Morgunblaðið - 22.01.2011, Qupperneq 28
Alþingismenn eru
varla öfundsverðir af
starfi sínu, ekki síst á
tímum eins og við lifum
nú á Íslandi. Ég hef
lengi verið þeirrar
skoðunar að til að gera
upp alls skyns deilur
sem hrjá samfélagið,
eins og í dag, sé ein leið
betri en önnur.
Það er sú leið að
virkja stjórnarskrá lýðveldisins bet-
ur. Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að
mínu mati verið allt í senn, vanmetin,
vanvirt og sniðgengin í sumum
grundvallaratriðum. Þetta kann að
þykja hljóma ósennilega – en hér eru
röksemdirnar.
Gert er ráð fyrir því í stjórnarskrá
að valdið sé þrískipt:
löggjafarvald, framkvæmdavald,
dómsvald. Í framkvæmd er þetta
ekki virt þar sem þingmenn eru jafn-
framt ráðherrar. Ráðherrar eru
æðstu valdamenn framkvæmdavalds-
ins og valdsvið íslenskra ráðherra er
afar mikið, langtum meira en völd
ráðherra yfirleitt erlendis.
Þetta er kallað „fjölskipað stjórn-
vald“ – þegar völd hvers ráðherra eru
nánast ótakmörkuð á hans fagsviði
eins og hefur verið hérlendis.
Framkvæmdin virðist því með
þeim hætti þegar þingmenn eru ráð-
herrar – að þeir séu ráðherrar fyrir
hádegi og þingmenn eftir hádegi –
eða þannig.
Þarna er feillinn. Þarna er grautað
saman hlutverki löggjafar- og fram-
kvæmdavalds en þetta á að vara að-
skilið samkvæmt stjórnarskrá.
Hvað gerum við í því? Einfaldasta
leiðin er að ná bara þverpólitískri sátt
um að verði þingmenn ráðherrar segi
þeir af sér þingmennsku og varamað-
ur taki sæti þeirra á Alþingi.
Til að gera þetta þarf bara viljann.
Núverandi lög og stjórnarskrá heim-
ila að Alþingi taki slíka ákvörðun.
Þegar slík ákvörðun hefur verið
tekin geta þingmenn löggjafarvalds-
ins farið að beita sér betur hafandi
ekki ráðherra „inn á gafli“ í löggjaf-
arvaldinu hótandi í tíma og ótíma
„ætlar þú að fella stjórnina?“.
Það getur enginn maður þjónað
tveimur herrum. Landsstjórnin virð-
ist ekki ganga upp hjá
okkur og ég tel að þarna
sé kjarni vandamálsins.
Mikilvægasta skrefið í
endurreisninni er því að
aðskilja formlega lög-
gjafar- og fram-
kvæmdavald.
Löggjafarvaldið Al-
þingi Íslendinga þarf að
fá að rækja hlutverk
sitt. Lagasetning þar
sem tugum laga er böðl-
að í gegnum löggjaf-
arvaldið með „ráðherraræði“ korteri
fyrir jól, eða þingslit á vorin, (oftar en
ekki undir hótunum þegar löggjöf er
umdeild) – slík löggjöf getur aldrei
verið annað en stórgölluð löggjöf – og
uppskeran svo samkvæmt því, banka-
hrun og upplausn.
En umdeildustu lög hérlendis eru
kvótalögin alræmdu. Þeim hefur yf-
irleitt verið böðlað gegnum Alþingi
með ógeðfelldum hrossakaupum og/
eða hótunum við þá þingmenn sem
ekki vildu greiða ofstjórnarvaldinu
atkvæði sitt en létu svo undan ofrík-
inu.
Löggjöfin um stjórn fiskveiða er að
mínu mati versta og ógeðfelldasta
dæmið um vanvirðingu á stjórn-
arskrá lýðveldisins þar sem þessi lög-
gjöf innifelur verslun (brask) með
mannréttindi íbúa sjávarbyggða.
Til að breyta þessu þarf ekki einu
sinni stjórnlagaþing.
Það þarf bara skilning og vilja al-
þingismanna til að virða þrískiptingu
valdsins eins og kveðið er á um í
stjórnarskrá.
Á Íslandi ríkir ekki þingræði. Það
ríkir ráðherraræði.
Má ekki líkja þessu fyrirkomulagi
við, að á Íslandi ríki fjölskipað ein-
ræði …?
(sjá einnig www.kristinnp.blog.is)
Eftir Kristin
Pétursson
Kristinn Pétursson
» Það þarf bara skiln-
ing og vilja alþing-
ismanna til að virða þrí-
skiptingu valdsins eins
og kveðið er á um í
stjórnarskrá.
