Morgunblaðið - 22.01.2011, Síða 36

Morgunblaðið - 22.01.2011, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 ✝ Ingibjörg Marsibil(Ebba) fæddist á Saurum í Súðavík 11. september 1926. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísa- firði 23. desember 2010. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson, kennari og skóla- stjóri, f. 27. 3. 1893, og Margrét Þorláks- dóttir húsmóðir, f. 19.1. 1902. Ebba, eins og hún var jafnan kölluð, ólst upp í Súðavík ásamt systur sinni Ragnheiði Ólafsdóttur, f. 28.12. 1927. Ebba bjó lengst af ævi sinni í Súðavík. Ebba eignaðist dótt- urina Hildi með Maríasi Þ. Guð- mundssyni, f. 13.4. 1922, d. 17.3. 2010. Hildur er fædd 25.9. 1944. Hún á dótturina Lindu Báru Þórð- son, f. 27.5. 1991. 3) Margrét Guðrún Elíasdóttir, f. 2.4. 1964. Hún á þrjú börn, a) Sindri Hans Guð- mundsson, f. 29.6. 1982, b) Gunn- hildur Eik Svavarsdóttir, f. 29.11. 1986, c) Douglas Ben Elías Eddy, f. 30.11. 1995. 4) Sigurjón Vífill Elías- son f. 7.7. 1966. Hann á tvö börn, a) Andri Vífilsson, f. 24.11. 1988, b) Birta Vífilsdóttir, f. 22.2. 1998. Ebba gekk í skóla í Súðavík en að honum loknum var hún við nám í Héraðsskólanum Reykjanesi. Síðar nam hún við Húsmæðraskólana í Laugalandi í Eyjafirði og á Hall- ormsstað. Á yngri árum var hún um tíma í síld á Siglufirði. Einnig vann hún á þeim árum við fiskvinnslu í Vestmannaeyjum auk þess sem hún vann við verslunarstörf bæði í Reykjavík og í Súðavík. Árið 1961 flutti hún til Súðavíkur ásamt manni sínum og börnum. Hún vann síðar ýmis störf í Súðavík, m.a. við fisk- vinnslu í Frosta í Súðavík. Þegar yngstu tvö börnin voru í skóla í Reykjavík fluttist hún með þeim og hélt þar heimili með þeim í nokkur ár. Útför Ebbu fór fram frá Súðavík- urkirkju 30. desember 2010. ardóttur, f. 10. 4. 1968. Ebba giftist á vor- dögum árið 1959 Elíasi Ben Sigurjóns- syni, f. 1.7. 1927, þau slitu samvistir. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Sig- ríður Hrönn, f. 6.8. 1959. Hún á tvö börn og þrjú barnabörn, a) Alda Björk Ósk- arsdóttir, f. 17. 1. 1979, hún á soninn Ezekiel Karl Owolabi, b) Örvar Snær Óskarsson, f. 25.5. 1981, hann á börnin Breka og Ísold Emmu. 2) Ólafur Elíasson, f. 6.12. 1960. Hann á þrjú börn og eitt barnabarn, a) Aldís Ýr Ólafsdóttir, f. 22.9. 1983, hún á dótturina Ragn- heiði Helgu, b) Hlynur Berg Ólafs- son, f. 7.2. 1988, c) Ívar Örn Ólafs- Amma mín. Þú varst mér sem móðir og ég gat alltaf reitt mig á þig. Þú hugsaðir um alla aðra en þig og stundum vildi ég óska þess að þú hefðir verið eigin- gjarnari og gert fleiri hluti fyrir sjálfa þig, en ég veit að þér leið best þegar okkur leið vel. Elsku amma mín, ég sakna þín sárt og hefði viljað hafa þig lengur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að koma til Íslands fyrr í vetur til að hitta þig og ná að kveðja þig. Það var alls ekki létt því þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig. Lífið mun verða erfitt án þín, ég mun ávallt hafa þig í hjarta mínu og ég veit þú munt fylgja mér. Mér til hughreystingar þá veit ég að þú hefur það mun betra núna, þar sem það var erfitt fyrir þig að kljást við erfiðan sjúkdóm. