Morgunblaðið - 24.12.2010, Síða 27

Morgunblaðið - 24.12.2010, Síða 27
24. desember 2010 27 T röllkerlingin Grýla kemur fyrst fyrir á 13. öldinni í nafnaþulu í Snorra-Eddu. Rúmum 400 árum síð- ar bregður henni aftur fyrir en þá hefur hún tekið upp ljóta siði og leggur sér óþekk börn til munns. Margar sögur fara af Grýlu. Í gömlum þulum er henni lýst sem ógurlegu skrímsli, ein segir hana hafa fimmtán hala, á hverjum hala séu hundrað belgir og í hverjum belg tuttugu börn. Á öðrum stað segir að hún hafi marga hausa og þrenn augu á hverju höfði. Hún er sögð hafa átt þrjá menn; þá Bola, Gust (sem sumir segja að hún hafi étið) og hinn lang- þjáða núverandi eiginmann Leppalúða. Grýla á tugi barna; jólasveinana þrettán sem allir þekkja og af hinum eru sennilega þekktust þau Leppur, Skreppur og Leiðinda- skjóða. Fróðustu mönnum ber saman um að kerla haldi bú sitt í Esjunni en leggi leið sína reglulega til byggða í von um að einhver óþekk börn verði á vegi hennar. Síðustu fregnir herma þó að Grýla hafi misst ófá kíló síðustu áratugina og að hún hafi ekki farið sjálfviljug á þann megrunarkúr. Hjónakornin mættu í myndatöku á Þjóðminjasafnið um ár- ið en Grýla var illa stemmd og lét Leppalúða finna fyrir því. Tryggvi Magnússon teiknaði þessa mynd af Grýlu að elta vesalings börnin fyrir Jólin koma, ljóðabók Jóhannesar úr Kötlum. Bókin er eflaust ein vinsælasta ljóðabók sem komið hefur út á Íslandi og mörg börnin sem lesa hana fyrir hver jól. Útgefendum þótti þessi teikning af Grýlu svo ógnvekjandi að Brian Pilk- ington þurfti að gjöra svo vel að teikna frúnna upp á nýtt. Grýla liggur banaleguna með Leppalúðann sinn sér við hlið. Myndskreyt- ing eftir Tryggva Magnússon úr bókinni Jólin koma. Jólasveinarnir hafa í mörg ár lagt leið sína í Þjóðminjasafnið þegar þeir hafa gefið öllum ís- lenskum börnum í skóinn. Grýla hefur líka fengið að þvælast með, kerlingaranginn. Grýla í gamla hellinum Myndaalbúmið Tröllkonan Grýla er móðir jóla- sveinanna, eiginkona Leppalúða og barnaskelfir mikill. Halldór Pétursson teiknaði þessa mynd af Grýlu fyrir Vísnabókina sem eflaust margir eiga. Teikningar af Grýlu og Leppalúða eftir Ólaf Pétursson prýddu frímerki árið 2000. Önnur mynd eftir Brian Pilkington úr bókinni Hringaló og Grýla eftir Steinar Berg. Ljósmyndari Morgunblaðsins náði þessari mynd af Grýlu á leið til byggða eitt árið. Grýla, Leppalúði og Jólakötturinn sátu fyrir hjá Stephen Fairba- irn sem teiknaði þau fyrir Mjólkursamsöluna. Sjá jolamjolk.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.