Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 36

Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 36
36 24. desember 2010 sem þrek og kraftar leyfðu, rakst ég loks- ins á vörðu sem var mikill léttir. Ég veitti því athygli að á henni var vegvísir sem ég fylgdi eftir í þeirri von að finna næstu vörðu. Af mikilli nærfærni og aðgæslu tókst mér að finna hana sem kveikti þá von í brjósti að leiðin til bæja á Snæ- fjallaströndinni væri rétt innan seilingar. En það reyndust tálvonir einar því eftir að hafa fylgt vörðunum um nokkra hríð kom ég að vörðu sem var að hruni komin. Hún var staðsett á brekkubrún svo að ég taldi víst að þar væri niðurgangur af fjallinu. Brattinn var hins vegar svo mikill að það gat tæpast staðist og í rauninni óðs manns æði að reyna að klöngrast þar niður. Ég sá því ekki annað vænna en að forða mér frá þessari snarbröttu fjallshlíð og freista þess enn og aftur að finna réttu vegslóðina. Hófst nú spordrjúgur gangur upp eftir fjallinu með storminn í fangið. Það reynd- ist skynsamleg og heilladrjúg ákvörðun því mér reiddi svo vel af að ég fann einar 5 vörður og í framhaldi af þeim smáhjalla niður af myrku fjallinu. Þegar ég hugsa til baka þá liggur það alveg fyrir að ef ég hefði reynt niðurgöngu hjá vörðubrotinu við fjallsbrúnina hefði ég að öllum líkindum fallið fram af hamrabjörgum Súrnadalsins, en að sögn fróðra manna hafa ófáir farist við að hrapa þar niður. Hrammur Núpsins Ég hafði verið uppi á fjalli í hart nær 8 klukkustundir í linnulausum hríðarbyl og ógnarkulda þegar ég fann loksins leiðina niður hlíðar fjallsins. Ég má þakka fyrir að hafa haldið bæði lífi og limum í þessu for- áttuveðri uppi á beru fjalli. Það sem fleytti mér á leiðarenda voru góð hlífðarföt – háir snjósokkar, góðir ullarvettlingar og þykk- ur stormjakkinn unnu bug á kuldanum. Mjög fljótlega sá ég glitta í ljóstíru í glugga. Ég hraðaði mér sem mest ég mátti að bóndabænum og barði þar að dyrum, en þá hefur klukkan verið um 2 eftir mið- nætti. Eftir nokkra bið kom bóndinn til dyra og ég greindi honum þegar í stað frá sviplegum afdrifum Sumarliða pósts og hrakningum mínum í framhaldinu. Að því loknu bað ég um næturgistingu enda grátt leikinn og að þrotum kominn. Hann tjáði mér að Sumarliði póstur væri frá næsta bæ og beindi för minni þangað! Að sögn bóndans var það auðrataður vegarspotti. Þótt ég væri mjög þrekaður og í klaka- brynju, þannig að ekkert var bert nema augu og nefbroddur, fór ég að leita bæj- arins sem bóndinn hafði vísað mér á. Eftir að hafa gengið í nokkurn tíma hrapaði ég fram af háum snjóskafli (hvestu) niðri við sjó. Þar var stórt timburhús reist á stólp- um, umgirt snarbrattri og þröngri snjó- hengju. Í þessu húsi var ekki nokkur lif- andi sála. Með mjög miklum erfiðismunum tókst mér að komast upp úr snjógjánni og öðru sinni varð svipan bjargvættur minn því með henni tókst mér að höggva spor í harðfennið og mjaka mér upp. Ég var sárþjáður af þreytu og hungrið farið að sverfa að enda hafði ég ekki fengið almennilega næringu í nærfellt tvo sólarhringa. Eftir langa mæðu tókst mér að komast að sama bóndabænum og áður og knúði þar dyra öðru sinni. Þegar bóndinn kom til dyra