Höfundur er fyrrverandi
atvinnurekandi.
Ráðherra fyrir
hádegi – þingmað-
ur eftir hádegi
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
Ísland er ef til vill
eina landið sem kristnir
menn stigu fyrstir fæti
á. Paparnir helguðu
landið með bænum sín-
um og sú þjóð sem
byggir slíkt land á Jes-
ús Krist sem land-
námsguð. Andstæð-
ingar kristninnar í
landinu, skilgreina orð-
ið „trúfrelsi“ sér í vil.
Trúleysingarnir vilja meina að iðka
(kynna) skuli trú án trúboðs og er
þetta í samræmi við skilgreiningu
ESB. Múslímar túlka trúfrelsið svo
að þeim leyfist að iðka sína trú á Ís-
landi í skjóli íslenskra laga en þurfi
hinsvegar ekki að endurgjalda þá
gestrisni. Bara þessi tvö dæmi sýna
hvað auðvelt er að afvopna litla þjóð
dýrmætri arfleifð feðranna í menn-
ingu og trú ef pólitíkusarnir gerast
liðhlaupar íslenskra gilda.
Orðið trúfrelsi hefur öðlast
blendna merkingu hjá mörgum og
svo ótrúlegt sem það er þá er þetta
orð vinsælast hjá þeim sem segjast
vera „siðmenntaðir vantrúarmenn“.
Þessi hópur manna reynir að skapa
sér einhverslags píslarvættisímynd
og skipuleggur mæt-
ingar á fundi og ráð-
stefnur þar sem kristin
trú eða kirkjulegt starf
er til umræðu, setur þar
upp píslarvættissvip og
blandar sér inn í um-
ræðurnar með and-
kristnum frösum um að
trúfrelsi sé brotið og
mannréttindi ekki virt.
Í blaðagreinum er út-
burðarvæll vantrúar-
byltingarinnar enn
átakanlegri en þar vælir
„píslarvættið“ yfir því að prestar
skuli leyfa sér að sinna hefðbundnum
og sjálfsögðum trúarsiðum í kirkjum
sínum. Hjartahlýir fréttahaukar fjöl-
miðla hafa þó samúð með andkristna
ofstækinu og virðast trúarlegu strí-
palingarnir hafa „múslímskan“ að-
gang að fjölmiðlum og geta komið
áróðri sínum að eins og um tilkynn-
ingar frá almennavörnum sé að ræða.
Múslímar hrista Evrópuþjóðir og
menning þeirra kemur eins og „and-
skotinn úr sauðarleggnum“ inn í
gamalgróinn menningarheim álf-
unnar. Trú þeirra er í bland pólitísk
heimsyfirráðastefna og þeir sýna
kristnum mönnum andúð og yfirgang
og mér skilst að þeir undiroki nú trú
annarra í 56 löndum þar sem trúfrelsi
heyrir sögunni til og einræðið kúgar
þegnana. Í þessum löndum eru
kristnir menn einangraðir í „gettó-
um“, neyddir til að vinna sóðaleg lá-
launastörf, oft á öskuhaugum, störf
sem múslímar telja fyrir neðan virð-
ingu sína að vinna. Vilt þú að Ísland
verði land nr. 57.
Satan er snjall, festi t.d. áróður
þróunarátrúnaðarins í sessi og í dag
hafa milljónir manna atvinnu af því að
reyna að stela sköpunarverkinu af
Skaparanum og á meðan þjóðir innan
ESB hanga í biðröð „mæðrastyrks-
nefndar ESB“ geta hagsmunaaðilar
húmanista plokkað Sambandið um
ónefnanlegar fjárhæðir í andkristin
gæluverkefni sín. Satan óttast þó
ekkert eins og „hjálpræðisverkið“ í
Jesú Kristi og beitir öllum brögðum
til að leggja hindranir á veginn sem
liggur að krossi Krists. „Hve þröngt
er það hlið og mjór sá vegur er liggur
til lífsins og fáir þeir sem finna hann
(Mt 7:14)“.
Hið sakleysislega orð trúfrelsi er nú
orðið að vopni í höndum skrattans.
Víðtækustu og þrengstu sjónarmið
virðast rúmast innan merkingar þess
og trúfrelsið virkar eins og þjófalykill
sem gengur að öllum skrám fjölmenn-
ingarþjóðfélaga. Satan hrópar „veldu
trúfrelsið“ og hafnaðu „krossi Krists“.
„Trúfrelsisþróunarkenningin“ er bus-
iness, nýtt „fagnaðarerindi“ þar sem
menn virðast hafa hag og atvinnu við
að ófrægja kristindóminn. Niðurrifs-
öflin herja á sjálfstæðisvitund Íslend-
inga sem að miklu leyti byggist á krist-
inni arfleifð.
