Morgunblaðið - 22.01.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
Helgi Garðarsson raf-
virki og ljósmyndari á
Eskifirði lést fimmtu-
daginn 20. janúar.
Helgi var fæddur á
Eskifirði 10. nóvember
1938, sonur hjónanna
Jensínu Maríu Karls-
dóttur, húsfreyju, og
Garðars Helgasonar,
bifreiðastjóra og öku-
kennara.
Eiginkona Helga er
Jóna Herdís Hall-
björnsdóttir, lengst af
starfsmaður í Hulduhlíð á Eskifirði.
Synir þeirra eru Jens Garðar, fram-
kvæmdastjóri Fiskimiða ehf. og for-
maður bæjarráðs Fjarðabyggðar, og
Sturla Már, háskólanemi.
Helgi lauk gagnfræðaprófi frá
Eiðum og námi í rafvirkjun frá iðn-
skólanum á Norðfirði. Hann starfaði
sem rafvirkjameistari á Eskifirði í
áratugi og þau hjónin ráku versl-
unina Rafvirkjann samhliða til árs-
ins 2000. Helgi virkjaði Grjótá 1986,
en áin rennur meðfram húsi hans á
Eskifirði. Virkjunin sá heimili hans
og verslun fyrir hita og
rafmagni til 2008.
Helgi var mikill
áhugamaður um ljós-
myndun alla tíð og fékk
fyrstu myndavélina 12
ára gamall. Honum var
mjög annt um varð-
veislu gamalla mynda
frá Eskifirði og öðrum
bæjarkjörnum á Aust-
fjörðum. Hann hélt um
árabil úti heimasíðu
með yfirgripsmiklu
myndasafni, www.sim-
net.is/hgard. Frá upphafi byggingar
álvers Alcoa Fjarðaáls skrásetti
Helgi í myndum framvindu þess
verks, bæði fyrir Bechtel og Alcoa.
Helgi Garðarsson var ötull frétta-
ljósmyndari fyrir Morgunblaðið og
margar mynda hans hafa birst á síð-
um blaðsins á liðnum árum. Síðustu
myndina tók hann fyrir blaðið 18.
desember er eldur kviknaði í ál-
verinu í Reyðarfirði. Við leiðarlok
þakkar Morgunblaðið Helga störf
hans fyrir blaðið og sendir fjölskyldu
hans innilegar samúðarkveðjur.
Helgi Garðarsson
Andlát
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stóru áföllin í atvinnusögu Flateyrar
voru þegar Hjálmur seldi togarann
Gylli fyrir tæpum tuttugu árum með
stórum hluta kvótans og þegar eigend-
ur Kambs ákváðu öllum að óvörum að
hætta fiskvinnslu 2007.
Flateyri við Önundarfjörð byggðist
upp á fiskveiðum og fiskvinnslu á
nítjándu og tuttugustu öld, eins og
önnur þorp á Vestfjörðum. Upp úr
miðri síðustu öld voru þar mörg fisk-
verkunarfyrirtæki. Það stærsta var
Hjálmur sem gerði út togarann Gylli
og byggði upp glæsilega fiskvinnslu.
Fyrirtækið lenti í fjárhagserfiðleikum.
Togarinn var seldur 1992 með helm-
ingi veiðiheimilda en hann hafði fiskað
4 þúsund tonn árið áður. Hjálmur var
síðan sameinaður mun minna fyrir-
tæki á staðnum, Kambi, sem var í eigu
Hinriks Kristjánssonar.
Í mikilli sameiningarhrinu rann
Kambur og fleiri vestfirsk sjávarút-
vegsfyrirtæki inn í samsteypuna
Básafell. Rekstur hennar gekk illa og
þegar Básafell stefndi í þrot keypti
Hinrik Flateyrareignirnar út úr sam-
steypunni, án kvótans. Hann byrjaði á
að byggja fyrirtækið á Flateyri upp á
nýjan leik og gekk vel. Kambur keypti
kvóta og var kominn með 2700 þorsk-
ígildistonn á árinu 2007. Má segja að
þar hafi hann keypt fiskveiðiheimild-
irnar í annað sinn. Að auki voru leigðar
heimildir og hráefni keypt svo að unn-
ið var úr þrefalt meira hráefni en nam
fiskveiðiheimildum félagsins.