tjáði ég honum mjög ákveðið – enda vakti tómlæti bóndans reiði innra með mér – að mér þætti ansi hart að fá ekki húsaskjól eftir allar þær hremmingar sem yfir mig hefðu gengið. Hann skeytti athugasemdum mínum litlu en ég fékk þó að vera innandyra meðan hann klæddist hlífðarfötum til að fylgja mér að heimili Sumarliða. Þegar ég hóf frásögn mína af slysförum Sumarliða urðu þeir sem á hlýddu skelf- ingu lostnir og allt fullorðið fólk reis strax úr rekkju. Eins og nærri má geta varð uppi fótur og fit á heimilinu og allir mjög tví- stígandi. Ég þurfti á aðstoð að halda til að losa mig við klakabrynjuna sem og ytri fötin því allt var gaddfreðið. Leifar frá kvöldinu áður voru reiddar fram á disk og og mér gefið að borða. Á meðan lögðu menn á ráðin um hvernig bregðast skyldi við ótíðindum næturinnar. Ég var spurður nánar út úr varðandi slysið, en átti í erf- iðleikum með að greina frá hvar slysið hefði nákvæmlega átt sér stað því þessi fjallvegur var mér framandi enda hafði ég aldrei gengið hann áður. En þegar ég minntist á steinana þrjá á fjallsbrúninni þóttist einn maður, Guðmundur Jósefsson að nafni, átta sig á staðháttum og taldi sig þar af leiðandi vita hvar slysið hafði borið að höndum. Ákveðið var að leita eftir að- stoð hreppstjórans á Sandeyri og voru send skilaboð til hans með hraði. Að því loknu gengu allir til náða og ég var látinn sofa til fóta hjá áðurnefndum Guðmundi. Þegar ég var við það að festa svefn hrökk ég upp með miklum andfælum því það var engu líkara en ég væri að hverfa fram af hengjubrúnum Núpsins og þannig var líð- an mín langt fram eftir nóttu. Hvíldin þessa nótt var nánast að engu hafandi og ég var bæði þjakaður og úrvinda af þreytu í morgunsárið. Snemma næsta morgun streymdi fólk að bænum. Þar fór fremstur í flokki Tómas Sigurðsson hreppstjóri en hann hafði safnað liði til þess að leita að Sumarliða pósti. Til frekari glöggvunar fyrir leit- arflokkinn endurtók ég hrakningasögu mína enn eina ferðina. Fötin mín höfðu náð að þorna yfir nóttina og var lagt hart að mér að aðstoða við leitina því menn töldu að ég byggi yfir gagnlegum upplýs- ingum varðandi staðsetningu slyssins. Þótt þrekið væri lítið sem ekkert féllst ég á að slást í för með leitarflokknum enda mikið í húfi. Alls tóku 18 manns þátt í leit- inni. Fimm þeirra gengu út með Núpnum, en þeirra á meðal var Guðmundur Jós- efsson sem taldi sig vita hvar slysið hefði átt sér stað. Fimmmenningar þessir lögðu sig í mikinn háska enda slúttu snjóhengjur fram af hamraklettum Núpsins. Ég var svo í hópi þeirra þrettán sem leituðu í Súrna- dal. Áður en leitarhópnum var skipt var ákveðið að þeir sem yrðu fyrri til að finna lík Sumarliða skyldu senda mann til að gera hinum viðvart. Boðin skyldu berast á milli með háværu hói. Nokkru eftir að við höfðum dreift okkur um Súrnadal heyrð- um við hóað og síðan birtist maður að ut- an. Hann greindi okkur frá því að lík Sumarliða hefði fundist í fjöruborðinu undir Stofuhlíð sem er skammt handan við Súrnadal. Hesturinn lá sprunginn við hlið hans og var af honum hnakkurinn. Lítið sem ekkert sá á líki Sumarliða þrátt fyrir að fallhæðin frá bjargbrúninni sé meiri en 400 m. Nú var þeim