Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 32
32 24. desember 2010
Á
rið 2007 var árið sem örfáir menn á Ís-
landi sáu að líkur stæðu til þess að ís-
lenska bankakerfið hryndi nema efna-
hagsleg heimsþróun myndi snúast til
hagstæðari þróunar, sem gæti frestað hinu íslenska
hruni um allmörg ár, þótt það yrði að lokum óum-
flýjanlegt.
2008
Árið 2008 var árið þar sem hver mánuður styrkti
hina fáu framangreindu í sinni trú eftir því sem
mánuðurnir liðu. Bankarnir þrír voru þá lang-
stærstu og „ríkustu“ fyrirtæki landsins. Eigendur
þeirra voru af öðrum ástæðum ríkustu menn
landsins, með aðgang að heiminum öllum og allt
sem þeir snertu á virtist heppnast. Við vitum núna
að þar voru ekki kraftaverk á ferðinni, heldur tak-
markalaus aðgangur að lánsfé bankanna, sem
fengið var með gegndarlausri sókn í skammtíma-
lánsfé erlendis. Samanlagt höfðu þessir aðilar tugi
þúsunda manna í vinnu og borguðu góð laun og í
furðumörgum tilfellum svimandi há laun.
Svo var og komið að varla nokkur maður komst
áfram í prófkjörum flokkanna nema hafa velvild
þessara eigenda, eins eða fleiri. Við bréfritara sagði
ungur maður á uppleið: „Það sem þú skilur ekki er
að á undraverðum tíma hefur það gerst að enginn,
ENGINN, kemst til áhrifa í íslenskri pólitík nema
hafa stuðning einhvers þeirra sem þú hefur eytt
ómældum tíma í að slást við. Sá sem vill ekki sætta
sig við það verður að fara að gera eitthvað annað.
Og annað hvað? Þeir eru þar líka.“ Stjórnarflokk-
arnir sem sátu í ríkisstjórn þáðu um þessar mundir
báðir tveir ótrúlegar fjárhæðir frá einstökum fyrir-
tækjum. Hærri fjárhæðir hlutfallslega en nokkur
flokkur í hinum vestræna heimi hafði nokkru sinni
þegið. Enginn myndi leggja trúnað á að slíkum
fjárhæðum fylgdu engar skuldbindingar. Sömu öfl
stjórnuðu nú öllum frjálsu fjölmiðlunum, svo
engrar gagnrýni var að vænta. En Ríkisútvarpið? Í
slíkri stöðu hefði það getað gegnt lykilhlutverki.
Það hefði getað sannað tilverurétt sinn. Það hefði
getað gegnt stöðu sem neyðarfjölmiðill, en það
brást og ekki nóg með það því það dansaði viljugt
með. Á því og hinum keyptu fjölmiðlum var eng-
inn munur. Ömurlega frammistöðu almennu fjöl-
miðlanna mátti vissulega útskýra en ekki afsaka.
Þeir urðu að lifa. Fólk varð að treysta á að fá mán-
aðarlaunin sín úborguð. Ríkisútvarpið var í varinni
stöðu. Réttlæting fyrir tilveru þess var einmitt sú
að það þyrfti ekki að vera háð slíkum öflum. Því
stóð það sig mun verr en hinir fjölmiðlarnir sem
brugðust samanlagðir. Samviskubitið hefur vænt-
anlega ekki verið nægjanlegt. Réttlætingin hafði
enn yfirhöndina þegar kom að skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis. Þá varð eitt versta hneyksli í 80
ára sögu Ríkisútvarpsins, þegar það reyndi að snúa
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á haus, meira
að segja kynningu nefndarmanna hennar sjálfrar á
skýrslunni og koma ábyrgðinni af falli bankanna af
mönnunum sem höfðu étið þá að innan og stolið úr
þeim hundruðum milljarða króna að mati skila-
stjórna, yfir á þá embættismenn sem spyrnt höfðu
við fótum, og þá helst yfir á þá aðila sem nú er al-
mennt viðurkennt að voru þeir einu sem vöruðu
við en töluðu fyrir daufum eyrum. Og ástæðurnar
fyrir því að talað var fyrir daufum eyrum voru
margar. Fyrst má nefna hina miklu hagsmuni sem
lýst var að framan og teygðust um allt þjóðfélagið.
