Morgunblaðið - 22.01.2011, Page 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
ÚR BÆJARLÍFINU
Reynir Sveinsson
Sandgerði
Ýmsir spekingar telja að nú fari
kreppunni að ljúka og á árinu sem
nú er gengið í garð hefjist betri tíð
fyrir fólkið í landinu, en svo er nú
ekki alls staðar. Hér í bæ er lítið að
gera hjá iðnaðarmönnum og ekkert
stórt verk framundan. Bæjaryfir-
völd hafa þurft að skera mikið niður
á mörgum sviðum og nú er bara að
þreyja þorrann og vona að senn
komi betri tíð.
Útibú umboðsmanns skuldara
hefur verið opnað á Suðurnesjum.
Útibúið er í sama húsi og sýslumað-
urinn í Keflavík. Þar munu tveir
starfsmenn umboðsmanns skuldara
hafa aðsetur, en báðir eru þeir bú-
settir á Suðurnesjum.
Ljósmyndaklúbburinn 245
pixlar sem hefur starfað hér í um 2
ár og staðið fyrir ljósmyndasýn-
ingum og fræðslu fyrir áhuga-
ljósmyndara gaf nýlega út ljós-
myndabók þar sem félagar sýna
hvað auga ljósmyndara nemur í bæj-
arfélaginu. Ljósmyndabókin er gefin
út með styrk frá menningarráði Suð-
urnesja.
Kolbeinsstaðanámur eru í
landi Sandgerðis við landamörk
Garðs. Á undanförnum áratugum
hefur mikið efni verið tekið úr nám-
unum. Nú er efnistöku hætt þar, en
ýmsir hafa nýtt þær til að losa sig
við allskonar drasl til margra ára. Þó
vegslóði hafi verið læstur hafa menn
komist í námurnar til að henda rusli.
Nú er svo komið að Heilbrigðiseft-
irlit Suðurnesja hefur óskað eftir að
námurnar verði hreinsaðar. Þá er
hafin lögreglurannsókn á því hverjir
hafi verið stórtækastir í að henda
drasli í námurnar.
Atvinnumálin hafa verið mikið í
umræðu hér á Suðurnesjum enda
mest atvinnuleysi hér á landinu.
Margir virðast bíða eftir að ríkis-
stjórnin geri eitthvað í málunum,
sumt er komið í farveg og fer von-
andi að birta til í atvinnumálum Suð-
urnesjamanna.
Saga húsanna í Sandgerði er
nafnið á nýjum vef sem hefur verið
opnaður á vefslóðinni husin245.is.
Vefurinn er tileinkaður sögu
húsanna í Sandgerði, sem er marg-
breytileg, þar sem saga þeirra og
íbúanna tvinnast saman með ýmsum
hætti. Tilgangurinn er að safna sam-
an sögulegum upplýsingum til varð-
veislu, auk þess að gera þær að-
gengilegar lesendum til fróðleiks og
skemmtunar. Það eru hjónin Selma
Hrönn Maríudóttir og Smári Valtýr
Sæbjörnsson sem reka fyrirtækið
Tónaflóð veflausnir sem eiga vefinn.
Vonast eftir betri tíð
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Sagan Vefurinn husin245.is segir sögu húsanna í Sandgerði.
Á þriðjudag sl. afhenti Ingibjörg R.
Magnúsdóttir, velunnari Háskóla
Íslands og stofnandi Rannsóknar-
sjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur,
500 þúsund krónur í peningagjöf
sem Kristín Ingólfsdóttir, rektor
Háskóla Íslands, tók við. Gjöfin
rennur beint til sjóðsins.
Sjóðurinn var stofnaður 29. júní
árið 2007 en tilgangur hans er að
efla rannsóknir í hjúkrunar- og
ljósmóðurfræðum. Úthlutað hefur
verið úr sjóðnum árlega frá stofnun
hans og alls hafa verið veittir sjö
styrkir til doktorsverkefna í hjúkr-
unar- og ljósmóðurfræðum. Frá
upphafi hefur sjóðurinn verið fjár-
magnaður af Ingibjörgu sjálfri og
nokkrum öðrum velunnurum.
Morgunblaðið/Kristinn
Kristín Ingólfsdóttir rektor, Ingibjörg R.
Magnúsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir,
deildarforseti hjúkrunarfræðideildar.
Peningagjöf
Á þriðjudag sl. birti hinn þekkti
frímerkjavefur StampNews.com
úrslitin í vali sínu á óvenjuleg-
ustu frímerkjum ársins. Þriðja
árið í röð urðu íslensk frímerki í
verðlaunasætum.
Í ár urðu í 2. sæti þrjú frímerki
sem Íslandspóstur gaf út í ár í til-
efni af eldgosinu í Eyjafjallajökli.
