Morgunblaðið - 24.12.2010, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 24.12.2010, Qupperneq 43
24. desember 2010 43 J ú, nú hellast þau barasta yfir mann eina ferðina enn, jólin dásamlegu, þessi tími þegar mannskepnan legg- ur sig fram um að vera almennileg við sína eigin teg- und og jafnvel hin dýrin líka. Faðmar opnast, kossar og knús skella á fólki hvert sem það snýr sér, bros fljúga um loftin blá. Okkur hefur verið kennt að láta allt það besta í okkur njóta sín á þessum árstíma og því er um að gera að vera alls ófeiminn við að láta væmnina ná tökum á sér. Sagði ekki góður maður einhvern tíma að sá sem ekki þyrði að vera væminn hann missti af miklu. Missið því alls ekki af öllum þeim sykursætu tilfinningum sem flæða um líkamann þegar við opnum fyrir heilastöðina sem hýsir væmnina. Horfum í augun á öllum þeim sem við elskum mest og látum fallegu orðin óma frá innstu hjartarótum, eins og hvern annan fjölradda kórsöng. Gröfum djúpt í sálina þar sem við erum mýkst og finnum eitt- hvað frumlegt, væmnin hefur frekar gott af því að fara í nýjan og litríkan búning. Ausum af gnægtabrunninum okkur sjálfum. Öll sú sæla í mat og drykk sem fylgir jólunum kveikir heldur betur á nautnastöðinni og ekkert því til fyrirstöðu að opna þær rásir upp á gátt og njóta holdlegs samræðis í hví- vetna yfir hátíðirnar. Þetta fer jú allt svo ágætlega saman, andleg sæla og holdleg. Jólapakkar geta verið margskonar og vissulega er alltaf gaman að leika með nýtt dót og af nægu er að taka í úrvali á þeim vettvangi. Sumir fá titrandi jólapakka frá einhverjum sem titrar af hvílubragðatilhlökkun. Aðrir fá kannski far- seðil á einhvern stað sem báða aðila hefur lengi dreymt um að heimsækja. Það skerpir ævinlega á ástarbrímanum að upplifa saman ókannaðar slóðir, hvort sem þær eru á landa- kortinu eða annars staðar. En bestu jólapakkarnir eru yfirleitt þeir sem enga hafa lögun og kosta ekki krónu. Gerum saman, verum saman, tölum saman. Snertumst, strjúkum, gælum og kyssumst. Sprautum úr límtúpunni og bætum á brúsann sem geymir þetta sem heldur fólki saman. Við skulum líma okkur sem mest saman á jólunum, njóta þess að klístrast saman, giljagaurast og bjúgnakrækjast, opna hjörtun, láta kærleikann flæða frá okkur og inn í okk- ur. Halelúlja! Unaður og ást á jólum Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is ’ Sprautum úr límtúp- unni og bætum á brúsann sem geymir þetta sem heldur fólki saman. Gatan mín B yggðin í Vallahverfinu í Reykjanesbæ sker sig úr að því leyti að óvíða eru eins fallegar jólaskreytingar. Nánast í hverju húsi hefur fólk skreytt húsin sín með þeim hætti að eftirtekt vekur. „Jú, það er búinn að vera heilmikill rúntur um hverfið að skoða ljósadýrðina,“ segir Ásdís Erla Guð- jónsdóttir. Þau Sölvi Rafn Rafnsson, eiginmaður hennar, búa á Óðinsvöllum 17 í Reykjanesbæ og fengu á dögunum viðurkenningu bæjaryfirvalda fyrir Ljósahúsið 2010. Húsið við Óðinsvelli þykir skreytt afar glæsi- leika og sama má raunar segja um ýmis fleiri við þessa götu sem er U-laga og fékk við- urkenningu Reykjanesbæjar fyrir þessi jólin sem fallegasta skreytta gatan. Árið 2008 unnu Ásdís Erla og Sölvi til aukaverðlauna fyrir fal- lega skreytingu við Hólagötu í Njarðvík þar sem þau bjuggu þá. Sama var upp á teningnum meðan þau bjuggu á Selfossi, þá vakti hús þeirra athygli fyrir fallegar skreytingar og fengu eigendurnir tvívegis verðlaun sveitarfé- lagsins Árborgar. „Mér finnst gaman að skapa og búa til eitt- hvað fallegt í kringum mig, í