Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Ráðgjafarfyrirtækið VSI öryggis-
hönnun og ráðgjöf sem sérhæfir sig
í öryggismálum, þ.m.t. hlerunar-
varnir, hefur tvisvar fundið hlerun-
arbúnað í fyrirtækjum hér á landi.
Grunur er um fleiri tilvik. Kaupa má
alls kyns hlerunar- og njósnabúnað
á netinu með lítilli fyrirhöfn og fyrir
tiltölulega lítið fé.
Sérsvið Jakobs Kristjánssonar,
framkvæmdastjóra VSI, er ýmislegt
sem lýtur að almennum öryggismál-
um s.s. myndavélakerfi, aðgangs-
stýrikerfi, innbrotavarnakerfi en
einnig hlerunarvarnir.
Jakob er bundinn trúnaði við sína
viðskiptavini og því getur hann ekki
greint frá því hvernig fyrirtæki um
var að ræða. Í öðru tilvikinu var
hlerunarbúnaðurinn sem starfs-
menn VSI fundu falinn í penna og
var rafhlaðan í honum tóm og því
virkaði hann ekki lengur. Í hinu til-
vikinu var um að ræða hlerunartæki
sem sendi hljóðupptökur þráðlaust
yfir í móttökutæki.
Að sögn Jakobs var um tiltölulega
einfaldan og ódýran búnað að
ræða. Grunsemdir hefðu vakn-
að um að slíkum búnaði hefði
verið komið fyrir í fleiri tilvik-
um en síðan verið fjarlægður
og því ekkert hægt að staðfesta
um hugsanlegar hleranir.
Það sem hefði vakið grun-
inn væri að trúnaðarupplýs-
ingar hefðu lekið út og skot-
ið upp kolli þar sem þeirra var síst
von.
Hlerað í gegnum farsíma
Hægt er kaupa hlerunarbúnað og
hvers kyns tæki og tól til njósna í er-
lendum vefverslunum. Búnaðurinn
er t.d. dulbúinn sem pennar, ljós,
reykskynjarar o.s.frv. Meðal þess
sem hægt er að kaupa er hlerunar-
búnaður sem sendir hljóð þráðlaust
yfir í móttökutæki og geta sending-
arnar borist nokkuð hundruð metra.
„Svona búnað er einfalt að nálgast í
svonefndum spy-shops á netinu og
það er einfalt að nota hann,“ sagði
Jakob.
Jakob benti einnig á að hægt væri
að eiga við farsíma þannig að þeir
virkuðu eins og hlerunartæki. Slíkt
væri tiltölulega einfalt. Óviðkomandi
aðili þyrfti aðeins að komast yfir far-
síma í um tíu mínútur til að setja í
hann hlerunarforrit sem virkar
þannig að þegar sá sem setti forritið
inn hringir í símann kviknar á sím-
anum, rétt eins og sá sem á símann
hefði svarað símtali. Eigandinn
verður hins vegar ekki var við neitt
en síminn sendir síðan frá sér allt
hljóð sem í hann berst. Eigandi sím-
ans verður einskis var, nema hvað
síminn hitnar og getur truflað hátal-
ara, eins og í samtali. Miklu flóknara
sé að hlera samtöl milli gsm-síma.
Búi sér til reglur
VSI býr yfir búnaði til að kanna
hvort hlerunarbúnaði hafi verið
komið fyrir á heimilum eða vinnu-
stöðum og sagði Jakob að fyrirtæki
og fleiri óskuðu stundum eftir að
skrifstofur væru kannaðar með
þeim hætti. Almennt huguðu íslensk
fyrirtæki ágætlega að öryggismál-
um sínum. „Við ráðleggjum mönn-
um fyrst og fremst að skilgreina til-
tekin öryggissvæði og huga að því
hverjum þeir hleypa þangað inn,“
sagði Jakob. Umgangi um fyrirtæki
megi stjórna með aðgangsstýrikerfi.
Til lítils sé að láta kanna hvort hler-
unarbúnaði hafi verið komið fyrir ef
vinnustaðurinn sé síðan opinn öllum
daginn eftir. „Menn þurfa að búa sér
til ákveðnar reglur og vera meðvit-
aðir um að það er hægt að hlera þá
með ýmsu móti,“ sagði Jakob.
