Morgunblaðið - 24.12.2010, Síða 48
48 24. desember 2010
S
hakespeare byggði verk sitt um
Lé konung (King Lear) á kelt-
neskri goðsögn um Leir konung
sem hegðaði sér heimskulega á
síðustu metrum síns valdatíma. Lér kon-
ungur Shakespeares skiptir konungdæmi
sínu milli tveggja dætra sinna sem mest
smjaðra en gerir þriðju dótturina, sem er
hreinskilin og góð, arflausa. Þegar dæt-
urnar eru komnar með völdin í sínar
hendur missa þær virðinguna fyrir föður
sínum og hrekja hann einsamlan á ver-
gang. Valdagræðgin og sviksemin smitar
út frá sér og brátt brýst út stríð í ríkinu og
bræður og systur berast á banaspjót.
Verkið er svo mikill harmleikur að skrif-
aður var nýr endir á það eftir lát Shake-
speares og um tíma var hann ávallt not-
aður til að áhorfendur færu ekki
niðurbrotnir heim til sín.
Lér konungur er reglulega sýndur út
um allan heim og hefur haft gríðarleg
áhrif á velflestar listgreinar samfélagsins.
Ótalmargar bíómyndir hafa verið gerðar
beint eftir verkinu og síðan nokkrar
frægar sem eru byggðar á því. Dæmi um
slíkt er fjórða dogmamyndin, The king is
alive, indverska bíómyndin The Last
Lear og Ran eftir Akira Kurosawa þar
sem hann færir Lé konung inní japanska
Sengkoku-tímabilið á 17. öld. En sú
áhrifamikla mynd sem er frá 1985 er sá
brunnur sem Steven Spielberg átti síðar
eftir að ausa úr við gerð Saving Private
Ryan.
Verkið á langa sögu hér á landi. Ein
þekktasta sýning á Lé var árið 1977 þegar
Líbanski Armeninn Hovhannes var feng-
inn til að stýra verkinu. Sumir sem störf-
uðu með honum sögðu að það hefði
breytt lífi sínu en þeir sem sáu sýninguna
lofuðu hana mjög. „… hátindur á ferli
Þjóðleikhússins og tímamótaviðburður í
íslensku leikhúslífi,“ skrifaði Sverrir
Hólmarsson í Þjóðviljann.
Nú í ár er það Ástralinn Benedict
Andrews sem leikstýrir verkinu en það er
skemmtileg tilviljun að það verk sem
verður í hvað mestri samkeppni um
áhorfendur er Shakespeare-verkið Of-
viðrið sem hinn vinsæli leikstjóri Oskaras
Koršunovas setur á svið á sama tíma í
Borgarleikhúsinu. Andrews er bæði vin-
sæll og virtur leikstjóri og verður áhuga-
vert fyrir áhorfendur að sjá nálgun hans á
verkinu.
Þýðingin
Þórarinn Eldjárn var fenginn til að þýða
verkið og hefur hann þegar fengið til-
nefningu til Þýðingarverðlaunanna fyrir
þýðingu sína. Í tilnefningunni segir:
„Þróttur og dirfska einkenna þýðingu
Þórarins öðru fremur, og ber hún þess
Lér konungur á
annan í jólum
Lér konungur mun stíga á svið Þjóðleikhússins á
sunnudaginn í leikstjórn Benedicts Andrew. Not-
ast verður við nýja þýðingu verksins eftir Þór-
arinn Eldjárn.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Lesbók
S
agnfræðingar eru líklega bún-
ir að skrifa meira um Komm-
únistaflokk Íslands en nokk-
urn annan stjórnmálaflokk á
Íslandi. Það er skiljanlegt enda er saga
flokksins saga átaka og flokkurinn var
með sterk tengsl við erlenda syst-
urflokka og þá sérstaklega sovéska
kommúnistaflokkinn. Því fer hins veg-
ar fjarri að sagnfræðingar séu að öllu
leyti sammála um hvernig eigi að skrifa
sögu þessa umdeilda flokks.
Þór Whitehead hefur skýra sýn á
starf kommúnista á Íslandi. Í bók sinni,
Sovét Ísland óska-
landið – aðdragandi
byltingar sem aldrei
varð, fjallar hann um
markmið komm-
únista, að koma á
byltingu á Íslandi og
þá einkum um hversu
langt þeir voru til-
búnir til að ganga í að
beita ofbeldi til að ná þessu markmiði
sínu. Þór velkist ekki í neinum vafa um
að ofbeldi var hluti af stjórnmálastarfi
íslenskra kommúnista líkt og í öðrum
löndum. Hann vitnar til orða komm-
únista sjálfra máli sínu til stuðnings og
fjallar um starf Varnarliðs verkalýðsins,
en það var sveit kommúnista sem æfði
sig í átökum og beitti sér oftar en einu
sinni þegar barist var í Reykjavík.
