Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eigendur eldri bifreiða sem ekki hafa
skráða losun koldíoxíðs í bifreiðaskrá
geta búist við mikilli hækkun bif-
reiðagjalda. Skýringin er ný aðferð
við útreikning á bifreiðagjöldum sem
öðlaðist gildi 1. janúar sl. en hún mið-
ast við skráða losun koldíoxíðs frá bif-
reið. Áður hefur bifreiðagjaldið verið
miðað við þyngd bifreiðar. Bifreiða-
gjaldið er eftir breytingu 120 krónur
fyrir hvert gramm af skráðri kolefn-
islosun bifreiðar umfram 80 grömm.
Bifreiðagjald skal þó aldrei vera
lægra en 5.000 krónur.
Liggi upplýsingar um skráða losun
koldíoxíðs ekki fyrir í bifreiðaskrá
skal losun ákvörðuð sem 0,12 grömm
á hvert kíló skráðrar eigin þyngdar
bifeiðar að viðbættum 50 grömmum
af koldíoxíði.
Þurfa á vottorði að halda
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda (FÍB), kveðst hafa haft spurnir
af því að hækkunin getið numið tug-
um prósenta í einstaka tilvikum.
Hann segir gjaldtökuna geta haft
mikil áhrif á fyrirtæki með bílaflota.
„Þetta kemur verst út gagnvart
þeim sem eiga eldri og minna verð-
mæta bíla. Þetta kemur líka mjög illa
út gagnvart þeim sem reka bílaflota,
til dæmis sendibíla, því það var ekki
fyrr en frá árinu 2000 sem það var
skilyrt að fylgja þyrfti svokallað CoC-
vottorð með nýskráðum bifreiðum.
Mér skilst að Umferðarstofa muni
fara af stað með vinnu fyrir fólk til að
leita þessar upplýsingar uppi fyrir þá
sem þess óska, þ.e.a.s. fyrir bíla sem
komu til landsins frá og með árinu
2000.
Þetta á við þegar þessar upplýs-
ingar eru ekki til í gagnasöfnum hjá
hinu opinbera. Fólksbifreiðar sem
komu til landsins fyrir árið 2000 höfðu
ekki skráða CO2-losun en frá árinu
2000 eiga að vera til upplýsingar um
losunina. Óski
bifreiðaeigandi
eftir því að fá að
borga í sam-
ræmi við losun
koldíoxíðs þarf
hann að fá við-
urkennda stað-
festingu á losun
bifreiðar sinnar.
Hafi þessar
upplýsingar
ekki verið færðar inn í bifreiðaskrá
þarf að óska eftir þeim sérstaklega.“
Innheimta sérstakt gjald
Runólfur segir að gjald verði tekið
fyrir þessar upplýsingar.
„Umferðarstofa hyggst innheimta
2.750 krónur fyrir þessar upplýsingar
og skráningu, að því gefnu að bifreið
sé ekki eldri en frá árinu 2000. Fram
að þeim tíma eru ekki til nein skráð
gögn og þá verður fólk að hafa uppi á
þessum gögnum sjálft, m.a. í gegnum
erlendar vefsíður og upplýsingaveit-
ur. Miðað við gengi evrunnar í dag
sýnist mér sem kostnaður við eitt
svona vottorð geti verið 15.000 til
20.000 krónur.“
Samið í ráðuneytinu
Runólfur segir flest benda til að
samráð hafi skort við breytinguna.
„Reiknireglan varðandi bifreiðar
sem ekki hafa skráða losun virðist
hafa verið samin í fjármálaráðuneyt-
inu án samráðs við Umferðarstofu
sem er bílatæknilegur ráðgjafi
stjórnvalda. Út frá hagsmunum neyt-
enda er óeðlilegt að almenningur
þurfi að borga þóknun fyrir skrán-
ingu á upplýsingum sem borgað var
fyrir þegar bifreið var upprunalega
skráð.
Þegar skattagrunni er breytt með
auknum og íþyngjandi álögum er
mjög óeðlilegt að leggja viðbótar-
álögur á þann sem hyggst leiðrétta
skattagrunn sinn með því að fá útlos-
un koldíoxíðs skráða í bifreiðaskrá.