garðinum eru til dæmis jólakarlar sem sagaðir eru út úr krossvið og málaðir og svo lýstir upp með kösturum. Raunar tökum við svolítið langan tíma í að koma skreytingunum upp. Ég er svolítið smá- munasöm með þær og reyni að halda ákveðnum heildarstíl. Fyrstu jólaljósin hengir bóndinn upp fyrir bæjarhátíðina Ljósanótt sem er fyrstu helgina í september. Svo erum við smám saman að bæta við þetta allt haustið. Þá er hefð á heimilinu að kveikja á öllu fyrsta sunnudag í aðventu. Við gerum smá úr þeirri athöfn, fáum okkur kakó og smákökur, fögnum ljósinu og því að aðventan sé að ganga í garð. Mér finnst ljósagleðin lengja daginn og stytta skammdegið enda tökum við skreytingarnar ekki niður fyrr en líða tekur á janúar og komið fram á þorra. Þessi mikla jólaljósadýrð hér í bæ virðist vera sterk hefð og sífellt fleiri láta ljósin loga lengur, sem mér finnst af hinu góða,“ seg- ir Ásdís Erla sem meðal annars fæst við að hanna bútasaumssnið á vinnustofu sinni sem seld eru undir merkjum www.fondur.is hér innanlands en aðalmarkaðurinn er þó í Banda- ríkjunum undir merkjum www.disadesigns- .com. „Að skreyta húsið sitt fallega fyrir jólin og fást við bútasaum er ekki svo ólíkt. Þetta þarf að vera fallega gert en mest um vert er að leggja sig 100% fram,“ segir Ásdís Erla sem er grunnskólakennari að mennt og starfaði lengi sem slík. Suður með sjó hefur hún einkum og helst sinnt búi, börnum og vinnustofunni auk þess að vera í hálfu starfi hjá Varnarmálastofn- un. Er í fæðingarorlofi sem sakir standa en þau Sölvi eiga fjögur börn sem eru átján, tólf og átta ára og það yngsta fimm mánaða. Þau Ásdís og Sölvi fluttu í Reykjanesbæ fyrir um fjórum árum þegar atvinna og aðrar þeirra aðstæður breyttust. „Við fluttum hingað með opnum huga. Vorum tilbúin að gefa þessu tækifæri og höfum ekki orðið fyrir von- brigðum. Áður en við fluttum hingað höfðum við heyrt að bærinn væri fjölskylduvænn eins og gjarnan er sagt, enda eru hér góðir skólar, fín íþróttaaðstaða, ókeypis fyrir börnin í sund og strætó og fleira. Þá er þetta afskaplega snyrtilegur bær – og þeir sem hafa búið hér lengur en ég segja að í þeim efnum hafi orðið stakkaskipti á undanförnum árum.“ sbs@mbl.is Jólaljósin í bænum 1. Meðfram ströndinni frá Gróf að Stapa hér í Reykja- nesbæ liggur skemmtilegur stígur. Þessi framkvæmd býður upp á einstaka möguleika til útivistar. Sjálfri finnst mér til dæmis afar ljúft að hlaupa þessa leið. Þræða ströndina. Á dimmum vetrardögum, núna þeg- ar jólaljósin eru orðin yfir og allt um kring, er sér- staklega gaman að fara þarna um. Hughrifin jafnast stundum á við góðan jógatíma. 2. Nú á aðventunni hefur mér fundist gaman að þræða göturnar hér í bænum og sjá hve ótrúlega fal- lega sum húsin hér eru skreytt. Göturnar í Vallahverf- inu finnst mér mjög fallega skreyttar og lengi hefur húsið á Týsvöllum 1 vakið athygli fyrir ljósadýrð. Stundum virðist sem íbúar í þessu hverfi séu í keppni sín á milli en ég held að svo sé nú ekki, þótt áhuginn smiti e.t.v. út frá sér. Fyrst og fremst er þetta brenn- andi áhugi fólks fyrir því að búa sér fallegt umhverfi. Uppáhaldsstaðir 1 Reykjanesbær Óðinsvellir Vesturbraut Veturga ta H elgu víkHeiðarbraut Aða lgat a Tja rna rga ta Skó lav egu r Æ gisga ta S u ðu rve llir Heiðarb erg K irkju vegu r Aða lgat a Þve rho lt Lyngholt Fuglavík Selv ík 2 Að skreyta húsið sitt fyrir jólin og fást við bútasaum er ekki svo ólíkt, segja Ásdís Erla og Sölvi á Óðinsvöllum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.