Morgunblaðið - 09.12.2010, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.12.2010, Qupperneq 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Nýr meirihluti borg- arstjórnar Reykjavík- ur hefur lagt fram, til fyrri umræðu, fjár- hagsáætlun fyrir árið 2011. Þar kemur fram sterk fjárhagsstaða borgarinnar og við- snúningur í rekstri eft- ir efnahagshrunið, en blikur eru á lofti um að breyting sé að verða á þegar útkomuspá árs- ins er skoðuð. Fjárhagsáætlunin er sögð blönduð leið hagræðingar, hækkunar þjónustugjalda og hækk- unar útsvars með yfirskriftinni „Velferð í fyrirrúmi“. Það kemur á óvart að árangur fjármálastjórnar síðustu tveggja ára sé ekki hafður að leiðarljósi, þar sem skattar og þjónustugjöld hafa ekki hækkað í tvö ár, en handbært fé aukist. Í umræðunni hefur komið fram að fjárhagsleg staða borg- arinnar sé sterk og handbært fé sé til upp á rúma 17 milljarða. Sú tala er 6 milljörðum hærri en handbært fé borgarinnar var í lok árs 2008 og er til komin vegna hagræðingar í rekstri, lægri launakostnaðar, hærri fjármagnstekna, aukins kostnaðar- eftirlits og frestunar framkvæmda seinnipartinn á þessu ári. Þessi við- snúningur í rekstri náðist án gjald- skrár- og skattahækkana og því koma þessar skattahækkanatillögur núna mjög á óvart og eru þvert á stefnu sem skilaði ár- angri. Reykjavík- urborg var fyrst til að gera sérstaka aðgerð- aráætlun vegna efna- hagshrunsins haustið 2008 þar sem mótuð var stefna sem fylgt hefur verið a.m.k. fram á mitt þetta ár. Í áætl- uninni voru skýr skila- boð til allra starfs- manna borgarinnar til hvers væri ætlast um leið og starfsöryggi fastráðinna starfs- manna var tryggt. Eins voru gefin út skýr skilaboð til Reykvíkinga um að engar álögur yrðu hækkaðar næstu tvö árin og við það var staðið. Þessu til viðbótar var sett fjármagn til framkvæmda til þess að halda uppi atvinnustigi og hefur Reykjavíkurborg sett meira fé til framkvæmda eftir hrun en nokkur annar opinber aðili. Rekstrartölur sýna verulegan viðsnúning til hins betra þrátt fyrir hrunið og því veld- ur það bæði undrun og vonbrigðum að nýr meirihluti í borginni skuli ekki halda áfram á sömu braut. Skorið á sjálfvirka útþenslu kerfisins Það sem réð mestu í hagræðingu aðgerðaráætlunarinnar er án efa ráðningarbannið. Með því var tekið fyrir sjálfvirka útþenslu kerfisins og yfirmönnum gert skylt að gera sér- staklega grein fyrir nýráðningum fyrir sérstakri ráðningarnefnd. Virkar nöturlegt en er samt nauð- synlegt við þessar aðstæður. Töl- urnar tala sínu máli. Launakostn- aður Reykjavíkurborgar var rúmir 34 milljarðar árið 2007, en var á bilinu 26-28 milljarðar 2008 og 2009. Inni í þessum tölum er flutningur heimahjúkrunar frá ríki til borgar og fyrstu skref í flutningi málefna fatlaðra. Þar var 120 stöðugildum bætt við á einu bretti, en þrátt fyrir það lækkaði launakostnaðurinn frá því sem var 2007. Á þessu ári stefn- ir launakostnaður í rúman 31 millj- arð sem er tæpum milljarði meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ef það verður niðurstaðan er það í fyrsta skipti eftir hrun sem launaliðurinn fer fram úr áætlun og er vonandi ekki vísbending um einhvern slaka í fjármálastjórninni á seinni hluta ársins. Sem dæmi um það hvernig kerfið