Morgunblaðið - 22.01.2011, Side 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
strákana okkar í handbolta og fylgd-
ist með hverjum einasta leik af
brennandi áhuga. Ég sá þig síðast
rétt fyrir jól og þú varst orðin dálítið
slöpp. Ég vona að þú sért komin á
betri stað, elsku amma mín.
Hvíldu í friði.
Sigurþór.
Elsku amma mín. Það var alltaf svo
yndislegt að heimsækja þig norður í
Skagafjörð. Þegar ég kom vildir þú
allt gera fyrir mig. Þér fæ ég aldrei
þakkað fyrir allar þær góðu stundir
sem ég átti með þér. Eins og þegar
við spiluðum saman og þú sagðir mér
sögur. Ég mun aldrei geta litið aðra
manneskju sömu augum og þig, því
þú gerðir svo margt fyrir mig og
hugsaðir alltaf svo vel um mig. Eins
og okkur öll barnabörnin.
Arngunnur.
Elsku amma. Takk fyrir allt.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr)
Þín
Melkorka.
Elsku amma Fjóla. Það tekur mig
sárt að þú sért farin frá mér, hefði
viljað hafa þig hér svo miklu lengur.
Þú varst alveg einstök amma, tókst
það hlutverk mjög alvarlega og ég
hefði ekki getað óskað mér betri
ömmu en þín. Ég gat alltaf komið til
þín og spjallað um hvað sem er í
heiminum, þú varst alltaf til í að
hlusta og hafðir svo mikinn áhuga á
öllu sem ég tók mér fyrir hendur,
hvort sem það var skólinn, vinirnir,
vinnan eða bara það sem ég var að
fara að gera um helgina. Uppáhalds-
minningin um okkur saman er þegar
við sátum oftar en ekki inni í eldhúsi í
kaffitímanum og spjölluðum um
heima og geima, gátum setið þarna
tímunum saman og bablað út í eitt.
Þú varst smekkmanneskja amma og
hafðir auga fyrir klæðaburði annarra,
þú hrósaðir mér alltaf fyrir hvernig
ég var klædd og fannst allt svo smart
og hafðir gaman af því að sjá mig í
einhverju fínu.
Ég man eftir því þegar ég var lítil
og var úti í garði að hanga í snúru-
staurunum og gera alls konar listir og
alltaf varst þú mætt út að horfa og
fannst allt sem ég gerði æðislegt.
Einnig er mér ennþá minnisstætt
þegar við frændsystkinin fórum í bú-
ið okkar og gerðum fyrir þig drullu-
köku og buðum þér svo í kaffi.
Hjá þér og afa var alltaf best að
vera í sveitinni, spila, drekka kaffi eða
bara sitja úti í garði í góðu veðri. Og
þegar ég kom dauðþreytt úr vinnunni
á sumrin var svo gott að koma til ykk-
ar og fá kaffi og með því og leggja sig
svo í sófanum inni í stofu.
Þú varst svo skemmtileg og fyndin,
komst oft með brandara sem ég hafði
ekki hugmynd um að gætu komið frá
þér. Þú varst alltaf ljúf og góð og ég
held að ég hafi aldrei séð þig reiða. Þú
varst svo góð við mig, elsku amma,
eiginlega of góð, vildir alltaf vera að
gera eitthvað fyrir mig, gaukaðir að
mér pening eða vildir kaupa eitthvað
handa mér þótt mig vantaði ekki
neitt. Ég sakna þín svo mikið, elsku
amma mín, en ég vona að þú sért
komin á betri stað og fylgist með mér
áfram.
Þín ömmustelpa,
Guðbjörg Fjóla Ægisdóttir.
Elsku Fjóla mín. Nú ert þú horfin
okkur eftir löng og erfið veikindi. Mig
langar til að þakka þér alla vináttuna
og allar samverustundirnar okkar
alla tíð.
Ég veit að hugur þinn og hjarta var
í Messuholti hjá fjölskyldunni, sem
þér þótti svo vænt um. Ég kveð þig,
kæra frænka mín, með söknuði, en ég
veit að nú líður þér vel og vel hefur
verið tekið á móti þér og það er ynd-
isleg minning að hafa átt vináttu þína,
frænka mín.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur
til Sigurþórs og dætra og fjölskyldna
þeirra.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Erla Gígja.