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, amma. Þú gerðir allt til að ég hefði það gott, ég veit ekki hvar ég væri stödd án þín. Ég áttaði mig aldrei á því að þetta myndi gerast strax, því í mínum aug- um hefur þú alltaf verið svo hraust, hugrökk og aldrei kvartað yfir neinu. Ég er svo stolt yfir því að þú sért amma mín og ég á svo margar góðar minningar um þig sem ég mun aldrei gleyma. Elska þig, Ebba amma mín. Þín dótturdóttir, Gunnhildur Eik Svavarsdóttir. Elskuleg amma mín er gengin á vit feðra sinna. Komið er að kveðjustund og margs er að minnast. Þeir sem þekktu Ebbu ömmu vita að þar var á ferðinni kraftmikil og virkilega dug- leg kona. Amma hafði áður sigrast á þeim illvíga sjúkdómi sem varð henni nú óyfirstíganlegur. Margar af mínum skemmtilegustu minningum með ömmu eru á Aðal- götunni á sumrin. Þegar ég mætti í úlpu og húfu var það fyrsta sem hún gerði að skella mér í stuttermabol og stuttbuxur, á sólríkum sumardegi átti maður að vera léttklæddur og leika sér úti. Amma var nú ekki mikið fyrir að liggja í sólbaði heldur var hún önnum kafin við hitt og annað. Hún var mikil blómakona og átti mörg pottablóm og fallegan garð. Þegar ég hugsa til baka man ég sjaldan eftir ömmu öðruvísi en sinnandi einhverj- um verkum, í garðinum eða annars staðar. Eftir að húsið á Aðalgötunni fór í snjóflóði flutti amma tímabundið í sumarbústað og byggði sér fallegt kanadískt hús í „nýju“ Súðavík. Þar bjuggu þær systur, amma og Ragna, hlið við hlið. Amma var með ættfræðina á hreinu og sagði mér oft sögur frá því í gamla daga sem gaman var að hlusta á. Í haust fórum við saman í kirkju- garðinn í Súðavík þar sem hún setti niður lauka á leiði hjá ættingjum og vinum. Það er lýsandi dæmi um það hversu dugleg amma mín var, hún var orðin veik og gekk við göngu- grind en lét það ekki á sig fá heldur skreið á fjórum fótum um garðinn og lauk verkinu. Þó að maður hafi verið allur af vilja gerður til að hjálpa fannst henni jafnan best að gera hlutina bara sjálf. Amma og Ragna systir hennar hafa skapað mér ákveðinn heim sem var svo gott að koma í, það verður því skrítið að koma til Súðavíkur næsta sumar. Þegar ég kom vestur núna til að vera um jólin með ömmu og Rögnu gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu veik amma var orðin og mér brá mikið að sjá hana. Henni versn- aði með hverjum deginum og kvaddi seint á Þorláksmessukvöld. Ég bjóst engan veginn við því að í þessari vesturferð myndi ég fylgja ömmu til grafar. Ég þakka þeim sem veittu henni hjálparhönd í veikindunum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Það er komið að kveðjustund elsku amma mín, nú ertu sofnuð svefninum langa og hefur fengið hvíld frá erfiðum veikindum. Minn- ing þín lifir. Þín sonardóttir, Aldís Ýr Ólafsdóttir. Ingibjörg Marsibil Ólafsdóttir (Ebba) – – – Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hörður var bróðir ömmu minnar Döbbu og meiripart ævi minnar þekkti ég hann sem slíkan, þ.e.a.s. sem ömmubróður minn, þann sem brýndi hnífana fyrir mömmu, bjó í Garðabæ og smíðaði líkkistur. Það var ekki fyrr en fyrir um fimm árum að ég kynntist Herði fyrir alvöru og þá var ég fljót að ýta þessari gömlu og úreltu túlkun minni á honum til hliðar. Hörð- ur var svo miklu meira en það og ofan á allt var hann líka afar ljúfur og góð- ur maður sem vildi öllum í kringum sig vel. Meira að segja dýrin nutu góðs af góðmennskunni og þá sérstaklega Nína, hundurinn minn, sem dýrkaði Hörður Björnsson ✝ Hörður Björnssonfæddist í Sól- heimum á Borgarfirði eystra 18. desember 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 10. janúar 2011. Hörður var jarð- sunginn frá Bakka- gerðiskirkju á Borg- arfirði eystra 21. janúar 2011. hann og dáði. Á Arnar- hrauninu klóraði hann henni hvenær sem hún vildi og á Hrafnistu var henni boðið í hálfgert harðfiskshlaðborð í hvert skipti sem hún kom í heimsókn. Hörður var ekki lengi að laga sig að nýrri tækni. Eitt sinn hitti ég hann í Smára- lind. Þá var hann nýbú- inn að kaupa sér nýjan farsíma og nýtti sér tækifærið og bað mig um að kenna sér örlítið á hann, hann væri nefnilega ekki eins og fyrri sím- inn hafði verið og auk þess miklu minni. Og tölvumálin voru ekki vanda- málið. Að sjálfsögðu hafði Hörður kynnt