Fyrr á árum sáu þeir framsýnu
menn Ólafur Tryggvason Nor-
egskonungur og Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði að trúfrelsi stuðlaði að ófriði
og skapaði vandræði. Fyrir þjóðir
sínar völdu þeir góða kostinn, Jesúm
Krist. „Og Jesús kom til þeirra, talaði
við þá og sagði: „Allt vald er mér gef-
ið á himni og jörðu. Farið því og gerið
allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í
nafni föður og sonar og heilags anda
og kennið þeim að halda allt það sem
ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður
alla daga allt til enda veraldar.“ (Mt
28:18-20)“. Jesús er sammála þeim
Ólafi og Þorgeiri og hafnar trúfrelsi
og í friðarríki hans á himnum, hinni
andlegu Jerúsalem fá aðeins fylgj-
endur hans ríkisborgararétt. Þar er
engin áhætta tekin. Hvernig á fólk
sem trúir á mátt fyrirgefningar og
umburðarlyndis að samlagast þeim
sem hafa hefndarskyldu og kenna
börnum sínum hatursáróður, sem
fylgt er eftir með manndrápum.
Trúboð er kristinni trú óaðskilj-
anlegur lífsmáti eins og fleiri trúar-
brögðum. Gyðingar stunda ekki trú-
boð en eru samt ofsóttir. Íslendingar
eru með trúfrelsinu að taka upp fjöl-
gyðistrú og forneskju. Aðeins ef öll
trúarbrögð fá óheft í öllum þjóðríkj-
um að stunda trúboð og reisa helgi-
dóma er trúfrelsi gagnvirkt og má
réttlæta, en á meðan svo er ekki er
trúfrelsi án skilyrtra viðmiðana
hættuleg blekking.
Ég vil vera í kirkjudeild með Jesú,
Ólafi og Þorgeiri. Úrskurður Ljós-
vetningagoðans var ótvíræður. Úr-
skurður hans var friðarboðskapur og
sá úrskurður ætti að vera fyrsta grein-
in í stjórnarskrá Íslendinga til heiðurs
okkar aldna þingræði. Starfandi
stjórnlagaþing ætti að kanna lagalega
stöðu kristnitökunnar árið 1000. Fyrir
mér er hún enn í fullu gildi.
Ég bið Íslendingum Guðs friðar.
Trúfrelsi
Eftir Ársæl
Þórðarson » Jesús er sammála
þeim Ólafi og Þor-
geiri og hafnar trúfrelsi
og í friðarríki hans á
himnum, hinni andlegu
Jerúsalem fá aðeins
fylgjendur hans rík-
isborgararétt.
Ársæll Þórðarson
Höfundur er húsasmiður.
„Lofstafi fornhelga flytj-
um rykinu og reyknum“
(Sigfús Daðason: Útlín-
ur bakvið minnið.)
Hinn alræmdi
gluggaskattur Vil-
hjálms þriðja Eng-
landskonungs, sem
fyrst kom til sög-
unnar árið 1696, er
gjarna nefndur sem
dæmi um óréttláta
skattlagningu sem hvetur líka til
óskynsamlegra viðbragða. Upphæð
skattsins réðst af fjölda glugga á
húsum sem átti að endurspegla
efnahag borgaranna. En bygging-
arlag húsa er ólíkt, sum hafa fáa
stóra glugga, önnur marga litla, og
munurinn segir ekki endilega neitt
um efnahag, hvað þá afkomu íbú-
anna. Skatturinn var gjarna nefnd-
ur „ljós- og loftskattur“, enda
múruðu húseigendur gjarna upp í
gluggana til að forðast hann, en
juku í staðinn lýsingu innandyra
með tilheyrandi mengun. Ljósið og
loftið véku fyrir rykinu og reykn-
um. Ljós- og loftskatturinn var
endanlega aflagður
um miðja nítjándu öld.
En nú hefur borg-
arstjórinn í Reykjavík
fundið sér fyrirmynd í
Vilhjálmi þriðja.
Hyggst hann leggja
sérstakan ruslaskatt á
suma borgarbúa, þá
sem eru svo óheppnir
að götuhlið húsa
þeirra snýr mót sólu á
daginn. Munurinn á
gluggaskatti Vilhjálms
konungs og rusla-
skattinum nýja er þó
sá að meðan skattur Vilhjálms
konungs átti að vera í einhverjum
tengslum við efnahag borgaranna
ræðst það af tilviljun einni á
hverja ruslaskattur lærisveinsins
leggst.
