Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 49

Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 49
24. desember 2010 49 merki að vera gerð fyrir leiksvið þar sem miklu skiptir að tilsvörin séu í senn mergjuð og beinskeytt.“ Aðspurður segir Þórarinn að mark- miðið hafi verið að „ganga alltaf fyrst og fremst út frá því hvað er verið að segja, hvernig er hægt að segja það á venjulegri nútímaíslensku þannig að það skiljist,“ segir hann. Ljóst er af samanburði á þýð- ingum Helga Hálfdanarsonar og Þórarins að nútímamanni er ljós merking setn- ingana í þýðingu Þórarins strax við lest- urinn en sumar setningar Helga þarf maður að lesa nokkrum sinnum til að skilja þær. Hvor þýðingin er betri er lík- lega álitamál en báðar eru þær mjög góð- ar. Sem dæmi úr meðförum textans er þetta atvik í verkinu þar sem Lér formæl- ir dóttur sinni Góneríl: Shakespeare: Into her womb convey sterility! Dry up in her the organs of increase; / And from her derogate body never spring / A babe to honour her! / If she must teem, / Create her child of spleen; that it may live, / And be a thwart disnatured torment to her!/ Let it stamp wrinkles in her brow of youth … Í þýðingu Helga Hálfdanarsonar: Lát ófrjósemi hníga henni í skaut og hennar fóstur-fangstað þorrinn visna, og aldrei vaxa af hennar smánar-holdi það barn sem hana heiðri. Fæði hún samt, þá skapaðu henni bölsins barn, sem lifi henni til sjúkrar hörmungar og kvala, risti feiknstöfum hennar unga enni … Í þýðingu Þórarins Eldjárns: Ég grátbið þig að gelda hennar kvið, þurrka í henni æxlunarfærin öll, svo aldrei megi kvikna í klúrum búki ynd- islegt barn, en ef hún gýtur samt, þá gerðu henni úr því barni böl sem lifi og valdi henni kröm og kvölum heift- arlegum! Láttu það krumpa ennið hennar unga … Báðir eru textarnir óskaplega fallegir en blæbrigðamunur er á þeim. „Þetta er ekki nein spurning um það að vera að módernísera eða poppa upp textann,“ segir Þórarinn. „Bara að þetta sé skilj- anlegt mannamál fyrir leiksvið. Mark- miðið er að áhorfandinn nemi alltaf text- ann jafnóðum. En að öðru leyti, þá var ég mjög strangur og fylgi bragnum þrælslega. Geri enga málamiðlun með það. Það sem er í bundnu máli það er þannig í þýðing- unni. Ég fylgi stakhendunni út í gegn einsog Shakespeare gerði það. Það sem er í prósa, það er það áfram í þýðingunni. En á íslensku bætist við stuðlasetning. Svo eru auðvitað breytingar í uppsetning- unni, það er leiksýningunni sjálfri. Þar er ekki allur textinn notaður, þar er skorið niður á stöku stað. Þegar svoleiðis er þá er ég kallaður til að laga samskeyti, stöðva blæðingar og rimpa saman. En þýðingin í heild sinni kom út á bók og næsti leikstjóri mun geta notast við hana og skorið eitthvað annað út,“ segir hann. „Menn setja sig oft í ein- hverjar hátíðlegar stellingar þegar þeir nálgast Shakespeare. En það er algjör óþarfi, hann var ekkert sérlega hátíðleg- ur sjálfur,“ segir Þórarinn. Lér konungur verður frumsýndur á annan í jólum, núna á sunnudaginn, í Þjóðleikhúsinu. ’ Aðspurður segir Þór- arinn Eldjárn að markmiðið hafi verið að „ganga alltaf fyrst og fremst út frá því hvað er verið að segja, hvernig er hægt að segja það á venju- legri nútímaíslensku þann- ig að það skiljist.