sér þau vel og keypt sér tölvu með neti. Í tölvunni skoðaði hann allt- af færðina á Austfjörðum, fréttirnar og vefmyndavélina á Borgarfirði eystra í hvert skipti sem hann gat. Nýjast var það samskiptavefurinn Facebook. Hörður var skráður þar inn og kunni vel við. Þar fylgdist hann með umræðunni og skoðaði myndir af ættingjunum og austfirsku menning- arlífi. Síðast bað hann um að sett yrði inn áramótakveðja til ættingja og vina. Sú kveðja var skrifuð orðrétt upp fyrir frænda minn sem átti orðið erfitt með að tjá sig og draga andann vegna veikinda sinna. Eins og allir, sem þekkja Hörð, vita þá var hann mjög þrautseigur í veikindum sínum og kom okkur ætt- ingjunum oft og mörgum sinnum á óvart. En síðustu jól áttaði ég mig á því að það væri í alvörunni ekki langt eftir. Með hamborgarhrygginn á diskinum helltust yfir mig minningar um liðna tíð, sár söknuður og ótti um það sem væri framundan, en líka þakklæti og hlýja. Þakklæti fyrir það að hafa kynnst Herði og eytt með honum mörgum stundum. Þetta kvöld kvaddi ég Hörð en hann kom hins vegar á óvart eins og svo oft áð- ur. Sigfinnur Þorleifsson skrifaði í bók sinni, Í nærveru, að um áramót væru tilfinningar áberandi, þá liði tíminn frá manni, árið liðið og heilsubótin sem beðið var um og vonast var eftir hefði brugðist. Tími Harðar rann út 10. janúar sl. Hann hefur nú fengið hvíldina, rödd- ina, þrekið og ánægjuna aftur. Hans veröld er björt á ný eins og Þórunn Sigurðardóttir segir í ljóði sínu. Að lokum vil ég kveðja Hörð með fallegustu bæninni og vona að ljós hans skíni skært meðal okkar sem höldum minningu hans á lífi. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson.) Þórunn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR EGILSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar H-1 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir kærleiksríka umönnun og ástúð. Guð blessi ykkur öll. Eygló S. Stefánsdóttir, Þórhallur Sveinsson, Hafþór R. Þórhallsson, Sæunn Jóhannesdóttir, Hafsteinn G. Þórhallsson, Berglind Þórhallsdóttir, Ragnar Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRID KARLSDÓTTUR, Mávahlíð 4, Reykjavík. Garðar Sigurðsson, Sigurður Egill Garðarsson, Karl Friðrik Garðarsson, Áslaug Guðjónsdóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Gunnlaugur Garðarsson, Sigríður Halldórsdóttir, Kristín Fríða Garðarsdóttir, Ólafur Fannberg, Anna María Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og heiðrað minningu okkar kæru móður, ÖNNU ÞORSTEINSDÓTTUR frá Laufási í Vestmannaeyjum. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Elínborg Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Jóhann Jónsson. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU KATRÍNAR HJARTARDÓTTUR, Lóu, frá Fremri-Hrafnabjörgum, Dalabyggð. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 4. hæðar á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir einstaka alúð og umhyggju. Ólafía Bjargmundsdóttir, Ólafía Magnea Hinriksdóttir, Halldóra G. Hinriksdóttir, Páll L. Sigurðsson, Bjargey Una Hinriksdóttir, Róbert Einar Jensson, Hinrik Ingi Hinriksson og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS SÖLVA EINARSSONAR, Hólavegi 39, Siglufirði. Sérstakar þakkir sendum við læknum, hjúkrunar- fræðingum og öðru starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, Siglufirði, sem og starfsfólki Heimahlynningar Landspítalans fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Guð blessi ykkur öll. Brynja Stefánsdóttir, Herdís Kjartansdóttir, Guðmundur Þór Axelsson, Kristrún Kjartansdóttir, Ingi Már Aðalsteinsson, Ása Fríða Kjartansdóttir, Víglundur Pétursson, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.