Morgunblaðið - 24.12.2010, Síða 10

Morgunblaðið - 24.12.2010, Síða 10
10 24. desember 2010 Á fimmtudag í síðustu viku, þann 16. desember, gerð- ust þau stórtíðindi að þrír þingmenn Vinstri hreyf- ingarinnar – græns framboðs, studdu ekki fjárlaga- frumvarp formanns síns og fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, heldur sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Þetta voru þingmennirnir Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir. Þetta er vitaskuld stórviðburður og eftir situr ríkisstjórn löskuð og lömuð og annar stjórnarflokk- urinn, VG, er ekki bara í sárum. Þar ríkir upplausn og kaos og enginn veit hvað við tekur. Það sem gerir þennan fáheyrða atburð enn fréttnæmari er sú staðreynd að það var einnota þingmaðurinn Þráinn Bertelsson, sem nýlega gekk til liðs við þingflokk VG, eftir að full- reynt var, að hann og hinir þrír þingmenn Hreyfing- arinnar gætu ekki starfað saman undir sömu pólitísku formerkjunum á Alþingi, sem hélt lífi í ríkisstjórn þeirra Jó- hönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, með því að styðja fjárlaga- frumvarpið. Þráinn hinn ein- nota var vitanlega að reyna að framlengja sitt pólitíska, ein- nota líf og ekkert annað. Þannig féllu atkvæðin: 32 þingmenn stjórnarinnar studdu frumvarp fjár- málaráðherrans en 31 þing- maður sat hjá, 28 þingmenn stjórnarandstöðunnar og 3 stjórnarþingmenn. Tæpara gat það ekki staðið, því ef Þráinn einnota Bertelsson, hefði ekki leitað sér að nýrri heimilisfesti á Alþingi hefði stjórnin fallið. Lilja Mósesdóttir gerði grein fyrir afstöðu VG þingmannanna þriggja á fimmtudagsmorgun og greindi m.a. frá því að þau hefðu lagt fram tillögur um breytingar á frumvarpinu í þing- flokki VG, en þeim hefði verið hafnað. „Það eru mikil vonbrigði að varnaðarorð um að fjárlögin muni dýpka kreppuna hafi ekki verið tekin alvarlega. Haldið er dauðahaldi í efnahagsáætlun AGS þrátt fyrir að hagvaxtarforsendurnar séu brostnar. Niðurskurður ríkisútgjalda við slíkar aðstæður mun stækka fjárlagafrumvarpið á næsta ári og krefjast meiri niðurskurðar en nú er gert ráð fyr- ir,“ sagði Lilja þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. Vitanlega hefur sú niðurstaða að ná rétt með herkjum meiri- hluta fyrir fjárlagafrumvarpinu stórlaskað og veikt þá ríkisstjórn sem nú er við völd. Vandséð er hvernig þeim Atla, Ásmundi og Lilju á að verða líft áfram í þingflokki VG. Skemmst er þess að minnast hversu Steingrímur J. og hans þéttasta stuðningslið voru kokhraust, jafnvel rígmontin, eftir að óánægjuraddir VG höfðu verið kveðnar í kútinn á flokksráðs- fundi VG þann 19. og 20. nóvember sl. Er því nú haldið fram fullum fetum að Steingrímur J. og félagar hafi gerst of sigurvissir of snemma. Það hafi bara myndast svika- logn um hríð, eða í rétt tæpar fjórar vikur og atkvæðagreiðslan um fjárlögin hafi sýnt fram á það, að þótt formaðurinn hafi verið svona líka rífandi ánægður með flokksráðsfundinn í nóvember, þá hafi hann haft hæpið tilefni til þess að fagna með þeim hætti sem hann og nánustu samstarfsfélagar í flokknum gerðu á laug- ardagskvöldið, 20. nóvember, að afloknum flokksráðsfundinum. Nú eru ýmsir í VG sem segja: Flokksforystunni var nær að hlusta ekki á grasrótina í flokknum; það var ekki hlustað á efa- semdir grasrótarinnar um stefnuna í Evrópusambandsmálum; það var yfirhöfuð ekki hlustað á nokkurn skapaðan hlut og nú situr hálflömuð ríkisstjórn eftir með sárt ennið og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Heimilisböl þeirra Jóhönnu og Stengríms J. á stjórnarheim- ilinu er orðið svo margbreytilegt og óendanlegt, að það hljóta margir að spyrja sig að því, hversu lengi hún mun hanga við völd, á vananum einum og málningunni. En þar fyrir utan, kæru lesendur: Nú er aðfangadagur jóla og því segi ég við ykkur: Gleðileg jól. Mörðu það á einu atkvæði Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon Jóhanna Sigurðardóttir ’ Skemmst er þess að minn- ast hversu Steingrímur J. og hans þéttasta stuðn- ingslið voru kok- hraust, jafnvel ríg- montin … 07.45 Vakna við mikla sprengingu og læti. Patti litli, sér- legur aðstoðarmaður yfirhrein- dýrameistarans, kemur hlaup- andi inn til okkar og ber þær fréttir að bangsafæriband nr. 4 í Mjúkdýraframleiðslunni hafi bil- að enn eina ferðina og að 325 Kærleiksbirnir endi nú í ruslinu. 