virkaði má geta þess að fjármálaskrifstofan gerði ráð fyrir 40 milljarða launakostnaði fyrir árið 2009, að öllum líkindum samkvæmt fyrri reynslu um launaþróun hjá borginni. Niðurstaðan var 28 millj- arðar. Aðgerðaráætlunin sýndi hvernig hægt er að stöðva sjálfvirka útþenslu kerfisins og þess vegna gefur útkomuspá ársins 2010 fullt tilefni til að spyrja hvort sjálfvirk eyðsla hafi verið ræst á ný? Starfsfólkið í lykilhlutverki Það er mín sannfæring að skila- boð stjórnenda haustið 2008 til starfsmanna Reykjavíkurborgar um að engum fastráðnum starfsmanni yrði sagt upp vegna hagræðingar hafi skilað sér í ríkum mæli bæði hvað varðar sparnað í rekstri og ekki síður velvilja og þakklæti starfsmanna nú þegar afleiðingar atvinnuleysisins eru betur að koma í ljós. Ákvarðanir eins og niður- skurður á yfirvinnu og almenn hag- ræðing sem starfsfólkið hefur borið hitann og þungann af, hefur skilað umtalsverðum fjármunum og sýnir hversu mikils virði það er að hafa allt starfsfólk með sér í jafn um- fangsmiklum aðgerðum og fjárhags- áætlun sveitarfélags er. Sú aðferð borgarstjórnar að virkja starfsfólkið og kalla eftir tillögum þess til sparnaðar vakti eftirtekt og var til- nefnd til verðlauna evrópskra höf- uðborga. Fjárhagsáætlun er stefnumótun Fyrir nýtt framboð eins og Besta flokkinn sem er að vinna sína fyrstu fjárhagsáætlun er lykilatriði að nota fjárhagsáætlunina sem stefnumót- unarplagg. Þar þarf að koma fram hvert sá flokkur er að fara og fyrir hvað hann stendur. Því hefur verið haldið fram að hann sé Trjóuhestur Samfylkingarinnar og það er ekkert í þessari fjárhagsáætlun sem af- sannar það. Nýr meirihluti þarf að koma skilaboðum til starfsmanna borgarinnar um hvers sé ætlast til af þeim og starfsmenn þurfa að vita hver staða þeirra sé gagnvart nýj- um valdhöfum. Uppsagnir hjá Orkuveitunni hafa valdið mikilli óvissu meðal starfsmanna borg- arinnar og borgarstjórinn er sá eini sem getur eytt þeirri óvissu, nema hann vilji viðhalda henni. Það er mín skoðun að meirihlutinn ætti að taka meira mið af tillögum minni- hlutans og nýta sér árangurinn af fjármálastjórn Reykjavíkur síðustu tveggja ára. Einnig blasir við tæki- færið til að breyta stjórnmálahefð- inni, en fyrstu skrefin til þess voru tekin í borgarstjórn Reykjavíkur á síðasta kjörtímabili. Ekkert af þessu gat ég fundið í frumvarpi, greinargerð og ræðu borgarstjóra við fyrri umræðu um fjárhags- áætlun, en margt getur breyst milli umræðna. Samvinnustjórnmálin á seinni hluta síðasta kjörtímabils skiluðu ekki bara friði á vettvangi borgarstjórnar eftir verulegt umrót, heldur líka starfsöryggi og veruleg- um árangri í rekstri. Á þeim grunni á að byggja til framtíðar. Eftir Óskar Bergsson » Aðgerðaráætlunin sýndi hvernig hægt er að stöðva sjálfvirka útþenslu kerfisins og þess vegna gefur út- komuspá ársins 2010 fullt tilefni til að spyrja hvort sjálfvirk eyðsla hafi verið ræst á ný? Óskar Bergsson Höfundur er fyrrverandi formaður borgarráðs. Þvert á stefnu sem skilaði árangri Auga Þegar flogið var yfir gosgíginn í Eyjafjallajökli í fyrradag mátti sjá að enn rýkur úr honum en almannavarnastig hefur verið lækkað frá neyðarstigi niður á óvissustig vegna eldgossins. Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.