Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 METSÖLULISTI BÓKAVERSLANA byggir á upplýsingum frá flestum bókaverslunum landsins og öðrum verslunum sem selja bækur (stórmörkuðum, bensínstöðvum o.fl.) . Þessar verslanir eru eftirtaldar: Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðin Iða, Bóksala stúdenta, Bónus, Hagkaup, Krónan, Kjarval, Nóatún, N1, Nettó, Office 1, Penninn - Eymundsson og Samkaup. Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman listann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda. Metsölulisti Félags bókaútgefenda 29. nóvember til 5. desember Allar bækur 1 Léttir réttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Hagkaup 2 Furðustrandir - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 3 Ég man þig - Yrsa Sigurðardóttir / Veröld 4 Stóra Disney matreiðslubókin - Ýmsir höfundar / Edda 5 Gunnar Thoroddsen - Guðni Th. Jóhannesson / JPV útgáfa 6 Eyjafjallajökull - Ari Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðsson / Uppheimar 7 Bók fyrir forvitnar stelpur! - Þóra Tómasdóttir/Kristín Tómasdóttir / Veröld 8 Þokan - Þorgrímur Þráinsson / Mál og menning 9 Útkall, pabbi hreyflarnir loga - Óttar Sveinsson / Útkall 10 Ertu Guð, afi? - Þorgrímur Þráinsson / Vaka- Helgafell Íslensk skáldverk 1 Furðustrandir - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 2 Ég man þig - Yrsa Sigurðardóttir / Veröld 3 Ljósa - Kristín Steinsdóttir / Vaka- Helgafell 4 Svar við bréfi Helgu - Bergsveinn Birgisson / Bjartur 5 Morgunengill - Árni Þórarinsson / JPV útgáfa 6 Handritið að kvikmynd - Bragi Ólafsson / Mál og menning 7 Mér er skemmt - Einar Kárason / Mál og menning 8 Önnur líf -Ævar Örn Jósepsson / Uppheimar 9 Heimanfylgja - Steinunn Jóhannesdóttir / JPV útgáfa 10 Mörg eru ljónsins eyru - Þórunn Valdimarsdóttir / JPV útgáfa Barnabækur 1 Bók fyrir forvitnar stelpur! - Þóra Tómasdóttir/Kristín Tómasdóttir / Veröld 2 Þokan - Þorgrímur Þráinsson / Mál og menning 3 Ertu Guð afi? - Þorgrímur Þráinsson / Vaka- Helgafell 4 Jólasyrpa 2010 - Disney / Edda 5 Jólasmásyrpa 2010 - Disney / Edda 6 Lítil saga um latan unga - Guðrún Helgadóttir / Vaka-Helgafell 7 Þú getur eldað! - Annabel Karmel / Vaka-Helgafell 8 Jólasveinarnir - Iðunn Steinsdóttir / Salka 9 Töframaðurinn - Michael Scott / JPV útgáfa 10 Helgi skoðar heiminn - Njörður P. Njarðvík / Uppheimar Þýdd skáldverk 1 Hreinsun - Sofi Oksanen / Mál og menning 2 Dávaldurinn - Lars Kepler / JPV útgáfa 3 Myrkvun - Stephanie Mayer / JPV útgáfa 4 Hjartaþeginn - Mary Higgins Clark / Bifröst 5 Danskennarinn snýr aftur - Henning Mankell / Mál og menning 6 Borða, biðja, elska - Elisabeth Gilbert / Salka 7 Hringnum lokað - Michael Ridpath / Veröld 8 Fæddur í dimmum skugga - Andrea Busfield / JPV útgáfa 9 Maðurinn sem var ekki morðingi - Hjorth & Rosenfeldt / Bjartur 10 Sigurvegarinn stendur einn - Paulo Coelho / JPV útgáfa Fræði og almennt efni 1 Léttir réttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Hagkaup 2 Stóra Disney matreiðslubókin - Ýmsir höfundar / Edda 3 Eyjafjallajökull - Ari Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðsson / Uppheimar 4 Útkall, pabbi hreyflarnir loga - Óttar Sveinsson / Útkall 5 Eldað með Jóa Fel. - Jóhannes Felixson / Jói Fel 6 Dömusiðir Tobbu - Þorbjörg Alda M arinósdóttir / Bókafélagið 7 Spilabókin - Þórarinn Guðmundsson / Bókafélagið 8 Lífsleikni Gillz - Egill Gillz Einarsson / Bókafélagið 9 Einfalt með Kokkalandsliðiðinu - Ýmsir höfundar / Sögur 10 Öldin okkar 1996-2000 - Ýmsir höfundar / Iðunn Æviminningar 1 Gunnar Thoroddsen - Guðni Th. Jóhannesson / JPV útgáfa 2 Jónína Ben - Sölvi Tryggvason / Sena 3 Alvara leiksins - ævisaga Gunnars Eyjólfssonar - Árni Bergmann / JPV útgáfa 4 Þóra Biskups og raunir íslenskrar.... - Sigrún Pálsdóttir / JPV útgáfa 5 Það reddast - Inga Rósa Þórðardóttir / Hólar 6 10.10.10 - atvinnumannssaga Loga Geirssonar - Henry Birgir Gunnarsson / Vaka-Helgafell 7 Á valdi örlaganna - Þórunn Sigurðardóttir / JPV útgáfa 8 Hið dökka man - saga Catalinu - Jakob Bjarnar Grétarsson / Bókafélagið 9 Guðrún Ögmundsdóttir - Hjartað ræður för - Halla Gunnarsdóttir / Veröld 10 Árni Matt: Frá bankahruni til byltingar - Árni M.Mathiesen / Veröld Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Háskólaútgáfan hefur ýmsa sér- stöðu meðal útgáfufyrirtækja hér á landi, meðal annars þá að hún tekur ekki beinlínis þátt í hinu mikla jóla- bókaflóði þótt vissulega rati eitt og eitt verk frá útgáfunni í tilheyrandi söluútstillingar verslana. Engu að síður hefur Háskólaútgáfan gefið út um og yfir 50 titla ár hvert og í fyrra var tekið upp nokkurs konar gæða- kerfi til að halda uppi þeim háa staðli sem akademísk bókaútgáfa verður að vinna samkvæmt. „Það sem við erum farin að gera er að stunda svokallaða ritrýni og ritstýringu bóka og þetta er í raun- inni akademískt gæðaeftirlit,“ segir Jörundur Guðmundsson, forstöðu- maður útgáfunnar. „Þetta felst í því að valdir eru ritrýnendur til að gagnrýna verkin en höfundurinn fær ekki að vita hverjir þeir eru. Síðan erum við með tvo ritstjóra sem tryggja það að höfundur geri þær breytingar sem ritrýnendurnir fóru fram á. Og þetta gerum við við nán- ast allt frumsamið efni, nema kannski beinlínis kennsluefni.“ Fjölbreytt útgáfa Meðal þeirra verka sem hafa ný- lega komið út á vegum Háskóla- útgáfunnar má nefna mannfræðirann- sóknirnar Konan sem fékk spjót í höfuðið, þar sem Kristín Loftsdóttir fjallar um WoDaaBe-fólkið í Níger, og Skálduð skinn, þar sem Sveinn Egg- ertsson segir frá kynnum sínum af Kvermin-fólkinu í Papúa Nýju-Gíneu, afmælisritið Rúnir, til heiðurs Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, rithöfundi og pró- fessor, Tungumál ljúka upp heimum, 27 texta eftir íslenska rithöfunda til Vigdísar Finnbogadóttur á áttræð- isafmæli hennar, og ritið Ofbeldi: Margbreytileg birtingarmynd, þar sem greint er frá niðurstöðum ný- legra rannsókna um tíðni og áhrif of- beldis á heilsufar kvenna hér á landi. Fleiri verk eru væntanleg á næstu dögum, til dæmis úrval ritgerða eftir stjórnmálaheimspekinginn Hönnu Arendt, Tími heimspekinnar í fram- haldsskólanum eftir Kristínu Sætran, Siðfræði og samfélag, afmælisrit Sið- fræðistofnunar Háskóla Íslands og Velferð barna, safn tólf greina um málefni barna. „Við erum einnig með mikla ritröð eftir Gunnar Karlsson um íslenska mið- aldarsögu en í henni eru komin út tvö bindi af sex. Síðan erum við að vinna í gríðarlega miklu heim- spekiorðasafni sem er það fyrsta sem kemur út á ís- lensku. Það kemur reyndar út á næsta ári en hefur verið partur af okkar vinnu í ár.