Hafa tvisvar fundið
hlerunarbúnað
Uss Upptökutæki og myndavélar eru dulbúin á ýmsan hátt, s.s. sem reykskynjarar, hreyfinemar eða ilmtæki. Öll
þessi tæki senda upplýsingar til 3G farsíma. Hægt er að kaupa tæki sem þessi í erlendum netverslunum.
Hægt að hlera samtöl á ýmsan hátt Auðvelt að nota
Fjöldinn allur af erlendum vef-
síðum býður upp á njósnatæki
af ýmsum gerðum og stærð-
um. Hægt er að kaupa mynda-
vélar, hljóðupptökutæki, tæki
sem nema hljóð í mikilli fjar-
lægð, lífsýnapróf og margt
fleira. Í sömu verslunum er
iðulega boðið upp á gagn-
njósnatæki, s.s. tæki sem
geta fundið hler-
unartæki.
Tól og tæki
NJÓSNABÚÐIR Á NETINU
Jakob Kristjánsson
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Fartölva sem fannst í auðu herbergi í
húsakynnum Alþingis var fyrst sett í
samband við tölvukerfi þingsins 28.
desember 2009. Þetta kom fram við
athugun tölvudeildar Alþingis en
þingmönnum var tilkynnt um niður-
stöðu hennar með tölvupósti í gær.
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri
Alþingis, segir að ekkert bendi til
þess að gögnum hafi verið stolið með
tölvunni, þótt það sé ekki útilokað.
Tölvudeildin kannaði í fyrradag
svokallað tölvulogg eða tölvuskrá
sem sýndi að fartölvan var sett í sam-
band 28. desember og var í sambandi
til 2. febrúar 2010, eða í rúman mán-
uð, þegar hún fannst. Að sögn Helga
hafði borðtölva sem var inni í her-
berginu verið tekin úr sambandi en
þess í stað var aðskotatölvan tengd
með tölvukapli við tölvulagnir í her-
berginu og þar með við tölvukerfi Al-
þingis. Sá aðgangur sem fæst með
því að tengjast tölvukerfinu með
þessum hætti er afar takmarkaður,
að sögn Helga. Menn komist ekki í
nein gögn nema hafa lykilorð eða
búnað sem getur brotist í gegnum ör-
yggiskerfi. Ekki sé t.d. aðgangur að
gögnum þingmanna, tölvupósti eða
vinnugögnum hjá nefndum Alþingis.
Lítil umferð um tölvuna
Þegar kveikt er á fartölvum þarf
að lyfta skjánum frá lyklaborðinu. Að
sögn Helga var fartölvan lokuð til
hálfs þegar hún fannst. Þá var hún að
stórum hluta hulin skjölum og öðrum
gögnum sem lágu
á skrifborðinu.
Fartölvan sást
því ekki þegar lit-
ið var inn í her-
bergið og starfs-
maður þingsins sá
hana ekki fyrr en
hann var kominn
að skrifborðinu,
en þangað fór
hann til að sækja prentara sem koma
átti fyrir í öðru herbergi. Óvíst sé
hvort tölvan hafi verið notuð til að
stela gögnum. „Það er ekkert sem
bendir til þess að neitt hafi gerst. Það
er þó ekki útilokað en það bendir
flest til þess að það hafi verið mjög
lítil umferð um þessa tölvu,“ sagði
Helgi.
Helgi var í gær ekki með upplýs-
ingar um hverjir voru á ferð á 5. hæð
hússins Austurstræti 8-10 hinn 28.
desember 2009. „Og við höfum því
miður engar myndir úr öryggis-
myndavélum frá þessum tíma,“ sagði
hann.
Myndavélarnar, sem eru stafræn-
ar, voru þó ekki bilaðar heldur höfðu
upptökurnar verið þurrkaðar út.
Þegar tölvan fannst hafði nýlega ver-
ið bætt við öryggismyndavélum í
húsinu, m.a. í tengslum við Skóla-
þingið en á því setja nemendur í efstu
bekkjum grunnskóla sig í hlutverk
þingmanna. Vegna þessara auka-
myndavéla dugði geymslurýmið fyr-
ir upptökurnar verr en áður og
myndirnar, sem hefðu hugsanlega
getað varpað ljósi á málið, höfðu því
þurrkast út.