hóað saman sem eftir voru við leitirnar í Súrnadal og flestir þeirra héldu heim á leið, þar á með- al ég enda ekki búinn að ná mér eftir ófar- irnar og svefnleysið. Nokkrir menn fóru út með Núpnum til frekari aðstoðar. Þegar þeir komu út fyrir var allt horfið, bæði leitarmenn og lík Sumarliða. Og ástæðan blasti við sjónum þeirra: Stóreflis snjóskriða hafði fallið og rifið allt með sér sem fyrir varð út á sjó. Það eru mestar ástæður til að halda að hengjuskaflinn við fjallsbrúnina, sem var engin smásmíði, hafi sprungið frá fjallinu við hóin og köllin. Meira hefur ekki þurft til því skafrenningur hafði verið viðvar- andi, hríðarveður og mikil ofankoma. Tröllslegar snjóhengjur Núpsins höfðu lát- ið undan síga við minnsta bergmál og steypst niður þverhnípta hamraveggina. Einn maður barðist enn fyrir lífi sínu í snjókrapinu í sjónum, en af miklu harð- fylgi tókst honum að komast á þurrt land. Rétt í þann mund er hann skreið upp í fjöruna komu leitarmenn úr Súrnadal honum til aðstoðar. Sá er þannig var heimtur úr helju hét Halldór Ólafsson frá Berjadalsá, en hann var yngstur og þrótt- mestur þeirra manna sem snjóflóðið hreif með sér, tæplega tvítugur að aldri. Halldór var orðinn svo kaldur og þjakaður að leit- armennirnir urðu – í kapphlaupi við tím- ann – að bera hann til næsta bæjar. Fötin voru harðfrosin utan um Halldór og varð með mestu varkárni að rista klæðin utan af honum. Mönnum fannst það krafta- verki líkast að ekki skyldi fara verr, en það hefur viljað honum til happs að hann fékk lífsnauðsynlega aðhlynningu eins fljótt og auðið var og mátti ekki tæpara standa. Eftir þessa erfiðu lífsraun átti Halldór við einhvern lasleika að stríða í nokkurn tíma en náði að lokum fullri heilsu. Þar sem mönnum stafaði hætta af frek- ari snjóflóðum í fjöruborðinu undir Núpn- um var brugðið á það ráð að manna bát og freista þess að komast sjóleiðina fyrir slysasvæðið og reyna þannig að finna þá sem fórust. Hér var í rauninni teflt á tæp- asta vað því sjógangur var mikill og hvass- viðri. Bátsverjar sigldu krappan sjó og lögðu hart að sér. Ekki höfðu þeir erindi sem erfiði og var nauðugur sá kostur að hverfa aftur í land enda gaf allhressilega á bátinn. Þá var horfið til þess þrautaráðs að senda út leitarflokk til að ganga fjörur meðfram Núpnum. Fundust þá sjórekin lík tveggja manna sem fórust í snjóflóðinu. Annar þeirra var áðurnefndur Guð- mundur Jósefsson. Löngu síðar skilaði brimaldan líki þess þriðja á þurrt land en lík Sumarliða hefur aldrei komið í leit- irnar. Sent var skeyti til póststjórnarinnar á Ísafirði með þeim boðum að senda bát norður með líkkistur. Ásgeirsverslun var falið það verkefni að útvega bát en veð- urofsinn var slíkur ekki gaf á sjó næstu 3 dagana. Þegar ég fékk far með bátnum vestur til Ísafjarðar sá ég Bjarnarnúpinn í allri sinni dýrð, ægilegri ásýndum en nokkru sinni fyrr. Tignarlegur þrátt fyrir grimmdina. Ég var örmagna af þreytu þegar ég loksins komst heim og gekk því snemma til náða. Um kvöldið kom Finnur Jónsson póstmeistari í heimsókn í þeim erindum einum að fá fregnir af slysunum og gekk fast eftir því að ég skyldi vakinn svo að hann gæti hlýtt á frásögn mína án frekari