Morgunblaðið - 24.12.2010, Side 35

Morgunblaðið - 24.12.2010, Side 35
24. desember 2010 35 lengur eftir póstinum því ferðalagið þyldi ekki frekari tafir. Séra Jónmundur brást skjótt við orðum Sumarliða og vafðist ekki tunga um tönn. Sagðist vera nýbúinn að leggja lokahönd á póstafgreiðsluna og inn- sigla póstpokann. Hann fylgdi okkur út á tröppur, leit til veðurs, og sagði án þess að depla auga að það væri að rofa til. Á þessu andartaki hafði aðeins greiðst úr skýja- þykkninu svo að stjörnurnar sáust nokk- uð greinilega. En sannast sagna þá gekk á með norðvestan kafaldshryðjum, hvass- viðri og skafrenningi í þessum töluðu orð- um prestsins. Ekki var annað sýnna en að Sumarliða blöskraði að séra Jónmundur skyldi ekki bjóða okkur gistingu eftir að hafa verið valdur að þessari óhemjuseink- un því öllum var ljóst hvernig viðraði. Og þar á ofan var myrkrið skollið á. Við héld- um nú með hraði niður að Sætúni til að sækja hest Sumarliða. Þar á bæ bjuggu eldri hjón sem lögðu fast að okkur að leggja ekki upp á fjallið með hest í eft- irdragi enda voru veðurhorfur ískyggileg- ar. Þau buðu okkur næturgistingu og ráð- lögðu okkar að leggja upp næsta dag þegar birtan færi í hönd. Sumarliði lét þessar at- hugasemdir sem vind um eyru þjóta og léði ekki máls á gistingu – sagðist undir það búinn að takast á við fjallið enda hefði hann gengið þar yfir í misjöfnum veðrum og aldrei hefði nokkuð borið út af á þeirri leið. Hann leiddi út klárinn í miklu snar- hasti og lagði á hann hnakkinn. Póst- taskan var bundin í hnakkinn og síðan var lagt af stað með hestinn í taumi. Það var laust fyrir kl. 5 síðdegis sem við lögðum af stað frá Sætúni í áttina að hlíð- um Bjarnarnúpsins. Færðin var vond og gekk mjög þunglega að koma hestinum áleiðis enda hafði skafið í skafla og djúp- fenni var víða. Þar sem leiðin upp bratt- ann reyndist okkur býsna harðsótt greip Sumarliði til þess ráðs að færa mér svipuna sína til að kasta á hestinn í dýpstu og erf- iðustu sköflunum. Ég gekk því lítið eitt aftar en Sumarliði og hesturinn, en þó fast á hælum þeirra. Hesturinn reif sig áfram af miklum röskleika og okkur þokaði hægt og bítandi upp hlíðar fjallsins. Þegar við höfðum loksins náð upp á eggjar Núpsins urðum við að hvíla hestinn eftir allt stritið. Uppi á fjallinu var iðulaus stórhríð og dimmt svo mjög að ég sá tæpast handa minna skil. Mér sýndist sem horfurnar á frekari framsókn yfir heiðina væru ekki góðar og spurði því Sumarliða hvort hann rataði örugglega yfir Núpinn í þessu ill- viðri. Hann taldi engin vandkvæði á því enda hafði hann farið yfir Núpinn alls 19 sinnum og því þaulkunnugur þar um slóðir – taldi okkur miða vel áfram. Ekki var þetta fært í tal aftur enda gerði veð- urgnýrinn það að verkum að það var nán- ast útilokað að eiga orðaskipti eftir að á fjallið var komið. Ferðin gekk greiðlega eftir sléttlendinu uppi á fjalli enda frekar snjólétt víðast hvar. Snjókoman var að vísu mjög mikil en vegna veðurhæð- arinnar náði hún lítilli sem engri festu. Einstaka snjóskaflar urðu á vegi okkar en þeir voru þétt barðir saman af veð- urhamnum, glerharðir og sporheldir. Mjög fljótlega urðum við varir við eina vörðu sem var góðs viti því útlitið fram- undan var dökkt mjög. Klárnum greiddist ferðin vel og við ákváðum að ganga hlé- megin við hann sem gerði það að verkum að okkur sló undan veðri og hröktumst þar af leiðandi af réttri leið enda afar villu- gjarnt þarna uppi í svartnættinu. Fleiri vörður urðu ekki á vegi okkar enda hrökkluðumst við óafvitandi í átt að flug- hömrum Núpsins. Og þar sem vegvísar voru engir á þessari villuslóð var ekki um neitt annað að ræða en að treysta á kunn- ugleika og ratvísi Sumarliða. Eftir að við höfðum þreytt gönguna eftir fjallstind- inum á þriðju klukkustund tók dálítið að halla undan fæti. Ég þokaði mér þá nær Sumarliða og kallaði til hans og spurði hvort við værum á niðurleið af fjallinu og hann taldi svo vera. Þetta voru síðustu orðaskipti okkar því nokkrum and- artökum síðar hvarf Sumarliði ásamt hestinum úr minni augsýn – höfðu fallið niður um gat á snjóhengju og gerðist þetta svo snögglega sem hendi væri veifað. Í rauninni munaði aðeins örfáum fetum að ég færi þar niður líka. Eftir að hafa ráðið í aðstæður taldi ég sennilegast að um hengju í aflíðandi brekku væri að ræða og lagðist því niður á brúnina sem var svell- rennd. Þaðan skreið ég á maganum fram á gatið og kallaði hvort ég ætti að fylgja á eftir. Nokkurn veginn samtímis var sem ský drægi frá tungli og sá ég þá móta fyrir tunglsglampa á sjó langt niðri. Á því augnabliki gerði ég mér grein fyrir hvern- ig öllu var háttað: Ég var staddur á snjó- hengju fyrir utan hamrakletta Núpsins og stórgrýtt fjaran beint fyrir neðan! Ég varð felmtri sleginn og reyndi með öllum til- tækum ráðum að forða mér frá þessari hroðalegu dauðagildru. Ef ég hefði ekki haft svipuna við höndina til þess að höggva mér spor og ýta mér til baka efast ég stórlega um að ég hefði komist upp frá gínandi gapinu. Ég tel það vera guðlega ráðstöfun að ég fór ekki fram af líka því það var skuggsýnt mjög og þreifandi byl- ur. Eftir að hafa skriðið upp úr hengjugat- inu og náð öruggri fótfestu að nýju greindi ég þrjá misstóra steina rétt fyrir ofan fjallsbrúnina og settist til hlés við þann stærsta til þess að ná úr mér versta skrekknum. Jafna mig eftir ófarirnar og hugsa mitt ráð. Mér var orðið svo kalt, þótt ég væri vel búinn, að ég neyddist til að standa upp og halda förinni áfram enda útilokað að hafast við á bersvæði í því- líkum kuldastormi ef ekki átti illa að fara. Ég einsetti mér að stefna beint upp í vind- inn frá fjallsbrúninni og leita uppi vörður. Er ég hafði gengið í nokkurn tíma, eftir því Morgunblaðið/RAX ’ Eftir að hafa skriðið upp úr hengjugatinu og náð öruggri fótfestu að nýju greindi ég þrjá misstóra steina rétt fyrir ofan fjallsbrúnina og settist til hlés við þann stærsta til þess að ná úr mér versta skrekknum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.