Líkt og þegnar Vilhjálms þriðja
munu þegnar borgarstjóra auðvit-
að reyna að forðast skattinn. Vor-
koman þetta árið mun því markast
af óhrjálegri tunnuþröng á gang-
stéttum borgarinnar, sem misþýðir
vorvindarnir munu svo feykja til
og frá, rottum og mávum til
ánægju og ábata, en öskukörlum
og íbúum til ama og tafa. Svo
verður dregið fyrir og gluggum
lokað fyrir skynrænum áhrifum
skattsins nýja – og ljósinu og loft-
inu um leið.
Ábendingum um augljósa van-
kanta þessarar nýju skattlagningar
svara hirðmenn borgarstjóra með
hástemmdum moðreyk um hvílíkt
framfaraspor furðuskattur þessi
marki. Kannski er fyrirmynd
þeirra Rómverjinn Marcus Corne-
lius Fronto, sem orti rykinu og
reyknum lofsöng þann er Sigfús
Daðason vitnar til í Síðustu bjart-
sýnisljóðum. En munurinn er að
Fronto var að grínast – svona eins
og borgarstjórinn í Reykjavík
kunni einu sinni mjög vel.
Ljós og loft, ryk og reykur
Eftir Þorstein
Siglaugsson » Skatturinn var
gjarna nefndur
„ljós- og loftskattur“,
enda múruðu húseig-
endur gjarna upp í
gluggana til að forðast
hann …
Þorsteinn
Siglaugsson
Höfundur er hagfræðingur og býr vit-
lausu megin við Tómasarhagann.
Bréf til blaðsins
Mikið dæmalaust var það íslenskt
að lesa um það í fjölmiðlum að ör-
yggismyndavélar Alþingis hefðu
ekki verið í lagi
og því væri
ekki hægt að
sjá hver hefði
komið fyrir far-
tölvu í húsa-
kynnum þings-
ins í þeim
tilgangi að
fylgjast með
tölvupóstum
o.fl. Eins voru
fréttir af mál-
efnum sk. níumenninga sem virð-
ast hafa verið fólk úr ýmsum átt-
um sem svall móður þegar
þingmenn stóðu sig ekki að þeirra
dómi og stormuðu á þingpalla og
höfðu uppi hróp þar. Þetta kunnu
þingverðir ekki við og fjarlægðu
fólkið með óblíðum hætti að því er
fréttamyndir sýndu. Var sú harka
nauðsynleg?
Framanritað er vitnisburður um
vanhæfni. Við almenningi blasir
við mynd af fyrrverandi þessu eða
hinu fólki, sennilega allt hinum
vænstu manneskjum þótt því geti
runnið í skap og dómgreindin þá
slævst. Vensl og kunningsskapur,
en ekki fagmennska, hafa líklega
aflað því þarna vinnu. En því mið-
ur er þetta fólk ekki að vinna
vinnuna sína, sbr. öryggismynda-
vélarnar sem ekki voru í lagi.
Ekki kæmi á óvart að reykskynj-
arar og margt fleira væri óvirkt
þarna. Vanhæfni er því miður víða
fremur einkenni en undantekning
í okkar ágæta samfélagi enda eru
þá ekki sett nein viðmið um það
sem verið er að kaupa þegar fólk
er ráðið til starfa. Hvernig á fólk
að vinna og hvað á það að afreka í
starfi? Hvað er í lagi og hvað
ekki? Þetta þykja miklu
óskemmtilegri umræður en bolta-
leikir og þjóðremba. Hver er
ábyrgur fyrir bilun örygg-
ismyndavélanna og verður sá aðili
ekki að taka pokann sinn þegar
hann/hún rís ekki undir ábyrgð-
inni?
Auðvitað á Alþingi að útvista ör-
yggisþjónustu og fleiri verkefni og
gera kröfur um ákveðin gæði við
þau þjónustukaup af fagaðilum.
Einkafyrirtæki í samkeppn-
isumhverfi lifa ekki nema þau
standi sig þannig að útvistun
tryggir gæði og hagstætt verð auk
þess sem útvistunin lyftir undir
atvinnurekstur sem greiðir laun
og skatta til heilla fyrir sam-
félagið. Útvistunarstefna ríkisins
var samþykkt 2006 og reglur um
útvistun þjónustukaupa ríkisstofn-
ana og -fyrirtækja tóku gildi sama
ár, en auðvitað er þeim ekki fram-
fylgt. Ber nokkur ábyrgð á því?
SIGURÐUR JÓNSSON,
framkvæmdastjóri .
Vanhæfni
Frá Sigurði Jónssyni
Sigurður
Jónsson