Þessi gögn eru mikilvæg fyrir yfir-
völd og efla þekkingu á útlosun kol-
díoxíðs frá bifreiðaflota landsmanna.“
Áhrif gengishrunsins
Eins og sjá má á kortinu með þess-
ari frétt hefur rekstrarkostnaður bif-
reiða hækkað mikið í kjölfar fjár-
málahrunsins og skýrist það einkum
af hruni í gengi krónunnar.
Tölurnar sem hér er miðað við eru
viðmiðunartölur yfir rekstrarkostnað
bifreiða á vef FÍB og er þá tekið tillit
til bensínkostnaður, viðhalds, af-
skrifta, þvotta og annars kostnaðar
sem safnast saman yfir árið. Til að
tölurnar séu samanburðarhæfar við
verðlag í dag eru þær framreiknaðar
miðað við þróun vísitölu neysluverðs
samkvæmt vef Hagstofu Íslands. Ber
hér að horfa til þess að verð á bifreið-
um hækkaði gríðarlega með falli
krónunnar og hefur afskriftarliðurinn
hækkað í takt við það. Þá hafa ýmis
aðföng og varahlutir, á borð við vetr-
ardekk, hækkað í verði.
Sá munur er á tölum yfir þróun
bensínsverðs að þær eru ekki fram-
reiknaðar. Tekið skal fram að hér er
miðað við hóflega bensíneyðslu bif-
reiða en tölurnar eru hærri þegar
eyðslan fer yfir 11 lítra á hundraðið. Á
móti kemur að nýjar bifreiðar eru
sparneytnari en þær sem eldri eru og
eru nú í boði bifreiðar sem eyða um-
talsvert minna en 8 lítrum, en við þá
tölu er miðað við 1. flokk hjá FÍB.
Áætlun um rekstrarkostnað á
árinu 2011 liggja ekki fyrir hjá FÍB
en þær tölur eru nú í vinnslu. Þá er
óvissa um þróun eldsneytisverðs á
árinu.
Gjöld á eldri bifreiðar hækka
Hækkun bifreiðagjalda um áramótin getur numið tugum prósenta í einstaka tilvikum Breytingin
getur haft mikil áhrif hjá fyrirtækjum með eldri flota Rekstrarkostnaður bifreiða hefur snaraukist
Bensínkostnaður á ári miðað við eyðslu
2006
115,6Kr./lítra:
2007
116,8
2008
139,5
2009
144
2010
200
2011
215
400.000
350.000
300.000
250.000
200.000
150.000
100.000
Kr.
1
2
3
138.720
258.000
156.060
290.250
190.740
354.750
1 8 lítrar á 100 km
Flokkur 1*
15.000 km á ári
2 9 lítrar á 100 km
Flokkur 2*
15.000 km á ári
3 11 lítrar á 100 km
Flokkur 3*
15.000 km á ári
*Verð á fólksbílumhækkaðimikið í kjölfar gengishrunsins.Þannig var verð á fólksbílum
í 1.flokki 1,4milljónir 2006,1,6millj.2007,1,7millj.2008,2,2millj.2009og2,95millj.2010.
Í2.flokki var verðið 1,8milljónir 2006,2,05millj.2007,2,1millj.2008,2,7millj.2009og3,65millj.2010.
Í3.flokki var verðið 2,6millj.2006,2,95millj.2007,3,05millj.2008,3,9millj.2009og5millj.2010.
Rekstrarkostnaður bifreiða á ári
2005
244,1Vísitala í des.:
2006
260,6
2007
273,7
2008
307,7
2009
344,6
2010
366,7
1.700.000
1.600.000
1.500.000
1.400.000
1.300.000
1.200.000
1.100.000
1.000.000
900.000
800.000
Kr.
964.236
1.128.9751.120.996
1.309.625
1.438.182
1.652.800
1 8 lítrar á 100 km
Flokkur 1*
15.000 km á ári
2 9 lítrar á 100 km
Flokkur 3*
15.000 km á ári
3 11 lítrar á 100 km
Flokkur 5*
15.000 km á ári
1
2
3
Upphæðir eru framreiknaðar
917.733
1.053.085
1.352.139
167.400
188.325
230.175
Stór útgjaldaliður
» Á vef FÍB er áætlað að
rekstrarkostnaður bifreiðar í
ódýrasta flokki hafi numið
1.544.020 krónum í fyrra mið-
að við 30.000 km akstur á ári.