Það sem þykir óvenjulegt við frí-
merkin er að þau eru öll með
gosösku úr jöklinum.
Árið 2009 varð frímerki sem Ís-
landspóstur gaf út og bar heitið
„Verndun jökla og heim-
skautasvæða“ einnig í 2. sæti.
Það óvenjulega við frímerkið er
að það er prentað með hitasæknu
bleki sem breytir um lit eftir
hitastigi.
Árið 2008 varð frímerki Ís-
landspósts í 3. sæti. Frímerkið er
tileinkað Friðarsúlunni í Viðey og
það óvenjulega er að myndin af
súlunni á frímerkinu glóir í
myrkri. Einnig er andlitsmynd af
John Lennon prentuð á frímerkið
sem sést í útfjólubláu ljósi.
Íslensk frímerki
vinna til verðlauna
Barnaheill - Save
the Children á Ís-
landi og Afríka
20:20 - félag
áhugafólks um
málefni Afríku
sunnan Sahara,
standa fyrir Afr-
íkudögum dag-
ana 22.-28. jan-
úar nk.
Meðal þess sem boðið verður upp
á eru tvær málstofur um málefni
Afríku, Bíó Paradís mun sýna
myndir um lífið í Afríku og börn og
unglingar hér og þar um borgina
setja sig í einn dag í spor ungviðis í
Afríku.
Markmiðið með Afríkudögunum
er að vekja athygli á málefnum Afr-
íku og afla fjár til stuðnings mennt-
unarverkefni Barnaheilla í Úganda.
Afríkudagar til
styrktar menntun
STUTT
Síminn harmar
að hafa nýtt
fjarskiptaum-
ferðarupplýs-
ingar með þeim
hætti sem gert
var þegar búnir voru til úthring-
ilistar yfir viðskiptavini annarra
fjarskiptafyrirtækja. Þetta kemur
fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu
í gær.
Fram kemur í yfirlýsingunni að
Persónuvernd hafi tilkynnt Síman-
um að stofnunin hefði í hyggju að
kæra fyrirtækið vegna ólögmætr-
ar notkunar samtengiupplýsinga.
Rannsókn Póst- og fjarskipta-
stofnunar byggðist meðal annars á
gögnum sem Samkeppniseftirlitið
lagði hald á í húsleit hjá Símanum.
Síminn harmar
að hafa misnotað
upplýsingar
Vinningur fyrir 10 rétta á enska
getraunaseðlinum náði ekki lág-
marksútborgun um síðustu helgi og
því bætast 52 milljónir við fyrir 13
rétta.
Ennfremur bæta Íslenskar get-
raunir og Svenska Spel 34 millj-
ónum aukalega við fyrsta vinning
sem verður því um 160 milljónir
króna og hefur fyrsti vinningur í
Getraunum aldrei verið svona hár.
Allur hagnaður af starfsemi Ís-
lenskra getrauna rennur til íþrótta-
hreyfingarinnar á Íslandi.
Enn fitnar verð-
launapotturinn
Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar:
www.reykjavik.is
Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2011 verða sendir til íbúa á
næstu dögum. Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum heimabanka þar sem
jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir
út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum í gegnum þjónustuver
Reykjavíkurborgar í síma 411 11 11.
Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu
á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi.
Þeir sem fengu lækkun á fasteignaskatti á liðnu ári, fá einnig lækkun á
árinu 2011. Við álagningu fasteignagjalda nú í janúar verður afsláttur
elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins
2009. Þegar álagning vegna tekna ársins 2010 liggur fyrir næsta
haust, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar
breytingar tilkynntar bréflega.
Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar framkvæmir breytingar á
fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega og þarf því ekki að sækja
sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda.
Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi
lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar
og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga
nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt.
Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna
niðurfellingar/lækkunar fasteignaskatts á árinu 2011 verði eftirfarandi:
100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að 2.460.000 kr.
Hjón með tekjur allt að kr. 3.440.000.
80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 2.460.000 til 2.830.000 kr.
Hjón með tekjur á bilinu 3.440.000 til 3.840.000 kr.
50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 2.830.000 til 3.290.000 kr.
Hjón með tekjur á bilinu 3.840.000 til 4.580.000 kr.
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Höfðatorg, Borgartúni 12-14, veitir
allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í
síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið
sorphirda@reykjavik.is.
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, annast álagningu og innheimtu
vatnsgjalds og fráveitugjalds og veitir upplýsingar í síma 516 6000. Einnig
má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið or@or.is.
Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Höfðatorg, Borgartúni 12-14,
veitir upplýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu
og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með
tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is.
Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 25.000 fyrir árið 2011 eru:
1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september og 1. október.
Gjalddagi gjalda undir kr. 25.000 og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu fasteignagjaldanna er 1. maí.
Borgarstjórinn í Reykjavík, 22. janúar 2011.
FASTEIGNAGJÖLD