Morgunblaðið - 22.01.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
Borgarbúar geta glaðst yfir einuþegar þeir taka á móti hærri
reikningum frá Reykjavíkurborg
þessa dagana. Þeir geta glaðst yfir
því að borgin fer vel
með skattfé þeirra.
Eitt dæmi umánægjulega
meðferð er sú
ákvörðun Mannrétt-
indaráðs Reykjavík-
urborgar að styrkja
súpufundi Kvenréttindafélags Ís-
lands um eina milljón króna.
Það sem eykur enn á ánægjuna erað enginn er betur til þess fall-
inn en einmitt Mannréttindaráð
Reykjavíkurborgar að styrkja þessa
tilteknu súpufundi.
Enginn þekkir betur til mik-ilvægis þessara súpufunda en
Mannréttindaráð, enda er sami for-
maður í Mannréttindaráðinu og
Kvenréttindafélaginu.
Þess vegna þarf enginn að velkj-ast í vafa um að milljón króna
súpan er hverrar krónu virði.
Það eina sem skyggir örlítið áánægjuna hjá skattgreiðendum
í Reykjavík er að formaður beggja,
Margrét Sverrisdóttir, taldi sig van-
hæfa við afgreiðslu þess dag-
skrárliðar þegar atkvæði voru
greidd um súpuna.
Hún vék því að eigin sögn affundi, að minnsta kosti í anda,
þó að þess sé að vísu ekki getið í
fundargerð.
Þess vegna er ákveðin hætta á aðsúpan kunni að vera lítillega of-
metin hjá þeim sem eftir sátu á fundi
Mannréttindaráðs og ráðfærðu sig
að sjálfsögðu ekki við vanhæfan for-
manninn.
Margrét
Sverrisdóttir
Sat (hjá) í súpunni
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 21.1., kl. 18.00
Reykjavík 8 alskýjað
Bolungarvík 8 rigning
Akureyri 6 skýjað
Egilsstaðir 6 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 4 rigning
Nuuk -12 skafrenningur
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló -8 skýjað
Kaupmannahöfn -1 heiðskírt
Stokkhólmur -2 skýjað
Helsinki -5 þoka
Lúxemborg 0 heiðskírt
Brussel 1 léttskýjað
Dublin 2 skýjað
Glasgow 2 léttskýjað
London 3 léttskýjað
París 1 skýjað
Amsterdam 3 léttskýjað
Hamborg 1 þoka
Berlín 0 skýjað
Vín 0 snjókoma
Moskva -12 alskýjað
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 6 heiðskírt
Barcelona 8 léttskýjað
Mallorca 7 léttskýjað
Róm 6 skýjað
Aþena 12 skýjað
Winnipeg -23 snjókoma
Montreal -11 snjókoma
New York -1 heiðskírt
Chicago -16 léttskýjað
Orlando 18 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:38 16:42
ÍSAFJÖRÐUR 11:05 16:24
SIGLUFJÖRÐUR 10:49 16:06
DJÚPIVOGUR 10:13 16:06
Viðureign Íslend-
inga og Spán-
verja á heims-
meistaramótinu í
handbolta verður
sýnd í ólæstri
dagskrá á Stöð 2
sport. Leikurinn
fer fram um miðj-
an mánudag
næstkomandi.
Pálmi Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri dag-
skrársviðs 365 miðla, segir að dag-
setningin hafi verið valin áður en
ljóst var hvaða þjóðir myndu mæt-
ast. Því sé það tilviljun að leikurinn
gegn Spánverjum sé í opinni dag-
skrá, en ekki einhver annar.
Þetta er eini leikurinn í milliriðli
mótsins sem Stöð 2 sport sýnir í
ólæstri dagskrá. Til stendur að sýna
einnig úrslitaleikinn í ólæstri dag-
skrá – að því gefnu að Íslendingar
leiki til úrslita.
Íslenska handboltalandsliðið hef-
ur farið á kostum á heimsmeist-
aramótinu hingað til og hefur unnið
alla sína leiki. Fyrsti leikur liðsins í
milliriðli er gegn Þýskalandi í dag.
gislibaldur@mbl.is
Spánarleik-
ur í ólæstri
dagskrá
Pálmi
Guðmundsson
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
5
0
5
8
Samtök verslunar og þjónustu og Samtök heilbrigðis-
fyrirtækja standa fyrir opnum morgunverðarfundi
þriðjudaginn 25. janúar nk. kl. 8.30 í Gullteig A,
Grand Hóteli Reykjavík.
Framsögumenn:
Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík
Margs ber að gæta þegar byggt er sjúkrahús
Gunnar Svavarsson, verkfræðingur NLSH ohf.
Nýr Landspítali – byggingarframkvæmdin
Að framsöguerindum loknum verða pallborðsumræður.
Í pallborði sitja, auk framsögumanna, Kristján Guðmundsson,
læknir og Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri PrimaCare.
Fundarstjóri: Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Þátttökugjald með morgunverði: 2.500 kr.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið svth@svth.is
eða í síma 511 3000.
Skráning og morgunverður hefst kl. 8.00.
Fundurinn er opinn öllum.
Er hátæknisjúkrahús
skynsamleg fjárfesting?
Orðinu „ekki“
ofaukið
Þau mistök urðu í frétt um óánægju
dagforeldra með borgarstjórn í
Morgunblaðinu í gær að orðið „ekki“
slæddist inn þar sem það átti ekki að
vera. Hið rétta er að viðmælendur
blaðsins sögðu Oddnýu Sturludóttur
fara með rangt mál þegar hún sagði
dagforeldra að meðaltali hafa hjá sér
þrjú börn, en langflestir annist fimm
börn, þótt þau séu kannski ekki á
skrá hjá borgaryfirvöldum þar sem
sum þeirra búa í nágrannabæjar-
félögum.
Ásvegur var það
Í frétt um snjómokstur á Dalvík í
blaðinu í gær misritaðist götunafn.
Það voru íbúar við Ásveg sem gripu
til sinna ráða og létu sjálfir moka
snjó af götunni.
LEIÐRÉTT