Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 34
34 24. desember 2010 A lþýðublaðið reið á vaðið með forsíðufrétt af slysinu sem bar titilinn Fáheyrt og hræðilegt slys! Eins og nærri má geta vöktu þessi slys mikinn óhug meðal fólks enda afhjúpuðu þau enn eina ferðina hvað landið okkar – sem sumir segja að sé á mörkum hins byggilega heims – er hrjóstrugt og harðbýlt. Sársaukinn var skerandi á norðanverðum Vest- fjörðum, óblíð náttúran hafði gripið í taumana með óþyrmilegum hætti og breytt gangi lífsins hjá fámennu byggðarlagi. Höggið var þungt og skarðið var stórt. Engar rannsóknarnefndir voru sendar á vettvang í þá daga, hörð lífsbar- áttan hélt einfaldlega áfram í faðmi mis- kunnarlausra náttúruafla. Nokkrir ritfærir menn hafa skrifað um slysin við Bjarnarnúp í desember 1920 en hér á eftir höfum við söguna frá fyrstu hendi, nefnilega afa mínum Jóni Krist- jánssyni sem var samfylgdarmaður Sum- arliða pósts Brandssonar á hans hinstu göngu. Frásögnin af háskaför þeirra yfir erfiðan fjallveg og þeim skelfilegu atburð- um sem fylgdu í kjölfarið er ein harma- saga. Þessa sögu ber að varðveita því í raun má segja hún sé saga okkar lands frá upp- hafi vega – er lýsandi táknmynd harðvít- ugra átaka forfeðra okkar við grimm máttarvöldin. Sú saga sem hér verður sögð styðst í öllum meginatriðum við æviágrip afa míns, en við þessa samantekt naut ég aðstoðar föður míns, Þorvarðs Jónssonar, og systur minnar, Sigrúnar Þorvarð- ardóttur. Afi minn fæddist í Neðri-Miðvík í Að- alvík árið 1890 og andaðist í Reykjavík árið 1972. Vegna veikinda móður sinnar var hann á unga aldri settur í fóstur til móð- ursystur sinnar sem bjó í Þverdal í Að- alvík. Þar sleit hann barnsskónum uns hann settist að á Ísafirði til að nema tré- smíði. Hann bjó þannig um hnútana á námsárunum að á hverju sumri og um hver jól hefði hann nægilegt svigrúm til að heimsækja heimahagana í Aðalvík með vistir handa fósturforeldrum og foreldrum og til að aðstoða þau við búskapinn. Heimahagarnir heimsóttir Nokkru fyrir jólin 1920 fór ég norður til Aðalvíkur í þeim erindagjörðum að heilsa upp á fósturforeldra mína og foreldra og færa þeim ýmsar nauðsynjar fyrir vet- urinn. Þegar vika var til jóla greip mig óvænt löngun til að dvelja á Ísafirði yfir jólahelgina, en hingað til hafði ég haldið fast í þá venju að eyða jólunum með ætt- ingjum mínum í Aðalvík. Nú vildi ég breyta til því ég taldi að meiri tilbreytingar væri að vænta í fjölmenninu á Ísafirði. Það var hins vegar óhægt um vik að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd því ekki var um neinar ferðir að ræða vestur til Ísa- fjarðar fyrir jól. Við kringumstæður sem þessar var oft og iðulega gripið til þess ráðs að fylgjast með ferðum landpóstsins og freista þess að slást í för með honum. Þessi skipan ferðamála var hreint ekki óalgeng í þá daga því landpóstar rötuðu manna best eftir erfiðum vegslóðum. Sá er hafði með höndum póstflutninga til Aðalvíkur á þessum tíma hét Sumarliði Brandsson en hann var búsettur á Snæfjallaströndinni. Hann var hinn myndarlegasti maður á velli, hávaxinn, sterklegur og stæðilegur. Sumarliði var maður einhleypur og átti enga afkomendur, en á besta aldri eða 37 ára gamall. Hann hafði gegnt stöðu land- pósts í tæp tvö ár og þekkti nánast hvern stein og hverja þúfu á póstleiðinni. Póstferðum var þannig fyrirkomið að þegar póstflutningur barst til Ísafjarðar að sunnan fór Sumarliði á bát sínum til Ísa- fjarðar að sækja þann póst sem skyldi áframsendast til Snæfjallastrandar og til Grunnavíkur- og Sléttuhrepps. Heimili Sumarliða var gegnt Ísafjarðabæ eða því sem næst svo að eigi var um langa sjóleið að ræða þvert yfir Djúpið. Frá Snæ- fjallaströndinni fór hann landleiðina yfir Snæfjallaheiðina til Grunnavíkur. Heiðin er víðast hvar um eða yfir 500 m há og umgirt snarbröttum hamraveggjum Bjarnarnúpsins (Vébjarnarnúpsins) og Súrnadalsins. Leiðin yfir Snæfjallaheiðina þykir býsna löng