Þeir hagsmunir náðu nú til tugþúsunda manna. Og
má þá ekki gleyma þeim tugum þúsunda sem sáu
hlutabréfin sín hækka í verði jafnt og þétt (sem við
vitum nú að var byggt á sýndargerningum) og tóku
í krafti þeirrar „eignar“ lán fyrir fjárfestingum og
eyðslu sem menn höfðu í engri annarri tíð horft
upp á. Það gat varla nokkur maður hugsað sér að
öll þessi velsæld væri á sandi byggð. Seðlabanki Ís-
lands hafði með lögum verið sviptur allri eftirlits-
skyldu með fjármálastofnunum fyrir tæpum ára-
tug í samræmi við þá tísku sem hafði orðið ofan á í
þeim efnum í Evrópu. Svo langt var gengið að ekki
er á bankann minnst í lögum um eftirlit með fjár-
málastofnunum. Óljóst orðalag í lögum um hann
sjálfan um að bankinn eigi að fylgjast með fjár-
málastöðugleika án nokkurra þvingunarúrræða af
neinu tagi hefur verið notað til að falsa þessa mynd
af þeim sem hafa einbeittastan brotavilja. Bank-
anum voru engar heimildir fengnar til að gæta þess
„eftirlitshlutverks“. Hvers vegna ekki? Vegna þess
að eftirlitshlutverkið með fjármálafyrirtækjum
hafði með lögum alfarið verið flutt annað. Íslensku
ljósvakamiðlarnir tveir tala jafnan um eftirlits-
stofnanirnar tvær þegar þeir fjalla um mál sem
snerta íslenska bankahrunið. Þegar þeir fjalla hins
vegar um sambærilega atburði erlendis og ná-
kvæmlega sömu aðstæður og sama efni þá tala þeir
um fjármálaeftirlitin og minnast ekki á seðlabank-
ana í viðkomandi löndum. Af hverju? Vegna þess að
þá þýða þeir fréttir og í hinum þýddu fréttum hefur
enga nauðsyn borið til að koma villandi upplýs-
ingum til skila. Seðlabankanum tókst að halda öll-
um greiðslukerfum opnum og peningalegu sam-
bandi við umheiminn þrátt fyrir alhrun íslensks
bankakerfis. Hvernig mátti það takast? Seðlabank-
inn var viðbúinn hinu versta, sankaði að sér hæf-
asta mannnskap á auga lifandi bragði, kallaði til sín
reynda eftirlaunamenn og notaði sambönd sín við
umheiminn og í nokkra daga og nætur skeytti
bankinn hvorki um skömm né heiður, lög, reglur
eða aðrar samþykktir, ef þær vöfðust fyrir. Sjálfsagt
væri hægt að fá langhundsmenn til að rannsaka það
allt og finna að í fimm hundruð síðum. Og á sama
tíma mótaði Seðlabankinn þá stefnu að ekki skyldi
hlaupa út í foraðið og reyna að bjarga bönkunum og
henda hverjum eyri á bálið eins og núverandi
seðlabankastjóri taldi a.m.k. um hríð skynsamleg-
ast. Þá væri Ísland verr statt en Írland. Ríkisstjórnin
gekk inn í þennan ramma sem SÍ hafði mótað, þótt
bankanum með sitt öfluga lið væri að kröfu Sam-
fylkingar, sem vísaði eingöngu í persónulega heift-
rækni, vikið til hliðar. Af því hlaust skaði sem ekki
sér enn fyrir endann á.
2009
Árið 2009 hefði átt að vera árið sem Ísland hóf að
feta sig upp úr fallinu, sem var miklu auðveldara í
raun heldur en lýðskrumarar og kjarkleysingjar
vildu vera láta. En þau öfl sem náðu í ringulreiðinni
tökum á landstjórninni illu heilli ákváðu að kasta
árinu á glæ. Það skyldi notað til hefndaraðgerða.
Það skyldi notað til að klína sök á pólitíska and-
stæðinga og fela þá sem höfðu skipað hljómsveitina
sem spilaði allan tímann undir og klappstýruna
sem gaf bankaræningjunum siðferðisvottorðið sem
þeir þurftu svo mjög á að halda. Jafnframt skyldi
Reykjavíkurbréf 23.12.10
Árin líða