Morgunblaðið - 22.01.2011, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ákvörðun um fyrirkomulag makríl-
veiða verður tekin fljótlega, að
sögn Jóns Bjarnasonar, sjávarút-
vegsráðherra. Byggt verður á
reynslu síðasta sumars og reynt að
tryggja að veiðiskip af öllum
stærðum fái möguleika og svigrúm
til makrílveiða. Reynt verður að
vinna sem allra mest af makrílnum
til manneldis, en heildarútflutning-
ur á frosnum makrílafurðum fyrstu
ellefu mánuði síðasta árs nam tæp-
um 48 þúsund tonnum, að verð-
mæti um 7,9 milljörðum króna.
Í greinargerð starfshóps um
makrílveiðar og vinnslu, sem skilað
var til ráðherra í fyrradag, kemur
fram að vísindarannsóknir Íslands,
Noregs og Færeyja sýna að um ein
milljón tonna af makríl eða 23% af
heildarstofninum gekk í íslenska
lögsögu 2010 og dvaldi í henni yfir
fæðuöflunartímann. Vegin þyngd-
araukning á þeim tíma er talin
nema 59%, segir í frétt frá sjáv-
arútvegsráðuneytinu.
Vinnuhópurinn var skipaður
starfsmönnum sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytis, Fiskistofu,
MATÍS, Hafrannsóknarstofnunar-
innar og LÍÚ. Formaður hópsins
var Jóhann Guðmundsson skrif-
stofustjóri í ráðuneytinu.
Unnið á samræmdan
og skipulegan hátt
Jón Bjarnason segir að grein-
argerð starfshópsins sýni hversu
vel hafi tekist til með veiðar og
vinnslu á makríl. „Tekið hefur ver-
ið á þessum þætti á samræmdan og
skipulegan hátt, bæði hvað varðar
skipulag veiðanna, eftirfylgni við
veiðar og löndun, meðferð afla og
vinnslu,“ segir sjávarútvegsráð-
herra. „Það hefur verið sameig-
inlegt markmið að skapa sem mest
verðmæti úr makrílnum og það
hefur tekist með aukinni vinnslu til
manneldis, eins og verið hefur
stefna ráðuneytisins frá upphafi.
Þessi áhersla á heildarumgjörð-
ina hefur verið verðmæt með tilliti
til veiða og vinnslu. Það er líka af-
ar mikilvægt að geta sýnt og sann-
að fyrir öðrum makrílveiðiþjóðum
að við erum í rauninni forgöngu-
þjóð um það hvernig þessar veiðar
eru stundaðar á ábyrgan hátt.
Þessi árangur gerir samningsstöðu
okkar enn sterkari.“
Í niðurlagi greinargerðar starfs-
hópsins segir að reynsla síðustu
vertíðar sýni „að mögulegt er að
nýta ísfiskskip og frystitogara til
makrílveiða“. Þar kemur líka fram
að reynslan sýni að hægt sé að
stunda krókaveiðar á makríl með
árangri. Þar segir einnig að mik-
ilvægt sé að fiskveiðistjórnunin
stuðli að því að frysti- og vinnslu-
geta á sjó og í landi verði nýtt eins
og mögulegt er.
Aðspurður segir Jón að fyrir-
komulag verði kynnt á næstunni,
en í greinargerðinni er lögð
áhersla á að það liggi fyrir tím-
anlega svo útgerðir geti skipulagt
bæði makrílveiðar og aðrar veiðar
sem hagkvæmast. „Við munum
reyna að hafa reglurnar þannig að
allt frá litlum bátum upp í stór
vinnsluskip fái sína möguleika og
svigrúm til að veiða makríl,“ segir
Jón.
Atvinna og verðmæti
allt í kringum landið
„Þetta er nauðsynlegt til að anna
veiðum og vinnslu á sem arðbær-
astan hátt og einnig til að skapa at-
vinnu og verðmæti allt í kringum
landið eins og var síðasta sumar.
Útgerðir, hvort sem er á Rifi,
Grundarfirði, Ísafirði, Þórshöfn,
Norðfirði eða Fáskrúðsfirði og um
allt land gátu brugðist hratt við og
skapað dýrmæt störf yfir hásum-
arið.
Þess vegna mun við skipulag
veiðanna einmitt verða lögð
áhersla á að allir geti komið að
þeim og þá verður tekið mið af
reynslu síðasta árs,“ segir Jón og
bætir því við að allar upplýsingar
bendi til að mikið geti orðið af
makríl á íslenska hafsvæðinu
næsta sumar.
Íslendingar hafa frá árinu 2005
aukið makrílveiði sína með hverju
árinu, en makríllinn er flökkufiskur
sem á undanförnum árum hefur
aukið mjög útbreiðslu sína í NA-
Atlantshafi. Þessi aukna útbreiðsla
er talin komin til vegna vaxandi
sjávarhita í norðanverðu Atlants-
hafi en ef til vill hefur minnkandi
áta í Noregshafi einnig áhrif til
aukinnar útbreiðslu frá hefðbundn-
um beitarsvæðum, segir í skýrslu
starfshópsins.
Byggt á reynslu síðasta árs
Ráðherra ánægður með hvernig til hefur tekist með heildarumgjörð makrílveiða Góður árangur
styrkir samningsstöðu Íslendinga Þyngdaraukning makríls á íslensku hafsvæði um 59% í fyrrasumar
Útbreiðsla kolmunna, makríls og norsk-íslensku síldarinnar í NA-Atlantshafi
Norsk-íslensk síldMakríllKolmunni
Stórir stofnar Útbreiðslusvæði makríls, norsk-íslensku síldarinnar og kolmunna voru að hluta til hin sömu í fyrra.
„Ég harma svona umræðu og svona
viðbrögð af hálfu Evrópusambands-
ins gagnvart okkur vegna makrílveið-
anna,“ segir Jón Bjarnason sjáv-
arútvegsráðherra. Hann var spurður
um fréttir þess efnis að lögfræðingar
Evrópusambandsins væru nú að
kanna svigrúm sambandsins til frek-
ari aðgerða gegn íslenskum stjórn-
völdum í makríldeilunni. ESB hefur
þegar samþykkt bann við löndun
makríls frá Íslandi í höfnum ESB.
„Skipting makrílsins er verkefni strandríkjanna sem veiða makríl og
það gerum við á ábyrgan hátt við samningaborðið. Slíkt gerist ekki með
hótunum eða yfirgangi eða því að beita viðskiptaþvingunum. Slíkt þjón-
ar málstaðnum engan veginn. Réttur okkar til þessara veiða er afdrátt-
arlaus,“ sagði Jón Bjarnason.
Ráðherra hefur ákveðið að makrílafli Íslands á þessu ári verði tæplega
147 þúsund tonn, en kvóti síðasta árs var 130.000 tonn. Hann náðist
ekki allur og verður í ár heimilt að veiða þau um átta þúsund tonn sem
upp á vantaði.
Gerist ekki með hótunum
RÁÐHERRA HARMAR VINNUBRÖGÐ ESB
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra.
islandsbanki@islandsbanki.is
www.islandsbanki.is
Sími 440 4900
Það borgar sig að
byrja strax að spara
Það getur munað miklu að
eiga viðbótarlífeyrissparnað við
starfslok. Því fyrr sem þú byrjar
að spara og safna, því betra – og
inneign þín verður mun meiri
við starfslok.
Gakktu strax frá sparnaðinum
hjá eigna- og lífeyrisþjónustu
Íslandsbanka á Kirkjusandi
eða í næsta útibúi.
Lífeyrissparnaður