Dæmið gekk ekki upp
Mikið fjaðrafok varð þegar það
spurðist út á árinu 2007 að Hinrik
Kristjánsson og fjölskylda hans hefðu
ákveðið að hætta fiskvinnslu og selja
allar eignir sínar á Flateyri og kvót-
ann. Hinrik sagði þá í samtali við
Morgunblaðið að aðstæður hefðu
breyst mjög til hins verra á nokkrum
mánuðum. Verð á aflahlutdeild og
aflamarki hefði farið upp úr öllu valdi,
krónan væri mjög sterk, vextir í há-
marki og atvinnuskilyrði á norðan-
verðum Vestfjörðum hefðu farið
versnandi. Þess vegna gengi dæmið
ekki upp lengur. Ekki væri um annað
að ræða en vera maður til að viður-
kenna það í tíma, áður en í óefni væri
komið. Hinrik náði að gera upp sínar
skuldir og gott betur. Rekstrarskilyrði
versnuðu enn og telja menn sem
þekkja til þessa reksturs að Kambur
hefði lent í miklum vandræðum og
jafnvel þroti innan árs, ef fyrirtækið
hefði ekki verið leyst upp í tíma. Um
það er þó erfitt að fullyrða nú.
Tilraun sem ekki tókst
Kambur var langstærsti vinnuveit-
andinn á Flateyri með á annað hundr-
að starfsmenn á sjó og landi. Því blasti
auðn við, ef ekki tækist að koma hjól-
um atvinnulífsins af stað á ný.
Einar Oddur Kristjánsson, alþing-
ismaður og íbúi á Flateyri, beitti sér
fyrir stofnun félags um kaup á fisk-
vinnslu Kambs. Fékk hann frænda
sinn, Kristján Erlingsson athafna-
mann, til liðs við sig og fjölskylduna og
fyrirtækið Eyraroddi hóf vinnslu á
haustmánuðum.
Vel gekk að keyra vinnsluna upp og
voru 34 starfsmenn þar undir lok októ-
ber. Áhersla var lögð á söltuð og laus-
fryst þorskflök fyrir Spánarmarkað.
Eyraroddi keypti kvótalausan hrað-
fiskibát en leigði aflaheimildir og
byggði tilveru sína að miklu leyti á því
að kaupa hráefni á mörkuðum. Rekst-
urinn gekk þokkalega fyrstu tvö árin.
Nokkuð stöðug vinnsla var í fisk-
vinnslunni.
Síðan fór að halla undan fæti. Fyr-
irtækið fékk heimild til greiðslustöðv-
unar í maí á síðasta ári, til að end-
urskipuleggja reksturinn. Sú vinna
stóð fram á þetta ár. Öllu starfsfólkinu
var sagt upp störfum í lok nóvember.
Félagið fékk heimild til greiðslustöðv-
unar og að lokum sáu stjórnendur fé-
lagsins sig knúna til að óska eftir
gjaldþrotaskiptum. Það var endap-
unkurinn á rúmlega þriggja ára sögu.
Til fyrirtækisins var stofnað af hug-
sjón, eins og fyrr segir, til þess að
tryggja atvinnu á staðnum. Eignirnar
voru keyptar á 60-80 milljónir kr. á
sínum tíma, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins. Eigendurnir lögðu
um 100 milljónir í fyrirtækið á þessum
tíma.
Hráefni fékkst ekki
Hráefnisskortur er meginástæða
þess að fyrirtækið gekk ekki, að sögn
forsvarsmanna fyrirtækisins. „Í upp-
hafi lá fyrir að rekstur fiskvinnslu án
kvóta yrði mjög erfiður. Þrátt fyrir
það reyndu forsvarsmenn félagsins að
koma af stað rekstri á Flateyri en því
miður tókst ekki að afla nægs hráefnis
til þess að fiskvinnslan stæði undir
sér,“ sagði í tilkynningu frá stjórn
Eyrarodda um gjaldþrot félagsins.
Ýmislegt hefur gerst á þessum
tíma. Heimildir til veiða á mikilvæg-
ustu tegundum hafa minnkað á und-
anförnum árum, þótt stærsti skellur-
inn hafi verið kominn þegar
Eyraroddi tók til starfa. Það dró úr
möguleikum útgerða til að leigja frá
sér kvóta og gerði þeim erfitt fyrir
sem treystu á að geta keypt sér eða
leigt fiskveiðiheimildir. Þá dró vitan-
lega mjög úr framboði á afla á fisk-
mörkuðum og verðið hækkaði. Það
kom illa við fiskvinnslur sem ekki
höfðu aðgang að hráefni frá eigin út-
gerð.
Segja má að leigumarkaðurinn hafi
síðan botnfrosið eftir að reglum um
veiðiskyldu og framsal var breytt.
