Morgunblaðið - 22.01.2011, Síða 11

Morgunblaðið - 22.01.2011, Síða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 Karl Andersen, læknir hjá Hjartavernd, segir að tíðni hjartasjúkdóma hafi lækkað á Íslandi á síðustu 25 árum um 70%. „Ef það væri sami hraði á æða- sjúkdómum 2006 og var 1980 myndi muna um eitt dauðsfall á dag á Íslandi. Hjartasjúkdómar eru á hraðri niðurleið. Það er aðallega þrennt sem skýr- ir það; árin fyrir 1980 reyktu 40% Íslendinga en í dag reykja 12%. Kólest- eról hefur lækkað um næstum því einn heilan á þessu tímabili og blóð- þrýstingur hefur lækkað. Síðan eru aðrir þættir sem hafa áhrif eins og hreyfing, offita og sykursýki. Offita og sykursýki eru hvort tveggja á upp- leið hjá okkur og við höfum verulegar áhyggjur af því að það muni eyði- leggja þennan góða árangur á næstu tíu til þrjátíu árum. Hjarta- sjúkdómar eru mikið háðir því hvernig fólk hagar sér, 90% af öllum hjartaáföllum skýrast af hlutum sem við getum stjórnað í okkar lífsstíl,“ segir Karl. HJARTAVERND Útskrifuð Karl Andersen útskrifar blaðamann við hestaheilsu. Tíðnin hefur lækkað um 70% Morgunblaðið/Golli Hjartalínurit Blaðamaður átti að anda djúpt og slappa af þegar Sigríður tók hjartalínuritið. Hæð, þyngd og hjartalínurit Sigríður byrjaði á að mæla hæð mína og var ég einum sentimetra hærri en ég hélt að ég væri. Næst var það vigtin sem reiknaði líka út þyngd- arstuðul minn og fituhlutfall, mitt- ismálið var tekið með gamaldags mál- bandi. Þá var það hjartalínuritið, ég lagðist á bekk þar sem Sigríður setti klemmur um ökkla og úlnliði og nema víðsvegar á brjóstkassann, svo spýtti vélin út úr sér línuriti sem virtist líta eðlilega út. Þá var grunnskoðun lokið og ég hélt heim á leið. Að láta tékka á hjartanu í sér er enginn tímaþjófur. Nokkrum dögum síðar mætti ég til Karls Andersen læknis til að fá niðurstöður áhættumatsins. Hann byrjaði á að fara með mig í gegnum spurningalista varðandi áhættuþætti og ættarsögu. Þá mældi hann aftur hjá mér blóðþrýstinginn og hlustaði hjartað sem var víst innblásið af Ís- landi og sló eins og frumskóg- artromma. „Þú ert með eðlilega hjartahlustun, eðlilegt hjartalínurit og góðan blóðþrýsting,“ sagði Karl og hjarta mitt hoppaði af kæti. Næst var að kíkja á mælingarnar sem voru gerðar í fyrri heimsókninni. Á blaðinu mátti sjá mælingar mínar og svo æskileg gildi m.v. aldur, kyn, hæð og þyngd. Allt leit mjög vel út fyrir utan fituhlutfallið sem var heldur hátt, það þýðir víst ekki að ég sé of feit heldur að það vanti á mig vöðva sem er lík- lega mjög rétt. „Hér má sjá að heildarkólesteról hjá þér er 5,27 en það er æskilegt að það sé undir 5,“ sagði Karl og bætti svo við að það væri allt í lagi því góða kólesterólið hjá mér væri mjög hátt sem þýddi að ég væri með góða fitu- samsetningu. Góða og vonda kólesterólið „Kólesteról skiptist í tvo und- irhópa, HDL sem er gott kólesteról og LDL sem er vont kólesteról og þú ert undir viðmiði í LDL. Það má lesa út úr fitugildunum að þú borðar holl- an mat. En þetta ræðst líka að hluta til af erfðafræðilegum þáttum,“ sagði Karl og benti mér á fleiri tölur sem þýddu að ég væri ekki með sykursýki og langt frá því að vera blóðlaus. Þá sýndi hann mér reiknivélina sem má finna á heimasíðu Hjartaverndar. „Hér má reikna út líkurnar á því að maður fái hjartasjúkdóm eftir tíu ár með því að færa gildin sín inn. Við notum þetta reiknimódel til að benda á hvaða áhættuþætti fólk getur lag- að,“ sagði Karl og reiknaði út að það væru 0,1% líkur á að ég fengi krans- æðasjúkdóma á næstu tíu árum. Er það sambærilegt við meðaltal jafn- aldra kvenna á Íslandi. „Konur eru ólíklegar til að fá kransæðasjúkdóma fyrir tíðarhvörf, kvenhormónin eru æðaverndandi. Þegar þær eru komn- ar yfir tíðarhvörf eykst áhættan mik- ið. Karlar fá hjartasjúkdóma tíu árum fyrr en konur. Þannig að þín áhætta nú er svipuð og hjá 23 ára strák,“ sagði Karl að lokum og með því var ég útskrifuð við hestaheilsu með nið- urstöðurnar útprentaðar á skjali. Stærð Mittismálið var tekið. www.hjarta.is ÍS L E N S K A S IA .I S 53 22 0 01 /1 1 *Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði í eina nótt, aðgöngumiði á tónleika Páls Óskars og EUROVISION-stjarna ásamt þriggja rétta kvöldverði og aðgöngumiða á dansleik. PÁLL ÓSKAR OG EUROVISION- STJÖRNUR ÍSLANDS Í KÖBEN 5. MAÍ 2011 VERÐ Á MANN FRÁ: 89.900* KR. Í TVÍBÝLI I 99.900* KR. Í EINBÝLI EINSTÖK TÓNLISTARUPPLIFUN FYRIR HÓPA OG KLÚBBA. Eurovision-stórtónleikar í Cirkus í Kaupmannahöfn þar sem Páll Óskar skemmtir ásamt fjölda söngvara sem hafa allir tekið þátt í söngvakeppninni á árum áður. Tónleikarnir fara fram undir borðhaldi þar sem snæddur verður glæsilegur þriggja rétta kvöldverður meðan listamennirnir skemmta gestum. Síðan verður dansleikur og stanslaust stuð til kl. 02.00 þar sem Páll Óskar sér um tónlistina og heldur uppi fjörinu eins og honum er einum lagið. Nánari upplýsingar á www.icelandair.is REGÍNA ÓSKJóhanna Guðrún Stebbi & Eyfi Björgvin Halldórsson Friðrik ÓmarSelma BjörnsICYHera BjörkPÁLMI GUNNARSSON, EIRÍKUR HAUKSSON & HELGA MÖLLER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.