Morgunblaðið - 22.01.2011, Side 25

Morgunblaðið - 22.01.2011, Side 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tony Blair, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, kvaðst í gær harma mjög mannfallið í stríðinu í Írak, þegar hann svaraði spurningum nefndar sem rannsakar aðdraganda innrásarinnar í landið árið 2003 og þátttöku Breta í hernaðinum. Þetta er í annað skipti sem Blair kemur fyrir nefndina. Hann sagði að ummæli sín í fyrri yfirheyrslunni um að hann „sæi ekki eftir neinu“ hefðu verið misskilin. „Fólk skildi þetta svo að ég harmaði ekki manntjónið en það meinti ég alls ekki,“ sagði Blair. „Ég vildi taka skýrt fram að ég harma auðvitað manntjónið, hvort sem það var meðal hermanna okkar, hermanna annarra þjóða, óbreyttra borgara sem hjálpuðu fólki í Írak eða meðal Íraka sjálfra.“ „Of seint“ Á meðal þeirra sem voru viðstadd- ir yfirheyrsluna voru nokkrir ætt- ingjar breskra hermanna sem féllu í stríðinu. Ættingjarnir reiddust mjög þessum ummælum og hrópuðu: „of seint“. „Lygar þínar drápu son minn,“ hrópaði móðir nítján ára her- manns sem beið bana í borginni Basra í suðurhluta Íraks. Tugir andstæðinga stríðsins söfn- uðust saman fyrir utan bygginguna þar sem yfirheyrslan fór fram, sök- uðu Blair um lygar og kröfðust þess að hann yrði sóttur til saka í Haag fyrir stríðsglæpi. Rannsóknarnefndin, sem er skip- uð fimm mönnum, leitaði m.a. svara við því hvenær Blair hefði lofað George W. Bush, þáverandi Banda- ríkjaforseta, að Bretar tækju þátt í innrásinni, auk þess sem nefndin spurði hann um lagalegan grundvöll innrásarinnar. Fram hefur komið að helsti lög- fræðilegi ráðgjafi Blairs á þessum tíma, Peter Goldsmith, var ekki sam- mála bandarískum og breskum stjórnvöldum um að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá nóvember 2002 heimilaði innrás í Írak. Goldsmith sagði Blair frá þessu mati sínu í minnisblöðum frá 14. janúar og 30. janúar 2003. Blair sagði rannsóknarnefndinni að þetta hefði aðeins verið bráðabirgðamat og Goldsmith hefði skipt um skoðun síðar eftir að hafa rætt við banda- ríska lögfræðinga. Kveðst harma mjög manntjónið  Blair kemur fyrir rannsóknarnefnd í annað skipti og segir að ummæli sín um að hann sjái ekki eftir innrásinni í Írak hafi verið misskilin  Mótmælendur krefjast þess að hann verði sóttur til saka „Fólk skildi þetta svo að ég harmaði ekki manntjónið en það meinti ég alls ekki“ Hellti yfir sig ísköldu vatni Reuters „Ísmaðurinn“ Jin Songhao hellir yfir sig vatni úr ísi- lögðu fljóti í Harbin-borg í kínverska héraðinu Heil- ongjiang. Jin, sem er 54 ára, hellti yfir sig 90 fötum af ísköldu vatni á 26 mínútum í gær til að sýna kuldaþol sitt. Áður setti hann heimsmet með því að vera á kafi í ís, í nærbuxum einum fata, í 120 mínútur samfleytt. meðaltali og óvenjumiklir kuldar voru víða í norðan- og vestanverðri Evrópu í desember, meðal annars í Skandinavíu. Að sögn veðurfræðistofnunar- innar einkenndist liðið ár einnig af miklum veðuröfgum, meðal annars sumarhitabylgju í Rússlandi og stórflóðum í Pakistan. Jökullinn þiðnar lengur Stofnunin segir ennfremur að hlýnun jarðar hafi orðið til þess að hafísþekjan á norðurslóðum í des- ember síðastliðnum hafi verið minni en nokkru sinni fyrr í þeim mánuði frá því að mælingar hófust. Hafísþekjan hafi mælst 12 milljónir ferkílómetra, 1,35 milljónum ferkm minni en að meðaltali í desem- bermánuði á árunum 1979 til 2000. Rannsókn bandarísku vísinda- stofnunarinnar NSF og umhverfis- verndarsamtakanna WWF bendir til þess að á liðnu ári hafi Græn- landsjökull þiðnað allt að 50 dög- um lengur en venja er. Þiðnunin hafi hafist óvenjusnemma undir lok aprílmánaðar en henni hafi lokið um miðjan september. Meðalsumarhitinn á Grænlandi var allt að þremur gráðum hærri en að meðaltali á síðustu áratug- um, að sögn fréttavefjar danska ríkisútvarpsins. Í höfuðstaðnum Nuuk var sumarið það hlýjasta frá því að mælingar hófust árið 1873. bogi@mbl.is Liðið ár var á meðal þriggja hlýj- ustu ára á jörðinni frá því að mæl- ingar hófust um miðja nítjándu öld, samkvæmt nýrri skýrslu Al- þjóðaveðurfræðistofnunarinnar, WMO. Stofnunin segir að liðið ár teljist „hlýjasta árið ásamt 2005 og 1998 frá því að mælingar hófust“. „Gögnin frá 2010 staðfesta þá marktæku langtímaþróun að jörð- in hefur hlýnað,“ sagði Michel Jarraud, framkvæmdastjóri Al- þjóðaveðurfræðistofnunarinnar. „Tíu hlýjustu árin eru öll frá árinu 1998.