Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 54

Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 54
54 24. desember 2010 Á aðeins sex ára ferli hefur kammerkórinn Carmina („Kvæði“ (flt.) á latnesku) þegar verið hlaðinn lofi, m.a. frá plötutímariti plötutímaritanna Gra- mophone, fyrir undangenginn 33 laga hljómdisk sinn úr íslenzka 17. aldar sálmalagahandritinu Melodia (2007; SMK 56). Eftir nýjustu erlendu fregnum að dæma ætlar þessum diski sízt að farnast verr en hinum fyrri. Er hann líka vel að því kominn, því sönggæði hins tólf manna kórs (4-2-4-2 frá sópran til bassa) eru hvarvetna í topp- flokki, hvort heldur allra radda í senn eða allt niður í sóló. Sömuleiðis eru fimm útsetningar kórstjórans, með ýmist bassalútuundirleik eða strengja, stílrænt smekklegar og hefðu vel mátt vera fleiri, enda spilgæðin í ágætu sam- ræmi við sönginn. Né heldur fæ ég betur heyrt en að upptökur Sveins Kjartanssonar uppfylli ströngustu kröfur um tærleika og jafn- vægi, og heildarútkoman því erlendum þjóðhöfðingjum hin „sendilegasta“ gjöf, líkt og Einari Þveræingi þótti forðum íslenzkir haukar og hestar. Í fáum orðum sagt bráðþarft sýnishorn úr um hundrað laga handriti vest- mannaeyska prestsins Guðmundar Högnasonar frá 1742 er nær allt frá 15. öld til samtímans. Látum vera þótt mörg lög – e.t.v. flest – séu af erlendum toga, hvað þá raddsetningar þeirra (m.a. eftir Hans Leo Hassler (1564-1612)). Ef trúa má fróðlegum bæklingi Árna Heimis benda líkur til að flest lög disksins hafi samt hljómað sem næst þannig hér á landi áður en söngmennt lagðist af á of- anverðri 18. öld, og gefi sem slík trú- verðuga mynd af tónlistarlífi lands- manna unz allt fór í kalda kol upp úr Móðuharðindum. Auðvitað að við- bættri listrænni upphafningu seinni og betur tónkunnandi tíma, enda ósenni- legt að íslenzkir samtímasöngvarar Kirkjubæjarklerksins hafi t.d. náð óað- finnanlegri inntónun þeirra Carm- inufélaga. Heildarsvipurinn er að öðru leyti afar sannfærandi. Þar svífur yfir vötnum kristileg einlægni í samræmi við alvar- legri lífsviðhorf en við þekkjum í dag. Ugglaust hefði til fjölbreytniauka mátt velja staka viðfangsefni af glaðlegri toga – t.d. eitthvað í líkingu við meist- aralega útsetningu Jóns Sigurðssonar bassaleikara á Immanúel oss í nátt fyrir Þrjú á palli á breiðskífunni „Hátíð fer að höndum ein“ (1971). En hér vó greini- lega þyngra sagnréttur niður fyrri alda, og gullvægt handbragðið stendur fylli- lega fyrir sínu á þessum úrvalsdiski. Bráðþarft sýnishorn TÓNLIST Kammerkórinn Carmina bbbbn Hymnodia sacra. 23 íslenzk og erlend sálma- lög frá endurreisnar- og barokktíma. Kamm- erkórinn Carmina og kammerhópurinn Nordic Affect. Stjórnandi, handritarýnir og útsetjari: Árni Heimir Ingólfsson. Hljóðritað í Langholts- kirkju 29.6./6.-8.7. 2009. Upptaka og eft- irvinnsla: Sveinn Kjartansson. Heildartími: 63:45 mín. Útgefandi: Smekkleysa SMK 74. Ríkarður Ö. Pálsson Gullvægt handbragðið stendur fyllilega fyrir sínu á úrvalsdiski Kammerkórsins Carmina. Lesbók O f lítið er um að klassískar barnabækur séu þýddar á íslensku, sem er mikil synd því börn eiga skilið það allra besta. En einstaka sinnum koma á markað klassískar bækur sem eiga skil- yrðislaust að rata í bókaskápa bókelskra barna. Og reyndar fullorðinna líka. Á dögunum varð fullorðinn vinnufélagi barnslega hrifinn þegar hann uppgötv- aði að bókin Dísa ljósálfur var í jóla- pakka sem hann