08.30 Morgunmatur. Patti færir okkur ilmandi nýtt innflutt gras, snöggsteikt á pönnu með gulrótum og eplum. 09.45 Tekið á því utandyra. Hlaupum nokkra hringi í kring- um leikfangaverksmiðjuna. Við erum níu, hreindýrin sem draga sleðann hans Sveinka, og hann er mismikill áhuginn á hreyfingu í hópnum. En börnunum fjölgar, sleðinn þyngist og eins gott að vera í formi til að draga herleg- heitin þvert og endilangt yfir himinhvolfið. 11.00 Það er kalt á norð- urpólnum á þessum tíma og gott að koma inn í hlýjuna aftur. Það leggur ljúfan ilm af piparkökum um allt og það er greinilegt að piparkökukarlarnir og -kerling- arnar koma nú í tugatali út úr risastórum ofnunum í eldhúsinu. Eftirvæntingin eftir hátíðinni miklu magnast! 13.00 Mættur á fund strax eftir hádegismat. Viðstödd eru öll hreindýrin, jólasveinninn og Bumbur, yfirhreindýrameistari. Á fundinum er ætlunin að ræða pirring sem kominn er upp vegna Rúdolfs sem hefur verið forystuhreindýrið síðastliðna áratugi og þykir mörgum nóg um stjörnustælana í honum. Við ræðum að skiptast á um að vera í forystuhlutverkinu. Rúdolf bendir á að vissulega sé hann einstakur út af þessu bjánalega rauða nefi. Bumbur sussar á hann og minnir á að öll séum við á einhvern hátt einstök. Jóla- sveinninn segir alla hafa nokkuð til síns máls og lofar að finna ásættanlega lausn á þessu fyrir jól. 14.20 Bumbur og Patti ásamt sérþjálfuðum heilbrigðisálfum kíkja á mig fyrir kaffi. Er kominn með ofnæmi fyrir stjörnurykinu sem fær sleðann til að fljúga og hnerra í sífellu. Var næstum því búinn að draga sleðann niður af þaki í Sao Paulo síðustu jól og vakti börnin í húsinu. Við ræðum ýmsa möguleika á meðferð. 15.00 Kaffitími. Við hrein- dýrin fáum þessar síðustu vikur fyrir jól heitt kakó í fötum og piparkökur í jöturnar til að gæða okkur á. Við erum náttúrlega eng- in venjuleg hreindýr! 15.30 Tími fyrir stuttan lúr. Þau okkar sem ekki geta sofið slúðra um allt það nýjasta. Ónefndur álfur var til dæmis flutt- ur í Snjókarlagerðina eftir að upp komst að hann sleikti alla brjóst- sykurstafina sem hann átti að gæðaprófa í Sælgætislandi. Svo heyrðist því hvíslað að nýi gjafa- pappírinn væri óendurnýtanlegur en það er víst algjört bull. 17.00 Fer í göngutúr með Patta. Hann þarf að ná sér í nýja skó þar sem sylgjan datt af hvor- um tveggja gömlu skónum. Við komum líka við í jólatrjáa- skógræktinni en ég bíð rólegur fyrir utan skrifstofukofann á með- an hann fer inn. Held nefnilega að hann sé dálítið skotinn í henni Súsí sem vinnur þar og vil gefa þeim smátíma í friði. 20.00 Stutt flugæfing eftir mat. Sleðinn er tómur þannig að æfing- in reynir ekki mikið á en ég hnerra og hnerra af stjörnurykinu. 21.30 Háttatími. Leggst á mjúkt heyið og ætla að láta mig dreyma um komandi jólanótt. Gleðileg jól! holmfridur@mbl.is Dagur í lífi hreindýrs jólasveinsins Mynd tekin í fríinu síðastliðið sumar. Desember er annasamur og við erum fram í september að jafna okkur. Morgunblaðið/Eggert Dagur á norðurpólnum Skyldi skeggið vera ekta, gæti þessi litli kínverski drengur verið að hugsa þar sem hann kemur við jólasveininn í mið- borg Sjanghaí í gær. Sveinkinn atarna er einn 50 jólasveina sem eru í heimsókn í borginni sem finnska ríkisstjórnin hefur formlega viðurkennt sem slíka en hann og kollegar hans hafa fjögurra ára stranga jólasveina- þjálfun að baki. Veröldin Gripið í nef jólasveinsins Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.