Nú þegar ég kveð Fjólu vinkonu
mína með nokkrum orðum koma ótal
hlýjar og skemmtilegar minningar
upp í hugann. Ég kynntist Fjólu fyrst
þegar hún kom á heimili svila míns,
Sigurþórs Hjörleifssonar í Messu-
holti, haustið 1967, til að annast dæt-
ur hans þrjár, Arngunni og Steinunni
sem voru þá á sjötta ári og Ingibjörgu
sem var tæpra tveggja ára. Sigurþór
var kvæntur Guðbjörgu Hafstað frá
Vík, en hún lést sumarið 1966. Dæt-
urnar höfðu verið hjá móðurfólki sínu
í Vík og Útvík um nokkurt skeið frá
því móðir þeirra veiktist og um tíma
var Ingibjörg hjá Sigríði móðursyst-
ur sinni á Tjörn. Sigurþór heimsótti
dætur sínar oft, en auðvitað vildi
hann hafa þær alveg hjá sér.
Fjóla var alin upp á Sauðárkróki og
hafði haldið heimili með móður sinni
og síðan annast hana sjúka þar til hún
lést, en faðir hennar var þá löngu dá-
inn. Hún vann ýmis tilfallandi störf
utan heimilis, var verkhög og sérlega
lagin við börn og alls staðar mjög vel
látin. Þegar leitað var til Fjólu að
taka að sér heimili Sigurþórs tók hún
sér nokkurn umhugsunarfrest, enda
fylgdi slíku mikil ábyrgð. Það var
mikið gæfuspor sem hún sté þegar
hún gekk inn í húsið á Messuholti.
Allt gekk svo fumlaust hjá Fjólu.
Fyrst tók hún Ingibjörgu til sín og
þegar þær höfðu kynnst vel komu tví-
burarnir líka til hennar. Þeim öllum
hefur hún reynst sem móðir.
Heimili Sigurþórs og Fjólu var sér-
lega vistlegt og notalegt. Þar höfðu
allir hlutir sinn stað og það var eins
og heimilisstörfin ynnust af sjálfu sér
og alltaf var nægur tími fyrir litlu
systurnar. Börn okkar hjóna og
Messuholtssystur eru á svipuðum
aldri og alltaf var mikill samgangur
og vinátta milli frændsystkinanna og
er svo enn. Þegar ég fór að vinna utan
heimilis fór Árni, yngsta barnið okk-
ar, í dagvistun til Fjólu allt þar til
hann byrjaði í skóla. Alltaf fór hann
glaður til hennar. Eftir að stelpurnar
stálpuðust nokkuð var oft leitað til
Fjólu og hún beðin um að taka börn
til sumardvalar. Þeim sinnti hún
einnig af þeirri alúð og lagni, sem
henni var svo eiginleg.
Fjóla, þessi fínlega, heimakæra og
frekar hlédræga kona, kom mér á
óvart með áhuga sínum á óbyggðum
Íslands, enda hafði hún ekki gert víð-
reist um ævina. En Sigurþór er mikill
áhugamaður um fjöll og óbyggðir og
fór gjarnan í jeppa- og vélsleðaferðir.
Einar bestu stundir Fjólu voru þegar
Sigurþór bauð henni í óbyggðaferðir.
Hún hafði áhuga á þjóðlegum fróðleik
og las mikið af ævisögum. Fyrir utan
óbyggðaferðirnar voru árlegar ferðir
til Borgarfjarðar eystri ómissandi, en
þangað heimsóttu þau góða vini af
Króknum, sem þar höfðu sumardvöl.
Í meira en fjörutíu ár höfum við
hjónin verið í Messuholti á gamlárs-
kvöld. Þar höfum við setið dýrðlegar
veislur, kvatt liðin ár og fagnað nýj-
um. Börnin voru líka með framan af,
þá var mikil kátína og flugelda-
sprengjur, en seinni árin hafa bræður
Sigurþórs, þeir Jón og Hróðmar,
einnig átt með okkur friðsæl og
einkar ánægjuleg áramót. Við Hall-
dór og fjölskylda okkar þökkum inni-
lega fyrir langa samfylgd og allar
góðu minningarnar, sem lifa með
okkur.
Solveig Arnórsdóttir.