Dregið var verulega úr möguleikum
til að flytja aflaheimildir á milli ára og
á milli skipa. Það var gert til að
tryggja að heimildirnar yrðu nýttar til
veiða. Þá voru skyldur útgerða til að
veiða eigin aflaheimildir auknar veru-
lega.
Erfitt er að segja að erfiðleikar
þessa tiltekna fyrirtækis stafi af
kvótakerfinu því það hóf starfsemi án
þess að hafa tryggan kvóta. Hins veg-
ar hefur óvissan um rekstrarumhverfi
í sjávarútvegi gert erfiðara um vik að
fá önnur fyrirtæki til samstarfs um að
halda rekstrinum áfram.
Áfall þegar Kambur hætti
Fiskvinnsla hefur átt erfitt uppdráttar á Flateyri í mörg ár Sviptingar hafa verið í eignarhaldi
Tilraun til að reka vinnslu án öruggrar hráefnisöflunar lauk með gjaldþroti Eyrarodda
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Flateyri Íbúum Flateyrar hefur fækkað verulega. Síðasta áratuginn hafa þar oft verið um 300 íbúar en fjöldinn er
nú kominn niður fyrir 200. Þegar umsvifin voru mest, á sjöunda áratugnum, bjuggu yfir 500 manns á Flateyri.
Nokkur fyrirtæki í sjávarútvegi
hafa sýnt áhuga á að hefja starf-
semi á Flateyri, í fiskvinnslu
þrotabús Eyrarodda. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er þar
annars vegar um að ræða Storm
Seafood sem er að hluta til í eigu
kínverskra fyrirtækja og hins veg-
ar samsteypu vestfirskra sjávar-
útvegsfyrirtækja.
Á Flateyri eru nokkrar litlar út-
gerðir og eru tvær þeirra reknar í
tengslum við harðfiskverkun.
Kvóti staðarins var kominn niður
í 240 þorskígildistonn á síðasta
ári sem er tæplega 0,1% af út-
inn í tölurnar koma kvótafærslur
á báta sem skráðir eru á Flateyri
en gerðir út frá öðrum stöðum.
Ísafjarðarbær úthlutaði Eyr-
arodda nokkrum skerf af byggða-
kvóta. Það skilaði sér til fyrirtæk-
isins í haust. Undir lok síðasta
árs var reglum um byggðakvóta
breytt þannig að hlutur minnstu
byggðarlaganna jókst. Á næstu
vikum og mánuðum munu því
300 tonn koma í hlut Flateyrar.
Þótt það dugi ekki til margra
vikna vinnslu er vonast til að
aukningin geti laðað að útgerðir
til samstarfs.
hlutuðu aflamarki til skipa á Ís-
landi. Tölur Fiskistofu sýna hærri
tölu á yfirstandandi ári. Engin
aukning hefur þó orðið í raun því
Sýna áhuga á vinnslunni
300 TONNA BYGGÐAKVÓTI Í BOÐI
Fyrrverandi samstarfsmenn ræða saman.
Flateyri
- úthlutað aflamark
2001-2002
2002-2003
2003-2004
2004-2005
2005-2006
2006-2007
2007-2008
2008-2009
2009-2010
2010-2011 *
Fiskveiðitímabil Tonn %
0,1
0,2
0,4
0,5
0,6
0,6
0,3
0,1
0,1
0,4
468
870
1.633
1.792
2.075
2.378
862
230
241
982
* Aukning stafar af kvótafærslum tveggja báta sem
skráðir voru á Flateyri en gerðir út frá öðrum stöðum.
Heimild: Fiskistofa
Vegfarendur hafa
tekið eftir því að
ekkert hefur ver-
ið unnið að
breikkun Suður-
landsvegar síð-
ustu daga. Verk-
takinn Ingileifur
Jónsson, sem
vinnur að breikk-
uninni, segir að
frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir
hléi á vinnu á þessum tíma.
„Ekki var reiknað með að unnið
yrði við veginn í janúar, febrúar og
mars. Ef við vinnum eitthvað við
veginn á þessum tíma er það bónus,“
segir Ingileifur. „Við erum búnir
með þann áfanga sem við vorum að
rembast við að ná fyrir veturinn.
Það er takmarkað sem við getum
gert á næstu mánuðum.“ Ingileifur
segir að frost í jörðu komi í veg fyrir
að hægt sé að ráðast í næstu skref.
Hann vildi þó ekki útiloka að hafist
yrði handa fyrr, ef snemma þiðnaði.
gislibaldur@mbl.is
Hlé á vinnu
við Suður-
landsveg
Suðurlandsvegur
OPIÐ LAUGARDAG 12 -14