Morgunblaðið - 24.12.2010, Síða 42
42 24. desember 2010
G
ömlu klassísku ævintýrin eins
og Róbinson Krúsó, Gulleyjan
og Gúlliver í Putalandi, svo
einhver séu nefnd, eru ekki
síður sígilt efni til kvikmyndagerðar en
lestrar. Þau stinga markvisst upp koll-
inum á hvíta tjaldinu, reyndar er talsvert
um liðið síðan meistaraverk höfundarins
Jonathans Swifts, Gúlliver í Putalandi,
var filmað síðast, eða árið 1977 – ef und-
an er skilin útgáfa frá tamílum sem lokið
var árið 2007.
Hörkuvinsældir tveggja jólamynda á
síðustu árum, Night at the Museum og
Night at the Museum: Battle of the
Smithsonian, hafa örugglega kitlað
framleiðandann, 20th Century Fox, til að
halda áfram á sömu braut. Safnamynd-
irnar rökuðu saman á annan milljarð
dala, en þar koma mikið við sögu aðferð-
ir og tæknibrellur sem eru kjörnar til að
nýta við gerð myndar á borð við Gúll-
iver. Að sjálfsögðu er um að ræða staf-
rænar hátæknibrellur sem gera myndir á
borð við Gúlliver í Putalandi mögulegar,
umræddar brellur eru svo eðlilegar, eins
og sjá má svo ljóslega í safna-mynd-
unum, að risar og dvergar eru minnsta
mál að skapa. Það eina sem þarf að
ákveða er stærð tölvuteiknuðu persón-
anna og útkoman verður álíka trúverðug
og blákaldur raunveruleikinn.
Fæddur í starfann
Leikstjóri nýju myndarinnar er Rob Let-
terman, sem hefur heldur betur sannað
sig við gerð tveggja tölvuteiknaðra gam-
anmynda, The Shark Tale (’04) og Mon-
sters and Aliens, sem sló eftirminnilega í
gegn á síðasta ári. Með sög-
una, leikstjórann og brell-
urnar á þurru var ekkert
annað stórverkefni eftir
en að finna heppilegan
gamanleikara í titilhlut-
verkið. Það vafðist ekki
fyrir kvikmyndagerð-
armönnum, æringinn Jack Black er
sem fæddur í starfann. Þessi fer-
tugi leikari er á toppi ferilsins sem
hefur verið með ólíkindum anna-
samur; á um 20 árum hefur hinn
þybbni Black komið fram í yfir
300 kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum (að flestöllu með-
töldu). Geri aðrir betur og
margar hafa slegið eftir-
minnilega í gegn. Black er
músíkalskur og í fyrstu
myndunum kom hann
gjarnan fram ásamt hljóm-
sveitinni The Tenacious D,
sem hann rekur með félaga
sínum og kemur öðru hvoru
fram á sviði, tjaldinu og
skjánum.
Black komst með léttu móti inn í kvik-
myndaheiminn því hann nam við UCLA
og einn af bekkjarfélögum hans var Tim
Robbins sjálfur. Hann bauð Black að
koma fram í Bob Roberts
(’92), sem Robbins leikstýrði,
og síðan hefur gatan verið
greið. Hann vakti fyrst
ómælda athygli fyrir High
Fidelity (’00).
Alltof langt mál yrði að
telja upp smellina hans
Blacks, en það má nefna Anchorman:
The Legend of Ron Burgundy, The
School of Rock, Kung Fu Panda og
Tropic Thunder, sem allar eru fis-
léttar gamanmyndir. Eina myndin
þar sem Black hefur brugðist
aðdáendum sínum er í hlutverki
leikstjórans í mistökum Peters Jacksons,
King Kong. Ég held að við þurfum ekki
að óttast hann í sambærilegum misgán-
ingi í framtíðinni.
Kjaftaglaður Gúlliver
Það hefur ekki spurst mikið út um efni
Gúllivers í Putalandi, en mótleikarar
Blacks eru m.a. Emily Blunt, Amanda
Peet og Billy Connolly, en okkar maður
mun leika póstburðarmanninn Lemuel
Gulliver, sem reynir að fara á fjörurn-
ar við ferðasölustúlkuna Darcy (Peet),
með því að ljúga því að hann sé upp-
rennanndi höfundur ferðabóka. Gúll-
iver er kjaftaglaður og tekst að sann-
færa stúlkuna sem ræður hann til að
skrifa um ferð til Bermúda, þar sem
Bermúda-þríhyrningurinn leynd-
ardómsfulli á að koma við sögu.
Auðvitað lendir Gúlliver á Putalandi,
óþekktri eyju í Þríhyrningnum miðjum.