Fjóla kom inn í líf fjölskyldunnar í
Messuholti og um leið okkar líf á erf-
iðum tímum skömmu eftir andlát
Guðbjargar föðursystur okkar árið
1966. Guðbjörg lést langt um aldur
fram frá Sigurþóri manni sínum og
þremur ungum dætrum. Í veikindum
Guðbjargar og eftir lát hennar voru
þær tvíburasysturnar, Arngunnur og
Steinunn, einskonar fóstursystur
okkar krakkanna í Vík þar sem þær
dvöldu heima hjá okkur í um það bil
tvö ár, en Ingibjörg, sú yngsta, var
hjá Solveigu og Halldóri í Útvík. Þá
tók Fjóla að sér að annast heimilið í
Messuholti og um leið uppeldi stelpn-
anna og er það engan veginn ofmælt
að það hafi orðið þeim til gæfu og
raunar öllum, sem nutu návistar
hennar og handleiðslu. Hún varð
þeim systrum sem besta móðir og
þegar árin liðu varð hún börnum
þeirra systra yndisleg amma.
Fjóla gætti líka fjölda annarra
manna barna og var dagmóðir frænd-
barna sinna og á tímabili tók hún
einnig börn til sumardvalar. Við öll
þessi börn var hún nærgætin og góð
og öll dáðu þau og virtu Fjólu vegna
elskusemi hennar og hlýju. Alltaf var
hún Fjóla hógvær og prúð í allri
framkomu, en að eðlisfari var hún
glaðlynd og einkar hlýleg í viðmóti.
Hún var greind og fróð, hún las mikið
og kunni það sem hún hafði lesið,
enda var minni hennar með afbrigð-
um gott. Fjóla var afar snyrtileg í
allri umgengni og hún var góð hús-
móðir, enda var það ævinlega gott að
koma í Messuholt, ekki síst á kaffi-
tímum, sem voru hvenær sem er.
Hún hafði yndi af öllu, sem fagurt er,
og sinnti garði og gróðri í kringum
bæinn meðan heilsa leyfði. Fjóla var
að sönnu heimakær og gerði ekki víð-
reist um dagana. En skemmtilegt
þótti henni að ferðast um landið, ekki
síst óbyggðir, en það gerðu þau Sig-
urþór talsvert um árabil.
Við systkinin frá Vík hugsum til
Fjólu með þakklæti og gleði. Um leið
sendum við Sigurþóri, dætrunum og
fjölskyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur.
Minningin um góða konu lifir.
Þórólfur, Ingibjörg,
Ásdís og Steinunn.
Elsku Fjóla, ég kveð þig í dag með
þessu ljóði:
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt.
Hulda Hreinsdóttir.
likkistur.is
Íslenskar kistur og krossar.
Hagstæð verð. Sími 892 4605
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐBJÖRG SALÓME ÞORSTEINSDÓTTIR,
lést á heimili sínu á Ísafirði miðvikudaginn
19. janúar.
Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugar-
daginn 29. janúar kl. 14.00.
Sigríður H. Sigfúsdóttir, Björn Gíslason,
Ingibjörg E. Sigfúsdóttir, Jón Víðir Njálsson,
Þorsteinn Sigfússon, Rósa Kjartansdóttir,
Jóhann G. Sigfússon, Margrét Eyjólfsdóttir,
Ósk Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær maður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir
og afi,
HELGI GARÐARSSON,
Bakkastíg 1,
Eskifirði,
sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaup-
stað að morgni fimmtudagsins 20. janúar, verður
jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn
29. janúar kl. 14.00.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins Neskaupstað fyrir
einstaka umönnun og hlýhug.
Jóna Herdís Hallbjörnsdóttir,
Jens Garðar Helgason,
Sturla Már Helgason,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Guðbjörg Gunnarsdóttir,
Sveinbjörg Gunnarsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg móðir okkar,
HELGA GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR,
Ljósheimum 4,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn
10. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kristniboðssambandið,
Háaleitisbraut 68.
Gréta S. Haraldsdóttir,
Sigrún J. Haraldsdóttir,
Friðþjófur D. Friðþjófsson
og fjölskyldur.
! ""
!" #
✝
Elskulegur eiginmaður minn, pabbi okkar, sonur og
bróðir,
SIGURJÓN BRINK
tónlistarmaður,
varð bráðkvaddur að heimili sínu mánudaginn
17. janúar.
Hann verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 27. janúar kl. 15.00.
Þórunn Erna Clausen,
Róbert Hrafn Brink,
Haukur Örn Brink,
Kristín María Brink,
Aron Brink,
Bjarney Sigríður Sigurjónsdóttir, Filippus Gunnar Árnason,
Róbert Magnús Brink, Þóranna Bjarnadóttir,
Árni Filippusson,
Nína Dögg Filippusdóttir,
Róbert Aron Brink,
Rannveig Hrönn Brink,
Magnús Þór Brink.