Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 44

Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 44
44 24. desember 2010 Gömlu hundarnir í Whitesnake ætla þá að snara út nýrri plötu einni, en sveitin er dregin áfram af David gamla Coverdale. Ekki er ýkja langt frá síðasta verki, en Go- od To be Bad kom út árið 2008. Nýja platan, Forevermore, kemur út í mars á næsta ári og verður ellefta plata sveit- arinnar. Segir Coverdale að platan verði í göml- um og góðum Whitesnake-gír og aðdá- endur þurfi því ekki að óttast neitt. „Þetta er blúsað og melódískt orkurokk en svo eru þarna líka tvær ballöður. Þetta er nú varla Whitesnake-plata ef það eru ekki ballöður líka!“ Gömlu brýnin í Whitesnake enn að Coverdale (þriðji frá vinstri) ásamt félögum. Elbow þykir ein mesta gæðasveit Bretlands. Gæðasveitin Elbow hefur tilkynnt um fimmtu breiðskífu sína en hún mun bera nafnið Build A Rocket Boys! Mun hún koma út 7. mars á næsta ári og fylgir í kjölfar The Seldom Seen Kid (2008) sem var mikið lofuð er hún kom út. Að vanda er það hljómborðsleikari sveitarinnar, Craig Potter, sem sér um upptökur líkt og á The Seldom Seen Kid og Leaders Of The Free World (2005). Elbow vinnur m.a. með Halle Youth-kórnum frá Manchester á plötunni og á næsta ári tekur við helj- arinnar tónleikaferðalag með viðkomu á íþróttaleikvöngum m.a. Leiðtogi sveit- arinnar, Guy Garvey, segir að þeir hafi á nokkuð hrokafullan hátt samið tónlist með það að markmiði, þar sem þeir hafi gert ráð fyrir því að flytja tónlistina í stórum sölum. Elbow tilkynnir um næstu plötu P lata ársins, að mati þess sem þetta rit- ar, er The Devil and I með tónlistar- manninum Lone Wolf. Hið rétta nafn Lone Wolf er öllu hversdagslegra – þegar hann skrifar undir leigusamninga og aðra pappíra notar hann nafnið Paul Marshall. Mars- hall er borinn og barnfæddur Leeds-búi og á því fastar rætur í engilsaxneskum raunveruleika og menningu. Tónlistin er þó meira í ætt við það sem geng- ur og gerist hinum megin Atlantsála, í henni Ameríku. Enda er drengurinn á mála hjá hinni virtu plötuútgáfu Bella Union, sem hefur á sín- um snærum snillinga á borð við drengina í Midlake, John Grant og Andrew Bird. Hljóm- urinn er bandarískur og eilítið út í sánd áttunda áratugarins, eins og algengt er í fyrrnefndri kreðsu tónlistarmanna. Söngrödd tvöföld („trökkuð“ á máli upptökumanna), gamaldags hljómborð og kassagítarplokk. Efnistök og hljómur eru í dekkri kantinum og textarnir bera vitni um skarpar gáfur og hnyttni. Tónlistin hefur á köflum draumkennt yfirbragð og gítarleikur Marshalls ljær henni sérstakan blæ. Drengurinn er afbragðs gít- arleikari. Þótt lögin séu mjúk og rólyndisleg vantar ekki kraftinn þegar á við og Marshall notar stígandina óspart, eins og allir góðir tón- listarmenn. The Devil and I byrjar á hinum epíska og snilldarlega mansöng „This is War“. Marshall syngur til konu sem „eyðilagði þrítugsald- urinn“ fyrir honum. Ást hans á henni var svo mikil að hann slátraði kú fyrir hana, þrátt fyrir að vera sjálfur grænmetisæta. Hann játar sig sigraðan og líkir sambandinu við stríð sem hann muni ekki eiga afturkvæmt úr. Annar hápunktur plötunnar er lagið „Buried Beneath the Tiles“. Hreint magnað lag, trega- fullt eins og flest hin (líkt og nafnið gefur til kynna) og endar í epískri stígandi og hápunkti. Það er núorðið sjaldgæft að finna plötur sem ekki eiga veikan blett. Oftast raða hljómsveitir og tónlistarmenn bestu lögunum sínum fremst á útgáfuna, þannig að mesta fúttið er farið eftir lag númer fjögur. The Devil and I er nánast gallalaus plata – til marks um það er lokalagið, „The Devil and I (Part II)“; seiðmögnuð smíð. Enn og aftur notar Marshall stígandina og legg- ur alla sálu sína í hvern einasta tón. Slátraði kú fyrir ástina sína Lone Wolf gerir ýmislegt fyrir ástina, þótt hann sé grænmetisæta. Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Á plötu Lone Wolf er lag sungið til konu sem eyðilagði þrítugsaldurinn fyrir honum. The Devil and I er önnur plata Lone Wolf, en hina fyrri, Vultures, sendi hann frá sér undir sínu rétta nafni, Paul Marshall. Vultures er lítt síðri en seinni platan, en berstrípaðri og minna útsett. Um upptökur á The Devil and I segir Marshall á heimasíðu sinni: „Þegar ég var að semja á plötuna notaði ég ósjálf- rátt fullt af öðrum hljóðfærum [en gítar], eins og Wurlitzer-hljómborð, píanó, trommur, trompett, og áður en ég vissi var kominn strengjakvartett hér og kór þar og þungur rafmagnsgítar í einu laginu,“ segir hann á vefsíðu útgáfu- fyrirtækisins, bellaunion.com. Hljóðfærum fjölgaði Tónlist Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ýmsar hljóðbækur og fyrirlestra á netinu. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Ef valið stæði á milli Long gone before day- light með Cardigans og Deep Purple in rock, þá myndi ég velja Raw Sienna með Savoy Brown. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptirðu hana? Remasters með Led Zeppelin, með gjafabréfi í fermingargræjubúð í Ármúla. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Lúxus upplifun, það er mikil ást í henni. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Enginn, þeir sem ég þekki til eru mestmegnis egóistar og/eða ímyndaðar ímyndir. Hvað syngur þú í sturtunni? Samsull af lögum í sömu tóntegund og hljóðið í sturt- unni. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstu- dagskvöldum? „Miss Modular“ með Stereolab er magnað- asta föstudagslag allra tíma! En hvað yljar þér svo á sunnudags- morgnum? Fyrir utan sængina, þá er gott að hlusta á þögn. (Þögn er ekki hljómsveit!) Í mínum eyrum Róbert Örn Hjálmtýsson (úr hljómsveitinni Ég) Það er gott að hlusta á þögn Morgunblaðið/Ernir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.