Aðskotatölvan
sett í samband
28. desember
Upptökurnar voru ekki geymdar
Helgi Bernódusson
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Formenn foreldrafélaga og fulltrúar
foreldra í skólaráðum komu saman í
gær og mótmæltu niðurskurði í
grunnskólum Reykjavíkur. Full-
trúarnir segja að skólastarf muni
skaðast og hafa ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar á grunnskólabörn ef ekki
verði komið í veg fyrir niðurskurð-
araðgerðir borgaryfirvalda.
Guðrún Valdimarsdóttir, for-
maður SAMFOK, samtaka foreldra
grunnskólabarna í Reykjavík, segir
að niðurskurðurinn muni bæði hafa
neikvæð áhrif á menntun og fé-
lagsþjónustu grunnskólabarna.
Bæði standi til að fækka kennslu-
stundum og minnka gæslu á skóla-
lóðum borgarinnar. „Uppsafnaður
niðurskurður á menntasviði er kom-
inn upp í tuttugu prósent. Það sjá
það allir sem sjá vilja, að þegar búið
er að taka tuttugu
prósent af ein-
hverju fyrirtæki
eða stofnun þá er
komið að inn-
viðum þess. Þá er
búið að skera í
burtu öll fitulög
og möguleikar á
niðurskurði eru
ekki lengur til
staðar,“ segir
Guðrún. „Menntakerfið er við sárs-
aukamörk og kom þangað fyrir
löngu.“
Í ályktun foreldrasamtakanna
kemur fram hörð gagnrýni á borg-
aryfirvöld vegna skorts á samráði
við foreldra. Segir orðrétt í álykt-
uninni: „… er kerfisbundið verið að
leyna foreldra upplýsingum um
hvaða leiðir skólastjórnendum er
gert að fara í niðurskurðinum. For-
eldrar hafa fengið sig fullsadda af
hástemmdum yfirlýsingum um sam-
ráð þegar ekki er um raunverulegt
og faglegt samráð að ræða.“
„Það er ekki rétt sem komið
hefur fram í máli Oddnýjar Sturlu-
dóttur, [formanns menntaráðs], að
það sé búið að kynna niðurskurð-
arhugmyndir fyrir skólaráðum. Það
sem við komumst að er að það er bú-
ið að senda skólastjórnendum blað
með upplýsingum um hvernig þeir
eigi að framfylgja niðurskurði og
þar er sérstaklega tekið fram að það
sé bannað að sýna foreldrum þetta
blað. Þetta finnst okkur ekki sam-
rýmast hugmyndum um samráð.“
Foreldrarnir hafa sent borg-
aryfirvöldum bréf vegna málsins.
Þau óska eftir því að opinn fundur
verði haldinn um málið og foreldrum
kynntar tillögurnar. „Við viljum að
ef það á að tala um samráð, þá sé það
raunverulegt, en ekki bara sýnd-
arsamráð,“ segir Guðrún að lokum.
Komið að sársaukamörkum
Guðrún
Valdimarsdóttir
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu, segir að það
sé misskilningur að rannsókn
málsins hafi verið lokið viku eftir
að fartölvan fannst 2. febrúar
2010. Rannsóknin hafi verið í
gangi í nokkrar vikur í febrúar en
eftir það hafi ekki verið talið að
lögregla hefði næg gögn til að
halda henni áfram. Fingra-
fararannsókn hafi á hinn bóginn
lokið viku eftir að tölvan fannst.
Aðspurður sagði Stefán að í
ljósi þess að engar vísbendingar
voru um hver hefði komið tölvunni
fyrir eða í hvaða
tilgangi, hefði
lögregla metið
það sem svo að
ekki hefði verið
nauðsynlegt að
yfirheyra þing-
menn eða aðra
sem vitni í mál-
inu. Margir tugir
hefðu farið þarna um á þessum
tíma. Lögregla hefði metið sem
svo að slíkt myndi ekki skila upp-
lýsingum sem myndu varpa frek-
ara ljósi á málið.
Rannsakað í nokkrar vikur
MARGIR TUGIR HÖFÐU AÐGANG AÐ HÚSINU
Stefán Eiríksson