tafa. Engin glaðværð hvíldi yfir jólahaldinu að þessu sinni enda gat ég vart á heilum mér tekið og það þrengdi mjög að næm- ustu strengjum sálarlífsins. Þannig var líð- an mín um allnokkurt skeið. Eftirleikur slysanna Hörmungar slysanna voru skelfilegar en ekki voru öll kurl komin til grafar. Nokkru eftir að óveðrinu slotaði lagði séra Jón- mundur af stað frá Grunnavík í þeim er- indagjörðum að jarðsetja þá tvo sem aldan hafði skolað á land og til að halda minn- ingarguðþjónustu um hina tvo sem ekki höfðu komið í leitirnar. Fór hann ásamt vinnumanni sínum í klofsnjó yfir Snæ- fjallaheiði og síðan áfram veginn yfir í Un- aðsdal þar sem greftrun mannanna fór fram. Á meðan hann var fjarverandi gerð- ist sá hörmulegi atburður að næturþeli að prestssetrið á Stað brann til kaldra kola. Svo bráður var eldurinn að minnstu mun- aði að manntjón yrði. Allt innbú sem og kirkjubækur prestakallsins urðu eldinum að bráð. Prestsfrúin, Guðrún Jónsdóttir, slapp naumlega undan eldhafinu á nær- klæðum einum fata en úti var norðan stórhríð með hörkufrosti. Hana kól svo illa á fótum að hún beið þess aldrei bætur. Var þetta í annað skipti sem prestur stóð yfir brunarústum eigna sinna og heimilis, því þegar hann bjó á Barði í Fljótum missti hann allar eigur sínar í miklum eldsvoða. Hafliði Gunnarsson frá Berurjóðri við Gullhúsá á Snæfjöllum var þrautreyndur fjallaklifurmaður og hafði oftsinnis klifið flughamra Bjarnarnúps upp og niður, en aldrei þar sem Sumarliði hrapaði enda voru þær klettasyllur taldar ókleifar. Eins og áður hefur verið greint frá var hestur Sumarliða hnakklaus þegar hann fannst og engar spurnir höfðu menn haft um af- drif póstsins. Hafliði taldi ekki ósennilegt að klettasyllur Núpsins hefðu rifið hnakk- inn til sín í fallinu og það væri vel þess virði að kanna það til hlítar. Einn góðviðr- isdaginn, eftir að snjóa leysti, fór Hafliði aleinn af stað og kleif hamravegg þann sem Sumarliði hrapaði fram af. Tókst þetta klifur með svo miklum ágætum að hann fann pósttöskuna áfasta á klettasnaga ein- um og sömuleiðis hnakk Sumarliða. Af miklum röskleika sem og fimleika tókst honum að bjarga hvorutveggja og bar til síns heima. Í pósttöskunni, sem var óskemmd, var allmikill peningapóstur á þeirra tíma mælikvarða eða um 1.500 kr*. Bréfin voru að vísu blaut en lítið skemmd að öðru leyti og utanáskriftir flestar læsi- legar. Peningaseðlarnir endurheimtu svo verðgildi sitt eftir að Hafliði hafði þerrað þá. Hann skilaði síðan töskunni til póst- meistarans á Ísafirði ásamt öllu því sem henni tilheyrði. Að launum fyrir þessa ósérhlífni, djörfung og skilvísi fékk hann 150 kr. í fundarlaun. Póstferðir yfir Snæ- fjallaheiði voru aflagðar eftir slysið og var póstur ætíð síðan fluttur sjóleiðina til Grunnavíkur- og Sléttuhrepps eða þar til þær sveitir lögðust í eyði. Gönguleiðin frá Snæfjallaheiði frá Grunna- vík til Berjadalsár á Snæfjallaströnd. Vébjarnarnúpur. Súrnadalur er lengst til hægri. Ljósmynd/Jón Grunnvíkingur ’ Áður en leitar- hópnum var skipt var ákveðið að þeir sem yrðu fyrri til að finna lík Sumarliða skyldu senda mann til að gera hinum viðvart.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.