“ Arnar Jónsson leikur Lé konung í Þjóðleikhúsinu þegar verkið verður frumsýnt á annan í jólum. Pétur Einarsson í hlutverki Lés konungs í Borgarleikhúsinu fyrir áratug Morgunblaðið/Halldór KolbeinsMorgunblaðið/Árni Sæberg málastarfi kommúnista og mótmæla ýmsu því sem fram hefur komið í skrif- um Jóns Ólafssonar prófessors og Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings sem túlka sögu íslenskra kommúnista með öðrum hætti í nokkrum atriðum en Þór. Þór segir í eftirmála bókarinnar að athugasemdir um skrif Jóns og Guðna séu framlag hans til fræðilegrar umræðu um sögu kommúnistahreyf- ingarinnar á Íslandi. Mest af þessari umræðu fer fram í neðanmálsgreinum og því geta almennir lesendur sem hafa takmarkaðan áhuga á þrætum sagn- fræðinga auðveldlega leitt hana hjá sér. Þór fjallar mikið um stöðu ríkisvalds- ins og lögreglu að fást við ofbeldi kommúnista. Lögreglan var á þessum árum fámenn og því var oftar en einu sinni gripið til þess ráðs að kveða vara- lið lögreglunni til aðstoðar. Einn af áhrifamestu köflum bókarinnar er lýs- ing á ofbeldi sem lögreglumenn máttu þola, en sumir náðu sér aldrei eftir bar- smíðarnar. Þetta hafði mikil áhrif á mennina og fjölskyldur þeirra. Um þetta ofbeldi hefur lítið verið skrifað. Íslenskir kommúnistar stefndu leynt og ljóst að því að gera byltingu á Ís- landi, en voru þeir nálægt því að ná markmiði sínu? Þór svarar því ekki með skýrum hætti í bókinni. Sú spurn- ing er áleitin hvers vegna kommúnistar gerðu ekki tilraun til að taka völdin í landinu eftir að þeir og aðrir vinstri- menn höfðu lagt lögreglulið Reykjavík- ur að velli 9. nóvember 1932 í Gúttós- lagnum mikla. Lögreglumenn lágu beinbrotnir og sárir eftir átökin sem greinilega voru að hluta til skipulögð af Varnarliði verkalýðsins. Þá er eins og kommúnistar hafi ekki vitað hvernig þeir ættu að vinna úr sigrinum, en eins voru þeir alltaf að reyna að lesa í fræði Karls Marx um sögulega framvindu og samkvæmt þeim benti flest til þess að Ísland væri tilbúið undir byltingu. Flokksstarf kommúnista gekk því að hluta til út á að þeir væru tilbúnir þeg- ar byltingin kæmi. Þór birtir í bók sinni lista yfir 25 Ís- lendinga sem á árunum 1930-1938 dvöldu í Lenínskólanum og Vesturhá- skólanum í Moskvu þar sem komm- únistar voru m.a. þjálfaðir í hernaði. Þór og Jón Ólafsson hafa deilt um hvort Íslendingarnir hafi verið þjálfaðir í hernaði. Það verður ekki séð að Þór hafi komist í neinar nýjar heimildir um þetta efni og vitnar aðallega í aðra fræðimenn þegar hann færir rök fyrir því að Íslendingar hafi notið herþjálf- unar. Hann bendir síðan á að íslensk stjórnvöld hefðu þurft að efla viðbúnað til að fást við menn sem komnir voru til landsins eftir að hafa lokið her- þjálfun hjá Stalín. Íslensk stjórnvöld á þeim tíma gátu hins vegar vegar tæp- lega vitað hvers konar þjálfun komm- únistarnir höfðu fengið, þótt þau hafi vissulega fengið að kynnast meðölum þeirra á kreppuárunum. Þór er vandvirkur og nákvæmur sagnfræðingur. Bók hans er fagnaðar- efni fyrir alla áhugamenn um sögu og er líkleg til að kalla á umræður í jóla- boðum og á hinum fræðilega vettvangi. Egill Ólafsson Varnarlið verkalýðsins, vopnað bareflum, fer fyrir 1. maí-göngu í Lækjargötu 1936.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.