» Í næsta flokki fyrir ofan er
kostnaðurinn áætlaður
1.797.240 krónur sé einnig
miðað við 30.000 km akstur.
» Í þriðja og dýrasta flokkn-
um er talan komin í
2.249.800 krónur miðað við
sama akstur.
» Þessi akstur er um tvöfald-
ur meðalakstur og eiga þess-
ar tölur því við um atvinnubíl-
stjóra og þá sem þurfa að fara
um langan veg til að sækja
vinnu.
» Margar bifreiðar sem eru í
umferð eyða meira eldsneyti.
Runólfur
Ólafsson
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
Fram kemur á vef Hagstofunnar að
meðallaun á Íslandi á árinu 2007 hafi
verið 423.000, 454.000 árið 2008 og
423.000 árið 2009, líkt og árið 2007.
Hjá Ríkisskattstjóra fengust þær
upplýsingar að árið 2007 hafi sá sem
fékk meðallaunin útborguð haldið eftir
297.223 krónum, að frádregnum
tekjuskatti og greiðslum í lífeyrissjóð
og að teknu tilliti til persónuafsláttar.
Á árinu 2008 var talan 314.192 kr. en
svo kom hrunið og þá lækkar talan
niður í 293.178 krónur árið 2009.
Skiptir hundruðum þúsunda
Til samanburðar áætlar FÍB að
rekstrarkostnaður bifreiðar í ódýrasta
flokki hafi aukist um 211.242 krónur á
ári eftir hrunið. Talan er 256.540 krón-
ur fyrir næsta flokk fyrir ofan en
300.661 króna í dýrasta flokknum. Er
verð á nýjum bílum í þeim flokki hjá
FÍB nú 5 milljónir. Nánari upplýs-
ingar um áætlað verð nýrra bifreiða er
að finna í kortinu hér fyrir ofan en tek-
ið skal fram að enn seljast hér nýjar
bifreiðar sem eru talsvert dýrari.
Þetta þýðir að meðallaun á mánuði
Íslandi árið 2009, að frádregnum
helstu gjöldum, hefðu ekki dugað til að
mæta þeirri aukningu sem hefur orðið
í rekstrarkostnaði bifreiðar í dýrasta
flokki FÍB. Skal ítrekað að afskriftir
eru teknar með í reikninginn en í því
sambandi má fullyrða að verð á nýjum
bílum hafi farið upp fyrir greiðslugetu
margra einstaklinga eftir að gengi
krónunnar hrundi, eins og bílasala ber
með sér. Álögur hafa hækkað síðan
2009 og má ætla í ljósi launaþróunar
að vægi bílsins í heimilisbókhaldinu
hafi aukist ef eitthvað er.
Bensínið vegur þyngra
Einnig er fróðlegt að bera saman
meðallaun og bensínkostnað.
Í tölunum hér fyrir ofan er miðað
við 15.000 km akstur á ári en á vef
FÍB er einnig hægt að nálgast kostn-
aðartölur fyrir helmingi meiri akstur
(sjá hnotskurn að ofan).
Sýna þær að meðallaun eftir skatt
árið 2009 rétt duga nú fyrir bensín-
kostnaði bíls á ári í ódýrasta flokki.
Munurinn slagar
upp í mánaðarlaun
Sífellt stærri hluti tekna fer í bílinn
Morgunblaðið/Kristinn
Munaður? Umferð í Reykjavík.
Vesturströnd:
29. ágúst - 7. september
Flug með Icelandair til Seattle.
Afkomendur vesturfara heimsóttir í Seattle, Blaine,
Vancouver og Victoria. Skoðunarferð til Whistler, í
Butchart Gardens og víðar.
Íslendingaslóðir
í Ameríku
Sumarferðir 2011
Ferð 1
Ferð 2
Whistler í Kanada
Amish og Íslendingar: 17.–26. maí
Flug með Icelandair til Minneapolis.
Átta daga ferð um nýlendur Amish í Minnesota og Iowa
og Íslendinga í Minnesota.
Amish í Iowa
Nánari upplýsingar hjá Jónasi Þór í síma 861 1046 eða jonas.thor1@gmail.com