Markmið Þórs með bók sinni er þrí-
þætt; að segja heildstæða sögu komm-
únista fram yfir seinni stríð, að benda á
hversu ofbeldi var ríkur þáttur í stjórn-
Óskalandið sem
aldrei varð
Bækur
Sovét-Ísland óskalandið – Að-
dragandi byltingar sem aldrei
varð bbbbn
Eftir Þór Whitehead
Bókafélagið Ugla 2010. 480 bls.
H
vað einkennir jól samtímans?
Dægurmenningin gefur vís-
bendingu um það. Þess
vegna er áhugavert að skoða
jólin í spegli kvikmynda og vinsællar
tónlistar. Það eru ljóð og frásögur okkar
tíma.
Love Actually er ein vinsælasta jóla-
mynd síðari ára. Sambönd fólks eru við-
fangsefni myndarinnar og bakgrunnur
hennar eru jólin. Eftir því sem sögunum
vindur fram kemur grunnafstaða per-
sónanna til jólanna í ljós – og það er aug-
ljóst að jólin sjálf hafa áhrif á gang mála.
Jólin í Love Actually snúast um tvennt:
að segja það sem manni býr í brjósti –
segja sannleikann – og að vera hjá þeim
sem maður elskar. Þetta tvennt knýr
myndina áfram, vegna þess að það eru
jól. Þegar við förum að segja það sem
okkur í brjósti býr, horfumst í augu við
tilfinningar, brotna erfið og gömul sam-
skiptamynstur upp og nýir hlutir fá rými
í lífinu. Að viðurkenna hvernig manni
líður og segja frá því getur valdið manni
sjálfum og öðrum erfiðleikum, eins og
sumar persónurnar reyna. En jólin eru
tími sannleikans og það er þess virði að
mæta hindrunum til að uppfylla köllun
jólastundarinnar.
Geislaplatan Nú stendur mikið til kom
út fyrr í vetur og inniheldur flutning Sig-
urðar Guðmundssonar á nýjum söng-
perlum með klassísku yfirbragði, ekki
síst fyrir tilstilli texta Braga Valdimars
Skúlasonar. Kunnugum myndum og
táknum bregður fyrir á plötunni, eins og
jólastjörnunni, jólasnjónum, drekk-
hlöðnu allsnægtaborði, stjörnueygðum
strák og ferðamanni sem brýst í gegnum
vetrarstormana til að vera hjá henni sem
hann elskar.
Söngvar Sigurðar og Braga Valdimars
hitta beint í hjartastað – vegna þess að
þeir slá á strengi sem tengja okkur við
jólin. Þessir strengir ná enda alla leið til
jólaguðspjallsins, þaðan sem þeir spretta,
upp úr frummyndunum sem þar koma
fyrir og allar kynslóðir kannast við.
Í jólaguðspjallinu mætum við þrá okk-
ar fyrir öryggi, skjól og hlýju, í fjárhúsinu
sem Jesúbarnið kom í heiminn, þar brýst
ljósið fram úr myrkviðum næturinnar,
jatan er tákn um næringu og umhyggju
sem við þurfum til að lifa af og síðast en
ekki síst er nýfædda barnið tákn um líf og
upphaf, hreinleika og ást.
Þessar myndir hitta tilfinningar okkar
fyrir og taka form í minningum okkar og
reynslu. Það hvernig við höldum jólin
tjáir þetta að einhverju leyti. Þörfin fyrir
öryggi og næringu kemur fram í áhersl-
unni á þægindi og góðgerðir sem ein-
kennir hátíðahaldið. Köllunin til að sýna
kærleika og veita umhyggju sýnir sig í
því að við viljum gefa gjafir og gera öðr-
um gott.
Að gefa og þiggja helst því í hendur og
einkennir jólin, eins og segir í einum
söngnum á Nú stendur mikið til:
Því jólin eru tími til að þakka og taka
ofan fyrir þeim sem ber. Meðan ég hef
matarögn að smakka og meðan ég fæ
risavaxinn pakka – þá mega jólin koma
fyrir mér. (Bragi Valdimar Skúlason)
Jólin í Love Actually snúast um tvennt: að segja það sem manni býr í brjósti – segja sann-
leikann – og að vera hjá þeim sem maður elskar.
Tími þakka
og pakka
Jólin eru sú hátíð „sem hjartanu er skyldust“,
orti Steinn Steinarr. Í kringum jólahátíðina eru
iðulega dregin fram minningabrot eldri kynslóða
í ljóðum og frásögnum, sem varpa ljósi á hughrif
og merkingu jólanna á liðnum tímum.
Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir
Höfundar eru prestar
Sigurður Guðmundsson söngvari.