“ Morgunblaðið/Golli Háskólaútgáfan Jörundur Guðmundsson forstöðumaður útgáfunnar og Styrmir Goðason skrifstofustjóri. Akademískt gæðakerfi  „Verður til þess að við gefum út enn vandaðri bækur“ „Háskólaútgáfan er fyrst og fremst til til þess að þjóna starfsfólki og stofnunum Há- skóla Íslands og koma á fram- færi þeim viðamiklu rann- sóknum sem hérna eru í gangi,“ segir Jörundur um sérstöðu út- gáfunnar. „Við erum því ekki að velja eingöngu það sem vekur áhuga okkar og þykir söluvæn- legt eins og hinn almenni bóka- útgefandi, heldur erum við að þjóna þessu samfélagi.“ Höfundar eru sjálfir fjárhagslega ábyrgir fyrir útgáfu sinna verka en vegna þess gæðastaðals sem unnið er eftir áskilur útgáfan sér rétt til þess að hafna verkum, þ.e. senda þau aftur til höf- unda til frekari vinnslu. Öðruvísi útgáfa HÁSKÓLAÚTGÁFAN Andri Björn Róbertsson bass- baritónsöngvari og Hrönn Þráins- dóttir píanóleikari koma fram á jóla- tónleikum í Selinu á Stokkalæk á sunnudaginn kemur, 12. desember klukkan 16. Á efnisskránni eru bæði jólalög og önnur kunn og vinsæl sönglög eftir íslensk og erlend tónskáld, m.a. Árna Thorsteinsson, Franz Schu- bert, Irving Berlin, Benjamin Brit- ten og Johannes Brahms. Andri Björn er fæddur árið 1989 en þegar kominn í hóp efnilegustu söngvara landsins. Hann hóf söng- nám 10 ára gamall en hafði þá sung- ið í kór síðan hann var fimm ára. Hann lauk burtfararprófi frá Söng- skólanum í Reykjavík á liðnu vori. Hann hefur sótt ýmis söngnámskeið erlendis og verið í einkatímum. Hrönn kennir við Söngskólann og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún hefur víða komið fram á tónleikum, sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar. Veitingar verða á tónleikunum og eru miðapantanir í síma 487 5512. Morgunblaðið/Golli Andri Björn Róbertsson Syngur jólalög og önnur sönglög á Stokkalæk. Andri Björn og Hrönn leika á jólatónleikum Tríó Reykjavík- ur leikur þekkt- ar glettur, scherzó, á há- degistónleikum á Kjarvals- stöðum á morg- un, föstudag, og hefjast þeir kl. 12.15. Listasafn Reykjavíkur og Tríó Reykjavíkur hafa um nokk- urt skeið verið í samstarfi um ókeypis hádegistónleikaröð á Kjarvalsstöðum við afar góðar undirtektir. Tónleikarnir verða helgaðir þekktum glettum, úr tríóum eftir Beethoven, Schubert og Sjostako- vitsj, glettu úr sellósónötu eftir Chopin og glettu úr sónötuþætti eftir Brahms. Tónleikarnir eru um 45 mín- útur að lengd. Tríó Reykjavíkur skipar hið góðkunna tónlistarfólk Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari. Leika kunn- ar glettur Tríó Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.