Þar unir hann sér hið besta í allri athygl-
inni sem hann fær þar sem hann gnæfir
eins og reykháfur yfir dvergvaxna
íbúana. Hann lendir í tvísýnum kvenna-
málum með prinsessunni (Blunt), dóttur
konungs eyjunnar (Connolly). Þá fyrst
taka málin að vandast þegar Gúlliver
býðst til að leiða herför gegn erkióvin-
um Putalands og ósanngjarnt að rekja
þau mál frekar.
Jack Black bregð-
ur á leik fyrir frum-
sýningu á Gúlliver í
Putalandi í Holly-
wood á dögunum.
Gróðavænlegt
hjá Gúlliver
Sú jólamynd sem talið er að spjari sig
hvað best þegar talið verður upp úr
baukunum í ár er Gúlliver í Putalandi.
Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is
Síðasta spennumynd franska nýbylgju-
meistarans Claudes Chabrols er komin
á ferð og dreifingin teygir sig æ víðar
um Evrópu.
Chabrol, sem lést á 81. aldursári í
september sl., naut þeirrar sérstöðu
hérlendis meðal kollega sinna evr-
ópskra, að myndir hans áttu gjarnan
góðu gengi að fagna í kvikmynda-
húsum borgarinnar. Oftar en ekki voru
þær hörkugóðar, harðsoðnar glæpa-
myndir þar sem menn voru drepnir á
hugmyndaríkan hátt. Slík tilbreyting
hefur löngum heillað afkomendur vík-
inganna. Þá notaði hann heilmikið eig-
inkonu sína, Stéphane Audran (f.
1932), stórglæsilega, fagurrauðhærða
prýðisleikkonu. Köld fegurð hennar og
þóttafullt yfirbragð hentaði vel hlut-
verkum í myndum manns hennar þar
sem hún var oftast kaldlynd, framhjá-
haldandi tæfa, siðblind og spillt sem
lét ekkert standa í vegi fyrir áformum
sínum. Aukinheldur var Michel Piccoli
(f. 1925), einn besti karlleikari Frakka
fyrr og síðar, ósjaldan í móthlutverk-
inu. Þessi frægu sjarmatröll léku m.a. í
óhugnaðinum Les noces rouges (’73).
Síðasta verk Chabrols, Inspector Bel-
lamy, telst ekki með hans bestu
myndum en óhætt er að skipa henni
langt ofar miðju og gott dæmi um
starfsþrekið og hugmyndaflugið þó að
leikstjórinn væri kominn um áttrætt er
hann vann við myndina. Hún er full af
kostum sem settu gjarnan mark sitt á
verk leikstjórans og einkenndu merk-
an, langan og farsælan ferilinn. Að-
alpersónan er hinn víðfrægi lög-
reglustjóri Parísarborgar, Paul Bellamy
(Gérard Depardieu), sem er tímabund-
ið nýsestur að úti í sveit ásamt konu
sinni. Verður það hinum þekkta rann-
sóknarlögreglumanni um megn að
hverfa úr ys og þys stórborgarlífsins og
hvílast í sveitasælunni? Bellamy þykir
ljómandi gott að fá sér neðan í því og
klípa konu sína (Marie Bunel) í gump-
inn. Einkum ef vandræðagripurinn litli
bróðir hans (Clovis Cornillac) lætur sjá
sig. Hann er að dudda við krossgátur
þegar friðurinn er rofinn af dul-
arfullum náunga (Jacques Gamblin),
sem á eftir að hrista upp í hlutunum.
Hann fer að læðast um í garði þeirra
hjóna og ber að lokum fram játningu
fyrir Bellamy, segir honum að nýaf-
staðið bílslys hafi í raun verið morð
sem hann lagði á ráðin um til að svíkja
út tryggingarfé. Lengst af lýsir In-
spector Bellamy skemmtilega notalegri
sundurþykkju á milli bræðranna um
lítið sem ekki neitt. Athugull áhorfandi
á engu að síður að taka eftir að Cha-
brol er iðinn við að læða inn vísbend-
ingum sem segja ekki minna um per-
sónuleika lögreglustjórans en gátuna
um náungann sem er að læðupokast í
garðinum. En Chabrol var greinilega
mikill blekkingameistari til síðasta
dags, það er ekki allt sem sýnist í In-
spector Bellamy, frekar en flestum
öðrum verkum hins nýlátna meistara
frönsku glæpamyndarinnar.
saebjorn@heimsnet.is
Síðasta mynd Chabrols
Nýbylgjumeistarinn Claude Chabrol.
Le Voyage de Gulliver à Lilliput et
chez les géants
Novyj Gulliver (1935)
Gulliver’s Travels (1939)
The 3 Worlds of Gulliver
Gulliver’s Travels (1977)
Gulliver in Lilliput
Arpudha Theevu (2007), tamílsk
kvikmynd byggð á Gulliver’s Travel
Gulliver’s Travels (sjónvarps-
þættir) 2010-2012
Gulliver’s Travels 2010
Eldri myndir
(þær helstu)
Kvikmyndir