“ Meðalhitinn á jörðinni á liðnu ári var 0,53°C yfir meðalhita áranna 1961 til 1990, samkvæmt skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem byggir niðurstöður sína á gögnum frá stofnunum í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Meðalhit- inn á liðnu ári var 0,01°C meiri en árið 2005 og 0,02°C meiri en 1998, en sá munur er ekki tölfræðilega marktækur. Hlýnunarinnar hefur einkum gætt í Afríku, víða í Asíu og á norðurskautssvæðinu. „Liðið ár var einstaklega hlýtt“ í meginhluta Afríku, sunnan- og vestanverðri Asíu, á Grænlandi og nyrsta hluta Kanada, að sögn stofnunarinnar. Á þessari þróun eru þó undan- tekningar víða um heim. Til að mynda var hitinn í Norður-Evrópu og Ástralíu verulega lægri en að Eitt af þremur hlýjustu árunum  Minnsta hafísþekja í desember 123 19 00 -09 19 10 -19 19 20 -29 19 30 -39 19 40 -49 19 50 -59 19 60 -69 19 70 -79 19 80 -89 19 90 -99 20 00 -09 Heimildir:WMO, bandaríska haffræði- og loftslagsstofnunin NOAA, Goddard-stofnunin á vegum NASA, veðurstofa Bretlands og Háskólinn í Austur-Anglíu (UEA) HEITUSTU ÁRIN Liðið ár er á meðal þriggja heitustu áranna í heiminum ásamt árunum 2005 og 1998 frá því að mælingar hófust, samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) HITAFRÁVIK Í HEIMINUM Línuritið sýnir hitafrávik hvers árs frá meðaltali áranna 1961 til 1990, samkvæmt skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar: HLÝNUN JARÐAR 0,6 0,5 0,4 0,3 0,2 °C '98 '99 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 2010: 0,53 0,630,63 0,56 0,52 0,62 0,62 0,47 0,50 2005: 0,521998: 0,51 0,6 0,4 0,2 0 -0,2 -0,4 -0,6 °C 1860 1880 1900 1920 1940 1960 1980 2000 20 10 20 05 19 98 20 03 20 02 20 09 20 06 20 07 20 04 20 01 0,600,62 HEITUSTU ÁRIN 0,58 0,56 0,55 0,54 0,52 13,61 13.6 13,94 13.85 13,9 13.93 14,09 14,25 14,42 13,72 ÁRATUGIR 13,87 Niðurstöður WMO um hitafrávikin byggjast á gögnum frá: NASA NOAA Veðurstofu Bretl. Yfirvöld í Taipei, höfuðborg Taívans, hafa hvatt íbúa borgarinnar til að nota upptökur á kínverjaspreng- ingum í stað þess að sprengja sjálfir kínverja þegar kínverska nýárið gengur í garð 3. febrúar. Yfirvöldin gripu til þess ráðs að dreifa slíkum upptökum vegna þess að sú aldagamla venja Kínverja að fagna nýju ári með því að sprengja kínverja veldur ærandi hávaða og mikilli loftmengun. Kínverjarnir eru ekki aðeins sprengdir á nýársdag, heldur alla nýárshátíðina sem stendur í fimm- tán daga. Kínverjarnir eru sprengd- ir nánast allan sólarhringinn og sprengingarnar eru stundum svo há- værar að þjófavarnakerfi bíla fer í gang. Taipei-búar geta nú fengið ókeyp- is geisladiska með hljóðrituðum kín- verjasprengingum eða sótt hljóðrit- anirnar á netinu. Noti hljóð- ritun í stað kínverja Mengun Nýju ári fagnað á Taívan. Talið er að yfir þúsund manns hafi farist í flóðum og aurskriðum í Serr- ana-héraði, norður af Rio de Janeiro, í vikunni sem leið. Yfirvöld í Brasilíu sögðu í gær að alls hefðu 759 lík fundist á hamfara- svæðunum. Manntjónið var mest í bænum Nova Friburgo, þar sem 365 lík hafa fundist, og minnst 308 fórust í bænum Teresopolis. Um 400 til viðbótar er enn saknað og talið er að langflestir þeirra hafi beðið bana í flóðunum og aurskrið- unum, mestu náttúruhamförum í sögu Brasilíu. Alls þurftu 13.830 manns að flýja heimili sín í héraðinu, annaðhvort vegna þess að hús þeirra eyðilögðust eða eru talin óíbúðarhæf. Margir eru enn á svæðum sem einangruðust í hamförunum og þyrl- ur eru notaðar til að koma hjálpar- gögnum til þeirra. Aurskriður og flóð eru nánast ár- legir fylgifiskar regntímabilsins í suðausturhluta Brasilíu en mann- tjónið hefur aldrei verið jafnmikið og nú. Áætlað er að um fimm milljónir Brasilíumanna búi á svæðum þar sem talin er hætta á aurskriðum. Talið að yfir 1.000 hafi farist í Brasilíu Reuters Neyð Hjálpargögn sótt úr herþyrlu á einu hamfarasvæðanna í Brasilíu.  759 lík hafa fundist og 400 er saknað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.