eða um 10 km eftir endi- langri heiðinni. Auk þess getur hún verið mjög ill yfirferðar vegna snjóþyngsla og veðurofsa og er óhætt að fullyrða að hér sé um einhvern hrikalegasta fjallveg landsins að ræða. Til að létta sér gönguna yfir heið- ina og þá sér í lagi póstburðinn hafði Sum- arliði jafnan hest sinn með sér í för. Hestur þessi þótti hinn mesti stólpagripur, harð- gerður og rötugur. Í Grunnavík var klár- inn tekinn á hús og gefið hey. Þar beið póstsins vís bátur og fylgdarmaður sem sigldi honum norður yfir Jökulfirði til Hesteyrar. Frá Hesteyri voru sendir tveir póstar, annar til Sæbóls í Aðalvík en hinn til Látra, norðan megin í víkinni. Þaðan var hirtur póstur og sendur samdægurs til Hesteyrar. Póstflutningar þessir tóku venjulega um heilan dag svo fremi að veðráttan setti ekki strik í reikninginn. Á meðan beið farmaðurinn átekta á Hest- eyri, reiðubúinn að ferja Sumarliða aftur til Grunnavíkur snemma næsta morgun. Sumarliði fór síðan sömu leið til baka og og skilaði póstflutningi til Ísafjarðar. Póst- ferðatilhögun þessi átti eftir að hafa illar og hroðalegar afleiðingar eins og nú verð- ur nánar lýst. Eftir að hafa gert upp hug minn varð- andi jólahald á Ísafirði ákvað ég að verða samferða Sumarliða pósti á bakaleiðinni til Snæfjallastrandar og svo þaðan á bát hans vestur til Ísafjarðar. Ég bað prestshjónin á Stað (í Aðalvík) að senda boð til mín yfir í Þverdal meðan pósturinn færi niður að Sæbóli. Þegar boðin bárust var ég ferðbú- inn, kvaddi fósturforeldrana og fór með sendimanni prestsins yfir á Stað. Skömmu síðar kom pósturinn frá Sæbóli og séra Magnús Jónsson bætti við pósti frá sér. Að því loknu héldum við af stað til Hesteyrar og komum þangað um áttaleytið að kvöldi. Póstsendingin frá Látrum hafði þegar borist og var Jón Þorvaldsson læknir búinn að afgreiða Hesteyrarpóstinn, en hann var jafnframt bréfhirðingarmaður staðarins. Sumarliði póstur hafði næt- urgistingu hjá Ketilríði Veturliðadóttur, sem er ættuð úr Grunnavík, og eig- inmanni hennar Guðmundi Þeófílussyni. Ég bað þau einnig um gistingu því ég vildi ekki hætta á að vera annars staðar en Sumarliði til að verða ekki viðskila við hann. Lagt á Bjarnarnúpinn Næsta dag, föstudaginn 17. desember, var farið eldsnemma á fætur og hellt upp á kaffi. Um sjöleytið að morgni lögðum við af stað með bátnum yfir Jökulfirðina áleiðis til Grunnavíkur. Það viðraði ágæt- lega til sjóferðar, byr var góður og náðum við áfangastað um tveimur klukkustund- um síðar. Eftir að hafa tekið land hjá Sæt- úni fórum við rakleiðis að vitja um póstinn hjá póstafgreiðslumanni staðarins sem var hinn þekkti prestur séra Jónmundur Hall- dórsson, annálaður fyrir leiftrandi mál- snilld. Prestssetrið á Stað í Grunnavík er í töluverðu göngufæri frá sjó og Sumarliði vildi hraða ferðalagi sínu sem mest hann mátti meðan dagsbirtu nyti við og þar á ofan voru veðurhorfur slíkar að brugðið gat til beggja vona. Þegar á Stað var komið gerðist hið óvænta og ófyrirséða, séra Jón- mundur hafði ekki lokið við að afgreiða póstinn og átti auk þess eftir að skrifa all- mörg einkabréf. Töfin varð meiri en góðu hófi gegnir eða um sex klukkustundir og það átti eftir að hafa afdrifaríkar afleið- ingar. Gestrisnin var ekki meiri en svo að við fengum aðeins kaffi og örfáar brauð- sneiðar meðan við biðum. Það má heita að ekki nokkur maður hafi verið á ferli með- an við dvöldum á prestssetrinu. Þegar klukkan nálgaðist fjögur fór Sumarliði að ókyrrast og knúði dyra á skrifstofu séra Jónmundar og sagðist ekki geta beðið Slysin við Bjarnarnúp 1920 Nú eru 90 ár liðin síðan landsmenn lásu frétta- greinar í dagblöðum um hörmuleg slys við Bjarnarnúpinn (Vébjarnarnúpinn) þar sem fjórir af bestu sonum strjálbýllar sveitar létu lífið. Jón Kristján Þorvarðarson Snæfjallaströnd í allri sinni dýrð. Jón Kristjánsson 37 ára. Jón Kristján Þorvarðarson Jón Kristjánsson 19 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.