fékk. Hún fór í hans bókaskáp. Gömul og góð barnasaga er meðal þess sem finna má í jólabókaflóði ársins. Sagan um Galdrakarlinn í Oz er flestum kunn, þótt fæstir hafi lesið bókina. Þessi klassíska saga kemur út í íslenskri þýð- ingu Elínborgar Stefánsdóttur, prýdd skemmtilegum myndum. Þarna er á ferð sérlega skemmtileg og vel sögð saga. Börnum mun örugglega þykja bókin spennandi, persónur eru lifandi og lit- ríkar og hinn ungi lesandi vill umfram allt að Dórótea komist heim. Því eins og Dórótea segir sjálf: „Það skiptir engu hversu öm- urlegt og grátt heimaland manns er, við sem erum fólk af holdi og blóði viljum heldur búa þar en í nokkru öðru landi, hversu fallegt sem það er: Heima er best.“ Það má vissulega deila um þessa heimspeki Dóróteu, en þetta er samt al- veg ágætlega orðað hjá henni. Bókaforlagið Edda, sem gefur út Galdrakarlinn í Oz, er að hluta til hannað í kringum Disney-verksmiðj- una. Þaðan kemur einn helsti bóka- smellur ársins, matreiðslubókin Stóra Disney-matreiðslubókin. Velgengnin er sennilega ekkert einkennileg því Andrés önd, Guffi, Jóakim, Mikki mús, Andrés- ína og Hexía eru auðvitað sterkir kar- akterar sem hljóta að heilla flesta krakka. Og það sem maður heillast af sem barn fylgir manni lengi. Þannig að það eru sennilega ekki bara börn sem finnst spennandi að búa til Guffa- lasagna og kjötbollur Mikka. Andúð ákveðins hóps á draumaverk- smiðju Walts Disneys hefur alltaf verið einkennileg og einkennist af þröngsýni og ofsa. Disney-teiknimyndirnar eru ótalmargar mikil listaverk og sköpun Mikka og félaga var auðvitað dásamleg gleðigjöf, eins og áratuga vinsældir sýna. Þegar menn lesa grimma og hættulega hugmyndafræði út úr þessari sköpun eru þeir komnir á hálan ís. Stundum á maður bara að slappa af og gleðjast. Heima er best Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is ’ Börnum mun örugg- lega þykja bók- in spennandi, persónur eru lifandi og lit- ríkar og hinn ungi lesandi vill umfram allt að Dórótea komist heim. A ðalpersónan í skáldsögu Mar- iu Ernestam er Eva sem lifði æsku sína hjá móður sem gerði líf hennar að helvíti. Sautján ára ákveður Eva að drepa móður sína og fjörutíu árum síðar rifj- ar hún upp liðna tíma. Ernestam hefur vissulega hæfileika til að segja sögu, en því miður hefur hún lítið úthald, byrjar vel en endar illa. Í upphafi er ákveðin spenna í sög- unni. Setningin: „Ég var sjö ára þegar ég ákvað að drepa mömmu. Ég var sautján ára þegar ég lét til skarar skríða“ vekur áhuga og væntingar. Sannarlega er í þessari bók nóg af átökum, ást og hatri. Persónur eru ekki sérlega geðþekkar og virðast til alls líklegar. Móðirin er framan af áhugaverðasta persóna sögunnar og vel tekst að lýsa hinum margslungnu tilfinningum sem Eva ber til hennar. Allt virðist í nokkuð góðum gír hjá höfundi og lesandinn sér ekki fram á annað en að eiga eftir að una nokkuð glaður við sitt. En þá fer að síga á ógæfuhlið. Ástarsagan sem sögð er reynist vera óskaplega klisja, en enn verri er játning móðurinnar seint í verkinu. Þar með fellur bókin niður á billegt plan og festist þar. Höfundinum mistekst að skapa trúverðugt verk. Því miður, því þetta er bók sem byrjar ágætlega en reynist síðan allt of löng og klisjukennd. Barn vill drepa mömmu Bækur Eyru Busters bbnnn Eftir Mariu Ernestam Salka 2010, 384 bls. Kolbrún BergþórsdóttirSænska skáldkonan Maria Ernestam.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.