska
eftir að börn
þeirra taki þátt í
einhverju starfi í
hverfinu þá reyn-
um við að koma til
móts við það. En
við förum ekki
með hóp af börn-
um í kirkjustarf
nema foreldrarn-
ir hafi skráð þau, ekki frekar en í
íþróttir eða annað.“
Samstarf við nærsamfélagið
Gísli sagði að Breiðholtskirkja og
Breiðholtsskóli ættu samstarf um
Barnakór Breiðholtskirkju. Organ-
isti kirkjunnar stjórnar kórnum sem
æfir í skólanum utan skólatíma.
Börnin koma úr frístundaheimilinu
og annars staðar að til að taka þátt í
kórnum.
„Þetta er partur af því að vera í
góðu samstarfi við nærsamfélagið,“
sagði Sigþór Magnússon, skólastjóri
Breiðholtsskóla. Hann kvaðst telja
eðlilegt að samstarf væri á milli skól-
ans og kirkjunnar svo lengi sem það
væri á forsendum skólans.
„Enda hefur Reykjavíkurborg
hvatt til þess í mörg ár að skólarnir
séu í miklu samstarfi við nærsam-
félagið,“ sagði Sigþór. „Ég skil ekki
hvernig nærsamfélagið hættir þegar
kemur að kirkjutröppunum.“ Hann
sagði að skólinn hefði ekki notað kór-
inn mikið, en það hafi þó komið fyrir
að hann hafii sungið í skólanum.
Sigþór kvaðst aðspurður vita til
þess kirkjuferðir fyrir jólin hafi vald-
ið erfiðleikum í sumum grunnskól-
um. Hann sagði að ekki hafi verið
farið í slíkar ferðir úr Breiðholts-
skóla en þær hafi tíðkast í öðrum
grunnskólum í Breiðholti.
Óttast um fram-
tíð barnastarfs
Telur tillögu útiloka núverandi tengsl
Sr. Gísli Jónasson